Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 22
2. The Eagles — fjórir milijarðar. Þeir héldu um 30 hljómleika á árinu og gróðinn af hverjum þeirra var aö minnsta kosti 60 þúsund dollarar. Auk þess selst nýjasta platan þeirra,. „The long run”, ennþá vel eftir tiu mánuöi á markaðnum. 3. Led Zeppelin — 2/3 milljarðar Allar hljómplötur Zeppelin seljast enn grimmt og eru tekj- ur af sölunni himinháar. VÍSIR Þriöjudagur 12. agúst 1980 Hún var kölluð „Engili úauöans’ Akærð fyrir að drepa sjúklingana sínai Fólk fyllist skelfingu og viö- bjóöi, þegar þaö fréttist I mars siöastliönum, aö hjúkrunarkona á Sunrise sjúkrahúsinu í Las Vegas heföi drepiö aö minnsta kosti tvo sjúklinga sina meö þvi aö taka súrefnisslöngur þeirra úr sambandi. Þaö fylgdi frétt- inni, aö hjúkrunarkonan kallaöi sig „Engil dauöans”. Þaö hrelldi menn enn meira, aö i fréttinni var tekið fram, aö hjúkrunarkonan heföi veöjaö viö aðra starfssmenn sjúkra- hússins um þaö, hvenær hver einstakur sjúklingur gæfi upp öndina. Þrumulostinn leysti fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins sjö starfsmenn frá störfum, meöan rannsókn fór fram og þremur vikum siöar var Jani Adams, 32 ára hjúkrunarkona, ákærö fyrir að loka fyrir súrefnisgjöf til Vincent Frasers og valda þann- ig dauöa hans. En máliö féllum sjálft sig og dómarinn ógilti kæruna vegna skorts á sönnunargögnum. Jani Adams hóf störf viö Sunrise sjúkrahúsiö aö nýju i fyrra mán uöi. En þó þessu máli sé lokiö, má búast viö gagnákæru. „1 ellefu vikur var Jani Adams fordæmd og fyrirlitin”, segir David Brandsness, forstjóri sjúkra- hússins. David sagöi, aö máls- meðferö öll heföi einkennst af æsingi og móðursýki, saksókn- ari heföi látiö æsifréttamennsku hafa áhrif á sig og hafiö máliö án nákvæmrar rannsóknar. Bæöi Adams og sjúkrahúsiö væru aö íhuga málshöfðun á hendur blaöinu Review Journal, sem fyrst birti fréttina. „Rannsóknir okkar hafa sýnt aö starfsfólk Sunrise vann.verk sin vel og rétt. Jani Adams var ekki einasta saklaus, heldur sérlega samviskusöm og hæf hjúkrunarkona”, sagöi David Brandsness. En hvernig varö þetta undar- lega mál þá til? Samstarfskona lýsir Jani sem ákafri og tauga- óstyrkri. Og til þess aö slá á streituna hafi hún, eins og margir aðrir starfsmenn gjör- gæsludeildar, veriö meö gálga- húmor. Einu sinni hafi hún til dæmis sagt, er sjúklingur lést: „Jæja, ég drap einn f viöbót i nótt”. Fæstar hjúkrunarkonurnar tókumark á þessu, en við dauöa Vincent Frasers varö Barböru Farro, hjúkrunarkonu, nóg boð- iö og kæröi Adams. Jani Adams var furöu lostin, er hún var yfirheyrö: ,,Ég er kaþólsk og ég trúi þvl aö Guö einnhafi leyfi til aöeyöa lifi. Viö geröumalltsemviögátum til aö halda lifi i Fraser, en hann var of veikur og dó. Svo er ég sökuö fyrir morö!” Heföi saksóknarinn skoöaö betur sjúkraskýrslu Frasers, heföi hann sjálfsagt hikaö viö aö kæra Jani Adams. Fimm lækn- ar höföu úrskuröaö hann dauö- vona, og dauöa hans gat boriö aö hvenær sem var. „Ef lögreglan, fjölmiölarnir og saksóknarar færu alltaf eins aö, og gert var i máli Jani Ad- ams væri eins gott aö loka öll- um gjörgæsludeildum i land- inu”, sagöi Wilkes, sjúkdóma- fræöingur. „Þá yröu nefnilega daglega bornar fram morðákærur”. Jani Adams: Engill dauöans eöa fórnarlamb æsifrétta- mennsku og fljótfærni. Ékf’ Þeír tekiu „Ég hef ekki trú á þvi aö eiginmaöur minn hafi veriö myrtur. Megi hann hvila l friöi”, segir Bertha, ekkja Vincent Krasers. Tekjur frægustu poppara heims eru ótrúlega miklar. Þeir hæstu höföu á siöasta ári nærri tiu milljaröa i laun. Hér er listi yfir tiu tekjuhæstu aðilana i poppiönaðinum: 1. Pink Floyd — tíu milljaröar. Nýjasta hljómplata þessarar bresku hljómsveitar, „The Wall”, hefur selst ótrúlega vel um heim allan, og var salan um tima ein milljón eintaka á dag. Hljómsveitin græöir svo mikiö á sölu hljómplatna, aö hún fer sjaldan I hljómleikaferöir. næstu i poppinu Paul McCartney þarf sannar- lega ekki aö kvarta 6. Paul McCartney — 1,5 milljarðar Þó plötur McCartneys seljist ekki jafn vel og I gamla daga, þarf hann þó ekki aö kvarta. 7. The Bee Gees — 1,3 milljarðar Þeir græöa enn grimmt á „Saturday night fever” plötunni og auk þess héldu þeir marga hljómleika á siðasta ári. 8. The Rolling Stones — 1,3 milljarðar Auk þess sem „Rollingarnir” slá i gegn meö hverri nýrri plötu, þá seljast gömlu plötur hljómsveitarinnar alltaf jafnt og þétt. 9. The Who — einn milljarður. Hljómleikaför þeirra gekk mjög vel, og ennþá selst platan „Quadrophenia” ágætlega. 10. Donna Summer — 700 milljónir Diskódrottningin græðir á tá og fingri og allar plötur hennar rjúka út eins og heitar lummur. 4. Supertramp — 2 milljarðar Platan „Breakfast in America” hefur nú selst I 11 milljónum eintaka og er enn á vinsældalistum viöa um heim meira en ári eftir útkomu plöt- unnar. 5. Fleetwood Mac — 1,5 miiljarðar Fyrir utan sölugróöa af ótal plötum, hélt hljómsveitin meira en 20 hljómleika og var uppselt á þá alla. Pink Floyd —Tekjur þeirra á sföasta ári um tiu milljaröar!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.