Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 8
8 vism Miövikudagur 8. október 1980 útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfó Guómundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Frlða Ástvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Oskar AAagnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús ólafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5500 á mánuði innanlands og verð r Iausasölu300 krónur ein- takiö. Visirer prentaöur i Blaðaprenti h.f. Siöumúla 14. Einokun á undanhaldi Byggtng jaröstöövarinnar er liöur I sjálfstæöisbaráttu islendinga. Hún er iiöur i þvi aö létta af okkur einokun Stóra norræna ritsfmafélagsins, og gerir Pósti og sima kleift aö stórlækka afnota- og þjónustugjöld á talsambandinu viö útlönd. Sérstök ástæða er til að fagna jarðstöðinni, sem nú er verið að taka í notkun. (slendingar geta framvegis hringt beint í sjálf- virkum síma til átján annarra landa. Nú þegar er mögulegt að lækka að nokkru símagjöldin og ekki þarf að f ara mörgum orðum um þá bættu þjónustu og hagræði sem notkun jarðstöðvarinnar er samfara. Af þessu tilef ni er þess virði að rif ja upp hver tildrög jarðstöðv- arinnar voru. I marga áratugi hefur talsam- band íslendinga við útlönd farið fram í gegnum sæstreng, sem hefur verið í eigu Stóra norræna ritsímafélagsins. Þetta erlenda fyrirtæki hefur haft það í hendi sinni hversu símgjöld og önnur þjónustugjöld hafa verið há, og svo var komið að afnotagjöld af sæsíma til Evrópu vegna talsam- bands voru orðin f immfalt hærri en alþjóðagjöld miðað við sömu vegalengd. Telexgjöldin eru ní- föld. Með vaxandi eftirspurn eftir símrásum og auknum samskipt- um við útlönd hafði Stóra nor- ræna hug á því að leggja annan sæstreng á milli Islands og Fær- eyja. Var svo að heyra að íslensk stjórnvöld teldu hyggilegast að samþykkja þær tillögur. Sú f jár- festing hefði staðfest og innsigl- að einokun þessa erlenda fyrir- tækis yfir talsambandi Islend- inga við útlönd. Hún hefði jafn- framt þýtt það að bygging jarð- stöðvar. hefði dregist um heilan áratug. Við þessu slysi tókst að forða. Jarðstöðin hef ur kostað mikið fé, en sú f járfesting á eftir að borga sig bæði í f jármagni og forræði. Stóra norræna ritsímafélagið hefur lagt fram fé í stofnkostnað jarðstöðvarinnar en eignarhlutur þess, samkvæmt sérstökum samningi, er 37,5%. Hins vegar gerir samningurinn ráð fyrir að íslendingar geti keypt hlutStóra norræha innan f imm ára, en ef það er ekki gert, þá verður hlutur Stóra norræna sjálfkrafa og endurgjaldslaust eign Islendinga árið 1991. Deila má um ágæti þessa samnings, en hann er þó ólikt skaplegri en sú einokun sem blasti við ef samið hefði verið um lagningu nýs sæstrengs, eins og til stóð fyrir aðeins nokkrum ár- um. Jarðstöðin opnar nýja mögu- leika til sambands við umheim- inn. Mögulegt verður að bæta við fleiri rásum eftir þörfum, hún getur sinnt allri telexþjónustu í f ramtíðinni, og síðast en ekki síst gerir stöðin það kleift að taka á móti og senda frá sér sjónvarps- myndir. Verður þá hægt að sjón- varpa beint atburðum utan úr heimi. Slíkar útsendingar munu vera mjög kostnaðarsamar eins og á stendur, en möguleikinn er fyrir hendi og vissulega telst það stór áfangi fyrir þjóð í afskekktu landi. Á þeim tíma, þegar umræðan stóð sem hæst um kosti og galla jarðstöðvar, héldu talsmenn stöðvarinnar því fram, að þjón- ustu- og afnotagjöld m'yndu stór lega lækka, þegar einokun Stóra norræna væri afnumin af tal- sambandi okkar við útlönd. Sú lækkun hefur ekki enn séð dags- ins Ijós nema að takmörkuðu og óverulegu leyti. Rétt er að virða Pósti og síma það til afsökunar, að enginn reynsla er ennþá kom- in á notkun jarðstöðvarinnar og enn er það háð samþykki Stóra norræna ritsímafélagsins hver upphæð gjaldanna er. Engu að síður verður hiklaust að setja fram þá kröfu, að í næstu fram- tíð verði gjöldin tekin til endur- skoðunar. Bygging jarðstöðvar- innar á að koma viðskiptavinum Pósts og síma til góða í lægri gjöldum, og hún á ekki að vera féþúfa fyrir