Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 12.08.1980, Blaðsíða 9
vism Þriðjudagur 12. agúst 1980 wmmmmmmmm ■ Sú kann að koma tíð, að stjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins þyki merkilegt rann- sóknarefni félagsfræð- inga og stjórnmála- fræðinga og kannski raunar sálfræðinga lika. 1 fjóröa sinn tekur þessi sér- trúarsöfnuöur þátt i rikisstjórn, sem hvorki hefur þaö á stefnu- skrá sinni, aö vamarliöiö hverfi héöan brott, né Island hverfi úr vamarsamtökum vestrænna þjóöa. Þaö er sem sé gömul saga og ný á þeim bæ, aö þar eru stefnumálin jafnan látin vikja fyrir stólunum, sem í boöi eru. Þessi tvöfeldni Alþyðu- bandalagsins kemur mönnum ekki lengur á óvart. Auövitaö fer ekki hjá þvi I þessu sam- bandi, aö almenningur velti því fyrir sér hversu mikil alvara sé I rauninni á bak viö kröfur Alþýöubandalagsins um aö varnarliðiö fari heim og ísland fari úr Nató. Hún getur ekki veriö mikil. Með i dag — á móti á morgun Þaö hefur lengi verið lenska I stjórnmálum hér á landi, aö stjórnmálamenn hafa getaö leyft sér að styöja mál i stjdrn, en snúast siöan öndverðir gegn sömu málum um leiö og þeir eru komnir I stjórnarandstööu. Þetta held ég aö Islenskir „Núverandi rikisstjórn var ekki mynduö um málefni”. 1 STEFNAN OG STOLARNIR stjórnmálamenn geti ekki leng- ur leyft sér. Fólk i þessu landi fylgist svo vel meö, og er svo vel upplýst, að þaö markar ekki slika menn. Upp til hópa held ég lika aö Islenskir stjórnmála- menn og flokkar hafi gert sér grein fyrir þessari meginstað- reynd, — nema Alþýöubanda- lagiö, sem i eöli sinu er ihald- samast allra flokka, byggt upp i kring um gamlan kommúnista- kjarna, sem vandist á aö sækja linuna i austurveg, og skipti þá ekki máli þótt eitt væri sagt I dag og annað á morgun. Islenskir kjósendur ætlast til þess aö stjórnmálamenn séu sjálfum sér samkvæmir, og ég held raunar aö enginn geti til nokkurrar lengdar tekiö þátt i störfum á sviöi stjórnmála, sýni hann ekki kjósendum, — og sjálfum sér, þá viröingu aö fylgja þessari reglu. Stólastjórnin Auövitaö er þaö öllum ljóst núna, aö núverandi rikisstjóm var ekki mynduö um málefni. Hún var mynduö um stóla og grundvöllur hennar er Þóröar- gleöi komma og framsóknar yf- ir klofningi Sjálfstæöisflokksins. Þaö hefur sýnt sig undanfarna sex mánuöi, að þessi stjórn ætl- ar ekki aö takast á viö neinn vanda. Hún er engum vanda vaxin. Þaö er merkilegt Ihugunar- efni hver staöa Alþýöu- bandalagsins er I núverandi rikisstjórn. Þar nægir aö rifja upp örfá dæmi frá störfum Alþingis I vetur. Þegar samkomulagiö viö Jan Mayenkom til umræöu I þinginu fundu Alþýöubandalagsmenn þvi flest, ef ekki allt, til foráttu. Þar snerust þeir öndveröir gegn rikisstjórninni, sem annars stóö einhuga aö samkomulaginu. Þeir töldu Jan Mayen sam- komulagiö hálfgeröa landráöa- samninga, eins og raunar virö- istgilda hjá þeim um alla samn- inga Islendinga viö aörar þjóöir. En fylgdi hugur máli? Nei. Ef hugur heföi fylgt máli heföu þeir auðvitaö fariö úr stjórninni. Stólarnir réöu, en stefnumálin viku. Þegar ólafur Jóhannesson utanrikisráöherra flutti hefö- bundna skýrslu sina um utan- rlkismál á Alþingi, komu full- trúar kommúnista hver á fætur öörum öfugsnúnir i ræöustól og mótmæltu ýmsum meginatriö- um skýrslunnar, grundvallarat- riöum i utanrikisstefnu lslend- inga. Bæöi ræöa Ólafs Ragnars Grimssonar var ein samfelld árás á ákvæöi stjórnarsáttmál- ans um utanríkis- og varnar- mál. Fylgdi hugur máli? Nei og aftur nei! Þegar þaö kom til umræöu á Alþingi enn einu sinni hvort hugsanlegt væri, aö kjarnorku- vopn væru geymd á Keflavikur- flugvelli létu kommúnistar, meö Ólaf Ragnar i fararbroddi þaö tækifæri aö sjálfsögöu ekki ónotaö til aö ráöast á ólaf Jóhannesson og utanrikisstefn- una. Eitt er rétt aö telja hér upp til viöbótar. Þegar blaöaumræöa hófst um þá ákvöröun þingfar- arkaupsnefndar aö leiöréttalaun þingmanna til samræmis viö þá embættismenn, sem taka laun i sama launaflokki hjá rikinu, þá kvaöst Ragnar Arnalds fjár- málaráöherra aldrei hafa heyrt á málið minnst. Kom þó i ljós siöar aö þaö haföi veriö marg- rætt