Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 23
Umsjón: Asta Björnsdóttir. vlsm Þriöjudagur 12. agúst 1980 Verkefni Kazynskys f kvöld verftur að verja konu.sem ekiö hefur á fót- gangandi vegfaranda en ekiö af siysstaö. Siónvaro ki. 21. KAZINSKY MED ERFITT MÁL „Dularfulla konan”, heitir þátturinn sem sýndur veröur I kvöld úr framhaldsmyndaflokkn- um „Sýkn eöa sekur”. Þýöandi þessa þátta er Ellert Sigurbjörns- son og spurðum viö hann um efni þáttarins I kvöld. „Hver þáttur er i rauninni sjálfstæð saga. Lgöfræöingurinn Kazinsky fær aö þessu sinni aö spreyta sig á þvi aö verja konu, sem hefur ekiö á fótgangandi vegfaranda en siöan ekiö af slys- staö. Þátturinn gengur siöan út á þaö hvernig honum tekst þetta.” Kazinsky hlaut lögfræöimennt- un sina innan veggja fangelsis og þvi eru margir sem reyna aö gera honum lifiö leitt, en allt gengur þetta vel aö lokum, skulum viö vona. AB. „Slálfbiek- ungar héldu ekkl bleki við sðng hennar” „Anna Russell þykir ein mesta óperusöngkona sem fram hefur komiö i Bandarikjunum” sagði Björn Th. Björnsson I stuttu viö- tali um þáttinn „A hljóöbergiV sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld. „Gagnrýnendur fara mjög lof- samlegum orðum um hana og segja, aö hennar rödd ein heföi nægt til aö halda Metropolitan uppi. En hún er mikill húmoristi og hefur gert mikið af þvi aö gera gys af alvarlegri söng. Rödd hennar er þeim eiginleikum gædd aö hún getur brotiö hvaöa gler sem er. Þegar hún var I söngnámi þá geröu nemendurnir mikið af þvl aö fara i heimsókn til fólks sem átti flnan kristal og biöja hana svo aö taka lagiö. Yfirleitt var þeim aldrei boöiö aftur á þessa staöi. Eins var þaö heldur óheppilegt aö vera meö sjálfblek- unga i vasanum á tónleikum þar sem hún átti aö syngja þvi aö þegar hún söng, þá heldu þeir ekki bleki og þá gat fariö illa.” Björn sagöi, aö sjálf neiti Anna Russell aö segja nokkuö um fortlö sina. Hún viröist kunna bókstaf- lega allt þvi aö i tónleikum spilar hún undir sjálf og getur snúiö út úr hverrri einustu ariu algjörlega blaöalaust. „Ég hef áöur veriö meö hana i þættinum hjá mér”, sagöi Björn, „og þá tók hún fyrir „Niflunga- hring” Wagners og útskýröi hann. I þættinum i kvöld mun hún halda sýnikennslu i ýmiskonar kóleratúr, og þá mun hún einnig sýna okkur hvernig á að syngja rússnesk þjóölög og hvernig Englendingar syngja. Aö lokum veröur hún með kennslustund fyrir þá sem hafa miklar söng- gáfur, en alls ekki söngrödd.” Anna Russell er fjölhæf lista- kona og verður eflaust gaman aö heyra i henni I þætti Björns Th. Björnssonar i kvöld. útvarp ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni Sigrún Siguröar- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan umástina og dauöann” eftír Knut Hauge Siguröur Gunnarsson les þýöingu si'na (10). 15.00 Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum og lögleikin á ólik hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskráin. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Sin- fóniuhljómsveit Berlinar leikur „Uppsalarapsódiu” op. 24 nr. 11 eftir Hugo Alfvén: Stig Rybrant stj/ Jessye Norman syngur „Wesendonkljóö” eftir Richard Wagner meö Sin- fóniuhljómsveit Lundúna: Colin Davis stj./ Sinfóniu- hljómsveit lslands leikur „Bjarkamál” eftir Jón Nordal: Igor Buketoff stj. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C.Jersild Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (12). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír Tilkynningar. 19.35 Allt I einni kös Hrafn Pálsson og Jörundur Guö- mundsson láta gamminn geisa. 20.00 Frá tónleikum I Baden- Baden Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Baden-Baden leikur. Stjórnandi: Kazi- mierz Kord. Einsöngvari: Birgit Finnila. a. Branden- borgarkonsert nr. 4.1 G-dúr eftir Johann Sebastian Bach. b. Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler. c. Sin- fónia nr. 6 i F-dúr op. 68 eftir Ludwig van Beethoven. 21.20 Byggðaforsendur á ls- landi Trausti Valsson arki- tekt flytur erindi. 21.45 Ctvarpssagan: „Sig- marshús” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höf- undur les (4). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 tJr Austfjarðaþokunni Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egils- stööum ræöir viö Hjálmar Vilhjálmsson fyrrverandi ráöuneytisstjóra um at- vinnumál á Seyöisfirði á ár- unum 1910-20. 23.00 A hljóðbergi. Umsjónar- maöur: Björn Th. Björns- son listfræöingur. óperu- söngkonan Anna Russell: Kennslustund meö tón- dæmum fyrir laglausa söngvara. 23.35 Pianósónata i G-dúrop. 