Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 6
vism Laugardagur 9. ágúst 1980 — segir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisrádherra og varaformadur Sjálfstædisflokksins ,,Ef Geir verdur aftur formadur hlýtur fylgid aö hrynja af flokknum” aö hækkunin veröi eitthvaö minni en nú I ágúst. Þetta táknar þvi að verðbólg- an sé fremur á leið niður á við og að hækkunin frá byrjun til loka þessa árs yröi innan viö 50% og er þaö vissulega nokkur ávinningur frá siðasta ári þegar hækkunin var 61% Rikisstjórnin hefur veriö gagnrýnd fyrir að hafa enga heildarstefnu og láta allt reka á reiöanum. Mun for- sætisráöherra krefjast ákveðnari ráðstafana? „Forsætisráðherrann mun framfylgja þeirri stefnu sem stjórnarsáttmálinn mótaði, en þar segir að rikisstjórnin muni berjast gegn verðbólgunni meö aöhaldsaðgerðum er varöa verölag, gengi, peningamál, fjárfestingu og rfkisfjármál”. Gengissig heldur stöðugt áfram og nú heyrast raddir um 10% „gengissig i einu stökki” til aö bjarga frysti- húsunum. Magnar þetta ekki verðbólguna eða veröur gripið til annarra ráða? „Skráning gengis miöast við afkomu aöalatvinnuveganna. Hér á landi er það Seölabankinn sem samkvæmt lögum ákveöur áherslu á þaö, aö halda útgjöld- um rfkissjóös i skefjum til þess að skapa grundvöll og mögu- leika fyrir einhverri lækkun skatta. t þessu sambandi má taka fram, að afkoma rikissjóös á fyrri helmingi þessa árs hefur verið mun betri en mörg undan- farin ár. Þetta er mjög mikil- vægur þáttur i baráttunni gegn veröbólgunni. Viö væntum þess fastlega og styðjumst þar viö reynsluna af fyrra misseri árs- ins að okkur takist aö ná þvi marki sem segir i stjórnarsátt- málanum, að greiðsluafgangur veröi hjá rikissjóöi i ár”. Rifjuð hafa verið upp um- mæli þin frá þvi i fyrra um aö niöurgreiðslur væru orðn- ar alltof háar. Hefur þú breytt um skoðun I þeim efn- um? „Skoöun min á niöurgreiösl- um er óbreytt, en þær eru einn liður efnahagsmálanna. Sjálf- virk visitala kallar alltaf á niöurgreiöslur og þegar tekst aö draga úr verðbólgunni þá dreg- ur úr þörf á niöurgreiöslum. Sú hækkun á niöurgreiöslum sem nú varð um slðustu mánaöamót er I samræmi við fjárlög og stjórnarsáttmálann, þess efnis, að niöurgreiöslur haldist i nokk- urn veginn i sama hlutfalli af búvöruveröi”. niður i persónulega valda- streitu og að þeir muni ekki liða forystumönnum flokks- ins, aö þeir gefi andstæðing- um færi á að hlutast til um innri málefni flokksins. Hvernig skilur þú þessi um- mæii? „Þessi orð hitta hann sjálfan þvi erfiðleikar Sjálfstæðis- flokksins nú stafa af persónu- legri valdastreitu formannsins. Það er venja, það er jafnvel lögmál, I flestum lýðræðisflokk- um hér á landi og annars staðar, að takist formanni flokks ekki aö mynda ríkisstjórn en hugsanlegt sé að öðrum manni úr þingflokknum gæti tekist það, þá þykir þaö sjálfsagt að sá maður reyni. A sinum tima var Jóni Þor- lákssyni falin stjórnarmyndun. Þaö tókst ekki og þá benti hann á annan þingmann i flokknum, Jón Magnússon, og honum tókst aö mynda stjórn. Eitt sinn viö stjórnarmyndun var ljóst að Hermanni Jónassyni tækist ekki að mynda stjórn. Þá var öörum þingmanni I flokknum, Stein- grimi Steinþórssyni, falin stjórnarmyndun og hún tókst. Nú liggja mál þannig fyrir, aö þótt ljóst væri að Geir Hall- grimssyni væri fyrirmunað að mvnda rikisstjórn þá beitti hann sér af alefli gegn þvi að varafor- maöur flokksins reyndi að fást við þaö verkefni”. Er möguleiki á sáttum innan flokksins eða er endanlegur klofningur að verða staö- reynd? „Ég tel möguleika á sáttum innan flokksins og ég og mlnir samherjar viljum sættir. Þorri sjálfstæðismanna vill sættir, en orð og gerðir Geirs Hallgrims- sonar stuöla ekki að sáttum”. Munt þú taka viö for- mennsku i Sjálfstæðis- flokknum ef meirihluti landsfundar kýs þig til þeirra starfa? „Ég sækist ekki eftir for- mennsku I flokknum eins og nú standa sakir. Ef hins vegar meirihluti landsfundarmanna óskaöi eftir