Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 12
vtsm , Þriðjudagur 12. agúst 1980 _____________________ III vism Þri&judagur 12. agúst 1980 13 fP Þær eru bestar í Montevideo” „Maöur eignast nefnilega vini hér f veiöiskapnum”, sagöi 13 ára polli, sem var aö dorga niöri viö höfn i gær. ,,Ég kom ofan úr Breiöholti I morgun, svo kom hann Hjalti, og viö erum orönir gúöir kunningjar”, hélt Brynjar Mikelsson áfram. Hann og nýi kunninginn stilltu sér hreyknir upp fyrir ljósmyndarann meö smátittina, sem þeir höföu veitt. Þeir heföu ekki getaö veriö ánægöari þó þeir heföu veitt 20 punda lax úr Laxá i Aöaidal. Strákarnir sögöust ætla aö gefa kisu fiskinn, „eöa hundinum sem viö fáum bráöum”, sagöi Bragi. „Þvi aö viö erum aö flytja til Svi- þjóöar. Þaö heitir Órals-gata, en ég veit ekki hvaö bærinn heitir. Viö ætlum aö búa þar i eitt ár. Pabbi er vefari og hann ætlar aö vinna þar. Ég bjó f fimm ár f Val- encia á Spáni. Pabbi er nefnilega Spánverji. Ég á einn litill bróöur og svo þrjá stóra meö mér”. Bragi sagöi, aö þaö væri miklu betra aö fara út, þvl hann gæti fariö á hraöbáti til frænku sinn ar. „Ég ætla aö veröa skurölæknir, og svo ætla ég aö giftast danskri konu. Þær eru svo sætar, og al- bestu kokkarnir. Þær krydda matinn allt of mikiö, en þaö gerir ekkert til, þvi hann veröur bara betri”. Bragi sagöi, aö paella væri uppáhaldsmaturinn, enda mikill heimsborgari. „Ég er vanur hér á bryggjun- um, og nú ætlum viö út i vitann hjá varöskipunum. Maöur fær stærri ufsa þar”. Strákarnir máttu svo ekki vera aö þvi aö tala viö okkur lengur, en kölluöu á eft- ir okkur, aö viö ættum endilega aö veiöa Massa „Þaö er sko mar- hnútur”, útskýröu þeir, þvf aö viö gætum selt hann á 50 kall stykkiö i Lýsisbræöslu. Lýsissmökkun Leiöin lá slöan yfir 1 Lýsis- bræöslu Bernhards Petersen, sem stendur vestast á Sólvalla- götunni. Þar voru tveir piltar fyr- ir. Einn farandverkamaöur, og hinn erfingi fyrirtækisins, eöa „Petersen júnior”, eins og verka- maöurinn sagöi. Strákarnir sögöu, aö lyktin vendist fljótt, og aö loftiö væri heilnæmt I þokka- bót. „Verkstjórinn er búinn aö starfa hér I 60 ár, og smakkar hann lýsiö á hverjum degi. Hann metur lýstiö eftir gæöum og verö- ur aö smakka á öllu, allt frá úldnu grálúöulýsi og upp I fínasta meö- alalýsi. Þetta er eins og vin- smökkun. Hann sogar meö röri upp úr tunnunum, lætur lýsiö hrærast I munni og spýtir þvl svo út úr sér út um allt gólf”. Strákarnir sögöust ekki vera neitt sérlega æstir I. aö vinna sig upp f þetta starf, og héldu siöan áfram aö hræra i ryögaöri tunnu, sem haföi aö geyma úrgangslýsi. /#Nei/ Brúarfoss er happa- skip" Hann var aö rölta niöur Bræöraborgarstiginn, hægt og ró- lega, og stoppaöi til aö tala viö smákrakka.sem voru meö hvolp. Krakkarnir hoppuöu I kringum hann og hann brosti viö þeim. „Ég var aö koma úr bakarfinu”, sagöi Ebeneser Ebenesersson, fyrrum vélstjóri, og núverandi kristnifræöari. „Ég ætlaöi aö kaupa mér rúgbrauö, en þau voru mislukkuö”. Ebeneser var vélstjóri á Foss- unum lengi. „Ég var á Brúarfossi þegar viö björguöum 34 skoskum mönnum. Kafbátarnir réöust á skipalestarnar og sökktu þeim. Viö drógum mennina upp úr tveimur bátum, sem þeir voru á. Þriöji vélstjóri var uppi á dekki, þegar mennirnar komu um borö. Hann var meö