Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 9
VISIR Þriöjudagur 2. september 1980. neöanmóls Flugleiðamállð og skylda stjórnvalda L Arni Gunnarsson/ alþingismaöur fjallar hér um málefni Flugleiða og segin að það geti ekki vafist fyrir neinum/ að nú verði ríkisstjórnin að grípa í taumana og bjarga lífi fyrirtækisins. Þarna séu gífurlegir hagsmunir í húfi/ atvinna hundraða manna/ sam- göngur Islands við umheiminn og eitt mesta metnaðarmál íslendinga. Fyrir tveimur eöa þremur ár- um flutti ég stutta ræðu á aöal- fundi Flugleiða, en þá hafði ég nýlega keypt mér 5000 króna hlutabréf i þeim tilgangi einum að geta setið fundinn. I þessari ræðu sagði ég meðal annars: „I nærfellt tvo áratugi hefi ég fylgst býsna náið með þróun Flugfélags Islands og Loftleiða, nú Flugleiða. 1 upphafi fannst stráknum i mér hvila ævintýra- blær og ljómi yfir starfi braut- ryðjendanna i báðum félögum. Þetta voru miklir kappar i min- um augum, og siðar gerði ég mér grein fyrir þvi hve mikil af- rek þeir höfðu unnið i samf göngumálum þjóðarinnar. Þeir færðu Island nær umheiminum, sem hafði mikla byltingu i för með sér i öllu þjóðlifi i kjölfari heimsstyrjaldarinnar. Þessi fé- lög tóku við þvi hlutverki Eim- skipafélagsins að vera óskabarn eða óskabörn þjóðarinnar. íslendingar hafa verið stoltir af miklum og góðum árangri beggja félaga. A flugvöllum i útlöndum hefi ég verið hreykinn af þvi að ganga um borð i flug- vélar smáþjóðar, sem hefur getið sér gott orð á alþjöðavett- vangi. Við skulum hins vegar huga að þvi, að starf brautryðjenda- anna, sem hófust handa með tvær hendur tómar, er orðið að voldugu, umfangsmiklu fyrir- tæki, félagi, sem hefur fært út kviarnar ár frá ári. — Fyrir at- beina, eða að kröfu rikisvalds- ins voru félögin tvö felld i einn ramma, og var það umdeilan- eg athöfn, kannski þjóðhagslega hagkvæm, en umdeilanleg i þvi blandaða hagkerfi, sem við búum við. Vegna kynna minna af fjölda starfsmanna beggja flugfélag- anna, varð mér fyrir löngu ljóst, að þessi sameining myndi ekki ganga þegjandi og hlóðalaust. Til þess var verknaðurinn sem slikur of sársaukafullur af ýmsum ástæðum. Ágreiningurinn hefur komið i ljós. Hann er ekki aðeins bund- inn við hýbýli Flugleiða, hann er ræddur manna á meðal utan þeirra. Segja má, að almenningi hafi fyrst orðið ljóst hve alvar- legur ágreiningurinn var i vinnustöðvun flugmanna, sem kristallaði tiltekið ástand. Deilurnar innan félagsins eru mörgum mikið áhyggjuefni. Ég er staðfastlega þeirra skoðunar að ágreiningurinn innan félags- ins sé orðinn starfsemi þess og viðgangi hættulegur. Hann snertir ekki aðeins á annað þús- und starfsmenn og hundruð manna, sem hafa beint og óbeint atvinnu af rekstri þess. Agreiningurinn getur varöaö þjóðarheill. Hann er sérstak- lega varhugaverður við þær aðstæður, sem hér hafa skapast i erfiðu efnahagsárferði og vegna sivaxandi samkeppni á flugleiðum félagsins, sem getur valdið meiri erfiðleikum en mörgum býður i grun. Vera má, að breyttir þjóð- félagshættir krefjist nýrra vinnubragða, en þeir breytaþvi ekkiaðsá andi, sem bjó i Flug- félaginu og Loftleiðum, er lifs- andi félagsins. Hverfi hann að fullu og öllu, er starfinu mikil hætta búin. Eitt sinn var það heiður og stolt hóps manna, að vinna að uppbyggingu félag- anna. Breytist þetta sjónarmið i hvimleiðan starfa, tortryggni og deilur, geta rr.enn búið sig undir að spila á vélræna mask- inu, sem er bara til af