Vísir - 06.09.1980, Síða 4

Vísir - 06.09.1980, Síða 4
Laugardagur 6. september 1980. I* :( * HVAÐ ER SECURITAS SF.? HVAÐ ER SECURITAS SF.? HVAÐ ER SE Höfuöborgarsvæðið með stórborgarbrag: 99Nútíminn kallar á vel þjálfaða öryggisverði •99 ÞaO fer vist ekki á milli mála aö Reykjavik stækkar ört og ýmis einkenni margbreytilegs ' mannlifs f stórborgum skjóta upp kollinum i vaxandi mæii. Þannig rákumst viö á aug- : lýsingu í einu dagblaöanna nú nýveriö svoh1jóöandi : „ÖRYGGISVÖRÐUR — Sccuritas sf. vill ráöa i störf öryggisvaröa. Hér er um hvort tveggja full og hlutastörf að ræöa. Unnið er á vöktum. Um- sóknareyðublöö liggja frammí á skrifstofu fyrirtækisins aö Laugarvegi 116". Forvitnin var vakin og i huganum brá fyrir myndum af rykfrakkaklæddum haröjöxl- um, svipuöum þeiin og hér voru á sveimi er Nixon gamli sótti okkur heim. Þaö fór heldur ekki hjá þvi, aö grunscmdir vöknuöu um aö hér væri á fcröinni ævin- týramennska i einhverri mynd.Þvi var ákveöiö aö fara á stúfana og kanna fyrirbrigðiö. Hvaö er Securitas? Viö lögöum leið okkar á skrif- stofur fyrirtækisins þar sem víö hittum fyrir Jóhann Guömunds- Jóhann Guömundsson framkvæmdastjóri Securitas sf. á fundi meö nokkrum öryggisvöröum fyrirtækis- ins. son, framk væmdastjóra Securitas sf og leiddi hann okk- ur i allan sannleika um starf- semi fyrirtækisins. í stuttu máli má útskýra starfsemi þess á eftirfarandi hátt: Securitas sf. er verktaka- fyrirtæki á sviöi mannaörar öryggisgæslu, meöai annars gagnvart eld-, ínnbrota- og skemmdarverkahættu. Fyrir- tækiö nýtur stuönings Eld- varnareftirlits Reykjavikur, lögrcgluyfirvalda I Reykjavfk og Kópavogi, tryggingarfélaga og dómsmálaráöuneytis, enda rekiö samkvæmt kröfum þess- ara aðila um öryggisgæslu sem þcssa. Securitas býður upp á tvenns konar gæslu, — farandgæslu annars vegar og staöbundna gæslu hins vegar. Farandgæsl- an byggist á þvi aö sami öryggisvöröur hefur meö hönd- um gæslu á fleiri stööum en ein- um. Staöbundna gæslan fer þannig fram, aö sami maður hefur einungis með eina bygg- ingu aö gera. Einkennisklæddir öryggisveröir Til þessara starfa eru notaöir sérþjálfaöir einkennisklæddir öryggisverðir. Þeir vinna eftir ýmsum kerfum, þannig aö verkkauþandi getur ávallt séö af úrvinnslu gagna hvernig staöiö hefur veriö aö gæslu hverja vakt fyrir sig. 1 kynningarbréfi frá fyrirtæk- inu getur meöal annars aö lita eftirfarandi klausu: „Þaö er veröugt um- hugsunarefni fyrir hiö opinbera sem og einkafyrirtæki, hvort til er einhver siöferöiieg réttlæting á aö nota lasburöa fólk eöa gamaimenni i þessi störf, ein- ungis vegna þess hve ódýr sá vinnukraftur er. Þessir menn cru sjaldnast færir um að bcra hcndur yfir höfuö sér þó á þyrfti aö halda. Þeir eru hcföbundnir vaktmenn sem heyra fortíöinni til, cnda enga þjálfun fengiö hvorki í sjálfsvörn eöa öðrum viöbrögöum sem nauösynleg cru gagnvart starfinu. Nútim- inn kallar á vel þjálfaöa öryggisveröi og markvissar varnir gagnvart afbrotamönn- um." ,/Reynslan er góð" Securitas hefur nú starfað i rúmt ár og viröist starfsemin ætla aö géfa góöa raun. Eitt af-þeim svpeöum sem