Vísir - 06.09.1980, Síða 25
Laugardagur 6. september 1980.
Hln ellefu ára gamla Sandrine LeGoff hringdi tii móöur sinnar en
neyöaróp hennar kom of seint.
Ekki hvarflaöi aö eiginkonu
hans þegar hún horföi á eftir hon-
um aö hún ætti ekki eftir aö sjá
hann aftur á lífi.
Skömmu siöar kemur slökkvi-
liöiö á vettvang. Coutrix er hvergi
sjáanlegur og þvi fara þeir heim
til hans og spyrja konu hans eftir
honum. Eiginkonunni veröur
svarafátt og slökkviliösmennirnir
ákveöa aö brjótast inn i hús Le-
Go.ff. Þaö veröur ekki hjá þvi
komist. Eitthvað alvarlegt hefur
átt sér staö og þvi fyrr sem
brugöið veröur við þvi betra.
Um leiö og dyrnar láta undan
áhlaupi slökkviliösmannanna
blasir viö þeim óhugnanleg sjón.
Rétt fyrir innan dyrnar liggur
blóöi drifiö lik Jacques Coutrix.
Slökkviliösmennirnir ganga nú
um húsið og finna fljótlega
Sandrine þar sem hún liggur i
blóði sinu. Hún er meðvitundar-
laus. Það er þegar kallaö á
sjúkrabifreiö sem flytur Sandrine
samstundis á sjúkrahús. En þeg-
ar þangaö er komið er Sandrine
látin.
Leitinni er haldiö áfram og hún
ber þann árangur aö lik Gilles
LeGoff finnst i bilskúrnum.
Þegar Martine kemur heim og
fær aö heyra alla málavöxtu liöur
yfir hana. Hún er borin inn I stofu
og lögö á bekk og þar kemst hún
til meðvitundar. Viö hlið hennar
situr miöaldra maöur.
Hann kynnir sig, Berthot yfir-
maöur rannsóknarlögreglunnar.
Rannsóknin var komin i hendur
lögreglunnar, en hana höföu
slökkviliðsmennirnir kallaö til
þegar þeir sáu aö hér var um
morö aö ræöa.
Þegar Martine hefur komist
svo til sjálfrar sin aö hægt er aö
yfirheyra hana segir hún frá sim-
hringingu Sandrine.
Berthot reynir aö gera sér I
hugarlund hvaö hefur átt sér staö.
Einhver, aö öllum likindum
moröinginn hefur veriö staddur i
húsinu. Einhver oröaskipti hafa
átt sér staö. Þaö hefur kastast I
kekki milli LeGoff og hins
ókunna. Þeir hafa tekist á.
Sandrine hefur heyrt ólætin,oröiö
skelfingu lostin og hringt til La
Pinede til aö tala viö móöur sina.
Hún rétt nær aö segja: „Þaö er
frændi René...” áöur en moröing-
inn rifur simtóliö úr hendi hennar
og leggur á.
En hver er frændi René?
Martine útskýrir fyrir lögregl-
unni aö René sé vinur manns sins.
Hann hafi aðstoðað þau þegar þau
ákváöu aö flytjast búferlum til
Hyeres. Þá hafi hjónin kynnst
frænda René sem kallaður var
Thomy en hét réttu nafni Joseph
Rocco.
Fórnarlömb morðingjans voru
öll myrt á sama hátt, meö skoti I
hnakkann. Berthot kemst aö þvi
aö Rocco hefur hlotiö dóm fyrir
morðtilraun og oftsinnis verið
ákæröur fyrir llkamsárásir.
Rocco viröist einnig hafa sérlega
mikinn áhuga og dálæti á skot-
vopnum.
Þvi miður viröist lögreglan
hafa farið húsavillt. Rocco hefur
fullkomna fjarvistarsönnun.
Föstudaginn 18. janúar 1980 þeg-
ar moröin voru framin sat hann
aö snæöingi heima hjá kunningj-
um slnum.
Enn koma nýjar upplýsingar
fram I málinu. Sést haföi til
tveggja flækingja i nágrenni húss
LeGoff um þaö leyti sem moröin
voru framin. Lögreglan hefur
fljótlega upp á þeim og handtekur
þá.
Einn aöili er þó ekki ánægöur
meö gang mála. Þaö er Berthot
lögregluforingi.
