Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriöjudagur 12. agúst 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson. 4 . lRitstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schrar. - Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttir, Halidór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristín Porsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Clflit og hönnun: Gunnar Trausti Guðb|örnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjðri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjöri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 sími 80611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verö I lausasölu 250 krónur ein- *akiö. Visirer prentaöur i Blaöaprenti h.f. Siðumúla 14. SMÁNARBLETTUR FÁTÆKTAR Fátækt er teygjanlegt hugtak og afstætt. Meðal vanþróaðra milljónaþjóða blasir fátæktin við í tötrum klæddu fólki, hungruðu og húsnæðislausu. Þar getur alls- leysið orðið svo yf irþyrmandi, að mannfólk líkist dýrum merkur- innar í örvæntingu sinni og ör- birgð. I velferðarsamfélögum nútím- ans heyrir það til undantekninga, ef fólk líður hungur og klæðleysi, en f átæktin er þar síst þolanlegri, þótt hún æpi ekki á mann í allri sinni eymd. A Islandi er skortur á nauð- þurftum sennilega fátíður. Lítil athugun, sem gerð hef ur verið af blaðamanni Vísis, leiðir þó í Ijós, að það er langur vegur f rá því, að fátækt hafi verið útrýmt. ótrúlega stór hópur fólks býr við þröng kjör og erfið og hefur vart til hnífs og skeiðar. Vita- skuld geta það verið sjálfskapar- víti. Iðjuleysi, óregla eða vesaldóm- ur eiga sér ekki afsökun, enda verður fólki ekki hjálpað, meðan það hef ur ekki rænu til að hjálpa sér sjálft. Sem betur fer eru slík tilvik undantekningar. Sjálfs- bjargarviðleitni og manndómur er Islendingum í blóð borinn og hef ur reyndar f leytt þessari þjóð yf ir hörmungar fyrri alda, þegar fátækt var landlæg og almenn. En sjálfsbjargarviðleitnin dugar þó skammt, þegar kaupið er lágt og húsaleiga, heimilis- hald, afborganir, skattar og skyldur vaxa langt yfir höfuð. Iðnverkakona sem hefur tæplega 300 þús. kr. mánaðarlaun, af- greiðslustúlka, húsvörður eða lærlingur, svo að einhver dæmi séu nefnd, barnmargar fjöl- skyldur, einstæði r foreldrar eða venjulegt launafólk lifir ekki í vellystingum á (slandi. Siíkt fólk veitir sér ekki munað menning- arlífs, skemmtana né ferðalaga. Það dansar enginn á rósum, sem býr með fjórum börnum i tveggja herbergja íbúð, eða þarf aðfleyta fram fimm manna f jöl- skyldu á 3-400 þús. króna mánað- arlaunum. Erfiðleikar þessa fólks eru ekki bornir á torg. Þeim er safn- að saman í félagsmálastofnun- um og bæjarblokkum og eru ein- angraðir og faldir. Ytri bágindi slíkra hópa eru þó smávægileg, miðað við þá and- legu þjökun, sem efnalegur skortur hefur á fólk. Fátæktin fjötrar hugann og þrúgar alla lifsgleði. Menn verða vansælir til sálarinnar, verða beiskir og bitr- ir, og sjá litla von í striti og sparnaði, þegar erf iðleikarnir endurtaka sig mánuð eftir mán- uð, ár eftir ár. Þetta er víta- hringur, sem hlýtur að vera sál- arþrekinuofviða, þegartil lengd- ar lætur. Félagsráðgjafar, sem rætt er við í ofannefndri könnun Vísis, fullyrða að andlegrar fátæktar gæti meðal barna efnalítilla for- eldra, og það eru alvarlegustu tíðindin. Erum við að rótfesta af- leiðingar fátæktarinnar vegna þröngs uppeldis og vinnuþrælk- unar foreldra? Erum við að móta neikvæð lífsviðhorf eða andlega fátækt með staðlaðri félags- málastefnu? Erum við í and- varaleysi að stuðla að þjóðfé- lagsvandaniáli, sem hvorki fé- lagsmálapakkar, sálfræðingar né stofnanir ráða við? Þessar spurningar koma okkur öllum við. íslendingar eru sið- menntuð þjóð, frjálsborin og efn- uð. En frjálsræði eins þýðir ekki afskiptaleysi af öðrum. Góður efnahagur f jöldans er enginn af- sökun fyrir skorti hinna fáu. Efnalítið fólk þarfnast ekki varanlegrar ölmusu, þótt því sé búið mannsæmandi líf. Það er skylda stjórnvalda og samfé- lagsins að veita bágstöddum að- stoð og leiða þá til sjálfsbjargar. Fátækt er smánarblettur, sem verður að afmá. i tveim slöustu helgarblööum VIsis hafa birst frásagnir og úttekt á fátækt i Reykjavfk. Greinar þessar eru tilefni leiöarans I dag. ÍWKh I Visi 31. júli sl. ritar Magniis Bjarnfreösson greinina ,,Er menning óþarfi” og fjallar jiar um Sinfóniuhljómsveit Islands. Magnús segir þar m.a. ,,Nú er ég i hópi þeirra sem hundleiöist sinfóniutónleikar og flýti mér sem mest ég má aö