Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 13
Miövikudagur 8. október 1980 13 VÍSIR Krækiberja- líkjör fæsi brátt á ný Islenskur krækiberjalikjör er nú aftur væntanlegur i verslanir innan tíöar. Afengis- og tóbaksverslun rikisins hóf framleiöslu á þessari li'kjörstegund áriö 1971-1972 og var hún þá seld I áfengisútsölum. Hlaut likjör- inn feikn góöar undirtektir, og seldist upp, enda mjög bragö- góBur, aö sögn kunnugra. Vegna berjaskorts var ekki hægt aö halda framleiöslu hans áfram þá og lagöist hún niöur. En nú er krækiberjalikjör- inn sem sagt væntanlegur á markaöinn eftir fáeinar vikur, enda berjaspretta góð I ár og af nægu úrvalshráefni aö taka. Likjörinn er 25% aö styrkleika og seldur i hálfflöskum. Og af þvi tilefni, aö hann verður nú fáanlegur skal bent á, aö likjörar eru ekki aöeins ágætir til sins venjúlega brúks, þ.e. til drykkjar. Þaö getur einnig veriö mjög gott aö nota þá til matargeröar ýmiss konar og þá einkum i ýmsa ábætisrétti. Gaman væri aö heyra frá lesendum ef þeir luma á ein- hverjum góðum uppskrifum þar sem likjörar koma viö sögu. íeldhúsinu Kjðtí 500g lambakjöt m/beini (um3 sm bitar) um 500 g grænmeti, t.d. 300 g hvitkál í 2 sm sneiöum 100 g kartöflur, flysjaöar i sneiöum 100 g gulrætur i sneiöum 1 laukur i sneiöum 1 hvitlauksgeiri i litlum bitum 1/2-1 tsk. salt 3-4 piparkorn 1/4 tsk. timian káli 2-4 dl vatn Látiö i lögum I pott grænmeti, kjöt og krydd, hafiö kartöflur I efsta laginu Helliö vatninu yfir og sjóöiö viö vægan hita i þétt lokuöum potti i um 1 1/2 klst. Bæöi kjöt og grænmeti á aö veröa mjög meyrt. Dreifiö steinselju yfir og beriö gróft brauö meö. Ánægöir viðskiptavinir finna þarna margt viö sitt hæfi. Flóamarkaður í Hafnarstræti: Fjdlbreyttur varningur Samband dýraverndunarfélaga Islands hefur undanfarin tvö ár starfrækt flóamarkaö á Laufás- vegi 1, en hann er nú fluttur i nýtt og mörgum sinnum stærra hús- næöi i Hafnarstræti 17, kjallara. Þar gefst viöskiptavinum betri aðstaða til aö skoöa fjölbreyttan varning markaöarins. öll vinna viö flóamarkaöinn er unnin i sjálfboöavinnu og er öllum ágóöa variö til dýraverndar um land allt. Hvernig á að ganga frá lambakjötinu í frystikistuna? Lambakjötið sem nú er að koma á markaðinn er eitt af þvi, sem flestar fjölskyldur birgja sig vel upp af fyrir veturinn. Þegar gengið er frá þvi í frystikistuna er ýmis- legt sem þarf að athuga. Best er aö búa kjötiö til geymslu i heimilisfrystinum strax og heim er komiö svo þaö þiöni ekki. Flokkiö kjötiö og deiliö hverri tegund i hæfilega skammta miöaö viö stærö fjölskyldunnar. Byrjiö á aö pakka smæstu stykkjunum inn, þvi þau þiöna fyrr. Raöiö kótelettum og ööru brytjuöu kjöti þétt saman, þannig aö sem minnst loft veröi á milli. Athugiö vel þær frystiumbúöir sem á markaöi eru hverju sinni og veljiö þaö sem best hentar. ABalatriöiöer.aöumbúöirnar séu vatnsþéttar og loftþéttar svo kjöt- iö taki ekki bragö af ööru sem i frystinum er geymt. Veljiö umbúöir sem falla vel aö yfirboröi kjötsins. Alpappir hent- ar vel utan um kjötstykki sem eru mjög óreglulega löguö, svo sem hryggi og kótelettur. Alpappir er hinsvegar mjög viökvæmur og þvi er nauösynlegt aö nota ytri umbúir til aö verja hann fýrir hnjaski. Þá má nota sterkan um- búðapappir eöa plastpoka. Lokiö öllum samskeytum vand- lega. Til þess má nota virklemm- Þórunn Gestsdóttir, blaðamaður. ur, teygjur eöa limband sem þolir frystingu (t.d. málaralimband). Vandvirknisleg og nákvæm innpökkun eykur geymsluþol kjötsins. Ahrif lofts valda þránun og þornun, þvi er nauösynlegt aö sem minnst loft sé i hverjum pakka þegar honum er lokaö. Merkiö hvern pakka vel meö innihaldi, magni og pökkunar- dagsetningu. Notiö limmiöa sem þola frystingu án þess aö þeir detti af. Slögin taka mikiö rúm i frystin- um og erfitt er aö velja þeim hentugar umbúöir. Þvi er æski- legt, aö matreiöa þau sem fyrst t.d. aöbúa til rúllupylsu eöa fyllta slagvefju sem siöan má frysta hráar eða soönar. Athugiöaö þvi feitara sem kjöt- ið er, þeim mun skemmra er geymsluþoliö. Geymið þvi rúllu- pylsuna ekkilenguren 2-4mánuöi i frystinum. Læri og aörir magr- ari hlutar skrokksins geymast ágætlega i 8-10 mánuði. Auk hinna heföbundnu rétta, kjötsúpunnar og steikarinnar má matreiða dilkakjötiö á marga vegu, má þar nefna marineringu, glóöun, pott- og ofnrétti. Hvort sem valdar eru hefö- bundnar eöa nýstárlegar aöferöir þegar kjötiö er matreitt er mikil- vægtaö þiöa þaö hægt I umbúöun- um. Leggiö kjötpakkann i ilát og látiö þiöna i isskáp á 2-4 sólar- hringum eftir þvi hve stór kjöt- stykkin eru. Viö svo hæga þiönun rennur minna af kjötsafanum úr kjötinu, þaö veröur þvi ljúffeng- ara og næringarrikara. Þá er mikilvægt aö sjóða og/eöa steikja viö vægan hita. (Suöa: 80-90 gráöur C. Ofnsteik- ing: 160-170 gráöur C).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.