Öryggis- veröir fyrirtækisins hafa haft til umsjónar er iðnaðar- og verslunarsvæöi i Kópavogi. Þar var áður mikiö um innbrot og skemmdarverk en siöan öryggisverðir frá Securitas tóku við gæslu þar hefur svæöiö veriö svo til friðaö. Yfirlögregluþjónn i Kópavogi staðfesti þetta i samtali viö Helgarbiaöiö og um starfsemi öryggisvaröanna sagöi hann m.a.: „Það er ekki hægt að segja annaö en aö þessi starfsemi hef- ur reynst mjög vel hérna og gæsla sem þessi veitir gott aö- hald þannig að starfsemi sem þessi á fyllilega rétt á sér”. Aö fengnum þessum upp- lýsingum og eftir aö hafa kannaö starfsemi fyrirtækisins varð okkur ljóst, að allar vanga- veltur uin ævintýramennsku voru óþarfar. —Sv.G. t farandgæslunni er notast vlö bifreiöir merktar fyrirtækínu. ,,Gömul hús- rád duga ekki lengur” — segir Jóhann Guðmundsson framkvæmdastjóri Securitas sf. „Hugmyndin aö stofnun fyrir- tækisins varö aö sjálfsögöu til út frá þeirri augljósu þörf sem er fyrir rekstur sem þennan”, — sagöi Jóhann Guömundsson, framkvæmdastjóri Securitas sf. en hann setti fyrirtækið á stofn fyrir rúmu ári siöan. „Þaö er augljóst, aö þaö sama er aö gerast hérna og I nágranna- löndum okkar, aö samhliöa stækkandi þéttbýliskjörnum fjölgar afbrotum og þau veröa grófari og betur skipulögö. Þaö er auöveldara aö leynast I umhverfi sem veröur stööugt ópersónu- legra. Þaö þarf ekki annaö en aö fylgjast meö fréttum fjölmiðla um innbrot, skemmdarverk og þaöan af verri glæpi til aö sjá aö þörfin er fyrir hendi hér á landi”, — sagöi Jóhann ennfremur er viö spuröum hann um hvernig hug- myndin aö svona gæslu yröi til. „Ég fdr af stað meö þetta I maf I fyrra en þá var búiö aö vinna aö undirbúningi í sex til átta mánuði. Viðkynntum okkur ítarlega fyrir- komulag og framkvæmd svona starfsemi erlendis og vorum meðal annars i sambandi við Burns International i Bandarikj- unum sem hefur um 36 þúsund öryggisverði á sinum snærum og er eitt háþróaöasta fyrirtæki sinnar tegundar I heiminum”. „íupphafi leitaðiég eftir stuön- ingi yfirvalda og fékk góðar við- tökur. En þeirgátu aö sjálfsögðu ekki skrifað upp á okkar starf- semi fyrr en viö vorum búnir aö sanna að þarna væri full alvara á ferðum. Ég held að óhætt sé að fullyröa aö okkur hefur tekist vel upp og að við njótum nú stuðnings Eldvarnareftirlits, lögregluyfir- valda og dómsmálaráöuneytis- ins. Við höfum nú leitað eftir samstarfi viðSecuritas á Norður- löndum og að fenginni reynslu af okkur og fenginni umsögn lög- reglunnar I Reykjavik og Kópa- vogi skrifaði dómsmálaráöu- neytiö bréf til stuðnings þessari samstarfsbeiöni okkar. Okkur stendur einnig til boða að gerast aöilar að alþjóðasamtök- um Securitas og ég reikna fast- lega meö að við göngum i þessi samtök innan skamms. Það er skilyröi til að fá aðgang að upp- lýsingum um starfsaðferðir sem hafa gefið góða raun vlða um lönd undanfarna áratugi og við höfum að sjálfsögöu áhuga á aö kynnast hinum fullkomnustu aðferðum sem best”. „Nauðsynlegt að setja lög um svona rekstur” „Það er afar mikið atriði að starfsemi sem þessi hvili á traustum grunni og augljóst mál, að á