þvi aö ég tæki aö mér formennsku, myndi ég ekki skorast undan”. Eru likur á að stofnaöur verði nýr flokkur ef Geir Hallgrimsson veröur endur- kjörinn sem formaður og ef svo fer, munt þú taka þátt i þeirri flokksstofnun? „Ef Geir yrði endurkosinn formaöur, hlýtur fylgið að hrynja af Sjálfstæðisflokknum. Hvort nýr flokkur yröi stofnaður get ég ekkert um sagt”. —SG Á morgun eru liðnir sex mánuðir frá þvi að ríkis- stjórn Gunnars Thorodd- sen tók til starfa/ en það var þann 10. febrúar. Þá hafði ríkt langvarandi stjórnarkreppa og hin sögulega stjórnarmyndun er mönnum enn i fersku minni. I tilefni af hálfs árs valdaferli ríkis- stjórnarinnar ræddi Vísir við Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra á skrif- stofu hans i gærdag. Forsætisráðherra. Rikis- stjórnin var mynduð til að ráðast gegn verðbólgunni og þá meöal annars með niöur- talningaraöferöinni. Nú æðir verðbólgan enn áfram óbreytt. Hefur rikisstjórn- inni mistekist ætlunarverk sitt? „Samkvæmt stjórnarsátt- mála rikisstjórnarinnar þá er eitt aðalverkefni hennar aö vinna að hjöðnun veröbólgu þannig, að á árinu 1982 verði veröbóígan orðin svipuö og I helstu viðskiptalöndum okkar Islendinga. Hér er þvi um þriggja ára áætlun að ræöa. Viö höfum aldrei ætlað okkur, hvað þá lofaö þvi, að slá verðbólguna niöur I einu höggi. A siðasta ári var verðbólgan frá upphafi til loka ársins rúm- lega 60%. Við þvl verðbólgustigi tókum viö. Eftir fyrsta árs- fjórðung rikisstjórnarinnar, þegar haföi þurft aö leiðrétta margvlslegan uppsafnaðan vanda, reyndist hækkun fram- færsluvlsitölunnar vera um 13%. Nú, eftir annan árs- fjórðung, I ágúst, mun hækkun framfærsluvlsitölu veröa um 9%. Eftir þriöja ársfjórðung, i nóvember, stefnum við að þvi, gengi krónunnar meö samþykki rlkisstjórnarinnar. Baráttan gegn veröbólgunni miðar að þvl að minnka þörf fyrir gengislækkun og stefna okkar er sú, að hér geti oröið stöðugt gengi. En gengisskrán- ingin er að sjálfsögðu nátengd og byggist á verölagi á afurðum okkar erlendis og tilkostnaöin- um hér heima. Það er kannski rétt aö bæta þvi viö, aö vandi frystihúsanna, sem fyrst og fremst þrýstir á gengislækkun á sér miklu lengri aðdraganda en þessa sex mánuði sem stjórnin hefur setið. Hann skapaðist fyrst og fremst á siðari hluta ársins 1979”. En er það ekki Iskyggileg þróun að tilkostnaður eykst stöðugt hér heima en verð- lag á afuröum okkar er- lendis virðist fara lækkandi? „Þetta er auðvitað okkar aðalvandi. Tilkostnaöur hækkar innanlands meðan útflutnings- verðið hækkar ekki eöa jafnvel lækkar. Meöan svo stendur þá hlýtur gengið að fara niður á við. En eins og ég gat um er það okkar stefna aö draga úr til- kostnaöi innanlands og þá dreg- ur þaö um leið úr þörf á gengis- sigi”. Sagt var að ekki hefði unnist timi til aö lækka skatta við gerð fjárlaga þessa árs en gefið I skyn að það yrði gert við næstu fjárlagagerð. Veröur sú raunin á? „Fjárlagagerðin fyrir næsta ár er I fullum gangi og drög að fjárlagafrumvarpi eru til um- ræöu og meöferðar I rikisstjórn- inni. Meöan ekki liggur nánar fyrir um væntanlegar tekjur og gjöld næsta árs er ekki hægt að segja neitt ákveðið um skatta- mál. Hins vegar leggjum við Viötal: Sæm- undur Guð- vinsson blaða- maður. „Eg er þeirrar skoöunar að hún sitji út kjörtimabilið”. „I ræðu þeirri er Geir Hall- grimsson formaður Sjálf- stæöisflokksins hélt i Bolungarvik sagði hann meöal annars aö hyidýpi væri milli málefnasamnings og starfa rikisstjórnarinnar og stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Er þetta rétt? „Nei, þetta er alrangt”. 1 þessari'ræðu sagöi Geir cnnfremur aö sjálfstæðis- menn „munu ekki þola að flokkur þeirra sé dreginn Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra á skrifstofu sinni I stjórnarráöinu i gær. (Visism. GVA) Munu lifdagar stjórnarinnar ráðast á næstu sex mánuð- um eða ertu þeirrar skoðun- ar að hún sitji út kjörtima- biliö?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.