Vísir - 23.08.1980, Síða 26
Laugardagur 23. ágúst 1980
færi, þegar þau voru ein til a6
Jiukla hana og faðma aö sér. Hún
haf&i ekki streist á möti þessum
hluta martraöarinnar, en nú fyflt-
ist hún ótta.
Billy haföi sagt þeim, aö hann
þekkti til i Sutton-in-Ashfield og
þangaö hygðist hann fara. Þegar
hún sá skiltiö, sem visa&i þangað
og Billy beygöi út af aöalveginum,
var eins og fargi væri af henni
létt. Nú hlyti þessu brátt aö veröa
lokið. „Guöi sé lof!” hugsaöi hún.
„Gilí, veistu hvaö!” sagöi
Hughes skyndilega. „Ég gleymdi
kortinu... Viö veröum aö snúa
viö”.
Vonbrigðin voru svo skyndileg
og algjör, aö hún allt aö þvi ösrk-
aði: „Þaö getur ekki veriö!....
Þaö getur ekki veriö! ” „Jú, víst”,
svaraði hann rólega,”..... Viö
verðum að snúa við”. Gill
missti stjórn á sér, teygöi sig i
pokann i aftursætinu og róta&i
öllu úr honum I árangurslausri
leit aö kortinu. Meö þungum ekka
sökk hún niður i sæti sitt.
Skyndilega brutust nýjar
áhyggjur fram i huga hennar.
Hvað ef Richard og móöir hennar
væru búin aö leysa sig eöa væru
að þvi, þegar þau kæmu aftur?
Hvaöa viöbrögöum mundi þaö
valda hjá Hughes? „Billy, ef
Richard og mamma eru búin að
leysa sig... þá er það bara til að
geta kikt til Söru og pabba... ekki
til aö hringja á lögguna. Þú mátt
trúa mér, Billy!”
Hann jók hraðann.
Richard og Amy höföu ekkert
átt viö böndin. Hughes athugaði
þaö, þegar þau komu til baka, siö-
an sótti hann kortið og þau héldu
aftur út i bilinn.
Þaö er óljóst, hvers Hughes ætl-
aðist til meö þessum stuttu feröa-
lögum sinum. Ein kenningin er
sú, að hann hafi vitaö, aö þessar
tiöu brottfarir og endurkomur
mundu koma gislunum úr jafn-
vægi og brjóta vilja þeirra enn
frekar niöur. Eitt er vist, aö á
Roy’s Cafe, veitinga- og gistihús-
inu i Sutton-in-Ashfield, þangaö
sem förinni var nú heitiö i annaö
sinn, kannaöist enginn viö Hugh-
es. Var hann aöeins aö leika
þennan óskemmtilga leik viö
gisla sina til að ná enn frekari
tökum á þeim?
Næturheimsóknin
Klukkan var rúmlega eitt, þeg-
ar Gill kom auga á Roy’s Cafe.
Billinn stöövaöi fyrir framan hús-
iö og Hughes steig út og tók lykl-
ana meö sér. „Biddu eftir mér”,
sagði hann og Gill sá hann ganga i
gegnum snjóinn upp aö húsinu.
Hvaö hann var aö vilja hingaö
er enn óvist. Þaö eitt er vitaö, aö
hann fór aftur fyrir húsiö og um
ólæstar dyr inn i eldhúsiö. Hér
viröist hann hafa beðiö, aö
minnsta kosti var hvergi annars
staöar merki mannaferða að sjá.
Til að koma i veg fyrir fingraför
var Hughes meö hanska sem Gill
haföi keypt, þegar hún var 17 ára.
Þaö sýnir, hversu smágeröur
hann var.
Éftir drykklanga stund kom
hann hlaupandi aö biinum.
„Fljót, hvar eru lyklarnir? Ég
rotaöi lögregluþjón. Viö veröum
að hraöa okkur héöan!”