slökkva á útvarpi, þegar sd fjandi byrjar. En ég er gallharöur stuönings- maöur þess aö viö rekum mynd- arlega sinfóniuhljómsveit”. Ég ræö af grein Magnúsar aö hon- um sé líkt fariö og mér aö hafa ekki tæknilegt vit á sinfóniutón- list. Okkur mun einnig vera likt fariö, aö þvi leyti aö þaö eru eyrun og andleg og likamleg velliöan. sem valda skoöunum okkar varöandi sinfóniutónlist. Magnús viröist hinsvegar vera i þeirri aöstööu aö geta oft- ast siökkt á útvarpinu, þegar sinfónian byrjar aö sarga þar, en ég ræö aftur á móti ekki allt- af útvarpi þar sem ég er staddur oghef þvioftþurft óveröskuldaö aö þola sinfóníugargiö i Utvarp- inu.Stundum gerist þaö einnig á heimilinu aö þegar lokiö er hlustun á góöum Dixieland, harmoniku, dægurlögum, söng- lögum eöa frásöguþætti i út- varpinu, aö sinfóniutónleikar hefjast án þess aö slökkt sé á tækinu, oftar en ekki gerist þaö svo aö einhver veröur til þess aö slökkva á garginu og þá and- varpa allir, skelfing var þetta gott.' Þannig viröist ótimabær sinfóniutónlist vera gifurlega andlega þreytandi ekki sist ef miöaö er viö tónlistarsmekk út- ,,Ég ræö af grein Magnúsar, aö honum sé likt fariö og mér aö hafa ekki tæknilegt vit á sinfóniutóniist”. varpsins okkar. Eyrum minum og sál hefur m.ö.o. veriö svo misþyrmt af fslenskum sinfóniutónlistarsmekk aö ég neita alfariö aö vera aöili aö rekstri myndarlegrar sinfóniu- hljómsveitar á Islandi. Magnús mámin vegna standa I slíku (án þess aö hlusta á framleiösluna) en þá á hann aö borga herleg- heitin, ég vill hætta fjárstuön- ingi til Sinfóniuhljómsveitar Is- lands bæöi sem almennur skatt- greiöandi og ekki siöur sem út- svarsgreiöandi I Reykjavik. Sinfóníuhljómsveit Vinarborgar. 21. apríl sl. var þáttur i sjón- varpinu, en þar var Sinfónlu- hljómsveit Vinarborgar aö minnast tveggja tónskdlda, Offenbachs og Stolz. Þessi sjón- varpsþdttur er mér ógleyman- legur svo mikil var ánægja min og hrifning. Jafnframt hefur þáttur þessi valdiö mér talsveröum heila- brotum. Hvernig má þaö vera aö ég sem þjáist venjulega viö hlustun á sinfóníutónleika I út- varpinu, skuli hafa haft sllka ánægju af þættinum i sjónvarp- inui Leikur útvarpiö og Sinfóníu- hljómsveit Islands (þegar i henni heyrist) aöeins leiöinlega sinfóniutónlist eöa er svona mikill munur aö hlusta á tækni- lega útsendingu sjónvarps og útvarps: Eöa voru kannske Offenbach og Stolz bara dægur- laga höfundar en ekki viröuleg tónskáld: Ég og fleiri vildu gjarnan fá svör viö þessum hugleiöingum og svari nú þeir, sem tónlistar- þekkingu hafa. Hversvegna er neöanmóls Kristinn Snæland sendir Magnúsi Bjarn- freðssyni kveðju sína vegna greinar um Sinfóniuhljómsveit ís- lands. Magnús segir, að „Eyrum hans og sál hafi verið svo mis- þyrmt af islenskum sinfóniutónlista r- smekk”, að ég neita alfarið að vera aðili að rekstri myndarlegrar sinfóniuhljómsveitar á íslandi”. sinfónisk tónlist svo óvinsæl 1 landinu okkar,? Er hún illa flutt, er tækni útvarpsins léleg, eru höfundamir sem valdir eru lélegir eöa leiöinlegir, er sinfóniuhljómsveitin okkar lé- leg, eru stjórnendur hennar leiöinlegir fúskarar? Hvemig getur sinfónisk tóniist þjakaö svo sálir landsmanna, þegar til eru samt tónverk slik sem Sinfóniuhljómsveit Vfnarborgar lék i sjónvarpinu 21. april sl. Blessaöir elsku hjartans ráöa- menn. sendiö til Vinarborgar framlag mitt sem fara á til Sinfóniuhljómsveitar Islands. Davíð borgar. Nýlega geröistþaö sem valdiö hefur miklu menningarlegu fjaörafoki. Davib Oddson borg- arfulltrúi seinkaöi ákvöröun um fjárstyrk til Sinfóniuhljómsveit- ar Islands. Fjárstyrkinn skyldi nota tii utanfarar en þar sem ekki mun hafa legiö ljóst fyrir hvort hljómsveitin kæmist á honum heim aftur eöa ekki mun Dávíö hafa dregiö ákvöröunina á lang- nn. Úrslit málsins munu svo hafa röiö þau aö einhverjir útiend- ngar sem frétt hafa um tónlist- irþjáningar Islendinga buöust il aö greiöa þessa vandræöa- járhæö. Þaö versta viö mál þetta allt r þó, aö svo viröist sem Daviö )ddson hafi veriö farinn aö ;uggna í málinu vegna árása nenningarpostula kommúnista g gullkistuvaröar þeirra. Þaö er eins og ungu ljónin I ijálfstæöisflokknum hafi ekki kiliö Hayjek og þessa snillinga em segja: Sá sem vill sinfóníu- ljómsveit.hann á aö borga fyrir ana; þetta tek ég undir og haföi onaö aö formaöur einkafram- aksins i Borgarstjórn Reykja- ikur geröi líka, en hann lætur ommana kúga sig og borgar ða hvaö? Kristinn Snæland.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.