þá ágætu opinberu stofnun. Með verður fylgst. Afríkusdfnunin 1980: Fyrsta hvatningin, sem lifn- ® aöi foröum i sama mund og I Rauöi krossinn varö til á vig- ■ völlum Heljarslóöar, var: „Viö ■ erum allir bræöur;tutti fratelli”. ■ Hinn rauöi kross á auövitaö ræt- ■ ur aö rekja til hins helga tákns ■ kristinna manna, en þær hug- | myndir bræöralags, sem eru Skveikja Rauöa kross hreyfing- arinnar og afl, eru algild og ná út fyrir kristna trú og veröa þannig einnig einkunnarorö hins Rauöa hálfmána, bræörafélaga okkar innan hreyfingarinnar, sem eru annarrar trúar. Fyrir okkur eru þaö fánýt hugöarefni aö bollaleggja um þaö, hvort einn ibúa þess staöar, sem nefndur hefur veriö geimskipiö jörö, sé bróöir okkar, en aörir mismunandi nánir frændur (og misjafnlega veröir bræöralags- ins?). Og nú fréttist enn af ógn- um og hörmungum, sem dynja yfir milljónir manna i öörum hluta heims og eru ægilegri en orö og upphrópanir fá lýst. Enn er knuiö á okkar dyr og spurt, hvort viö séum reiöubúin aö rétta fram hjálparhönd. Ein- hverjum kann aö virpast, aö oft sé nú knúiö. En er þaö ekki ein- ungis endurspeglun á þeirri tál- sýn, aö heimurinn okkar eigi aö vera oröinn aö sælireit vegna þess aö viö sjálf höfum búiö viö vaxandi gnótt og velmegun? Hiö gagnstæöa viröist þó vera raun- in, þegar litiö er út yfir lóöa- mörk iönaöar- og velmegunar- þjóöa. Sumir telja jafnvel, aö annaö leiöi af hinu og þá kemur þaö okkur öllum viö. Vissulega eigum viö sjálf eftir aö taka rækilega til i ýmsum skúmaskotum okkar, þar sem blasa viö mannleg neyö, þján- ing, heilsubrestur og yfirleitt skortur á mannúð. En þaö mætti hreinlega kalla þaö lúxus aö geta beint kröftum sinum aö slikum viöfangsefnum, ef við- miöunin er sú ólýsanlega eymd, sem um ræöir nú t.d. i Austur-Afriku. Nú kann e.t. v. einhver aö spyrja, eins og móöir Teresa varspuröiblaðaviötali: Erekki einungis veriö aö draga neyö þessa fólk á langinn og fresta örlögum þess meö þvi aö gefa þvi aö boröa I staö þess aö efla sjálfsbjörg þess? Þvi svaraöi friðarverðlaunahafinn eitthvaö ina. Fyrsti sendifulltrúi okkar á þessar slóðir,Pálmi Hlööveirs- son, fær einmitt það hlutverk i hendur aö aöstoöa viö þá tvö- földu framkvæmd. Reynt veröur á þessum tima meö ýmsum aögerðum og kynn- ingu, meö hjálp ýmissa aöilja eins og félagssamtakanna Lif og land, kennara, skólabarna og fyrirtækja, aö vekja til þekk- ingar, umhugsunar og umræöu um hungur i heimi og þær raunir, sem meöbræöur okkar veröa fyrir rétt handan viö lim- gerðið okkar. Hugsun hvers og eins er hans fyrsta framlag. En meira þarf til. Móöir Teresa var ekki aö skafa utan af hlut- unum varöandi þá skyldu okkar allra aö hjálpa nauðstöddum, þegar hún sagöist vænta þess af góðviljuöufólki.aöþað gefi þar til undan sviði. Sagt er, aö á svæöum Amazonfljóts sé eftirfarandi liking dregin upp af mismuni heljar og himins: Þú ert leiddur i sal þar sem fólk situr við fulla kjötkatla. Fólkið þjáist og engist sundur og saman af hungri og vansæld vegna þess aö þaö hefur i höndum svo langa gaffla, aö þaö getur ekki stungiö upp I sig fæðunni. Þetta er helviti. 1 öörum sal eru lika kjötkatlar. Viö þá situr lika fólk meö jafnlanga gaffla og i fyrra skiptiö. En þaö er glatt og vel nært. Þetta er himnariki. Vegna þess aö fólkiö hefur lært að mata hvert annað. Hugsum um þetta. Ólafur Mixa, formaður RKt neðanmáls ólafur Mixa# formaður Rauða kross islands, skrifar í tilefni af Afriku- söfnuninni, sem hefst formlega í dag. á þá leiö, aö sá sem er orðinn sljór og kraftlaus af hungri þarfnist fyrst og fremst fisks til aö borða til aö ná nægilegum þróttiog hugarelju. Seinna geti hann mundaö veiöistöng sem þá gæti vissulega oröið aö gagni. Rauöi krossinn hefur i dag formlega söfnun til hjálpar hungrandi þjóöum Afriku. 011 Rauöa kross félög Norðurlanda hafa sameinast um þetta átak. Alþjóða hreyfing Rauða kross- ins leggur sérstaka áherslu á að skipuleggja jöfnum höndum að gefa fisk og búa til veiðistöng- Af fisKi oo veiDistöno

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.