Gill haföi setiö i bilnum og
keðjureykt meöan hún beiö. Hún
haföi afskrifaö allar hugmyndir
um flótta. Hughes haföi billykl-
ana og hvert ætti hún aö fara I
ókunnum bæ um hánótt? Hún
heföi aö visu getaö hlaupiö og leit-
að ásjár i næsta húsi án teljan-
legrar áhættu fyrir hana eöa fjöl-
skyldu hennar. En hún var farin
aö venjast aöferöum Hughes,
hvaövissihún nema hann væri aö
fylgjast meö henni, að kanna,
hvort henni mætti treysta.
„Þú ert sjálfur meö lyklana”,
sagöi hún. Hughes settist upp I
bilinn, setti I gang og ók af staö.
„Af hverju rotaöirðu harin?”
Úr f jölskyIdualbúminu: Amy og Arthúr Minton viö brúökaup dóttur þeirra.
..................................J
Staðan snýst við
Þegar heim var komiö, aögætti
Gill liöan Amy og Richards og
baö Hughes aftur um aö leyfa
Söru aö sofa hjá sér. „Eg sagöi
þér, hún hefur þaö ágætt. Viö
skulum ekki vera aö skipta okkur
af henni”.
Gill brást I grát og stundi i
gegnum tárin, sem flóöu niöur
kinnarnar: „Þér er alveg sama
um annaö fólk. Þú segist eiga
barn, þú elskir börn, en þér er al-
veg sama um tilfinningar ann-
arra. Þér er alveg sama”.
Hún man og mun alltaf muna
tryllingslegan svipinn, sem færö-
ist yfir andlit hans. Hann var svo
eitraöur, aö hún komst samstund-
is til sjálfrar sin likt og viö kalda
vatnsgusu.
„Guð minn góöur”, hugsaði
hún. „Hvaö hef ég gert?” „Fyrir-
geföu mér, Billy ”, baö hún. „Fyr
irgeföu. En þú verður aö vita,
hvernig mér liður”. Eina svar
hans var: „Söru er alveg óhætt,
ég var búinn aö segja þér þaö”.
Spennan féll á ný, en áhyggjur
Gill dvinuöu ekki. Nú var komin
hánótt og Hughes mundi senni-
lega leita eftir aö hafa mök
við hana enn á ný. Til aö brynja
sig gegn þvi, lagöi hún til, aö þau
svæfu öll i Söru herbergi. Richard
tók undir þetta. „Þar geturöu
fylgst meö okkur öllum, Billy”,
sagöi hann og Hughes samþykkti.
Þannig vöröu þau annarri nótt-
inni. Amy Minton svaf i rúminu
hennar Söru en þau hin á gólfinu,
Hughes upp viö dyrnar.
En Gill gat ekki sofnaö. Hversu
lengi mundi þessi martröö vara-
Hugur hennar var of fullur af
spurningum, vonum og skelfileg-
um minningum frá undanförnum
tveim sólarhringum til að hvilast.
Skyndilega klukkan fjögur tók
hún eftir höggum. Þau komu úr
hinum enda hússins. Hún taldi
þetta imyndun i fyrstu en hvisla&i
svo aö móöur sinni: „Heyrir þú
eitthvað?” og Amy Minton svar-
aöi: „Já, það er eitthvaö”.
Hvaö ætti hún aö gera? Hún
hélt þetta væru pabbi hennar og
Sara. Hvernig mundi Hughes
bregðast viö, ef hann heyrði
þetta. Hann virtist ekki taka eftir
neinu i gegnum svefninn. Höggin
hættu stundum og byrjuðu svo
aftur.Gill þoldi þetta ekki lengur.
„Ég ætla að vekja Billy”, sagði
hún. Hún fór upp úr svefnpokan-
um og yfir aö Hughes. Hún snerti
hann, en hann bæröi ekki á sér.
Hún togaði i hann.... ekkert gerö-
ist. örþreyttur haföi hann falliö i
hinn dýpsta svefn.