„Ég er ekki i nokkrum vafa um
aö Rocco er morðinginn en ég get
bara ekki sannað þaö”, segir
harin viö yfirmann sinn Lambiert
lögreglustjóra.
„Ekki list mér nú beint vel á
þessa skoðun þina. Getur þaö ekki
verið aö fyrri ferill Rocco,
dómurinn sem kveöinn var upp
yfir honum og þaö orö sem fer af
árásarhneigð hans geti hafa haft
áhrif I þá átt aö móta afstööu
þina?” spyr lögreglustjórinn.
„Nei, það er aðallega vegna
þess sem Sandrine sagöi I sim-
ann...” byrjar Berthot en yfir-
maöur hans gripur fram I fyrir
honum.
„Guö minn góöur barninu getur
hafa skjátlast. Haföu þaö hugfast
aö þaö er ekkert sem bendir til
þess aö hún hafi séö banamann
sinn. Eins og þú hefur sjálfur
haldiö fram má gera ráð fyrir þvi
aö hún hafi aöeins heyrt til hans
og getur alveg hafa haft rangt
fyrir sér þegar hún hélt aö hún
heyrði rödd Roccos. Moröinginn
hefur áttaö sig á þvi hvaö hún var
aö aöhafast og eins og stefna
byssukúlunnar sýnir ljóslega,
hefur komiö aftan aö henni viö
simann. Þar á ofan getum viö
ekki hnekkt fjarvistarsönnun
Roccos”.
Berthot tók ræöu lögreglustjór-
ans sem ákúrur fyrir slælega
frammistööu viö meöferö málsins
og ákvaö að reyna aö fara ofan i
kjölinn á fjarvistarsönnun
Roccos. Rocco haföi snætt kvöld-
verö heima hjá öldruöum hjónum
herra og frú Binari. Berthot
heimsótti nú Binari hjónin einu
sinni enn og fékk þau til þess aö
fara meö sér lið fyrir liö yfir allt
þaö sem gerst haföi um föstu-
dagskvöldiö frá þvi aö Rocco
gekk inn um dyrnar á heimili
þeirra og þar til hann yfirgaf hús-
ið. Hann grennslaöist einnig fyrir
um hvaö heföi veriö á borðum.
„Viöbyrjuöum á forrétti og svo
fengum viö þetta lika indælis
nautakjöt á eftir”, sagöi herra
Binari.
„Hvaöa bull er þetta I þér pápi
minn” svaraði frúin. Ég sem bjó
einmitt til uppáhaldsréttinn þinn
Spaghetti a la mare”.
„Nei, það var á fimmtudegin-
um”, sagöi bóndinn.
A meðan Berthot hlýddi fullur
áhuga á samræður hjónanna
héldu þau áfram aö deila um þaö
hvort þaö heföi veriö á fimmtu-
degi eöa föstudegi sem þau heföu
neytt nautakjötsins.
Að lokum læddi hann spurningu
inn I umræðurnar.
„Hvaö boröaöi Rocco?”
Loks kom aö þvi aö hjónin gátu
verið sammálá. Hann haföi
boröaö jgpagfiétti a^la mare.
„Manstu ekki hvað hann var
yfir sig hrifinn af matseldinni
þinni”, sagði Binari.
„Jú, jú hann hæidi mér svo mér
þótti alveg nóg um” svaraöi frú-
in.
Frá heimili Binari hjónanna lá
leið Berthots til kjötvörukaup-
mannsins I hverfinu. Aöspuröur
sagöist kaupmaöurinn vera viss I
sinni sök aö þaö heföi verið á
föstudeginum sem hann heföi selt
frú Binari nautakjöt. Honum var
þaö sérstaklega minnisstætt
vegna þess að sama dag tók hann
dálitiö af þessari sömu nautasteik
heim til þess aö hafa til kvöld-
verðar.
Nautasteik á föstudagskvöldi.
Þaö var þá á fimmtudeginum
sem Rocco haföi komiö til kvöld-
veröar og veriö boriö Spaghetti a
la mare. Heldur var nú fjar-
vistarsönnunin farin aö láta á sjá.
