Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 11
vtsm Fimmtudagur 7. ágúst 1980 Smáskífa meö „Þú og ég” gefin út í Bretlandi í nausti „Fullyrða má að eitt- hvað af islensku efni verður komið á alþjóðamarkað áður en árið er úti, en hverjar viðtökurnar verða get- ur timinn einn leitt i ljós,” sagði Steinar Berg ísleifsson, eig- andi Steina hf. en hann er nýkominn frá Lundúnum, þar sem gengið var frá samningum um útgáfu 2ja laga plötu með ,,Þú og ég” i haust. Steinar kvaöst hafa kynnt lag- ið „í útilegu af plötunni „Sprengisandur” fyrir ýmsum aðilum ytra, en á ensku nefnist lagið „Shady’s In Love” og sagði Steinar viðtökurnar hafa verið sérlega góðar. Sjálfur kvað hann enska textann falla betur að laginu og enska útgáf- an stæði framar þeirri islensku. Steinar Berg lét skrásetja vörumerkið „Hot Ice” i Lundúnum og verður litla plat- an gefin út undir þvi merki. A hinn bóginn mun breska út- gáfu- og dreifingarfyrirtækið Pinacle annast dreifingu og kynningu á plötunni i Bret- landi og Hollandi, en fyrst um sinn amk. mun plötunni aðéins komið á markað I þessum tveimur löndum. ,,Um er að ræða að gefa út tveggja laga plötu i litlu magni,” sagði Stein- ar, „til þess að kanna hvesu mikið hún fæst leikin i útvarpi, en það skiptir höfuðmáli varð- andi það hvort hún verður keypt eða ekki.” Fari svo að viðtökurnar verði góðar má fastlega gera ráð fyrir útgáfu breiðskifu á efni' Gunnars Þórðarsonar I flutningi „Þú og ég” eða annarri 2ja laga plötu fyrst. Steinar hf. hefur gert samning við Bubba Mortens og Utan- garðsmenn og munu þeir væntanlegir inn I stúdió snemma i næsta mánuði til hljóðritunar á breiðskifu. Steinar Berg kvaðst i ferð sinni til Lundúna hafa kynnt efni með Bubba og Utangarösmönnum og hefðu undirtektir verið jákvæö- ar. Hann nefndi og að CBS i Hollandi væri tilbúið að gefa út breiðskifu með Bubba og Utan- garðsmönnum svo fljótt sem ný plata væri tilbúin, en lög Bubba hafa verið kynnt fulltrúum CBS i Hollandi. „Þeir eru tilbúnir, að skipuleggja tveggja vikna ferð með Bubba og Utangarðsmenn i klúbba til kynningar á plöt- unni”, sagði Steinar, „eða fá þá i hljómleikaferð með þekktari hljómsveit.” í lok þessa mánaðar er væntanleg fjögurra laga plata á markaðinn hér heima með Bubba Mortens og Utangarðs- mönnum. Þú og ég og Gunni til Póllands Næstkomandi mánudag halda „Þú og ég” ásamt Gunnari Þórðarsyni til Póllands og taka þar þátt i alþjóðlegri söngva- keppni, svo sem frá hefur verið sagt oft og vel. I bakaleiðinni getur hugsast að þau komi við i Stokkhólmi og kynni það sem þau hafa fram að færa, en I lok mánaðarins kemur út á vegum CBS á Norðurlöndum 2ja laga plata með „Þú og ég” þar sem aðallagið verður „I Reykja- vikurborg” af fyrri plötu Gunnars, Helgu og Jóhanns. I deiglunni er svo útgáfa breið- skifu á Norðurlöndum á vegum sama fyrirtækis og sagði Stein- ar Berg að þar yrði trúlega um að ræða blöndu af lögum af báð- um plötum „Þú og ég” og yrði breiðskifan komin á markað fyrir jól. Það er þvi ljóst að ýmsar blik- ur eru á lofti varðandi Islenska popptónlist I útlöndum og e.t.v. er að renna upp sá timi i fyrsta sinn að Islenskir popparar „meiki” það úti hinum stóra heimi. —lisai Bubbi Mortens og Utangarðsmenn fara llklega til Hoilands I haust er ný breiðskifa hefur veriö gerö. Gunnar, Helga og Jóhann hafa mörg járn i eldinum og ákveðnar hafa veriö útgáfur á iögum þeirra i Bretlandi, Hollandi og á Noröurlöndunum. íslenskt popp í útlöndum: á ferðafatnaði Vindjakkar Dúnjakkar B/ússur Kuldajakkar og buxur Skiðafatnaður o.fi. o.fi. o.fl. Við þurfum að rýma til fyrir nýj- um vörum Sportval LAUGAVEG1116. VIO HLEMMTORG SÍMAR 14390 ít 26690

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.