Vísir - 13.09.1980, Qupperneq 20

Vísir - 13.09.1980, Qupperneq 20
VlSIR Laugardagur 13. september 1980 hœ krakkar! í berjamó Ég fór i berjamó og tindi fullt af berjum, mörg full box. Bláberin eru best og ég borðaði svo mikið af þeim, að mér varð illt i magan- um. Mamma bjó til sultu og saft úr berj- unum. Hún var alveg blá á höndunum. Mér finnst saftin voða góð. Bróðirminn, hann heitir Eggert, er alltaf að drekka saft og hann er lika alltaf blár um munninn. Hann er latur að þvo sér. Ég held, að það skemmtilegasta, sem ég geri, sé að fara i berjamó. Ásta Emilsdóttir, 10 ára. Hvaöa þrjár myndir eru nákvæm lega eins? Eins og þú sérð er svipur með öllum þessum fimmtán konum, en getur þú fundið hvaða þrjár konui eru nákvæmlega eins? Svar á bls. 22. Umsfón: Anna Brynjillfsdóttir Sumarið hefur verið óvenju gott víðast hvar um landið. Þessi strákur er að hvila sig i sumarblíð- unni á bekk i skrúðgarði á Akureyri. Strákurinn heitir Jakob Jónsson og er þarna með fóstru sinni. (Mynd: tJlfar Harri) Krummavísur Ljóðið i dag velur Jón örn Þórarinsson, 6 ára. Hann velur sér ljóð um krumma, en krummavis- ur eru alltaf vinsælar meðal barnanna. Getið þið hjálpað bjöllunni út úr vefnum? Það má ekki koma við svörtu línurnar Krummi situr á kviavegg, kroppar hann á sér tærnar. Engan skal hann matinn fá, fyrr en hann finnur ærnar. Og svo fann hann ærnar. Honum var gefið skyr i skál og mjólk i dalli. Krummi situr á kviapalli. Krummi situr á kviavegg, kroppar hann á sér brýnnar. Engan skal hann matinn fá, fyrr en hann finnur kýrnar. Og svo fann hann kýrnar. Honum var gefið skyr i skál og mjólk i dalli. Krummi situr á kviapalli. Jón örn Þórarinsson, 6 ára, Álfhólsvegi 95, teiknaði þessa mynd af bilnum hans frænda sins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.