Berthot var nú búinn aö veröa
sér úti um þaö sem hann þurfti á
ab halda. Hann hóf að yfirheyra
Rocco á nýjan leik. En Rocco gat
ómögulega munaö hvaö þaö var
sem frú Binari haföi borið á borö
fyrir hann, en þaö var lika auka-
atriði. Hann haföi ekki komið sem
kvöldveröargestur heldur til þess
aö festa kaup á nokkrum notuðum
haglabyssum sem Binari vildi
selja.
„Frúin sagöi mér aö hún heföi
útbúið sérstakan rétt I tilefni af
heimsókninni, Spaghetti a la
mare”, sagöi Berthot.
„Þá hlýtur þaö aö vera rétt, jú
nú man ég þaö, virkilega góm-
sætt”.
„Þú ert viss um að þú neyttir
ekki neins annars t.d. nauta-
kjöts?”
„Nei ég man þaö alveg greini-
lega aö ég borðaði spaghetti og
svo segir frú Binari þaö lika”.
„Það er alveg rétt” svaraöi
Berthot,,á þvi leikur ekki nokkur
vafi aö þú boröaöir spaghetti hjá
Binari hjónunum fimmtudaginn
17. janúar. Daginn áöur en morö-
in voru framin.
Rocco geröi sér nú ljóst a ð hann
hafði beðið ósigur, gafst alveg
upp og játaöi. Honum sagöist svo
frá að hann og LeGoff hefðu rifist
heiftarlega. Þaö hefði verið
vegna umboöslauna sem Rocco
vildi fá greidd vegna verks sem
hann heföi útvegað LeGoff.
LeGoff heföi aftur á móti ekki tal-
iö sig skulda Rocco eitt eða neitt.
Þá heföi Rocco dregiö upp skam-
byssu til þess að ógna LeGoff.
Framhaldið var, eftir lýsingu
morðingjans á þá leiö að LeGoff
heföi skipaö sér aö hypja sig á
braut og gengið aö útidyrunum og
haldið þeim opnum. Þá hleypti
Rocco fyrsta skotinu af. Hann
heyrði þá aö Sandrine var aö
hringja eftir aöstoö og þá skaut
hann hana einnig. Siöan bar hann
lik LeGoffs út i bilskúr og haföi i
hyggju aö gera slíkt hiö sama viö
Sandrine sem hann hélt aö væri
látin. Þaö var innangengt úr hús-
inu út I bilskúrinn. Hann haföi
verið á leiö frá bllskúrnum til
þess aö kanna hvort hann.hefði
skiliö nokkur vegsummerki eftir
um veru sina i húsinu þegar
hringt var á dyrabjölluna.
Þaö var fyrri ferö Coutrix.
Þegar Coutrix fór burt án þess
aö hafast meira aö gekk Rocco úr
skugga um aö á moröstaönum
væri ekkert það sem bendlaö gæti
hann við morðin ákvaö siöan aö
skilja Sandrine eftir þar sem hún
var komin opn'aði útidyrnar og
ætlaði aö flýta sér burt.
1 sama mund bar Coutrix að I
annað sinn.
„Ég varö skelfingu lostinn og
hleypti honum inn i húsiö. Hann
var ekki fyrr kominn inn úr dyr-
unum en hann rak augun I
Sandrine þar sem hún lá i blóði
sinu. Hann hrópaði upp yfir sig.ég
skaut hann og lagði á flótta.
Játning moröingjans kom heim
og saman viö þá mynd sem rann-
sóknarlögreglumennirnir höfðu
gert sér af atburðarásinni. Bert-
hot var þó enn ekki fullkomlega
sáttur við játningu Roccos. Hann
var þeirrar skoöunar aö Rocco
hefði fyrirfram veriö búinn að
ákveða aö myröa LeGoff og þvi
tekið skammbyssuna meö sér.
Við réttarhöldin i málinu kom i
ljós aö Berthot haföi haft á réttu
aö standa. Rocco og Martine
LeGoff höföu lengi átt i ástarsam-
bandi. LeGoff haföi komist aö
framhjáhaldi konu sinnar og
boðaö Rocco á sinn fund. Þar
haföi hinn kokkálaði eiginmaöur
ætlaö aö gera upp sakirnar við
elskhuga konu sinnar i eitt skipti
fyrir öll en þaö fór ööru visi en
ætlab var.
Sérstæð sakamál
Myndin er tekin viö jaröarför Sandrine LeGoff. Viö hliö kistunnar stendur besta vinkona hennar og
grætur.