Vísir - 13.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.09.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Laugardagur 13. september 1980 Ritstiórar Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snaeland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Óskar AAagnússon, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaðamaöur á Akureyri: Glsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi útgefandi: Reykjaprent h.f. Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson. Andrésson, Elnar Pétursson. Augiýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slml 8óóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholtl 2-4 simi 86611. Askriftarg ja Id er kr. 5500 á mánuöi ínnanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaöur i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. RTIK I STM UPPGJAFM Þótt feröamannastraumur til landsins hafi þegar minnkaö og Amerikuflug Flugleiöa sé skoriö stórlega niöur þýöir ekki fyrir þá, sem vinna aö feröamálum aö leggja árar i bát. Sú atvinnustarfsemi í landinu, sem fellur undir samheitið ferðamál, hefur átt heldur erfitt uppdráttar, en hefur þó vaxið verulega á síðustu árum. Nú syrtir aftur á móti í álinn vegna þess að komum erlendra ferðamanna til landsins hefur fækkað allverulega. Samkvæmt tölum, sem nýlega voru birtar fækkaði erlendum ferðamönn- um, sem hingað lögðu leið sína um 12 þúsund manns fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil árið á undan. Flestir þeirra komu frá Bandaríkjunum en ferðamenn frá meginlandi Evrópu voru í næstu sætum. Þessi þróun hefur orðið víðar en hér á landi og er um kennt sí- hækkandi olíuverði, og far- gjaldahækkunum í kjölfar þess auk þess sem efnahagserf iðleikar í nágrannalöndum okkar og óða- verðbólga hér á landi hljóta að setja strik i reikninginn að því er ferðamannastraum til íslands varðar. Þessi öfugþróun hefur þegar valdið talsverðum erfiðleikum hjá þeim aðilum, sem byggja af- komu sína á móttöku erlendra ferðamanna, en yfirvofandi samdráttur hjá Flugleiðum og nánast aigjör niðurskurður ferða milli fslands og Bandaríkjanna skýtur ferðamálafólki eflaust skelk í bringu. Erf itt er að meta það á þessari stundu, hvaða beinar og óbeinar afleiðingar uppsagnirnar hjá Flugleiðum hafa í för með sér. Svo gífurlegur niðurskurður, sem þar á sér stað, hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa alvarleg áhrif á starfsmöguleika fjölda fólks í ýmsum þjónustuþáttum, sem tengjast fluginu og ferða- málunum. Þegar hafa verið dregin saman seglin hjá íslenskum markaði á Kef lavíkurf lugvelli, ráðgerðar eru uppsagnir hjá Frihöfninni, verkefni ýmissa starfsstétta á Suðurnesjum munu dragast sam- an og fyrirsjáanlegt er að harðna mun á dalnum hjá þeim aðilum er starf a að öðrum þáttum ferða- mála ef flugfarþegum til lands- ins fækkar enn stórlega. Samdrátturinn í þeirri þjón- ustu, sem rekin er á Keflavíkur- f lugvelli, verður svo enn meiri en sem nemur ferðafækkun Flug- leiða sökum þess að komum er- lendra flugvéla þangað hefur einnig stórfækkað. Skattagleði islenskra stjórnvalda á sinn stóra þátt í þessu, há lendingarg jöld og flugvallarskattur, sem beinlínis hafa fælt erlend flugfélög frá vellinum auk hins háa eldsneytis- verðs. Með hóflegri skattheimtu væri án ef a hægt að beina f erðum fleiri flugvéla um Keflavíkur- flugvöll og auka gjaldeyristekjur þeirra fyrirtækja sem farþeg- arnir hafa viðskipti við á meðan þeir hafa hér viðdvöl. En við þurfum með ýmsum ráðum að reyna að laða hingað fleiri erlenda ferðamenn, sem ferðast myndu með íslenskum flugvélum og dvelja hér um tíma, ekki síst frá meginlandi Evrópu. Það þurfa ferðamálayf- irvöld og stjórnvöld að gera með gífurlegu átaki í landkynningar- málum. Þar sem skipulega hef ur verið unnið að siíkum málum á vegum íslenskra aðila eins og til dæmis í Mið-Evrópu hefur árangurinn verið mjög góður. Það ætti að verða mönnum hvatning til nýrra dáða á því sviði. ma Af Ágústi í ágúst Þá er þar til að taka ööru | sinni, laust fyrir miöjan ágúst- mánuö, að snöfurlegur ungur I maöur tekur á móti örþreyttum _ gestum af Islandi suöur á I Miamiflugvelli. Þetta mundi Ivera sá Ágúst sem svo oft haföi verið til vitnað, aö myndi leið- Ibeina okkur og liösinna. Svo er sagt i Heimskringlu um IErling Skjálgsson á Jaöri, aö öllum, sem hjá honum voru, Ikom hann til nokkurs þroska. Um Agúst Rúnarsson, hinn Isnöfurlega unga Flugleiöafull- trúa i Miami, má segja, aö öll- Ium sem til hans leituöu, kom hann til nokkurra húsa og þeirra Iekki af lakara taginu, og miklu meira en það. Allir virtust kannast viö Agúst, og ekki vann fhann verk sitt meö hangandi hendi eöa mæöu og muldri. Af Éhonum stafaöi gleöi, birta og þróttur. Glettinn, kankvís og ■ kom ekkert á óvart. Hvers " manns vanda, sem ég vissi til, I leysti hann snarlega. Töskur ■ komu ekki allar fram á flugvell- I inum i Miami, og olli þaö 5 óskömmum töfum og kostaöi ■ mikiö mas og skriffinnsku. En " tveimur dögum siöar færöi jg Agúst hverjum og einum sina Itösku, og var öllu til skila haldiö. 