Vísir - 06.09.1980, Page 12
Laugardagur 6. september 1980.
t'i >" •'
Any Trouble litu þó ekki hetjulega
út þegar þeir þrömmuðu upp á
sviðið um kvöldiö. Clive þótti litt
fararbroddslegur og vinkonu
blaðamannsins fannst hann lita út
eins og landafræðikennari. Aðrir
höfðu á oröi að hann gæti veriö
frændi Elvis Costello. „Að hlýða á
lög Any Trouble er eins og að afla
vina meðal ókunnugra,” sagði
blaöamaðurinn. „Þú hittir þau
einu sinni og vilt ólmur fá þau
með þér heim.”
Flytja ABBA-lag
Sérstaka athygli vakti útsetn-
ing þeirra á einu lagi Abba „The
Name Of The Game” og þvi eðli-
legt að I viðtalinu viö Clive sé
minnst á lagið. „Þaö er frábært
lag,” segir Clive. „En margir
hafa komiö til okkar eftir að við
höfum flutt það og sagt: „Til
hvers eruð þið að spila þetta?” —
og ég svara hreint út: „Það er
frábært lag og snautaðu svo.”
Fólk verður bara hneykslað af þvl
að það er Abba. En hvað er at-
hugavert við það? Mér finnst
siöasta plata Nolan-systra ágæt.
Gott lag er gott lag.”
Clive segir frá þvi hvernig
hljómsveitin varö til i Stoke fyrir
fjórum árum, þar sem þeir voru
allir við nám. Fyrst I stað hefði
hann sjálfur leikið á bassa og
hljómsveitin hefði haft kvæntan
söngvara og fjögurra barna föður.
Þegar hann fór tók Clive við
hljóðnemanum, en hann hafði lit-
illega fengist við söng, einkum i
þjóölagakrám á æskudögum I
Manchester þar sem hún lék vlös
vegar og haföi fjölbreytt lög á
efnisskránni, einkum eftir aöra,
svo sem Dylan, Who, Graham
Parker, Elvis Costello og Dire
Straits. „Einfaldasta leiðin að
okkar áliti til þess að fá áheyr-
endur til að leiðast er að leika
glás af leiðinlegum frumsömdum
lögum og margar hljómsveitir
leika einungis lög af þeirri einu
ástæðu aö þau eru frumsamin
búrtséö frá þvl hvort þau eru
boðleg eða ekki,” segir Clive.
Taliö berst aö öðrum hljóm-
sveitum og Clive segir aö hann
hafi ávallt hrifist af hljómsveit-
um sjötta áratugsins, Bitlunum,
Who, „gömlu” Kinks og mörgum
breskum R&B hljómsveitum. Þá
nefnir hann Dylan af öðrum
bandariskum tónlistarmönnum,
Little Feat. Ennfremur segist
hann hafa heillast mjög af breskri
þjóðlagatónlist, sérstaklega
Richard Thompson og Fairport
Convention.
Blaðamaður bendir á, að Any
Trouble falli ekki alveg að tísku-
linunni, Abbalag þeirra myndi
vafalitiö ekki falla i kramiö hjá
mörgum öðrum yngri hljómsveit-
um. „Við erum ekki tiskusinnað-
ir,” segir Clive. „Astæðan fyrir
stofnun hljómsveitarinnar var
einföldun: að leika góða tónlist.
Og okkur skiptir þaö engu hvaöan
hún kemur.”
— Gsal.
— Sagt frá bresku hljóm-
sveitinni Any Trouble og
þunnhærða fyrirliðanum
Clive Gregson
afla
vina
medal
ókunn-
ugra
„Þetta er athyglisverö-
asta nýja rokkhljómsveitin
sem Melody Maker hefur
séð síðan Pretenders kom
fram. Hún er nefnd Any
Trouble/ var sett á lagg-
irnar fyrir fjórum árum í
Stoke og skrifaði undir
samning við Stiff-útgáf-
una i febrúar. I þessari
viku leit fyrsta piata
þeirra dagsins Ijós,
„Where Are All The Nice
Girls?", besta Stiffplatan
frá því „My Aim Is True"
kom út með Elvis Cost-
ello."
Þannig hljóðaði upphaf
forsiðuf réttar Melody
Maker um miðjan júlí, þar
sem Any Trouble var kynnt
á forsíðunni allri með
stórri mynd og stóru letri.