5 nr. 3eftir Johann Christian Bach. Ingrid Haebier leikur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvaip Þriðjudagur 12. ágúst 1980 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Þjóðskörungar tuttug- ustu aldar. Mohammad Reza Pahlavi (1919-1980). Reza Pahlavi erföi keisara- tign I íran áriö 1941, og þótti valdaskeiö hans frá önd- veröu ærið stormasamt. Hann slapp margsinnis undan tilræöismönnum. Bandariska leyniþjónustan, CIA, treysti stööu hans meb sögufrægum aögeröum áriö 1953, en aö lokum varö aldurhniginn trúarleiötogi ofjarl hans. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.10 Sýkn eða sekur? Dular- fulla konan. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viöburöi og málefni. Umsjónarmaður Bogi Agvlstsson. 22.50 Dagskrárlok. Afganistan-deilu lýkur á íslandi Það er vitað mál, aö hvenær sem eitthvaö bjátar á hjá áróðursdeild Alþýðubandalags- ins, gripur hún tíl þess ráös að staðhæfa að kjarnorkuvopn sé að finna á Keflavlkurflugvelli. Nú siðast gerðist þetta þegar Rússar réöust inn I Afganistan. Þá voru góð ráð dýr meðan fjöl- miðlar voru að sofna I málinu. óheppilegu tali um ofbeldisverk Rússa varð ekki svarað beint, enda þykjast þeir Alþýðubanda- lagsmenn hættir að hafa „sam- band”. Þeir þykjast vera eins- konar Evrópukommúnistar, hvað sem það nú þýðir. Þeir gátu þvi ekki ráðið umræðunni fyrstu dagana eftir innrásina I Afganistan öðru visi en ljóstra þvi upp, aö þeir væru sama sinnis og Rússar um ofbeldis- verkiö.Þaö var hart fyrir menn, sem höföu taiiö sig hafa stóran pólitiskan gróða af óförum Bandarikjamanna i Vietnam. Ekki var hægt að prenta eitt- hvaö huggulegt eftir Svium, því jafnvel Sörur þeirra voru þagn- aðar. Ofbeldið i Afganistan var þvi pólitiskt óþolandi. En Alþýðubandalagiö mundi eftir þvi að i ámóta krisu hafði veriö gripiö til þess ráðs aö saka Bandarikjamenn um aö geyma kjarnorkuvopn á Keflavikur- velli. Það hafði gefist vel, enda dugðu yfirlýsingar islenskra stjórnmálamanna skammt. Alþýöubandalagið vissi af reynslunni að þeim var ekki trú- að. Og vafasamt var að Banda- ríkjamenn fengjust til að gefa nokkrar upplýsingar, vegna þess að þær myndu stráx lenda i höndum KGB. Þótt varnarstöð- in sé ekki merkileg nema sem varðstöð I hafinu, þykir auövit- aö óþarfi frá herfræðilegu sjón- armiöi aö veröa við kröfum Alþýöubandalagsins um upplýs- ingar handa KGB, hvenær sem þvi þóknast. Nú hefur Bandarikjastjórn hins vegar svarað þessum klögumálum með yfiriýsingu um, aö engin kjamorkuvopn sé hægt að geyma á Keflavikur- velli nema með samþykki islenskra stjórnmálamanna. Og þegar þetta er skrifað stendur fyrir dyrum blaðámannafundur hjá Ólafi Jóhannessyni, utan- rikisráðherra, þar sem iýst verður yfir, aö islenskir stjórn- máiamenn hafi aldrei svo mikib sem rætt það, sem hugsanlegan möguleika, aö geyma hér kjarn- orkuvopn. Eflaust mun Þjóð- viijinn taka dræmt i þessar yfir- lýsingar, vegna þess að Rússar eiga eftir að sækja lengra til suöurs en inn I Afganistan, og þvi getur verið gott að gripa enn einu sinni til lygasögunnar um kjarnork uvopnin. Annars ætti Alþýðubandalag- inu aö vera nóg aö ráöa oröalagi rikisfjölmiöla um borgarskæru- iiöa annars vegar og hermdar- verk og moröárásir hinsvegar. Nýlega var framiö óheyrilegt ódæðisverk á ítalíu og liggur grunur á að þar hafi ný-fasistar verið að verki. Rfkisfjölmiðlar kalla þennan atburð réttum nöfnum. En þegar veriö er aö drepa dómara i Þýskalandi þá heitir þaö verk borgarskæru- iiða. Þannig hafa rikisfjölmiðl- ar fariö i nokkra Islensku- kennslu hjá kommúnistum. Kókmál I Guatemala hefur einnig oröið hvalreki, sem rit- stjóri Vinnunnar hefur útfært á allar lundir og matreitt handa „sérfræðingum” sjónvarps. Gögn sln hefur hann nú sibast lagt fram I Dagblaðinu. Ekkert af þessudugir þó til þegar viö er að fást mótíeiki vegna ofbeldis Rússa I Afganistan. Að visu vill svo til að allar fallegu nefndirn- ar eru þagnaöar, sem störfuðu þegar hvað mest gekk á I Viet- nam, og fréttir er engar að hafa af blóðbaðinu i Afganistan hvorki i rikisfjölmiðlum eða öðrum fjölmiölum, vegna þess að málib á að gleymast. Engir skrifa kjallaragreinar um Afganistan iDagblaðið og önnur „frjáls og óháð” blöð, þar sem hryðjuverkum á bændafólki er lýst. Hið eina sem minnir á Afganistan, svo hjákátlegt sem það er, er yfirlýsingin um ákvörðunarvald fslenskra stjórnmálamanna um geymslu kjarnorkuvopna. Hún gerir svo sem ekkert til úr þessu. Full not hafa þegar fengist af lyginnium sprengjurnar. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.