Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 23
VISIR Þriöjudagur 2. september 1980. Umsjón: Asta Björnsdóttir. í útvarpinu I kvöld veröur lesin ritgerö sem útvarpinu barst I ritgeröasamkeppni um hernámsárin. Þessi mynd er tekin á þeim árum og sýnir hermenn versla I hljómdeild Fálkans. FRÁSÖGN FRÁ HERNÁMSÁRUNUM „Þaö má eiginlega segja, aö gerðasamkeppni sem útvarpiö þetta sé eftirlegukind frá rit- efndi til”, sagöi Baldur Pálma- Slónvarp kl. 22.00 Samdráttur hjá Flugleiðum og samgðngumál íslendlnga „t þessum þætti veröur fjallað um hvaö sé framundan i flugmál- um á íslandi”, sagöi Helgi E. Helgason fréttamaöur sjónvarps- ins, en hann mun stýra umræöu- þættinum i sjónvarpinu i kvöld. Helgi hefur fengiö þá Steingrim Hermannsson samgöngumála- ráöherra, Leif Magnússon fram- kvæmdastjóra flugrekstrarsviös Flugleiöa, Kjartan Lárusson for- stjóra Feröaskrifstofu rikisins og Karl Steinar Guönason formann Verkalýös- og sjómannafélags Keflavikur. ,,í þættinum munum viö ræöa um breytt viöhorf vegna sam- dráttar hjá Flugleiöum og áhrif þeirra á samgöngumál Islend- inga viö önnur lönd og einnig á- hrif samdráttarins á feröa- mannaiönaöinn, sem hefur verið að byggjast upp i landinu”. Helgi sagöi, aö þaö heföi veriö fyrirhugaö aö taka fyrir „innri mál” Flugleiöa en vegna fjarveru Siguröar Helgasonar forstjóra Flugleiða væri þaö ekki hægt að þessu sinni. Umræöuþættinum verður sjón- varpaðibeinniútsendingu. —AB son, er hann var spuröur um efni þáttarins „Frá styrjaldarárunum og hernámi lsiands”, sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld. „Útvarpið efndi til samkeppni um frásagnir frá þessum tima. Alls bárust um 70 ritgerðir og voru um fimmtiu þeirra lesnar i útvarpinu frá þvi um voriö ’79 til vorsins ’80. Þessi ritgerö átti auö- vitaö aö fylgja meö i þeim upp- iestri en einhverra hluta vegna varö þaö ekki og er hún þvi lesin núna. Þrenn verðlaun voru veitt og hlaut Hulda Pétursdóttir fyrstu verölaun”. Baldur sagöi, aö þaö heföu ver- iö ýmsir menn, sem lásu þessar frásagnir. Sumir höfundar lásu sinar frásagnir sjálfir, en aörir heföu bent á menn til þess aö lesa fyrir sig. t kvöld mun Þorsteinn Gunnarsson leikari lesa frásögn eftir Heimi Þór Gislason og veröur það siöasta ritgeröin frá þessari samkeppni sem lesin veröuriútvarpinu. —AB. útvarp Þriðjudagur 2. september 10.25 „Man ég þaö, sem löngu leiö” Ragnheiöur Viggós- dóttir sér um þáttinn. Tryggvi Emilsson rithöf- undur les frásögu úr rit- geröarsamkeppni 1964: „Eyöibýliö var enn i byggö”. Ennfremur lesiö úr bók hans „Baráttunni um brauöið.” 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar Umsjónarmaöur: Guömundur Hallvarösson. 11.15 Morguntónieikar Judith Blegen og Frederica von Stade syngja tvisöngva eftir Johannes Brahms. Charles Wadsworth leikur meö á pianó/ Juilliard-kvartettinn leikurStrengjakvartettnr. 1 i e-moll eftir Bedrich Smetana. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir.2.45 Veöurfregn ir. Tilkynningar. A frivakt- inni Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: ,,Aftur- gangan” eftir Jón frá Pálm- holti Höfundur les, 15.00 TónleikasyrpaTónlistUr ýmsum áttum og lög leikin á ólik hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur „Lilju”, hljóm- sveitarverk eftir Jón Asgeirsson, Páll P. Pálsson stj. /Fflharmoniusveit Berlínar leikur Sinfóniu i C- dúr op. 46 eftir Hans Pfitzner, Ferdinand Leitner stj./ Paul Badura-Skoda og Sinfóniuhljóm sveitin I Vinarborg leika Pianókon- konsertf fls-moll op. 20 eftir Alexander Skrjabin, Henry Swoboda stj. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (18). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Félagsmál og vinna. Þáttur um málefni launa- fólks, réttindi þess og skyld- ur. Umsjónarmenn: Kristin H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aöalsteinsson. 20.00 Kammertónlist.Trió i d- moll fyrir fiölu, selló og pianó eftir Felix Mendels- sohn. Hansheinz Schneeberger, Guy Fallot og Karl Engel leika. 20.30 Frá hernámi íslands og sty rjaldarárunum síöari Þorsteinn Gunnarsson les frásögu Heimis Þórs Gfsla- sonar. 20.55 Frá Listahátiö I Reykjavik 1980. Organtón- leikar Ragnars Björnssonar í Kristskirkju I Landakoti 15. júli s.l. „Fæöing Frelsarans”, niu hugleiö- ingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen. 21.45 Útvarpssagan „Sigmarshús” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (13). