Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriöjudagur 2. september 1980. Umsjón: Magdalena Schram Leikár Þjóðieik- hússins að hyrja Margvísieg og forvitnileg verkefni. Áskriftarkorl seid tii 12. september Leikár Þjóöleikhússins hefst 12. september. Astæöa er til aö minna á, aö sala áskriftarkorta á sýningar leikhússins i vetur er þegar hafin og aö henni lýkur þ. 12. september Fyrsta verkefni Þjóöleikhúss- ins er „Sjór” eftir Kjartan Kagnarsson, sem reyndar var forsýnt á Listahátíö i vor. Þetta er fimmta leikverk Kjartans og ólikt þeim fyrri. Leikstjóri er Sveinn Einarsson en leikmynd- ina geröi Magnús Tómasson. Frumsýning er 12. september. Holberg Könnusteypirinn pólitiski, gamanleikur eftir Ludvig Hol- berg veröur frumsýndur 17. október. Einu sinni voru leikrit Holbergs leikin hér oftar en verk nokkurs annars erlends höfundar en nokkuö er nú um liðið siðan verk eftir Holberg hefur verið fært upp hér. Könnusteypirinn pólitiski mun hafa verið sýnt hér áður undir nafninu „Stjórnvitri leirkera- smiðurinn”. 1 leikritinu veltir höfundur fyrir sér spurningum um lýðræði. Dr. Jakob Bene- diktsson þýddi, Björn G. Björnsson gerir leikmynd en leikstjórn annast Hallmar Sigurðsson sem nýlokið hefur námi og er þetta fyrsta verkefni hans hjá Þjóðleikhúsinu. Stoppard 7. nóvember verður frumsýnt leikrit eftir þann leikritahöfund breskan sem einna mesta at- hygli hefur vakið á síðasta ára- tug,Tom Stoppard. Þetta leikrit heitir á ensku „Night and Day” og hefur það verið nefnt Nótt og dagur á islensku en enn er ekki ákveðið hvort það verði endan- legt heiti verksins. Tom Stoppard vakti fyrst á sér athygli með einþáttungnum „Rosenkrants and Guildenstern are dead”, en fyrsta leikrit Stoppards i fullri lengd var „Jumpers” sem var frumsýnt i London árið 1972. Það leikrit fjallaði um prófessor i siðfræði, morö á leikfimismeistara sem jafnframt var prófessor i rök- fræði, dauða héra og skjaldböku og er bæði drepfyndið og alvar- Starfsfólk Þjóöleikhússins — hresst og endurnært eftir sumarleyfiö legt. „Jumpers” fékk einstaka dóma gagnrýnda jafnt og al- mennra áhorfenda. Siðan hefur Stoppard skrifað „After Magritte”, „Albert’s Bridge” (sem var flutt i útvarpinu hér fyrir nokkrum árum” og „Travesties” og hefur ekkert þessara verka hvikað áhorfend- um frá dálæti sinu á Stoppard. tslenskir leikhúsgestir hafa ef- laust beðið eftir að sjá leikrit eftir þennan höfund með nokk- urri óþreyju. Nótt og dagur er nýjasta verk hans og er spenn- andi skemmtun, sem lýsir fólki i blaðamannaheiminúm i hinum nýju rikjum Afriku. Þýðinguna gerir Jakob S. Jónsson, Gisli Alfreðsson leik- stýrir en leikmyndina gerir Gunnar Bjarnason. Nýr islenskur ballett Jólaverkefni Þjóðleikhússins verður ballett og sá hinn fyrsti i fullri lengd við islenska tónlist. Jón Asgeirsson er höfundur tón- listarinnar en þýskur dansa- smiður, Jochen Ulrich og Svein- björg Alexanders semja dans- inn. Sigurjón Jóhannsson sér um leikmynd og búninga. Ballettinn verður frumsýndur annan i jólum. Eftir áramótin Fyrsta frumsýning ársins 1981 i Þjóðleikhúsinu verður leikrit eftir Arthur Miller, Sölu- maður deyr. Þetta leikrit var sýnt hér á fyrsta leikári leik- hússins, fyrir 30 árum en hefur ekki siðan verið flutt hérlendis. Þá hafa verið lögð drög að þvi að sýna söngleik, annað hvort Strider (Skjóna) eða Evitu sem báðir hafa verið sýndir i New York við miklar vinsældir. Og að vori verður flutt ópera Puccinis, La Bohéme, og verður þaðsiðasta verkefni leikhússins á þessu leikári. Enn hefur ekki verið ákveðið um stjórn eða hlutverkaskipan. Allar þær sýningar, sem hér hafa verið upp taldar, eru i áskrift og má enn minna á að sala áskriftarkorta er aðeins til 12. september. En fleira er á verkefnaskrá leikhússins. Barna og fjölskyldusýningin verður leikgerð Arna Ibsen á þeirri þekktu sögu Oliver Twist eftir Charles Dickens. Frum- sýning er fyrirhuguð i janúar. Leikrit Guðrúnar Helgadóttur, Óvitar, verður sýnt áfram fram að jólum, enda varð aldrei lát á aðsókninni á það leikrit i fyrra. Á litla sviðinu I vetur verður