Liðsmenn hinnar vandræða-
lausu hljómsveitar eru eftirtald-
ir: Chris Parks (sólógltar), Mel
Harley (Trommur), Clive Greg-
son (gritar og söngur), og Phil
Barnes (bassagltar).
Höfuöpaurinn er Clive Gregson.
Hann semur öll lög og alla texta
hljómsveitarinnar og hefur nú
þegar veriö llkt við Graham
Parker og Elvis Costello. „Ég kýs
fremur að vera llkt við þá, en
bölvaöa Whitesnake,” segir hann
ákveðiö.
Clive segir það ekki mikilvæg-
ast hvort hljómsveitin selji plötur
I milljónatali, mikilsverðast sé að
stemma stigu viö tónlist svuntu-
þeysa og vélmenna. „Eflaust er
nauðsynlegt aö segja fólki, að
tónlist áttunda áratugsins verði
öll af sama toga: 20 svuntuþeysar
og vélmenni sem syngur. En svo
lengi sem einhver náungi kemur
fram með gltar og nokkrar Bruce
Springsteen plötur eöa plötu með
Graham Parker, mun rokktón-
listin lifa. Ég segi það satt:
þurrkaöu Gary Numan út og
segöu Brian Eno fréttirnar.”
La nda f ræðikenna r i?
1 opnukynningu Melody Maker
á Any Trouble byrjar blaðamað-
urinn frásögn slna á hljómleikum
þar sem Any Trouble komu fram
ásamt öðrum og yfirgáfu sviðið
sem hetjur kvöldsins. Piltarnir I
helgarpopp
Poul Simon — One-Trick
Pony
Warner Bros. K56846
Einhver indælasti tónlistar-
maður poppaldar er Paul
Simon og „ljúfur” er lýsingar-
orð sem hæfir honum best.
Frá þvf Paul Simon og Art
Garfunkei slitu samstarfi sinu
hafa þeir hvor I sfnu lagi og
með sinu nefi gefið út nokkrar
sólópiötur. Sérstaklega hafa
plötur Paul Simon bragðast
vel.
Nú um nokkurra ára skeið
hefur hann haft hljótt um sig á
plötusviðinu, en gutlað eitt-
hvað viö kvikmyndaleik og
raunar er það svo, að þessi
nýja plata hans er samin við
eigin kvikmynd hans sam-
nefnda: „One-Trick Pony”.
Þrátt fyrir ýmsar breytingar I
poppheimi er Paul Simon
samur við sig, hann er sérlega
Ijóðrænn og textar hans
bregða einatt upp sterkum
myndum úr llfi hans og
annarra, sem fáir geta betur
gert. Þegar svo við bætist
einvalalið til hljóðfæraleiks
getur útkoman ekki oröið
annaö en mjög góð. Þetta er
ekki besta plata Paul Simon,
en næsta númer við.
The Dirt Band — Make
A Little Magic
United Artist LT-1042
Einstakasinnum gerist það,
aö fyrir eyrun bregður tónlist,
sem liöur framhjá eins og i
draumi. Og þegar þú vaknar
minnistu þess ekki að hafa
neitt dreymt. Þannig finnst
mér tónlist The Dirt Band
vera, hvorki góð né slæm,
bara þægileg og ekki neitt
neitt. Hún skilur litiö eftir,
vekur litla athygli ef undan
eru skilin tvö lög, titillagiö
„Make A Little Magic” og
„MENSAS Farwell To
America”, sem er lokalag
plötunnar og ólikt öllum
öðrum lögum hennar.
The Dirt Band er bandarlsk
hljómsveit, sprottin upp úr
rústum The Nitty Gritty Dirt
Band og tónlist hennar er fyrst
og slðast popp, en áhrifa
kántrirokks gætir þó viöa.
Hljómsveitin vakti nokkra at-
hygli I fyrra, meö lagi um
ameriska drauminn og titil-
lagið á þessari plötu hefur
komist inn fyrir topp tuttugu á
bandariska listanum. En eitt-
hvað verða hljómlistarmenn
að taka sig saman I andlitinu,
eigi þeir von um böðun I
frægöarljóma.
Gunnar Salvarsson skrifar.