Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 21
vtsm Föstudagur 29. ágúst X980 Hinn rúmgóOi bás Glits hf. i aðalsal Laugardalshallarinnar. Glit hf. sýnir fósturjörðina Glit hf. hefur i mörg 22" kr. 698.000.00 Staðgreiðsluverð kr. 663.000,- 26" kr. 781.500.- Staðgreiðsluverð kr. 742.500.- Athugið: Verð miðast við gengi 8. ágúst 1980 Engir milliliðir. Einkaumboð á íslandi SJÖNVARPSVIRKINN ARNARBAKKA 2 sími 71640 ár verið i fararbroddi, hvað keramik og leir- munagerð varðar. Fyrirtækið er með rúmgóðan og skemmti- legan bás i aðalsal Laugardalshallarinnar á sýningunni Heimilið ’80. Þegar við gengum þar tií var sjálfur framkvæmdastjórinn, Orri Vigfússon, að sýna góss sitt. Höfuð- áhersluna leggur hann á matar- og kaffistell, sem handsmiðuð eru. Afar fallegar mjöl- vörukrúsir eru þarna einnig á sýningunni, auk þess sem fyrirtæk- ið sýnir furuhúsgögn frá Nývirki hf. Það vekur áhuga margra, að stellin góöu eru þarna boðin á kynningarverði og á mjög góðum greiðslukjörum. Þetta kostaboð á einnig við um furu- húsgögnin meðan birgðir end- ast. Astæða er til að hvetja fólk til að kynna sér svona vörur, sem eru framleiddar af islenskum fyrirtækjum og það sumt úr jarðefnum fósturjarðarinnar. Ekki verður séð annað en þessir munir standist fyllilega sam-. keppni við sambærilega hluti erlenda. Alla vega var Orri nógu hreykinn af framleiðslu sinni til að standa vörð um hana sjálfur og það segir okkur töluvert. Við höfum löngum þótt dug- legir. íslendingar, að nota leir- muni og annað af þeim toga til þess að gefa útlendingum. Eftir útlitinu á framleiðslu Glits að dæma getum við tekið til að kaupa svona handa okkur sjálf- um, enda sagði einhver ein- hvern timann, að ekki ætti maður að gefa gjafir, sem maður vildi ekki eiga sjálfur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.