kynntur nýr leikritahöfundur á Litla sviðinu, Valgarður Egilsson. Hann hefur skrifað sérkennilegt leikrit, Dags hriðar spor, sem ku vera nýstárlegt að formi til og fjallar um þá þróun sem visindin gætu stuðlað að, tækju þau mann- skepnuna i hendur sér i stað þess að vera i þjónustu hennar. Frumsýning verður þ. 25. októ- ber. Þá verður sýnt leikritið Bodies eftir James Saunders i leikstjórn Benedikts Arnasonar og einþáttungarnir Mótmæli eftir Havel og Vottorð eftir Pavel Kohout. Höfundarnir eru báðir Tékkar og baráttumenn mannréttinda. Leikritin Smalastúlkan og út- lagarnir og 1 öruggri borg verða einnig sýnd áfram i haust. MS LIÐSAUKI, SEM UM MUNAR Tónlistarskólinn i Reykjavik — Zukovsky-námskeiö Tónleikar i Háskólabiói 30. ágúst. Kfnisskrá: Carl Ruggles (1876-1971): ORGANUM FYRIR liLJÓMSVEIT (1945). Karl Brown (f. 1926): MODULE I. MODULE III (1968-69). Igor Stravinsky (1882-1971): PETRUSHKA ballettsvita. Stjórnendur Paul Zukovsky og Robert Aitken Það var myndarlegur og falleg- ur hópur ungmenna sem fyllti sviöiö i Háskólabiói á þessum tón- leikum, en meö þeim lauk Zukovsky-námskeiði Tónlistar- skólans að þessu sinni. Þarna kom fram hátt i hundrað manna sinfóniuhljómsveit, sem var i býsna góðu jafnvægi að þvi er varðar hljóðfæraskipan, þegar við bættust fáeinir blásarar úr Sinfóniuhljómsveit íslands. Fiðluleikarar voru hér ekki færri. en 34, eöa fullum þriðjungi fleiri en venjulegt er á tónleikum Sinfóniuhljómsveitar Islands, og tónlist Tónlist: Jón Þórarinsson skrifar. „Námskeiöshljómsveitin” á æfingu. Rétt er aö geta þess, aö fiöluleikarar Zukofsky-námskeiösins munu leika meö Sinfóniuhljómsveit Islands á sérstökum tónleikum á laugardaginn kemur. engir þeirra úr hennar röðum. Þó aö i þessum hópi væru sjö út- lendingar og hinir ef til vill ekki allir jafnsnjallir, er þó litill vafi á þvi að héöan á Sinfóniuhljóm- sveitin von á liðsauka, sem um munar, þegar fram líða stundir. Raunar kom mér til hugar á þess- um tónleikum, hvort ekki mætti nú þegar virkja þetta lið, eða eitt- hvaö af því, til styrktar Sinfóniu- hljómsveitinni, þegar mikið stendur til. Með fáeinum sérstök- um æfingum fyrir þessa efnilegu en reynslulitlu strengjaleikara mundu þeir standa fyllilega fyrir sinu, ekki verða atvinnumönnun- um i hljómsveitinni til trafala á nokkurn hátt, en gerbreyta til bóta styrkleikahlutföllum i hljómsveitinni. Þessa tilraun tel ég að eigi að gera við hentugt til- (Ljósm. Einar). efni og áður en langt liður. Tekur þetta að sjálfsögðu jafnt til þeirra, sem leika á lágfiðlur, celló og kontrabassa, eins og fiðlu- leikaranna. Verkefni tónleikanna virtust mér misjafnlega uppbyggileg fyrir áheyrandann, þótt eflaust hafi ungir hljóðfæraleikarar lært nokkuð af þvi að glima við þau öll með jafnágætri leiðsögn og hér var i boði. Minnst þótti mér koma til verksins (eða voru það tvö verk leikin samtimis?) eftir Karl Brown, sem þeir Zukovsky og Aitken stjórnuðu báðir senn. Hér er gengið á snið við flest það sem hingað til hefur verið talið efni- viður tónlistar, nema litblæ hljóð- færanna: Laglinustúf bregður aldrei fyrir, varla neinu sem tal- ist geti þekkjanlegt mótif, tóna- klasareða klessur koma i hljóma stað og framvinda þeirra er happa- og glappaleg eða engin, hrynjandi.ef um slikt er að ræða, virðist háð geðþótta stjórnenda hverju sinni. En þessir tónleikar hefðu verið fyllilega ómaksins virði fyrir hlustandann, þó að hér hefði ekk- ert verið flutt nema Petrushka-svitan eftir Stravinsky. Hinir ungu listamenn skiluðu þessu erfiða, en siferska, litauðuga oghugmyndarika verki með mikilli leikgleði og furðu- mikill nákvæmni og öryggi undir ágætri og yfirlætislausri stjórn Zukovskys. Það er fyllsta ástæða til að þakka þeim Paul Zukovsky og Robert Aitken komuna hingað að þessu sinni og það ágæta verk, sem þeir hafa unnið, um leið og Tónlistarskólanum og skólastjóra hans er óskað til hamingju með þetta merka framtak. Og ekki má gleyma Þorgerði Ingólfsdóttur, sem hafði framkvæmdina á hendi af skólans hálfu. Jón Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.