Vísir - 13.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 13.09.1980, Blaðsíða 14
Laugardagur 13. september 1980 14 sœlkerasíðan GLASGOW — ekki bara verslanir Á slöustu árum hafa fjölmargir lslendingar heimsótt Glasgow, sem aö visu er ekki höfuöborg Skotlands heldur stærsta borgin. Kunnugir segja aö þaö sé mun hagstæöara aö versla i Glasgow heldur en t.d. i London. En Sæl- kerasiöan hefur takmarkaöan áhuga á verslunarrápi en þvi meiri áhuga á góöum veitinga- húsum. Ef þú lesandi góöur ert á leiö til Skotlands og hefur hugsaö þér aö dvelja um stund I Glasgow, þá getur Sælkerasiöan mælt meö nokkrum góöum veitingastööum. Sauchiehall Street er ein aöalgata borgarinnar. Viö þessa götu eru nokkrir sæmi- legir veitingastaöir. Þar er til dæmis ágætur indverskur staöur sem heitir Gandhi. Þaö eru nokkrir indverskir veitingastaöir i Glasgow, flestir þeirra frekar slappir en veitingastaöurinn Gandhi er ljómandi. Skammt frá honum er griski veitingastaöur- inn Andreas. Matseðillinn er frekar einfaldur, en á honum eru nokkrir þekktir griskir réttir. Veröiö er mjög hagstætt á Andreas og salötin hjá þeim sér- staklega góð. Viö Sauchiehall Street er einn bandariskur veit- ingastaöur 51 St. Stat og er það kjörinn staður fyrir unnendur hamborgara og háværrar tónlist- ar. Einnig eru viö götuna nokkrir kínverskir veitingastaöir. Ef þiö eruö ekki ýkja svöng þá er upp- lagt að heimsækja Lizars, sem er skemmtilega innréttuö krá en þar er hægt aö fá ýmiskonar smá- rétti. BATHSTREET er skammt frá Sauchiehall street. Viö þá götu eru tvær ágæt- ar krár, The Griffin og The Kings. Við Bath Street er einnig ljóm- andi góöur italskur matsölustaö- ur sem kallast hinu klassiska nafni 0 Sole Mio. Sælkerasiöan getur svo sannarlega mælt meö þessum veitingastaö. Ráöhúsiö I Glasgow Exchange Place er skammt frá hinu fagra ráö húsi borgarinnar. Við Exchange Place er skrifstofa Flugleiöa. Nokkra metra frá skrifstofunni eru tveir ágætir matsölustaöir, Rogano og Sharlie Parker. Upp- lagt er aö heimsækja Rogano i hádeginu. Staöurinn hefur sér- hæft sig i sjávarréttum og er töluvert framboð af þeim, einnig er mikiö úrval af ýmsum ljúf- fengum smáréttum. Charlie Parkers er mjög skemmtilegur veitingastaöur. Þegar komiö er inn kemur maöur fyrst inn i ákaf- lega skemmtilegan bar. Litirnir þar eru svartir og hvitir á innrétt- ingum, húsgögnin samkvæmt nýjustu tisku. Inn af barnum er litill matsalur þar sem hægt er aö fá ýmiskonar snarl. 1 kjallara hússins er franskur veitingastað- ur sem er aldeilis frábær. Kensingtons var sennilega einn af betri veit- ingastööum sem Sælkerasiöan heimsótti i Glasgow. Maturinn var frábær. Sem forréttur var prófaöur,,Sjávarréttur hússins’! Matnum var mjög haganlega fyr- ir komiö á disknum og kenndi þar ýmissa grasa svo sem rækjur i hlaupi, humar reyktur makrill og sild svo eitthvað sé nefnt. Ekkert I grænmeti var meö né vafasamar sósur, hinsvegar bauð þjónninn disk meö ýmiskonar fersku græn- meti og þremur tegundum af létt- um sósum. Aöalrétturinn var „Mallard” eða stokkönd, meö góöri ávaxtasósu. Réttara væri kannskiaö segja appelsinusósu. Ekkert „kruðiri” var boriö fram meö þessum rétti, en vitaskuld var boðiö upp á grænmetissalat. Þessi máltfö mun seint gleymast. Kensingtons er litill veitingastað- ur og vinsæll. Þaö er þvi vissara aö panta borö. Heimilisfangiö er: Kensingtons 164 Darwley Street tel: 4243662 Fjallaö verður nánar um veit- ingastaöi i Glasgow hér á Sæl- kerasiðunni siðar. * Ovenj ulegur laxaréttur áfram Eins og lesendur Sælkera- siöunnar rekur eflaust minni til þá hefur Sæikerasiöan gengist fyrir utaniandsferöum fyrir islenska sælkera og mun þeim feröum