Eimskipafélgshúf- una, og þeir héldu I fyrstu aö viö værum Þjóöverar. Þeim brá al- deilis, og héldu aö þeir heföu fariö úr öskunni I eldinn. Þetta var sfö asta feröin min, áöur en ég fór i land til aö gerast járniönaöar- maöur. „Ætli viö veröum ekki skotnir niöur fyrst Ebeneser er farinn”, sögöu skipsfélagarnir viö mig. En ég sagöi: „Nei, Brúarfoss er happaskip, og mér fannst ég þurfa aö segja þaö, enda bjargaöi hann mörgum eftir þaö”. Ebeneser segist hafa öölast lif- andi trú ungur aö árum, og var hann í bibliulestrum hjá sérá Friörik Friörikssyni. „Þeg- ar ég kom I land, gat ég einbeitt mér meira aö kristilegu starfi. Ég kenndi börnum i sunnudagaskóla, og nú hef ég helgistundir kl. 10 á morgnana á Elliheimilinu Grund. Ég fer mikiö á kristilegar sam- komur og er bæöi i KFUM og K, og Kristniboösfélagi karla. Já,1 lifandi trú geröi mig glaöan I hjartanu og hamingjusaman. Ég átti góöa og guöhrædda konu, og dóttir min og tengdasonur starfa mikiö I KFUM og K,” sagöi Ebe- neser, og hélt áfram aö labba niö- ur Bræöraborgarstiginn. „Þær eru bestar í Monte- video" „Ég er bara að hvila mig”, sagöi hann, þar sem hann lá á bekk i fatahenginu i einum af skálum Einskipafélgsins. „Ég var aö skemmta mér i gærkvöldi, og nú erum viö I pásu, þvi aö viö vorum aö klára aö ferma eitt skip”. Hann heitir Friöjón Sigurmunds- son og er búinn aö vinna á höfn- inni i 15 ár. Hann var heimshorna flakkkari á árum áöur, og segist hafa séö þær margar hafnirnar. Hann talar af kunnugleika um B.A., sem er stytting á Buenos Aires, fyrir þá sem til þekkja, og fleiri borgir „New York var ynd- isleg, en besta kvenfólkiö var I Montevideo. Hversvegna? Ja ætli þaö sé ekki af því ég bjó þar meö konu i fimm ár. Annars haföi maöur stúlku i hverri höfn, (maöur veröur vist aö segja þaö, ef maöur hefur veriö 1 þessum bransa, bætir hann viö), og ég lenti hundraö milljón sinnum á „sjans”. Mér hefur flogiö i hug aö fara á flakk aftur, en ætli maður sé ekki oröinn of gamall". SÞ „Þær eru bestar i Montevideo”, segir Friöjón. L „Lifandi trú hefur gert mig glaöan i hjartanu”, segir Ebeneser Ebenesersson, vélstjóri og kristnifræöari. Vfsismyndir ÞG Smátittirnir Bragi og Hjaltl meö aöra smátitti. Farand verkamaöurinn og Petersen júnior meö úrgangslýsi i ryögaöri tunnu. Júgóslavneskt llugfélag: Gerlr tilDoö í tvær af Boeíng-Dotum FlugielDa „Þessi mál eru enn á umræðustigi og þvi ekkert hægt áð segja”, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flug- leiða, er hann var spurður um það tilboð, sem júgóslavneska flugfélagið Air Adria hefur gert i tvær af Boeing-þotum félags- ins. Sagöi Sveinn, aö þessir aöilar heföu lýst áhuga á þessum þot- um og gert einskonar drög aö tilboöi og þau væru nú til um- ræöu. Sveinn sagöi, aö áöur heföu önnur flugfélög gert tilboö I aöra Boeing-þotuna og heföu samningaviöræöur staöiö i nokkrarvikur, en enginn árang- ur oröiö enn. „Því er i raun ekk- ert hægt aö segja fyrir vlst fyrr en búiö er aö skrifa undir og borga”. Sveinn sagöi, aö þó nokkuö væri af Boeing- þotum á mark- aöinum en sala gengi hægt, t.d. væri önnur Boeing-þota Flug- leiöa búin aö vera á sölulista siöan i vetur. Þá væri DC-8 þota félagsins búin aö vera lengi á sölulista, en ekki selst. AB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.