Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 26

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 26
vrsm r™ Föstudagur 29. ágúst 1980 EKki er helmlli án bðka Við íslendingar höf- um lengi getað státað af meiri bókaeign heimilanna en aðrar þjóðir, enda eru bóka- útgefendur margir hér á landi og bókakaup tið. t Laugardalshöll- inni sýnir bókaútgáfa Arnar og örlygs þessa dagana, svo við fórum á fund örlygs Hálfdán- arsonar, forstjóra og inntum hann eftir hvað þar væri hjá þeim á ferð inni? Hann sagði svo: — Þetta fyrirtæki okkar er nú fimmtán ára og viö nýfluttir i SiBumúlann, enda var húsnæöið á Vesturgötunni oröiö æriö þröngt. A þessum timamötum þótti okkur einkar vel til falliö aö taka þátt i svona heimilis- sýningu, þvi ekki er heimili án bóka. Viö miöum stofnun fyrir- tækisins viö útkomu fyrstu jóla- bókarinnar, sem viö gáfum út, en hún var Landiö þitt eftir Þorstein Jósefsson. Þaö er þvi viöeigandi, aö viö erum aö gefa þetta verk út aftur, aukiö og endurbætt. 1 fyrra sinniö var þaö i tveimur bindum, þar sem Steindór Steindórsson frá Hlöö- um annaöist siöara bindiö, en nú veröa bækurnar fjórar og er sú fyrsta aö koma út. Steindór á veg og vanda af þessari útgáfu. Uppsláttarorö eru aö þessu .. i HELLUR — STEINAR Vinnuhæliö á Litla-Hrauni framleiðir: Gangstéttarhellur af öllum gerðum. Einnig steypta girðingastaura. Vikurhellur úr Hekluvikri, 5, 7 og 10 cm þykkar. Auk þess kantsteina og brotasteina i vegg- hleðslur i skrúðgarða. Þá kapalsteina fyrir rafleiðslur, netasteina fyrir báta. Þá framleiðum við einnig hliðgrindur i heimreiðar, bæði fyrir akbrautir og gang stíga. Væntanlegir eru á næstunni Víbró holstein- ar 15 og 20 cm þykkir, fyrir ibúðarhús og bílskúra, framleiddir úr Hekluvikri og rauðamöl. Kynnið ykkur verð okkar og greiðsluskil- mála. Símar okkar eru 99-3104, 99-3105, og 99-3127. Vinnuhælið á Litia-Hrauni örly gur ásamt starfsfólkinu fyrir framan hiö nýja hús útgáfunnar. | sinni mun fleiri og i staö ■ svart/hvitu-myndanna veröur | nú fjöldi litmynda, sem Björn m Jónsson, skólastjóri, hefur aö I meiri hluta tekið, enda munu ■ þær ekki færri en þúsund talsins ■ 1 ritverkinu öllu. Mun sennilega ■ ekkert annaö ritverk, islenskt, I geyma jafn margar litmyndir. ■ Þessi timamótaútgáfa finnst ■ mér eiga erindi á hvert heimili ■ og þá á heimilissýninguna. ■ Munum viö hafa sérstaka verö- I launagetraun i sambandi viö ■ sýninguna, sem fólgin er I merki ■ útgáfufyrirtækisins. Næst má telja nýja bók um I forsetakjöriö 1980, sem blaöa- 1 maöurinn Guöjón Friöriksson I og blaöaljósmyndarinn Gunnar ' Elisson hafa gert. Hún kemur I einnig út I þýöingu Boga Agústs- sonar. Bókin er 75% myndir og I fjóröungur texti. Hún fjallar _ ekki eingöngu um forseta okkar, | Vigdisi Finnbogadóttur, heldur . fjallar hún og úm kjöriö og aö- | draganda þess, þá sem aö þvi ■ stóöu og tilfinningar, sem bærö- | ust meö mönnum. Fyrri for- ■ setakjör eru einnig tekin til I athugunar. Þetta ætti að vera ■ skemmtileg bók fyrir lands- I menn aö eiga til minja um þetta ■ sögulega atvik, og einnig er hún I tilvalin til þess aö senda vinum ■ og vandamönnum erlendis. I Þetta veröur afskaplega falleg Imm mmmmmmx bók og þar eiga myndimar sinn drjúga þátt. Svo erum viö meö Heims- metabíkina, en hana gáfum viö út 1977 i 5000 eintökum og hún seldist þá upp á hálfum mánuöi. Guinnes-menn í London telja, aö þaö eitt sé heimsmet miöaö viö ibúafjölda í landi okkar. Sumir héldu, aö svona bók væri full af afkáralegum upplýsingum, en svo er ekki, þvf hún er fyrst og fremst hafsjór af fróðleik. Aö þessu sinni höfum viö bætt inn i bókina geysimiklum fróðleik um islensk efni. Hér eigum viö mörg heimsmet vegna sérstöðu okkar. 1 tilefni heimilissýning- arinnar höfum viö flutt inn lik- an aö hæsta manni veraldar fyrr og siöar. Viö höföum fengiö bás i fordyri hallarinnar i byrj- un, en urðum aö færa okkur vegna lofthæöarinnar, svo sá stóri kæmist fyrir. Siöan erum viö meö bók um siðustu stjórnarmyndun og aö- draganda hennar. Heitir hún Valdatafl i Valhöll, og er skrifuö af tveimur blaöamönnum, Anders Hansen og Hreini Lofts- syni, sem báöir eru sjálfstæöis- menn. Þeir fara langt aftur i timann og skýra, hvaö gerst hefur i Sjálfstæðisfiokknum i liöinni og núliöinni tiö. T.a.m. spannar stjórnmálaferill dr. Gunnars Thoroddsens hálfa öld. Blaöamennirnir gengu á vit allra, sem um mál flokksins gátu fjallaö og fengu umbúöa- lausar upplýsingar og skýring- ar, svo og fengu þeir að skoöa gögn og fundageröir. Þetta veröur fróðleg og heimilisleg bók aö eiga i skápnum. Þetta er þriöja bókin, sem við gefum út um stjórnmálaviöburöi og ekki sú sísta. Aöur komu bækur um Gúttóslaginn 1932 og NATO- mótmælin 1949. Þarna veröa einnig tvær nýj- ar bækur i bókaflokknum Litlu Matreiöslubækurnar. Þær eru þýddar af Ib Wessmann, mat- reiöslumeistara úr dönsku. önnur er um grænmetisrétti, en hin um svinakjöt. Þá eru komn- ar átta bækur i' þessum flokki, myndskreyttar og aögengileg- ar. Þær eiga auövitaö erindi á hvert heimili. Loks vil ég nefna bók, sem nefnist Svæöameöferöin, og fjallar hún um umönnun llkam- ans og upp-ætingu streitunnar. Með svoleiöis bók i hönd er gott aöslaka á heima hjá sér. Henni fylgir litprentaö kort yfir likam- ann og myndir yfir likamshluta þá, sem eru til meðferöar hverju sinni. Voru þetta þær bækur helstar, sem örlygur vildi telja fram aö þessu sinni og sýnist okkur þær allar eigulegar. Hjól og Vagnar h.f. hefur reiöhjól, barnavagna, kerrur og ýmsar barnavörur I básnum, sem forvitnilegt er aö skoöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.