Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 24
wism Fimmtudagur 7. ágúst 1980 síminn erðóóll veðurspá A Grænlandshafi er hægfara 1010 mb lægö, en 1022 mb hæð skammt norður af Færeyjum. Hiti breytist fremur litið. Suðurland til Vestfjaröa og suðvesturmið til Breiöafjarð- armiða: breytileg átt eða sunnan gola, rigning viðast hvar. Vestfjarðamiö: hægviðri og smáskúrir, noröaustankaldi á djúpmiðum. Strandir til Norðurlands vestra, Noröurland eystra, norðvesturmið og norðaustur- mið: hægviðri og viða rigning i fyrstu, en siðan smáskúrir á viö og dreif, umstaöar þoku- loft á miðum. Austurland að Glettmgi, Aust- firðir, austurmið og Aust- fjarðamið: hægviöri og skýjaö með köflum til landsins, en viða þokuloft á miöum og viða dálitU rignin um tima framan af degi. Suðausturiand og suðaustur- mið: hægviðri, rigning og súld. Veðrið hér og har Akureyri rigning 11, Bergen skýjað 13, Helsinki léttskýjað 16, Kaupmannahöfn hálfskýj- að ?, Osló skýjað 15, Reykja- vlk rigning 8, Stokkhólmur skýjað 18, Þórshöfn alskýjaö 9, Aþena heiðskfrt 31, Berlin skýjaö 20, Feneyjar heiðskirt 30, Frankfurt léttskýjaö 21, Londonskýjað 19, Luxemburg léttskýjað 19, Las Palmas heiðskirt 30, Mallorka létt- skýjað 26, Parlsléttskýjað 24, Rómheiðskirt 27, Viniéttskýj- aö 25. Loki segir Ragnar Arnalds mætti I sjón- varpinu I gær og fékk þar að þylja yfir landsmönnum boð- skap sinn úr Þjóðviljanum þá um morguninn um að stór- felldar skattahækkanir væru engar hækkanir. Ætli sjón- varpsmenn séu gjörsamlega búnir að gleyma muninum á viötali og eintali? Dagsbrúnarmenn afia sér verKfallsheímildar: „ÉG HEFÐI GENGW OT AF FUNDINUM” - segir Guðmundur J. Guðmundsson um lllboð vsí á sáHalundinum „Ég hefði gengið út af fundinum i gær ef ég hefði ekki verið þar undir stjórn sáttasemj- ara og sáttanefndar”, sagði Guðmundur J. Guðmundsson formað- ur verkamannasam- bandsins i samtali við Visi áðan. Guömundur sagði, aö það væri nánast skylda að sitja fundi sem sáttasemjari boðaði til en samningsdrög þau, sem VSl hefði lagt fyrir I gær og ASl hefði fengið i hendur I fyrradag væru á allan hátt rýrari en það sem legið hefði fyrir i fyrri við- ræðum ASl og VSl. Um nánari atriði hinna nýju draga að kjarasamningi sem lögð voru fyrir I gær vildi Guð- mundur ekkert segja og sagði það samkomulag aðila við sáttasemjara að skýra ekki frá einstökum efnisatriðum enn sem komið er. Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri VSÍ viídi heldur ekkert skýra frá efnisatriðum og visaði til samkomulagsins við sáttasemjara. Við sama tón kvaðhjá fleiri aðilum sem leitað var til. Vísi er kunnugt um, að reikni- meistarar ASl unnu af kappi i fyrrinótt við að reikna út þýð- ingu nýju draganna og sömu- leiðis mun hafa yerið unnið fram á nótt hjá VSI við útreikn- inga. Að loknum stjórnarfundi hjá Dagsbrún I gær var samþykkt að boða til fundar á föstudaginn til að leita eftir heimild til verk- fallsboöunar. Nýr sáttafundur hefur verið boðaöur í dag kl. 14 og kvað Guömundur J. Guðmundsson ASI-menn mundu mæta þar, enda sá fundur boðaður af sáttanefnd. —óM Fundarstörf hófust á norrænu ráöstefnunni um almannatryggingar snemma f morgun. Visismynd: BG. ÖVlGÐ SflMBÚÐ OG ALMANNATRYGGINGAR - meðal efnis sem rætt er á Norðurlandaráðstefnu um aimannatryggingar Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingairáöherra setti i gær- morgun tiundu Norðurlandaráð- stefnu um almannatryggingar og var setningin i Háskólabiói. Þátt- takendur á þessari ráðstefnu eru 240 þar af eru um 40 islenskir. