Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 22
vtsm Föstudagur 29. ágúst 1980 Fátt er meiri nauðsyn i þessu lifi en gott rúm til að hvilast i að dagsverki loknu. Fólk er meira að segja tekið að gera ráð fyrir stærri svefnherbergj- um í húsum sinum, sem teppalögð eru út i horn, svo ekki sé kalt að fara fram úr á morgnana. Þetta býður upp á stærri og betri rúm en áður, svo við leituðum uppi sér- verslun með slika þarfahluti. Hjá verslun Ingvars og Gylfa. að Grensásvegi 3, varð Einar Ágúst Kristins- son fyrir svörum. Eru rúm fyrstu húsgögn, sem fólk kaupir? Já, þaö er mun algengara, a6 fólk kaupi hjónarúm strax en áöur var. Annars eru hjónarúm ein vinsælasta brúöargjöfin nú á timum. Hvernig rúm eruö þiö meö? Viö erum náttúrulega meö hjónarúm, eins-manns-rúm og svo byrjenda-rúm. Hvaö eru byrjenda-rúm? Þetta er gælunafn á breiöum eins-manns-rúmum, sem fólk færsér gjarnan á meöan þaö er aö lita i kringum sig eöa í til- hugalifinu. (Einar Agúst kimir og bætir viö) Margir eiga svona framan af i hjónabandinu á meöan samkomulagiö er gott. meira efni, en gæöi og útlitiö veröa aö vera i lagi, annars er ekki gaman aö selja þau. Þú hefur verið sölumaöur um langt skeið. Hvernig er að selja rúm? Ég hef gert þaö i sjö ár og er þessi sölumennska sú skemmti- legasta, sem ég hef stundaö. Þaö er svo margt spaugilegt sem kemur upp, þegar viö- skiptafólk er aö ræöa val sitt og reyna rúmin, svona meö þvi aö tylla sér á brikina og annaö i þeim dúr. Hér er alltaf gott andrúmsloft og gaman aö selja vöru.sem maöur trúir á sjálfur. Talar fólk varfærnislega f ná- vist rúma? Já, þaö er svo hrætt um aö vera misskiliö. Þetta er lika landlægt. Útvarpiö tekur ekki auglýsingar, sem geta valdiö misskilningi. Eins og hvað? Nú, rúm sem segir sex — eða hjónarúm, sem reynist best. Hvernig rúm endist út ævina? Þau eru vandfundin. Gott og langt hjónaband, sem varir i 50 ár, útheimtir sennilega þrjú hjónarúm. Nú ert þú svo hress yfir fram- leiðslunni ykkar, að ætla mætti vörur ykkar góðar til út- flutnings? Ef við flytjum út eigum viö aðeins aö beina okkur aö ,,klassa”-vöru og selja litiö. Ertu ekki oft þreyttur eftir daginn með með öll þessi rúm f kringum þig? Þá er bara aö fara heim. Þar er mikiö gott aö leggja sig. Velja hjón sér oft tvö aðskilin rúm? Nei, ekki er þaö siöan hjóna- rúmin stækkuðu. Nú eru klædd hjónarúm meö innbyggðu út- varpi og lesljósi mjög i tisku. Meira aö segja eru þau oft klædd skinnum. Við sérsmiöum oft rúm og klæöum þá skápa og annað, sem fólk vill hafa I stil. Við gætum þess vegna hljóöein- angraö svefnherbergi, ef þess yröi óskaö. svo gott næöi og kyrrö rikti meöan fólk hvildist. Hvað telur þú ykkur mest til ágætis? (Nú hlær Einar Agúst) Þaö er svo margt, aö erfitt er aö byrja þá romsu alla, en t.a.m. get- um viö mætt öllum sérþörfum, þar eð við smiöum allt sjálfir. A ég þar viö lengd, breidd, hæö, mjúkleika dýnu, gerö dýna, lit, sköpulag, verö, o.s.frv. Hvað með vatnsrúm? Viö höfum þau,en fólk er hrætt viöþau. Þama er líka um vatns- magn aö ræöa, stundum 700 litra. Svo eru þau upphituö og krefjast þvi raforku.sem er út- gjaldaliöur. Svo er ekki hægt að mæla meö þeim sem hjónarúm- um, þvi fái annar aðilinn martröö og bylti sér mikiö f svefni, þá getur hinn oröiö sjó- veikur. Hitt er annað að þau eru frábær fyrir einstaklinga. Hvað með rúmdýnurnar? Hvernig veljast þær? Það tekur fólk oft aöeins minútur aö velja sér rúm, en dýnur veröur aö reyna oft aftur og aftur, svo viö gefum fólki kost á aö reyna þær i fjóra daga hverju sinni, svo bæta megi um, sé þaö ekki ánægt. Hvað um vinnu ykkar f tré? Þaö er lagt gifurlega mikiö upp úr henni. Við förum yfir hafið til aö velja sjálfir spón I okkar rúm. Þaö er allt unniö af svo mikilli nákvæmni sem um palisander væri aö ræöa hverju sinni. Séu æöar trésins ekki eins á höfuögafli og fótgafli erum við ekki ánægðir. Þetta útheimtir Mikið gott að leggja sig 1 I I i 1 I i 1 1 1 Ofnasmiðja Suðurlands býður þér hagstæða lausn á orkuvandanum með nýtingu innlendra orkugjafa Nú er hægt að spara allt að 70% af kyndingarkostnaði, í samanburði við olíukyndingu, með FUNA-rafhitunarkatli frá Ofnasmiðju Suðurlands. Funa katlarnir eru viðurkennd framleiðsla, samþykkt af Raffangaprófun ríkisins og Öryggiseftirlitinu, enda stenst framleiðslan ýtrustu kröfur, sem gerðar eru til hitunar- katla. Funa rafhitunarkatlarnir eru framleiddir með innbyggðum neysluvatnsspíral. Ofnasmiðja Suðurlands framleiðir einnig hina viðurkenndu Funa ofna, hannaða af íslenskum fagmönnum fyrir islensk- ar aðstæður. Funa ofnarnir eru með þvinguðu S-rennsli, sem nýtir vatnið framúrskarandi vel. Kynnið ykkur kosti Funa ofna og Funa rafhitunarkatla. Hagstæð greiðslukjör. Stuttur afgreiðslufrestur. FUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.