Skyndilega haföi staðan snúist
viö. Hughes var varnarlaus og
hjálparvana. Aö visu lá hann á
hnifnum, en þaö máttiberja hann
i höfuðið meö hverju sem var i
herberginu og tryggja frelsi
þeirra.
Þaö þurfti mikiö miskunarleysi
til að framkvæma þann verknað.
En Gill Moran, eftir allt, sem hún
haföi gengiö i gegnum, bjó ekki
yfir sliku. Hún og maður hennar
voru ekki sú manngerðin, sem
myrt getur með köldu blóöi.
Hún haföi lika getaö reynt að
Aðkomumaðurinn braut niður vilja þeirra smátt og smátt
og hélt þeim að lokum i helgreipum óttans.
„Ég varö, hann birtist skyndi-
lega”, skáldaði Hughes. „Hann
heföi þekkt mig”.
„En þú varst meö hárkolluna”.
„Þaö er sama, ég gat ekki hætt
á þaö”. Hann strauk henni með
hendinni: „Vertu ekki áhyggju-
full, ég drap hann ekki, ég skildi
hann bara eftir i roti i snjónum...
og ég hugsaði til þin. Héra er
minjagripur handa þér”.
Hughes rétti Gill lögreglukylfu,
sem hann haföi fundiö i eldhús-
inu. Gill trúði sögunni og óttaöist,
aö lögreglumaöurinn rankaöi viö
sér og gerði félögum sinum við-
vart.
„Viö veröum aö fara til baka”,
sagöi hún. Hughes sneri bilnum
við og þau óku til aka aö Pottery
Cottage.
Arthur Minton lét lífið
vegna þess að hann neitaði
að láta undan morðingjan-
um.
Klukkan var tvö aö morgni,
þegar þau komu til baka. Gill var
örmagna. Hún haföi ekki sofiö i 52
tíma og ekki boröaö almennileg-
an mat i tvo sólarhringa. Taugar
hennar höf&u verið þandar meira
en hún þoldi. Tvivegis hafði hún
veriö þvinguö til kynmaka og
vonir, sem vöknuöu og slokknuðu'
til skiptis, höfðu brotiö niður þaö,
sem eftir var af þreki hennar.
í bilnum á leiöinni heim haföi
hún brostið i grát. „Geröu þaö,
leyfðu Söru aö sofa hjá mér i
nótt”, sárbaö hún. „Ég vil hafa
hana hjá mér. Hún hlýtur aö vera
svo hrædd”. Hughes haföi sagt:
„Nei, viö skulum hafa þetta
óbreytt”.
flýja, stokkiö út um gluggann, en-
Gill heföi aldrei dottiö i hug aö
fyrirgefa þannig fjölskyldu sina
sjálfri sér til varnar. Hún hélt þvi
áfram að hrista Hughes.
„Það leiö heil eilifö þar til hann
vaknaði”, sagöi hún siðar. Hann
hlustaöi á hljóöin og fór niöur.
Eftir stundarkorn kom hann aft-
ur.
„Þaö voru hundarnir. Það voru
Willie og Emma. Þeir lágu viö
hurðina og dingluöu skottunum
svo þau slógust i. Ég gaf þeim aö
drekka, þaö róaöi þá”.
Hannlagöist aftur á gólfiö og fór
aö sofa. Hún hlustaöi á andar-
drátt hans. Það var greinilegt, aö
hann svaf jafn þungt og áöur.
Hún vissi, aö hún gat drepiö
Hughes með einni stungu, ef hún
bara hefði hnif. En hún haföi ekki
hnif og þótt hún heföi hann, þá
vissu hún, aö hún heföi aldrei get-
aö fengið sig til aö nota hann.
I næstu viku:
Moran hjónin
fara ein
í sendiferð
og óhuggnan-
leg endalok,
er óður
moröinginn
kastar
grímunni