Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 32
wism Laugardagur 9. ágúst 1980 síminner86611 veðurspá Hæöarhryggur er fyrir austan land en lægö suö-suö vestur i hafi á hreyfingu i noröur. Hiti breytist litiö. A suöurlandi og Breiöafiröi veröur rigning viöast hvar og suöaustan kaldi. A Vestfjöröum veröur suö-austan gola og rigning. A noröurlandi veröur hætt viö rigningu i dag og vindur veröur hægur af suö-austri. A noröausturlandi og austfjörö- um veröur viöast þurrt meö noröaustan golu. veðrlð hér og har Veöriö klukkan 18 I gær: Akureyri skýjaö 15, Bergen skýjaö 15, Helsinki rigning 16, Kaupmannahöfn rigning 14, Osló skýjaö 14, Reykjavik skýjaöl3, Stokkhólmurskýjaö 14, Þórshöfnskýjaö 11, Aþena mistur31, Berlinléttskýjaö 23, Feneyjar þokumóöa 25, Frankfurt skýjaö 22, Nuuk þoka 10, London alskýjaö 17, Luxemburg skýjaö 20, Las Palmas léttskýjaö 28, Mallorca léttskýjaö 27, Paris léttskýjaö 24, Róm þokumóöa 26, Malaga heiörikt 34, Vin þrumur 18. Loki segir Ætli sovéski flóttamaöurinn hafi veriö búinn aö kynna sér skattana á tslandi, þegar hann ákvaö aö biöja um hæli hér sem pólitfskur flóttamaöur? Sovéski sjómaðurinn Viktor Kovaienko: Skipverjar á sovéska togaranum létu sér leiöast I allan gærdag á meöan beöiö var úrslita 1 máli fyrrver- andi skipsfélaga þeirra. (Vlsismynd: BG) Samkomuiag I augsýn hlá BSRB? Stóra samninga- nefndin boðuð á fund eftir helgi Aða lsa mnin gan efnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur verið boðuð til fundar vegna samningamálanna næstkomandi þriðjudag kiukkan sextán. Margt bendir þvi til þess að samkomulag sé i augsýn i samningaviðræðum BSRB og rikisins eins og Visir hefur greint frá. Undirnefndir beggja aöila voru aö störfum i gær undir hand- leiöslu sáttanefndar og sagöi Haraldur Steinþórsson varafor- maöur BSRB i samtali viö Visi siödegis i gær aö búast mætti viö þvi aö undirnefndirnar störfuöu áfram um helgina. Aöalsamninganefnd BSRB tel- ur milli60 og 70 manns og eru þaö fulltrúar aöildarfélaga hvaöan- æva aö af landinu. —Gsal FÆR LANDVIST HER TIL BRABABIRGÐA Ræddi við sendiráðsstarfsmenn Sovétrikjanna í gær án hess að skipta um skoðun „Beiöni sovéska sjómannsins er i athugun hjá dómsmála- ráöuneytinu og honum veröur leyft aö dvelja hér fyrst um sinn á meöan sú athugun fer fram”, — sagöi Baldur Möller ráöu- neytisstjóri i dómsmálaráöu- neytinu i samtali viö Visi. Bald- ur sagöi aö erindi mannsins yröi athugaö i samhengi viö aöild ts- lands aö flóttamannasamningn- um frá 1951. Friöjón Þóröarson, dómsmálaráöherra, sagöi I samtali viö blaöiö aö ýmsar hliöar þessa máls þyrftu ná- kvæmrar athugunar viö, enda væri hér um aö ræöa sérstætt mál, sem ekki heföi áöur komið til kasta Islenskra yfirvalda. Þaö var um eftirmiödaginn á fimmtudag aö sovéski sjó- maöurinn Viktor Kovalenko, 24 ára gamall og ókvæntur, tók þá ákvöröun aö leita til bandariska sendiráösins um aöstoö viö aö flýja frá heimalandi sinu. Starfsmenn sendiráösins töldu sig hins vegar ekki hafa heimild til aö taka ákvaröanir honum viökomandi, þar sem hann væri staddur á tslandi. Maöurinn leitaöi þá til út- lendingaeftirlitsins á Islandi sem er til húsa 1 lögreglustöö- inni viö Hverfisgötu og kom hannþangaöum sexleytiö þenn- an sama dag. Þar var hann i yfirheyrslum fram á nótt og aö þeim loknum var honum feng- inn dvalarstaöur meö leynd i borginni. Þegar maöurinn skilaöi sér ekki um borö I verk- smiöjutogarann um kvöldiö kl. 22.00 er skipstjórinn hugöist leggja frá bryggju var hætt viö brottför þar til málin skýröust. Viktor Kovalenko haföi þá beöiö um hæli sem -pólitiskur flóttamaöur á tslandi og i gær- morgun fóru sendiráösstarfs- menn frá sovéska sendiráöinu þess á leit viö dómsmálaráöu- neytiö aö fá leyfi til aö tala viö manninn. Var þaö leyfi veitt. Laust eftir klukkan tvö i gær- dag komu tveir fulltniar frá sendiráöinu auk skipstjóra og tveggja skipverja á skrifstofur útlendingaeftirlitsins og ræddu þeir þar viö manninnl u.þ.b. hálfa klukkustund. Akvöröun hans varö ekki haggaö og vildi hann sem minnst ræöa viö sam- landa sina. Um eftirmiödaginn f gær ákvaö dómsmálaráöuneytiö aö taka erindi mannsins til athug- unar og veröur honum leyft aö dvelja hér á meöan sú athugun fer fram eins og áöur segir. —Sv.G. Gunnar Thoroddsen mun ekki skorast undan formennsku ef meiriiilutí Landsfundar kýs hann: „Orö 09 gerðir Geirs stuðla ekki að sáttum” „Efriöleikar Sjálfstæöis- flokksins nú stafa af persónu- legri valdastreitu formannsins” segir dr. Gunnar Thoroddsen forstæisráöherra og varafor- maöur Sjálfstæöisflokksins I viötali viö Visi sem birt er á bls. 6 I blaöinu i dag. Gunnar segir ennfremur aö hann vilji sættir i flokknum en orö og geröir Geirs Hallgrims- sonar stuöli ekki aö sáttum. Þá kveöst Gunnar Thoroddsen ekki skorast undan þvi aö taka viö formennsku Sjálfstæöis- flokksins ef meirihluti lands- fundarmanna óskaöi eftir þvi, þótt hann sæktist ekki eftir for- mennskunni eins og nú stæöu sakir. Sex mánuöir eru nú liönir frá þvi aö rikisstjórn Gunnars Thoroddsen tók viö völdum. Forsætisráöherra segir aö stjórnin hafi aldrei ætlaö sér aö slá niöur veröbólguna I einu höggi. Veröbólgan sé nú fremur á leiö niöur á viö og aö hækkunin frá byrjun til loka þessa árs veröi innan viö 50%. — Sjá bls. 6. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.