i þingflokki Alþýöubanda- lagsins án þess aö mótmælum væri hreyft. Enda setti fulltrúi Alþýöubandalagsins i þing- fararkaupsnefnd rækilega ofan 1 viö fjármálaráöherra sinn og fyrrverandi flokksformann Grundvallarleysi fjármálaráðherrans Ragnar Arnalds f jármálaráö- Ijóst", segir Eiðu Guðnason alþingismaðui „að núverandi ríkisstjór var ekki mynduð um má efni. Hún var mynduð ur stóla og grundvöllu hennar er Þórðarglej komma og framsókna yfir klofningi Sjálf stæðisflokksins". herra hefur marglýst þvi yfir aö nú sé enginn grundvöllur til al- mennra grunnkaupshækkana. Þessa yfirlýsingu hefur hann staðfest meö tilboöi sinu til op- inberra starfsmanna. Þegar þetta er skrifaö eru samningamálin næstum stopp. Hvorki gengur né rekur, þótt Alþýöubandalagiö hafi fjár- málastjórn rikisins meö hönd- um. En nú biö ég ykkur, lesendur góöir, aö ihuga meö mér hvaö gerast mundi, ef Alþýöubanda- lagiö skyndilega hyrfi úr rikis- stjórn og færi I stjórnarand- stööu? Þaö skyldi þó ekki vera aö þá væri kominn grundvöllur til al- mennra grunnkaupshækkana? Þaö veröur gaman aö sjá fram- an I þá Ragnar, Svavar & Co., þegar sú staöa kemur upp. Menn biöa spenntir. Þá veröur blaöinu snúiö viö og þaö er svona málflutningur sem rétti- lega hefur átt rikastan þátt I aö rýra álit stjórnmálamanna I augum almennings. Hitt er svo annaö mál, aö ég hygg aö þaö mundi auöveldara aö bæta kjör almennings i þessu landi, ef Alþýöubandalagiö væri ekki i stjórn. SullumbuU stefna þeirra i efnahagsmálum er endileysa frá upphafi til enda. Eiöur Guönason Um vlrkjun Rlondu Að slá á strengi græðginnar birtist i mörgum myndum í samtimanum. Vanda- mál okkar i landbúnaði og sjávarútvegi væru ekki þjakandi i dag, ef þess hefði verið gætt. Of lítill timi er notaður til að huga að hag framtiðarinnar, hitt látið ráða að komast yfir sem mest hverjar sem afleiðingarnar verða. Þessi græögistónn kom fljótt fram þegar Blönduvirkjun var til umræöu I blööum og meöal heimamanna fyrir nokkrum ár- um. Skoraö var á Húnvetninga aö láta fylkja sér um Blöndu- virkjun til aö skapa atvinnu- tækifæri og láta vélar og flutningatæki héraösins mala gull á nóttu og degi. Og þess skyldi gætt aö láta ekki Skag- firöinga troöa sér á undan meö Villinganesvirkjun. Hjá sumum gleymdist alveg þaö meginat- riöi, aö til aö virkja Blöndu þurfti aö leggja stór landsvæöi undir vatn af besta graslendi heiöarinnar, sem auk þess var öruggast til sprettu hvernig sem áraöi. Þó Villinganesvirkjun kostaöi enga landeyöingu þótti hún sýnu lakari kostur. Hún var minni og dýrari. En mig grunar aö landsspjöll af Blönduvirkjun hafi ekki veriö fullreiknuö i þessu dæmi, — og kannske fleiri atriöi. Þetta tilheyrir fortiöinni. En tónn græöginnar lifir ennþá. Þaö er ekki lengur spurning um Blöndu eöa virkjun viö Villinganes. tdag er þaö val milli Blöndu og Fljótsdalsvirkj- unar og 'þvi eru Norölendingar hvattir til aö standa saman svo Austfiröingar maki ekki krók- inn. Hér er sneytt hjá aöaltriöun- um, sem er samanburður á virkjunarmöguleikunum og hvernig megi komast hjá lands- spjöllum. Þeirra röksemda saknaði ég I grein Arna Gunnarssonar hér i blaöinu á miövikudaginn (6. ágúst). Hann gerir enga tilraun til aö bera saman Blöndu- og Fljótsdals- virkjun, sem eru þó viöfangs- efni greinarinnar. En slikt þarf þó fyrst aö skoöa, þegar stórar ákvaröanir eru teknar en ekki aö efna til héraöa- eöa fjórö- ungametings. Næstu kynslóöir spyrja ekki einasta um hvaö krónurnar voru margar, sem fyrir virkjun voru greiddar, heldur miklu frekar hvaö látið var fyrir af þeirri auölegö, sem ekki veröur metin til verös. Þá veröur spurt um þau rök, sem ég saknaði i grein Arna.og þá sýnir uppskeran hvemig staöiö var aö sáningunni. Heiömar Jónsson, Steinstaöabyggö Skagafiröi. neöanmals „Næstu kynslóöir spyrja ekki einasta um hvaö krónurnar voru margar, sem fyrir virkjun voru greiddar, heldur mikiu frekar hvaö látiö var fyrir af þeirri auölegö, sem ekki veröur metin til verös”, segir Heiömar Jónsson, Steinsstaöabyggö i Skagafiröi, i grein sinni um Blönduvirkjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.