4 _ A Miamiströndinni bjuggu | flestir islenskir gestir á _ Chateau-hóteli. Þar I anddyrinu | voru svonefndir „aöalfundir” Ihaldnir hvern mánudag, og sóttu þá Islendingar þeir sem Ihverju sinni voru I þessu gósen- landi samanlögöu. Þar fræddi IAgúst menn um fjölmargt, , svaraöi óteljandi fyrirspurnum " ■ og skipulagöi eitt og annaö sem til skemmtunar og fræöslu mætti veröa. Auk þess var hann til viötals oft og mörgum sinn- um á hverju þvi hóteli sem ein- hverjir Islendingar gistu. Mikill var sá styrkur og sterk var sú öryggiskennd aö hafa slikan hauk i horni. Jæja, i kvöld fara allir, þeir sem þaö vilja, á japanskan veit- ingastaö þar sem heitir Bene hana. ,,Ég mæli meö þessum staö”, hefur Agúst margoft sagt, og þá vitum viö þaö. Bene þýöir reyndar ekki góöi haninn eins og sumir álykta i heldur miklu fljótræöi, heldur tákna þessi hæggengu japönsku orö hvorki meira né minna en Rósin rauöa. Þetta er mikill og finn staöur „niöri i bæ”. Um fjörutiu manns er ekiö i leigubilum á Rósina, eöa Han- ann, eins og sumir þráast viö aö segja, og þegar þar er komiö, kaupa flestir fordrykk i stórum ljósleitum glerkerum, meö ein- hvers konar manns eöa guös figúru og fær nafniö Búdda. Þessi gler mega menn svo hafa heim meö sér, aö áti loknu, til minningar um Rósina rauðu. Þá er lýönum visaö til loftsal- ar og skipt á fimm átta manna „Þá er þar aö taka ööru sinni, iaust fyrir miðjan ágústmánuö, aö snöfurlegur ungur maöur tekur á móti örþreyttum gestum af ts- landi suöur á Miamiflugvelii”. borö, meö eldunarplötu i miöju. Ganga siöan fram ungmeyjar japanskar aö bjóöa drykki og taka viö matarpöntunum. Þær eru fallegar. Næst beinist at- hyglin aö kokkunum. Þeir koma hver aö sinu boröi og fremja þar matreiöslulistir sinar, sem aö á förnun vegi Gfsli Jónsson skrifar verulegu leyti minna á töfra- brögö. Kryddi er gusaö og skvett meö tilburöum langar leiöir, og eins og i Gylfaginningu hafa þessir töframenn sjö söx senn á lofti, og er þá flest mat- arkyns brytjaö i smdtt, þvi aö japanir ætla þaö engum manni aö matast meö eggjárnum þeim sem viö erum vönust og nefnast hnifar. Séu menn ekki svo veraldarvanir aö geta tint upp i sig matinn meö „tréspýtum” þeim, sem sumir kalla prjóna, fá þeir náöarsamlegast aö nota skeiö og gaffal til þess aö næra sig á hnossgæti eins og rækjum, hörpudiski og brytjuöu nauta- kjöti, sem steikt er eftir óskum hvers og eins. Er ekki tornæmur kokkurinn. A eftir öllu saman er svo framborinn is meö ávöxtum og staup af plómulikjör. Fyrir þá, sem ekki torga kjötinu eru umsvifalaust sóttir álpokar til þess aö hafa afganginn heim meö sér og þykir sjálfsagt i þvi fina húsi. 1 þessu samsæti er minni Agústs flutt aö islenskum sif og hann sæmdur heiöursmerki þvi, sem ekki má nota nema viö allra hátiölegustu tækifæri, svo sem þetta kvöld. Skálir eru drukknar i margvislegum vökva og skipst á þökkum og árnaöaróskum. Skilja menn siö- an glaöir á Rósinni rauöu en hittast allir von bráöar „uppi” á Marco Polo, en þar fer fram þaö sem Amerikanar nefnd sjó. I þetta sinn bregöur ungur karlmaöur sér i gervi Lizu Minelli og veröur i kring- um þaö mikill gauragangur. Eins gott aö vera búinn aö hafa fataskipti og kominn i Afram K.A., þó aö þvi fylgi sá galli aö sumir Bandarikjamenn haldi (aö visu eftir góöra manna skýringar) aö þaö þýöi Kennedy again”, Kennedy agent eöa eitt- hvaö I þá áttina. Svo vel vill til, aö Agúst verö- ur okkur samferöa frá New York til Keflavikur og skilur ekki leiöir fyrr en viö Loftleiöa- hóteliö. Sitthvaö hefur veriö sagt um Flugleiöir og þeirra starfsmenn upp á slökastiö, og má þvi ekki minna vera en maö- ur þakki fyrir sig, eftir aö hafa notiö fyrirgreiöslu félagsins og frábærs starfs Agústs Rúnars- sonar og fleiri hans lika. 6.9.’80. G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.