Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Þriðjudagur 12. agúst 1980 Bandaríkja- stjórn staðhæfir að engin kjarnavopn séuá ísiandi: „Þýðingarmikill og stór ávlnningur" - segir Úlafur Jóhannesson utanríkisráöherra „Ég tel yfirlýsingu sendiherra Bandaríkj- anna þýðmgarmikinn og stóran ávinning/ því að þarna er um að ræða ský- lausa yfirlýsingu Banda- ríkjast jórnar á því, hvernig þriðja grein varnarsamningsins er túlkuð", sagði ólafur Jó- hannesson, utanríkisráð- herra, á fundi með fréttamönnum síðdegis í gær. Þar greindi utan- ríkisráðherra frá því, að yfirlýsing sendiherra Bandaríkjanna, sem birt var í gær, tæki af öll tví- mæli um það, að engin kjarnavopn væru geymd á Keflavikurflugvelli. Þriðja grein varnarsamn- ingsins milli tslands og Banda- rikjanna er áréttuð i yfirlýsingu Richards A. Ericson jr. og vitn- aö til leiðtogafundar NATO i Paris 1957, þar sem lýst var yfir, að staösetning kjarna- vopna og eldflauga, og fyrir- komulag varðandi notkun þeirra, muni verða ákveðin i samræmi við varnaráætlanir Atlantshafsbandalagsins og með samþykki þeirra rikja, sem beinan hlut eiga að máli. Háðsamþykki Islands I yfirlýsingu sendiherrans segir siðan: „Þessi skuldbinding er i sam- ræmi við 3. grein samningsins frá 1951 um Keflavikurstöðina, ólafur Jóhannesson utanrlkisráðherra og starfsmenn utanrlkisráðuneytis á fréttamannafundinum i gær. Visismynd: Þ.G. þar sem segir: „Það skal vera háð samþykki íslands, hverrar þjóöar menn eru I varnarliðinu svo og með hverjum hætti þaö tekur viö og hagnýtir þá aðstöðu á Islandi, sem veitt er með samningi þessum”. Ólafur Jóhannesson sagöi, aö eftir þessa yfirlýsingu léki eng- inn vafi á þvi lengur, að hans á- liti, aö kjarnavopn væru ekki staðsett á Keflavikurflugvelli. „An samþykkis islenskra stjórnvalda væri það skýlaust brot, ef hingað kæmu kjarna- vopn”, sagði Ólafur, „og ég tel aö það verði ekki fengin sönnun, sem geti fullnægt mönnum betur en þessi, þar sem svona skýlaus yfirlýsing er gefin”, sagði hann. Forsagan Svo sem lesendur rekur ef- laust minni til, uröu nokkrar umræður I vor um kjarnavopn og þá hvort sllk vopn væri aö finna á Miðnesheiöi, en umræð- ur um þessi mál hafa af og til skotið upp kollinum. Utanrikis- ráöherra kvaðst i vor hafa skip- að sérlega nefnd á vegum ráöu- neytis sins, sem kanna átti svo vel sem kostur væri, hvort full- yrðingar um kjarnavopn á ts- landi væru á rökum reistar eöa ekki. Ólafur kvað nefnd þessa hafa aflað margvislegra gagna, unn- ið vel að undanförnu, og haft samband viö fjöldamarga aöila, bæði austan hafs og vestan. A fundi utanrikismálanefndar Al- þingis I morgun lágu fyrir ýmis gögn varöandi þetta mál, m.a. svör viö spurningum ólafs Ragnars Grlmssonar, þing- manns Alþýðubandalagsins, sem hann varpaði fram á þing- inu I vetur, svo og greinargerö öryggismálanefndar. „Fyrsta skipti skýr yfirlýsing" Að sögn Ólafs var þó yfirlýs- ing sendiherra Bandarikjanna merkilegasta plaggiö, sem lá fyrir fundinum i morgun. „Þetta er I fyrsta skipti”, sagði ráöherrann, „sem fyrir liggur skýr yfirlýsing um það, að kjarnavopn veröi ekki flutt hingaö og yfirlýsingin tekur af allan vafa I þessum efnum og eyðir tortryggni, sem verið hefur I huga margra um þessi mál”. I yfirlýsingu Ólafs Jóhannes- sonar, sem birt var á frétta- mannafundinum, segir m.a. aö stefna Islenskra stjórnvalda i þessu efni hafi alla tið verið skýr og ótvlræö. Ekki heföu færri en fimm utanrlkisráöherr- ar gefiö opinberar yfirlýsingar um þá stefnu, og hún aö auki á- réttuö hvaö eftir annaö á ráö- herrafundum Atlantshafs- bandalagsins, nú síöast á fund- inum I Ankara I