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og henni lýkur annað kvöld. Náið samstarf hefur verið með þjóðum Norðurlanda i marga áratugi I ýmsum greinum á sviði almannatrygginga. Hafa þjóðirn- ar lagt á það áherslu aö hafa ali- náin kynni af löggjöf og öðrum reglum hverrar annarrar á þessu sviði. Ráðstefnur sem þessar hafa verið haldnar á f jögurra ára fresti, til skiptis i löndunum fimm og var sú fimmta haldin í Reykja- vik áriö 1960. Umræður á ráðstefnunni fara ýmist fram sameiginlega fyrir alla þátttakendur eða skipt i deildir. Meöal almennra efna sem rædd veröa eiu,,Övigð sambúð og almannatryggingar”, „Sjúk- dómsfjarvistir, ástæður til breyt- inga, eftirlit og gagnráðstafanir”, „Fjárhæðir og svið bóta vegna vinnuslysa” og „Breytileg ald- ursmörk fyrír lifeyrisrétt’. —Gsal Yflrvinnubann flugumlerDarstlóra á Akureyri: Flugleiðir fella niður átta ferðir á viku Flugleiðir hafa ákveðið að fella niður kvöldferðir til Akureyrar frá og með 11. ágúst. Astæðan er sú að engin flugumferðarstjórn er á Akureyrarflugvelli á kvöldin vegna deilu flugumferðastjóra þar við rikisvaldið. „Við getum ekki haldið uppi ferðum á lokaðan flugvöll og þvi verður að gripa til þessara ráð- stafana ef engin breyting verður á með flugumferðarstjórnina”, sagði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða i morgun. Þetta þýðir að ferðum milli Reykjavik- ur og Akureyrar fækkar um átta á viku þvi tvær kvöldferðir hafa verið á föstudögum. Jafnframt verður sú breyting gerð að áætl- unarvél sem farið hefur klukkan 18frá Reykjavik til Akureyrar fer hálftima seinna eftir 11. ágúst. —SG Eldur i bíl Eldur kom upp i bil, sem verið var að vinna við i bilskúr við Birkihvamm um hálf sex-leytið I gærdag. Verið var að logsjóða I bilnum og mun hafa kviknað i út frá tækjunum. Er slökkviliðið kom á vettvang, var töluverður reykur I bilskúrnum, enda logaði þá I bilnum, sem skemmdist tölu- vert. Þá urðu einnig skemmdir á verkfærum, sem voru I skúrnum. —Sv.G. „Meö snarparl Súiuhlaupum” Hafði nærri rlfið með sér björgunarskýli 1 gærdag uröu menn varir við mikið hlaup I Súlu á Skeiðarár- sandi, og aö sögn Lárusar Sig- geirssonar á Kirkjubæjar- klaustri, er þetta meö snarpari Súluhlaupum. Upptök hlaupsins eru i Græna- lóni vestan Skeiðarárjökuls, fell- ur undir jökulinn og niöur með Eystrafjalli. Þar kemur hlaupið niður i Súlu á Skeiöarársandi mjög kröftuglega og virtist hlaupiö vera 1 toppi, er' menn urðu varir við það. 1 gærkvöld var þaö i rénum og vatnsyfirborð hafði þá lækkaö um metra. Hlaup þetta var komið upp fyrir sökkla á Skeiöarárbrúnni og lá undir henni allri. Mikill jakaburð- ur fylgdi hlaupinu, en virtist ekki hafa haft skemmdir á brúnni i för meö sér. Hlaupið hefur útfall i tveimur ósum, Melósi á Kálfa- feilsfjöruog Hvalsiki á Fossfjöru. Hvalsiki hefur undanfarin ár verið að grafa sig vestar og nú er svo komið aö ósbakkarnir áttu aðeins nokkra metra ófarna I Skipbrotsmannaskýliö I Foss- fjöru. Björgunarsveit staðarins brást þvi skjótt við og flutti þunga- vinnuvélará staðinn, náöi skýlinu heilu og flutti það á öruggan stað. —AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.