vitaskuld haldiö áfram. Nú er f bfgerö þriggja daga Sælkeraferö til Lundúna. En maöurinn lifir ekki á brauöi einu saman, þess vegna veröa skipulagöar leik- húsferöir og fleira fyrir þátt- takendur, auk þess mun fólki gefast kostur á aö versla en meira um Sælkeraferðina til Lundúna þegar þar aö kem- ur. Þess má geta aö „Sælkera- kvöld VIsis” veröur haldiö eft- ir áramót og ýmislegt fleira stendur til. Sælkera- ferdirnar halda Nú er laxveiöitimanum aö ljúka og sumir laxveiöimenn sennilega búnir aö fylla frystikistuna af laxi. Hér kemur uppskrift aö lax- rétti sem nefnist „ Saumon En Papillote”. í þennan rétt þarf: 4 sneiöar lax (hver 2 1/2 sm aö þykkt) 4-8 sneiöar reykt skinka safi úr einni sitrónu hvitur pipar estragon smjör aluminpappfr Byrjiö á þvi aö kveikja á ofninum (200 gr). Dreypiö sitrónusafa á báöar hliöar laxasneiöanna. Kryddiö meö pipar og estragon. Vefjið skinkusneiöunum utan um laxasneiöarnar. Smyrjiö álpapp- irinn meö smjörinu. Vefjiö svo ál- pappírnum utan um hverja laxa- sneiö. Setjiö svo þessa 4 pakka inn i ofninn og látiö þá liggja i u.þ.b. 7 minútur á hvorri hliö. Þegar rétt- urinn er tilbúinn er álpappirinn tekinn utan af og notiö safann af laxinum sem sósu. Beriö soönar kartöflur fram meö þessum rétti og broccoli, eöa einungis gott hrá- salat. Hafið hlýra, Sennilega er i fáum löndum hægt aö fá eins góöan fisk og hér á landi. Til skamms tima var ekki mikið úrval af fiskréttum á boö- stólum á islenskum veitingahús- um. Þetta hefur sem betur fer breyst allnokkuö á siöustu árum, jafnvel mánuöum. Nú er hægt aö fá skötusel, humar, úthafsrækju og lúöu svo eitthvaö sé nefnt. En þaö eru fleiri fiskar i sjónum. Þvi miöur hafa ýmsar fisktegundir ekki verið á boöstólum hér, fisk- tegundir sem eru ágætar til átu. Má vera aö gestir veitingahús- anna hafi ekki veriö nægjanlega hrifnir af nýjum fiskréttum. En hvort þaö eru veitingahúsaeig- endur eöa gestir þeirra sem eigi sökina þá er staöreyndin sú ai áhugi manna á ýmsum nýjungun á þessu sviði stóreykst sem betui fer. Hótel Holt er besta dæmið. I sumar hafi ýmsir forvitnilegir fiskréttir ver iö á boöstólum f hádeginu. Boðit hefur veriö upp á ufsa, karfa lýsu, löngu, keilu, steinbit, hlýra stórlúöu, ókæsta skötu, sólkola sandkola og smokkfisk. Aö sögr forráöamanna Hótels Holts hafa gestirnir kunnaö aö meta þessai nýjungar og mun framhald veröa Skúli hótelstjóri athugar hvort ekki sé allteins og þaö á aövera. Góöur laxréttur. þið bragðaö á karfa, sólkola? á þessum forvitnilegu fiskréttum i hádeginu. Þaö kom einnig fram á fundi sem blaöamenn áttu meö forráöamönnum Hótels Holts, aö áhugi matargesta á fiskréttum hefur aukist stórlega. Enda eru hinir ýmsu fiskréttir ódýrari en kjötréttir. Þaö sem kom Sælkera- siöunni einna mest á óvart á téö- um blaöamannafundi voru þau ummæli Skúla Þorvaldssonar hótelstjóra, aö þaö væri alls ekki erfitt aö útvega hinar ýmsu fisk- tegundir. Oft hefur heyrst frá veitingamönnum aö mjög erfitt sé aö útvega góöan fisk en sem sagt þaö er góöur fiskur á boöstól- um á Hótel Holti i hádeginu. Ef miöaö er viö verölag á hinum ýmsu „Grillstöðum” þá eru fisk- réttir alls ekki dýrir, svo maöur tali nú ekki um hvaö fiskurinn er hollur — en þaö vitum viö Islend- ingar. Aörar fréttir af starfsemi Hótels Holts eru þær aö í vetur mun veröa boöiö upp á hádegis- verð á sunnudögum á sérstöku vildarveröi. Þetta ætti aö henta fjölskyldufólkinu vel, enda sjálf- sagt aö sýna börnunum einhverja aöra matsölustaöi en „grillsjopp ur” og þaö er gott veganesti aö læra aö meta góöan mat. Einnig mun veitingasalur Hótels Holts bráölega opna kl. 18.00 siödegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.