Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 16
16 vtsm Fimmtudagur 7. ágúst 1980 DðTTÍR GEGN MÖDUR Laugarásbíó: Haustsónata Leikstjóri og höfundur handrits: Ingmar Bergman Kvikmyndun: Sven Nykvist Aðalleikarar, Ingrid Bergman, Liv Ullmann, Lena Ny- man og Halvar Bjork. Haustsónata segir frá fundi mæögna. Móðirin hefur mestalla æfi sina verið eftirsóttur pianó- leikari, helgað sig listinni en hugaö þvi minna aö manni og börnum. Móðir (Ingrid Bergman) og dóttir (Liv Ullmann) eru á all- an hátt ólikar. Móðirin, Charlotte, lifir ófullkomnu lifi sem I raun snýst um yfirboröiö eitt og hún viröist einungis mynda lausleg tengsl viö annaö fólk, hvort heldur um er aö ræöa börn, eigin- mann eöa elskhuga. Dóttirin Eva, hefur þrátt fyrir tilfinningakulda móðurinnar lagt á hana bæöi ofurást og ákaft hatur. Þegar mæögurnar hittast eftir sjö ára aöskilnað vænta þær sér mikils af endurfundunum og raunin veröur reyndar sú aö ýmislegt sem áöur lá f þagnargildi kemur frám i dagsljósiö. En Charlotte á tvær dætur. Eva er eldri og annast um systur sina Helenu. Helena hefur fariö enn verr út úr ástlausu uppeldi. Hiin er afskræmd og bækluö af krampa og flogum og á erfitt meö aö tjá sig. Þrátt fyrir þaö er þó þrá hennar eftir móöurinni enn skýrari og átakanlegri en löngun Evu til aö nálgast móöur sina. Haustsónata er sannarlega full- komin mynd aö flestri gerö. Sven Nykvist kvikmyndatökumanni kvikmyndir Sólveig Jónsdóttir skrifar skeikar aldrei. Leikkonurnar tvær, Ingrid Bergman og Liv Ull- mann, eru stórstjörnur og kvik- myndin má teljast meö fremstu verkum Bergmans. Ahorfandan- um er sem haldiö I krepptri greip meöan á sýningu myndarinnar stendur, en nokkur efi hlýtur þó aö gera vart viö sig. Hvers vegna er svo mikill hiti I sambandi móöur og dóttur? I myndinni er gefið I skyn aö mæögurnar séu hrjáöar af ein- hverskonar arfgengum til- finningakulda a.m.k. telur Char- lotte litiö hafa veriö um ástúö i eigin bernsku. Þrátt fyrir þetta öðlast Eva ákaflega náiö sam- band viö son sinh sem jafnvel dauöinn fær ekki rofiö. Eva segir lika frá pabba gamla sem sat heima og strauk henni meö hvitri hönd meðan Charlotte lék á pianó um viöa veröld. Heföi dæmiö gengiö ööruvisi upp ef mamma heföi setiö heima og klappaö barni en faöirinn leikiö á pianó meö hvitum höndum? Hvaö sem öllum athugasemd- um liður er Haustsónata hrifandi frásögn af einstaklingum sem þykjast sviknir af lifinu og eru þaö e.t.v. lika I rauninni. Nokkuö má á sig leggja til aö láta Haust- sónötu ekki óséöa. —SKJ Ingrid Bergman og Liv Ullman, móðir og dóttir I Haustsónötu Bergmans. Opið hús í Norræna hús- inu í kvöld Páil isaksson meö tvær mynda sinna sem á sýningunni veröa. Súrreaiískur „Ef til vill má flokka þessar myndir minar aö hluta undir súrrealiskan stil, þó ég vilji ekki flokka þær undir neina ákveöna stefnu”, segir ungur maöur Páll lsaksson, sem opnar málverka- sýningu á morgun, föstudag, I Eden i Hveragerði. Þetta er önnur sýning Páls, en i fyrra sýndi hann I Fossnesti. A þessari sýningu veröa 28 myndir og er þetta sölusýning. Flestar myndanna eru geröar meö oliu- pastel og tússpennum. ,,Ég