einhverri gleymdri nauðsyn. Siðan hvað? Með þessum orðum á aðal- fundi Flugleiða forðum daga var túlkað sjónarmið fjöl- margra Islendinga, en það hefur liklega verið til ofmikils ætlast að á þeim yrði tekið mark. Þær áhyggjur, sem fram komu, hafa þvi miður orðið að veruleika, nánast martröð hundruða manna. Glæsibragur og bjartar vonir eru nú rústir einar. Það er ekki ætlun min með þessum hugleiðingum að graf- ast fyrir rætur vandans. Ég tel mig vita allvel hvað gerst hefur. Þar koma við sögu afdrifarik mannleg mistök og utanaðkom- andi vandi, sem enginn gat ráðið við. Það er eðlilegast að lita yfir það svið, sem við blasir og reyna að gera sér greinfyrir einhverri úrlausn. Þáttur rikisvaldsins. Mörg stærstu flugfélögin i ná- grannalöndum okkar eru rikis- rekin. Flugleiðir tFlug- félagið/Loftleiðir) lögðu stolt sitt i það að leita ekki á náðir rikisvaldsins. Það hefur vafa- laust haft þau áhrif rikisvald á hverjum tima hliðraði hvergi til fyrir þessum viðkvæma at- vinnurekstri. Þó voru veittar rikisábyrgðir þegar þeirra var krafist vegna flugvélakaupa. Islenska rikið hefur haft gifurlegar tekjur af rekstri Flugleiða, gjaldeyristekjur og skatttekjur á margvislegu formi. Félagið hefur verið einn stærsti vinnuveitandi á tslandi og skapað þjóðarbúinu miklar eignir. Það hefur haldið uppi fullkomnum samgöngum innan- lands og utan og enda mats- atriði hvort Islendingar gætu kallað sig sjálfstæða þjóð, án slikra samgangna. Það skal hins vegar játað að Loftleiðir nutu umtalsverðra hlunninda i tengslum við flug sitt til og frá Bandarikjunum á meðan það gat boðið lægri far- gjöld á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf en önnur flugfélög, beinlinis vegna her- verndarsamnings Islands og Bandarikjanna. Þegar Banda- rikjaforseti ákvað að gefa frjálsa verðlagningu á fargjöld- um yfir Norður-Atlantshaf varð þegar ljóst, að Flugleiðir gátu ekki keppt við flugrisana. En hvað sem þvi liður á islenska rikið Flugleiðum tals- vert að launa. Og það getur ekki vafist fyrir neinum, að nú verður rikis- stjórnin að gripa i taumana og bjarga lifi Flugleiða. Þar eru gifurlegir hagsmunir i húfi, at- vinna hundraða manna, sam- göngur Islands við umheiminn og eitt mesta metnaðarmál Islendinga. A þessari stundu skipta ekki máli deilur um það hvern skuli sakfella, heldur hraustleg viðbrögð rikis- stjðrnarinnar til að bjarga einu stærsta fyrirtæki landsins. Að svo komnu er eðlilegast, að rikið verði sjálfstæður eignar- aðili að Flugleiðum að stórum hluta og endurreisnarstarf hefjist þegar i stað, hvort sem það verður gert i samvinnu við aðrar þjóðir eða ekki. Ef rikis- stjórn Gunnars Thoroddsens lætur núverandi þróun afskipta- litla eða afskiptalausa, ber það vott um einstæðan vesaldóm, og gætu menn spurt sjálfa sig hvort slik rikisstjórn hefði yfirleitt getu eða mátt til að taka á nokkr um hlut af viti. Það hlýtur að vera vilji mikils meirihluta landsmanna, að merki islenskra flugmála risi hátt á nýjan leik. — Deilurnar innan Flugleiða voru ekki settar niður og vandinn varðar nú þjóðarheill. — Þurfi rikissjóður að bera af þvi nokkurn kostnað að halda uppi góðum samgöng- um til og frá landinu, svo og innanlands, er slikt ekkert óeðlilegt og raunar sjálfsagt. Annað væri fásinna, og nú er viljinn allt sem þarf. I verstu DurrKar I ylir 100 ðr I Peking Samkvæmt upplýsingu Veðurstofu Pekingborgar var meðal úrkoma I stórum hluta Norður Kina ekki nema