Vísir - 13.09.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1980, Blaðsíða 2
VÍSIR Laugardagur 13. september 1980 2 Vigfús Sigurgeirsson á vinnustofu sinni, þar sem hann var að leggja síðustu hönd á gerð myndar um mjólkurmat í myndaflokknum „I dagsins önn" — stutt spjall viö Vigfús Sigurgeirsson, Ijósmyndara I I 1 1 I I 1 1 1 G I I I I i & I I I I Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd- ari er einn þeirra manna sem litió iáta yfir sér, en verk hans bera þeim mun meir vitni vandvirkni og list Undanfarið hafa þættirnir ,,t dagsins önn” veriö sýndir i sjón- varpi en Vigfús hefur einmitt unnið að kvikmyndun þáttanna, og þykir góður afrakstur miöað við tæknibúnað. Vigfús hefur nú rekið ljósmy ndastof u hér I Reykjavik um ali-langt skeiö en áður hafði hann stofnaö ljós- myndastofu á Akureyri árið 1927. Þá hefur Vigfús ljósmyndað hópa nýstúdenta I Menntaskólum borg- arinnar og veriö forsetaljós- myndari allt frá stofnun lýö- veldisins. Blaðamaður Visis hitti Vigfús að máli á vinnustofu hans og heimili að Miklubraut 64. Vigfús var mjög tregur til þess aö segja nokkuö um sjálfan sig en hins vegar fús til þess að ræöa um allt annaö. Engu aö siöur var nú til- efni heimsóknarinnar starf Vig- fúsar, svo smám saman náðust samningar um eitt og annað úr starfi hans. Fyrsta prufan var af Mariu Markan „Það er miklu meira spennandi aö geta þess ekki hvaö ég er orð- inn gamall” sagöi Vigfús og snéri sér aö filmuspólu úr mynda- flokknum „1 dagsins önn” en hann var einmitt aö leggja siö- ustu hönd á einn þáttinn áöur en spólan yröi send til London þar sem hljóösetning fer fram. „Leyfum bara fólki aö geta til um aldur minn”. Þetta var samþykkt en lesend- um til glöggvunar, minntist ein- hver á áttræöisafmæli i janúar. Vigfús eignaöist fyrstu kvik- myndavél slna áriö 1936. „Égfór þá til Berlinar, sérstak- lega til aö kaupa kvikmyndatöku- vél og kynna mér þessi mál. Þar hitti ég svo doktor I fótógraphiu og hjá honum var ég i hálfan mánuö. Hann kynnti mér mjög margt varöandi kvikmyndatöku. A þessum tima komst ég I góö sambönd viö marga menn”. „Nei maöur heyrir nú litiö frá þeim nú- oröiö” segir Vigfús og brosir. Fyrsta prufan sem Vigfús tók á vélina var einmitt af Mariu Markan og sú filma er vel geymd. Eins og áöur er getiö, var Vig- fús forsetaljósmyndari frá stofn- un lýöveldis og fór þvi i fjölda feröa meö þeim Sveini Björnssyni og Asgeiri Asgeirsyni og þó nokkrar feröir meö Kristjáni Eld- járn. Vigfús gekk aö visum staö I vinnustofu sinni, tók fram pappa- öskjur meö myndum af fyrrver- andi forsetum á feröalögum vitt og breitt um heiminn. Allt var þetta vel merkt, þótt myndir þessar væru sýnilega margar hverjar komnar til ára sinna. „Ég tók einmitt fyrstu myndina af rlkisráösfundi I konungshúsinu á Þingvöllum”, segir Vigfús og dregur fram mynd af þeim at- buröi, sem oft sést i sögubókum. Mynduðust allir vel „Jú, jú, forsetarnir mynduöust allir vel. Menn venjast þessu og þeir hafa allir setiö vel fyrir”, segir Vigfús og heldur áfram aö blaöa i myndabunkum, dregur upp eina og eina mynd um leiö og hann rifjar upp atvik myndefnis. Þaö má meö sanni segja aö myndaflokkurinn „1 dagsins önn” gefi glögga mynd af fornum bú- skaparháttum sem fróölegt er fyrir nýja kynslóö og góö upprifj- un þeim er liföu þessa tima. „Sjónvarpiöfékk ellefu þætti og hefur sýnt tiu”, segir Vigfús um myndaflokkinn, sem hann hefur nú veriö aö gera siöast liöin 15 ár, en þá var mynd um heyskap tek- in. „Þeir hafa siöan bæst svona smátt og smátt viö þessir þættir en eftir er aö sýna þætti um fjall- ferö, göngur og réttir, mjólk I mat og ull I fat”, segir Vigfús. Allir þessir þættir eru leiknir og Fyrstu kvikmyndatökuvél sína fékk Vigfús árið 1936. Hún var af Siemens gerð og reyndist listamanninum drjúgt tæki. þurfti þvf aö viöa aö sér búnaöi, þar sem hann var ekki til staöar og aö sögn Vigfúsar var oft úr vöndu aö ráöa. „Til dæmis var fólk heldur vel klætt til þess aöeblilegt mætti teljast þegar þaö var viö vorverk og þannig komu upp ýmis vandamál. En Haraldur Matthiasson og Þóröur á Skógum, sem haft hafa umsjón meö verkinu — sáu nú fram úr þvi”, segirVigfús. Ekki viðeina fjölina felld- ur Vib inntum Vigfús eftir fleiri kvikmyndum sem hann hafi unn- iö aö. „Ég geröi Skaftfellingamynd- ina, sem er i svipuöum dúr og „1 dagsins önn” en þó ekki sama efni. Þá geröi ég mynd um land- búnaö fyrir Sambandiö og geröi einnig mynd fyrir Heimssýning- una 1940. Ég fór þá um allt landiö og kvikmyndaöi. Þessi mynd var siöan sýnd á heimssýningunni alla daga” svarar Vigfús. Þaö var farib aö siga á seinni hluta dags og timi til aö kveöja þennan öndvegismann á sviöi is- lenskrar ljósmyndunar. Þvi til fróöleiks má bæta viö aö myndir úr listaverkabók Einars Jónsson- ar eru flestar teknar af Vigfúsi. Ab lokum inntum viö Vigfús eftir þvi hvort hann hafi alltaf ætlaö sér aö veröa ljósmyndari. „Ég var mjög hneigöur til mál- aralistar og heföi vel getaö hugs- aö mér aö halda þvi áfram”, seg- ir Vigfús og bendir á brjóstmynd er hangir á veggnum. Frekari sannana þarf ekki viö til þess aö telja aö ferill Vigfúsar sem teikn- ara, heföi ekki oröiö siöri en ljós- myndaraferill hans. „Annars hefur þetta komiö sér vel i ljósmyndun, þegar þurft hef ur aö redúsera”, segir Vigfús og vill sem minnst gera úr brjóst- mynd hins erlenda tónskálds. „Annars er mússik liklega númer eitt hjá mér. Ég læröi nefnilega snemma á pianó”. Þessi orö Vigfúsar minntu blaöa- mann Visis á, aö Stefán á Islandi minnist einmitt á Vigfús I bók sinni „Afram veginn” en Vigfús haföi veriö undirleikari hans á Siglufiröi. Auk þess lék Vigfús undir hjá fjölda söngvara og kóra viöa um land. „Svo þú sérö aö ég er ekki viö eina fjölina felldur”, bætir Vigfús brosandi viö. —AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.