júnllok. A þeim fundi sagöi utanrlkis- ráöherra: „Ég vil viö þetta tækifæri Itreka þær yfirlýsingar, sem fyrirrennarar minir hafa gefiö hér I ráöinu, þess efnis, aö þaö er og hefur ætiö veriö eitt af grundvallaratriöum islenskrar varnarmálastefnu, aö engin kjarnavopn skuli vera i landinu. Og ég er þess fullviss, aö engin Islensk rlkisstjórn getur sam- þykkt aðfalla frá þeirri stefnu”. A fundinum I gær kvaö Ólafur enga athugasemd hafa veriö geröa viö þessa yfirlýsingu, hvorki opinberlega né I einka- viðræöum. „Ég fagna þvi”, segir i yfir- lýsingu Ólafs, „aö Banda- rikjastjórn hefur orðiö viö þeim tilmælum, sem ég setti fram og ræddi siðan við utánrlkisráö- herra Bandarlkjanna á Ankara- fundinum, aö hún staðfesti af- stööu sina I málinu meö opin- berri yfirlýsingu. Þar meö liggja óvéfengjanlega fyrir yfir- lýsingar beggja aöila”. —Gsal Nýtt barnabiað um mánaðamótln ABC verður nafniö á nýju barnablaöi, sem Frjálst framtak hefurútgáfu á um næstu mánaöa- mót. Samkvæmt heimildum Visis verður blaðiö gefið Ut I samvinnu viö skátahreyfinguna en I þeirri hreyfingu munu lengi hafa veriö uppi vangaveltur um þaö, hvern- ig betur mætti ná til æsku lands- ins. Stærö blaösins veröur 64 siöur oggert er ráð fyrir um 15 þúsund eintaka upplagi, þegar frammi sækir. Þá er áformaö, aö blaöiö komi út fjórum sinnum á ári. Rit- stjórar blaðsins veröa væntan- lega tveir, annar frá Frjálsu framtaki og hinn frá skátahreyf- ingunni og veröur Margrét Thorlacius barnakennari, annar þeirra. Ekki er greiddur söluskattur af timaritum, sem horfa tíl menn- ingarauka og er hann nú aöeins greiddur af fáum tímaritum og veröur ekki greiddur af hinu nýja barnablaði. Samningur sá, sem Frjálst framtak geröi við skáta- hreyfinguna, er samskonar og fyrirtækiö hefur við tSI um útgdfu tþróttablaðsins og FIB um útgáfu bllablaðs. —ÓM Fjórir hressir krakkar úr Breiðholtinu komu til okkar á riststjórn VIsis með peninga, sem þeir höfðu safnað. Þeir héldu hlutaveltur og af raksturinn var 7740 krónur, og sögðust krakkarnir ætla að gefa pening- ana til Dýraspitalans. Þegar við spurðum þá hvers vegna, svöruðu þeir, að að það væri vegna þess, að þeim þætti svo vænt um dýr. Talið frá vinstri: Einar Björn Guðmundsson, Steinar Þór Guðgeirsson, Elin Gunnarsdóttir og Elin Linda Rúnarsdóttir. Hljómsveit ÐIRGIS GUNNLAUGSSONAR °9 . . JASSDALLETTSKOLI DARU Blaðaummæli: „Dansararnir stóöu sig meö prýöi, en aö öllum ólöstuöum var Evita sjálf Ingveldur Gyöa Kristinsdóttir, sú besta. Ekki aðeins nutu danshæfi- leikar hennar sln i þessu hlut- verki, heldur túlkaöi hún einn- ig stórvel t.d. veikindi Evu Peron meö andlitinu. Best uppsetta atriöiö var aö mlnu mati þegar lokastund Evu Peron rennur upp, og hún og Peron llta yfir farinn veg, enda virtust gestir sammála mér I þessu, ef dæma má eftir lófatakinu, sem viö kvaö”. FÓLK 29/7 EVITA er sýnd í Súlnosol Hótel Sögu Tekið er við borðopöntunum eftir kl. fó.OO i símo 20221, fimmtudog ATH Fróteknum borðum roðstofoð eftir kl. 20.30 Blaðaummæli: „Styrkur þessarar upp- færslu liggur fyrst og fremst I þvi aö hér er veriö aö móta nýja og ferska túlkun á sög- unni um Evitu og tónlist Webbers, sem tengir dans- atriöin og textann saman, er útsett meö hljóöfæraskipun hljómsveitar Birgis Gunn- laugssonar I huga. Stakkur sniöinn eftir vexti og er þaö út af fyrir sig lofsvert. Einfald- leiki er aöall þessarar sýning- ar, svo og sú einlæga túlkun, sem dansinn gefur möguleika á. Þaö er eins og meö dansin- um veröi betur sagt frá Evu Peron, lífshlaupi hennar og dauða, en meö oröum”. VIKAN 31/7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.