um 24 mm i júlimánuði, sem er það minnsta frá bvi 1875. Pekingdagblaðið hefur birt hverja greinina á fætur ann- arri að undanförnu um þaö neyðarástand sem þurrkarnir hafa skapað í uppskerumálum. Lin Hujia, borgarstjóri Peking, og aðrir forráðamenn borgar- innar hafa verið á stöðugum neyðarfundum um leiðir til að berjast gegn þurrkunum og reyna að bjarga einhverju af uppskerunni. Á undanförnum árum hefur alltaf öðru hverju verið töluverður skortur á grænmeti I Peking og það meira aö segja eftir aö 4-menningun- um var sparkað. Það hefur þvi ekki þótt nægja að kenna 4- menningunum um grænmetis- skortinn heldur hefur Lin Hujia legið undir harðri gagnrýni og orsökin sögð vera léleg yfir- stjórn á aöflutningi og dreifingu matvæla. Hætt er þó viö eð bætt dreifing komi ekki til að geta leyst úr grænmetisskorti i Pek- ing á næstunni takist ekki að bjarga uppskerunni. Reynt hefur veriö meö töluveröum árangri aö veita neðanjarðar- vatni á skorpna jörðina en þaö hefur oröiö stöðugt erfiðara eftir þvi sem yfirborð neðan- jarðarvatns hefur lækkað frá 3 m niður i 10 m dýpt. Sérstaklega hefur kornupp- skera, ávextir, fiskirækt, kvik- fénaður, silkiormar, og bý- flugnabú auk grænmetisupp- skeru orðið fyrir skakkaföllum, en hinsvegar var risauppskera af vatnsmelónum sem kunna betur viösig á þurrum svæðum. Kunningi minn sem nýkominn erfrá Peking tjáir mér að þar sé bókstaflega allt á kafi I vatns- melónum þó svo aö vatn sé frekar af skornum skammti. Og hitinn hafi verið upp i 39 gráður C. En rauða Kina er ekki eitt um miklaþurrka. Bæði iBandarikj- unum og einnig i Afriku eru stórfelldir þurrkar og hita- bylgja þetta sumar. Jafnvel hvita Kina, eða Taiwan öðru nafni, hefuroröiðfyrir slæmum þurrkum að undanförnu, aö sögn þeim verstu siðastliöin 30 ár eða frá þvi að Kuomintang flúði frá meginlandi Kina. A sama tima og þessi óvenju- lega þurrka- og hitabylgja skellur yfir í sumum löndum hefur verið óvenju svalt og vot- viðrasamt i öðrum, þar á meðal Japan. Regntiminn byrjaöi Skýringar viökort. Krossstrikaö: óvenju mikillhiti. Skástrikaö: kaltsumar. Svörtsvæöi: þurrkar. aöutan Ragnar Baldursson fréttaritari Vísis í Miö-Austur- löndutn skrifar um neyöar- ástandiö sem skapast hefur viöa í Kína veg- na þurrka og uppskeru- brests. seinna en venjulega en var óvenjulega hressilegur og lang- dreginn. Meðalhiti i Japan nú yfir sumarmánuöina hefur einnig verið töluvert undir meðallagi. 1 staösteikjandi hita hefurlengst af veriðbara þægi- lega hlýtt, um og undir þrjátiu stigum á Celsius. Þó svo að Islendingi i Tokió þyki gott að losna við verstu hitana þá fylgir sá böggull skammrifi að upp- skera ýmissa grænmetisteg- unda er minni en venjulega og má búast við þvi að grænmeti hækki fljótlega i verði, allt upp i tvö- og þrefalt það verö sem venjulegt er á þessum árstíma. Hætt er einnig viö þvi aö skor- dýr sakni hitamollunnar. Meðal annars hefur heyrst minna i aldinborum i ár en venjulega, kannski sem betur fer þvi að undirrituöum þykir hávært suðið i þeim frekar pirrandi til lengdar. Hvort eitthvert samband sé á milli þessara veöurfarsbreyt- inga I mismunandi heims- hlutum er óvist. A.m.k. heldur veðurstofan hér i Japan þvi fram að svo 6é tæplega og aö ekkert beint orsakasamband sé i milli. Hins vegar þykir mörgum leikmanni ólíklegt annaö en einhver tengsl séu á milli. Tokíd, 1980, 11. ágúst. Ragnar Baldursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.