svona viökvæmu sviöi er ekki hægtaðstarfa nema I samráði við yfirvöld. Það er þvi ljóst, að nauðsynlegt er að setja lög og reglugeröir um svona rekstur þannig aö á þetta sviö sæki ekki alls konar ævintýramenn. Þetta segi ég meðal annars vegna þess, að nú aö undanförnu hafa verið aö spretta upp ýmis fyrirtæki af þessari gerð og mér finnst rétt að undirstrika nauðsyn þess, að menn fari varlega i við- skiptum við slika aðila þar sem allt virðist benda til að hér séu hreinir ævintýramenn á ferö. Mér finnst því nauösynlegt, að for- ráöamenn fyrirtækja kynni sér vandlega hjá yfirvöldum hverjir njóta stuðnings þeirra, áður en þeir ráða menn til gæslustarfa”. „Starfsemin er fyrir- byggjandi” „Starfsemi okkar er fyrir- byggjandi og miðar að þvl, aö koma i veg fyrir skaöann áður en hann er oröinn staöreynd. Er- lendis þykir þessi starfsemi nauð- synleg og viö .stofnun fyrirtækja er gert ráö fyrir þessum lið rétt eins og ræstingu. Hér á landi hefur mannfæðin og Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Securitas sf. á skrifstofu fyrirtækisins. (Visismynd: Sv.G.). glópalániö hins vegar gert menn sinnulausa gagnvart þeim hætt- um sem fyrir hendi eru og menn ranka ekki við sér fyrr en röðin kemur að þeim. 1 þessu sambandi má geta þess, aö dagblöð og aörir fjölmiðlar sem I fréttum sinum fjalla um innbrot, eldsvoða og skemmdar- verk gera oftast of litiö úr tjóninu sem af þessu hlýst. Meö gleggri upplýsingum af þeim skaða sem oft hlýst af þessu myndu menn áreiðanlega ranka betur við sér oghugsa sig um tvisvaráður þeir láta þaö viðgangast að eigur þeirra liggja svo til óvarðar fyrir hverjum sem er. Ég gæti nefnt ótaldæmi um þetta allt I kringum okkur. En eins og ég sagöi, bygg- ist okkar starf fyrst og fremst á þvi aö koma i veg fyrir að svona hlutir gerist”. „Svona starfsemi hefur þjóðfélagslegt gildi” Við spyrjum Jóhann að lokum, hvers vegna orðið Securitas sé notað á fyrirtækið en ekki fundið orð Ur ástkæra ylhýra móðurmál- inu: „Þetta orð securitas er latneskt orö sem orðið er alþjóðlegt yfir þessa starfsemi. Orðiðerekki til i beinni þýöingu I skandinaviskum málum og er þvi notað þar óbreytt. Það hefur fengið á sig ákveðinn gæðastimpil, þannig aö bara hugtakið „securitas” þýöir orðið ákveðið fyrirbrigöi I hugum fólks. Orðið securitas fær enginn að nota nema að hafa sannaö aö hann er fær um að starfa eftir þeim starfsaöferðum og að þeim starfsmarkmiðum sem önnur fyrirtæki I heiminum með þessu nafni starfa að. Þetta þýöir ekki aö Securitas sf. sé háð einhverj- um aöilum úti i heimi. Viö störf- um algjörlega sjálfstætt en þó i ákveönum tengslum við yfirvöld hér og samsvarandi fyrirtæki er- lendis sem hafa reynslu. Ég held að öllum sé að veröa ljóst að svona starfsemi hefur samfélagslegt gildi. Okkar þjóð- félag er að verða þannig að það þýöir ekkert lengur að taka á málum með gömlum húsráðum. Hér þarf sérhæfðar starfsaöferðir og starfsfólk til að takast á við þetta ört vaxandi þjöðfélags- vandamál sem skemmdarverk og innbrot eru”, — sagði Jóhann að lokum. —Sv.G.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.