byrjaöi á þessu fyrir al- vöru I kringum 1975. Ég er tré- smiöur aö atvinnu og er þvl alger- lega sjálfmenntaöur I málaralist- inni, utan kvöldnámskeiös, sem ég sótti einn vetur I Myndlista- og handiöaskóla Islands”, sagöi Páll. stíll? Og aö lokum hverjir eru þinir uppáhaldsmálarar? ,,Ja, ætli það sé ekki Salvador Dali, Alfreö Flóki og Guömundur Guömundsson”, sagði Páll Isaks- son. Sýningin veröur eins og áöur sagöi i Eden i Hverageröi og veröur opin dagana 8.-18. ágúst n.k. —KÞ Siguröur Þórarinsson talar um jaröelda á Islandi i Opnu húsi I Norræna húsinu i kvöld, fimmtu- daginn 7. ágúst. kl. 20.30, nefnist erindiö „Vulkanismen pa Is- land”, og veröa sýndar meö þvi litskyggnur. Siöar um kvöldiö veröur sýnd kvikmynd Ósvaldar Knudsens „Surtur fer sunnan”, sem var tekin áriö 1963 eöa á þvi timabili er Surtur var aö mynd- ast. Kaffistofa og bókasafn hússins veröa opin.og má minna á sýn- ingu Johans Hopstad i bókasafn- inu. Sumarsýningin stendur og enn yfir, en henni fer þó senn aö ljúka. Þar eiga verk þeir Benedikt Gunnarsson Jóhannes Geir, Siguröur Þórir Sigurösson og Guömundur Eliasson. —KÞ Siguröur Þórarinsson Punktar Graham Greene Breski rithöfundurinn Gra- ham Greene er nú oröinn 76 ára gamali en lætur ekki aldurinn á sig fá. Hann sendi frá sér nýja skáidsögu I vor: Dr. Fischer in Genf” og I haust kemur út annað bindi af æviminningum hans, Ways Of Escape. Bókin er framhald af „A sort of life” sem út kom áriö 1971, en henni lauk á 28rári höfundarins. „Ways of escape er þó ekki framhald sögunnar heldur safn ritgerða og for- mála. önnur ný ensk bók er „Moksha” — orðið þýöir frelsun og er sanskrit. 1 bók- inni er safn greina og ritgeröa eftir Aldous Huxley auk bréfa, viötala og fyrirlestra. Sýnir bókin áhuga Huxleys á sál- fræöi, handanheimafræöi, læknisfræöi, trúarbrögÖum, bókmenntum og stjórnmálum. „Moksha” er viöauki viö heiidarútgáfu verka Huxleys, sem I allt eru 35 bindi. (Chatto&Windus gefa út). Um jóiin er væntanleg á markaöinn bók um Sævar Ciecielski. Þaö er Iöunn, sem gefur hana út. Þetta er bók upp á 150-200 siður og er byggö á þáttum úr lifi Sævars, bæöi frásagnir hans sjálfs af æsku sinni, uppvexti og lifi skráöar af Stefáni Unnsteinssyni, og frásagnir annarra um lff Sævars. I því sambandi veröur hugleiöing um ævi Sævars1 rituö af Stefáni Unn- steinssyni og frásagnir fjögurra annarra persóna af lifi Sævars. Engar myndir veröa I bókinni. A Edinborgarhátiöinni, sem fram fer dagana 25.-30. ágúst n.k. veröur flutt islenskt leik- rit eftir örnólf Arnason. Þetta er upphaflega skrifaö sem út- varpsleikrit og hét þá „Upp úr efstu skúffu”. Siöar fékk verk- iö nafniö „Blessuö minning” og þvi heitir þaö i bresku út- gáfunni „Blessed memory”, I þýöingu Jill Bruck Árnason, sem jafnframt er leikstjóri. Verkiö var sýnt I London i júni og fer sú uppsetning á Edin- borgarhátiöina. Leikari er aö- eins einn, Joanne Bunham. En meira islenskt veröur einnig á Edinborgarhátiöinni, þvi Benedikt Arnason mun iesa úr ljóöaþýöingum Siguröar A. Magnússonar á is- lenskri nútimaljóölist. MS/KÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.