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Nú er hann enn á norö- an” Þáttur um menn og málefni á Noröurlandi. Umsjón: Guöbrandur Magnússon. 23.05 A hljóöbergi. Umsjónar- maöur: Björn Th. Björns- son listfræöingur. Ljúfling- ur Lesbiu: James Mason leikari les úr þýöingum Horace Gregorys á ljóöum rómverska skáldsins Catúllusar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 2. september 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Dýröardagar kvikmynd- anna. Sakamálamyndirnar Þýöandi Jón O. Edwald. 21.15 Sýkn eöa sekur: Góö- mennskan gildir ekki. Þýö- andi Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Umræöuþáttur Um- sjónarmaöur Helgi E. Helgason. 22.50 Dagskrárlok. i llilillllliliiliill liliÍlillliMilll „1 IL ER ÉG OG TIL ER BOG r Staðreynd er, að ekki er sama við hverja launþegastéttin i landinu semur. Vitanlega sem- ur hún ekki viö vinnuveitendur, heldur við þá rikisstjórn sem situr að völdum hverju sinni, enda er það i samræmi viö þann sósialisma, sem allir flokkar landsins hafa verið aö keppast við að koma á siðustu áratug- ina. Þaö er þvf óhjákvæmilegt að launþegahreyfingin vinnur þólitiskt að launamlum með þeim skakkaföllum sem slikum vinnubrögöum fylgja, saman- ber átökin I Póllandi undanfariö og ekki er séð fyrir endann á enn. Vegna þessarar stööu kýs launþegahreyfingin sér gjarnan pólitiska forustumenn, enda verða þeir að tala sama tungu- mál og t.d. ráöherrar.. Engu máli skiptir um skrifstofur eins og þjóöhagsstofnun og útreikn- inga hennar, a.m.k. hafa þeir yfirleitt ekki skipt neinu máli. Dæmigert um þessi pólitisku stefnumiö er einmitt samkomu- lag þaö, sem forusta BSRB gerði viö rlkisvaldiö nú á dögun- um og er nú til atkvæðagreiðslu meðal opinberra starfsmanna. Allt f einu er BSRB til með aö leggja fyrir félaga sina lftiö kauptilboö og nær engin friö- indi, og svarar skætingi einum, leyfi sér maður eins og Pétur Pétursson, þulur, að spyrjast fyrir um fyrri samninga, sem horfiö var frá, en heföu nú gilt meira en þaðsem boðiö er upp á i dag. Og meðan atkvæöa- greiðslan fer fram treystir ASl sér ekki til að halda áfram við- ræöum viö vinnuveitendur, heldur vill forusta ASt bfða eftir úrslitum hennar, svo hún geti framreiknað þann „ávinning” og bætt viö fyrir gömlum synd- um úr fyrri samningum, sem manni skilst aö þýtt hafi nokkurn mismun á kjörum. En þaö sem er furðulegast og óskiljanlegast viö þessi mál er þægni launþega i landinu viö rikisvaldið, ef þeir telja aö þeir „eigi” rfkisstjórnina. Sú þægni dugir, eins og f Póllandi, meðan kommissarar rfkisvaldsins ráöa launþegum, en endar sföan meö nýjum mönnum I forustu og sprengingu. Þannig eru vinnu- brögðin alls staöar eins, hvort sem þau viðgangast i Póllandi eða á islandi. Allt tal um frjálsa verkalýðshreyfingu á íslandi er bull á meðan hún lætur stjórnast af pólitik en ekki af réttmætum kröfum um kaup og kjör. Viðskulum rétt ímynda okkur hver staða þessara mála hefði veriðídagef Geir Hallgrimsson hefði veriö forsætisráöherra fyrir svonefndri hægri stjórn. Þá hefði eflaust ekki verið gefiö eftir hjá BSRB, og forusta ASÍ heföi staöið vfgreif i samningum og útflutningsbönnum, alveg eftir hendinni. Miöað viö þý- lyndiö i dag og fyrri aðgeröir gegn rfkisstjórnum, sem taldar hafa verið til hægri, er alveg augljóst aö launþegahreyfing- unni er fyrst og fremst beitt pólitiskt til aö fá út hagkvæmari dæmi fyrir „vinstri” stjórn Gunnars Thoroddsen. Þetta er aumkvunarvert, einkum þegar islenskir launþegar telja sig frjálsan verkalýð. Forusta launþega treystir þvi svo sannarlega að hægri rikis- stjórn hljóti aö koma innan tið- ar. Uppsafnaöur launavandi yröi þá kærkominn, enda hefur Alþýðubandalagið og launþega- forustan alltaf komist upp meö að tala eins og þeir væru ný- komnir til landsins, hvenær sem þeir hefja pólitiska aðför aö öör- um stjórnum en rfkisstjórnum Alþýöubandalagsins. i rauninni væri fátt æskilegra fyrir pólitik- ina í landinu en einmitt aö skapa hér pólskt ástand i ein fimm ár, aöeins til aö lækna launþega- hreyfinguna af öllum grillum um öreiga, þjóöfrelsi og kjör. Gallinn er bara sá, að yrði Alþýðubandalaginu leyft að gera tilraun meö pólskt ástand, kæmumst viö aldrei til baka. Pétur Pétursson, þulur, yrði ekki hátt metinn i slfku sam- féiagi, en hann er nú sá eini, sem heldur dómgreind sinni óbrjálaðri i launabaráttunni undir kjöroröinu: Til er ég og til er Bogi. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.