Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 8. október 1980 19 Sprengja bíla í loft upp Hljómsveitin Plasmatics fer hamförum á tónleikum VÍSIR Wendy 0. Williams á sviö- inu ásamt gitarleikara hljómsveitarinnar Richard Stotts. t hinni hörðu samkeppni skemmtiiðnaðarins eru öll ráð höfö I frammi til að vekja á sér athygii. Þannig hefur bandarfska rokkhljómsveitin Plasmatics það fyrir sið að sprengja f loft upp Kadilakkbíla á tónleik- um sinum og jafnframt saga í sundur tækjabúnað sinn. Hljómsveitin hefur veriö á ferðinni undanfarin tvö ár og hvarvetna vakið mikla athygli fyrir mjög sérstæða framkomu. Söngkona hljóm- sveitarinnar, Wendy O. Williams. (skammstafað WOW) er fyrrverandi fatafeiia og þykir hún all sérstæð f allri framkomu, en hún hefur veriö köliuö ,,Evil Knievel” kvenþjóðarinnar. Piasmatics og WOW héldu tónleika við árbakka Hudsonárinnar hinn 12. september sl. aö viðstöddum 10 þúsund áhorfendum. Fóikið hafði komið sér fyrir á húsþökum og reyndar alls staöar þarna i kring til að fyigjast meðtónleikunum sem voru all sérstæðir eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. t lok hljómleikanna stökk WOW upp i Kadiiakkbil sem var fuliur af sprengiefni og ók á ofsahraöa I áttina að tækjabúnaöi hljómsveitarinn- ar. Er hún var rétt ókomin að sviöinu stökk hún út úr bilnum sem sprakk floft upp sekúndubroti sfðar. Tækin sem metin voru á 20 þúsund dollara sprungu I loft upp og þeyttust brotin af þeim og bflnum út f Hud- sonána. Þess má geta að hljómsveitin hugðist halda tónieika i London fyrir mánuði sfðan, en eldvarnareftirlitið bannaði tónleikana, og þótti eng- um mikið . . . Wendy ók Kadilakkbíl á ofsahraða í átt að sviðinu og stökk út rétt áður en hann sprakk. HRISTINGUR ^HÍll Brando Marlon Brando, sem sjaldan sést brosa í kvik- myndum sínum fær ef til vill ástæðu til aö gera það innan skamms. Það virð- ist nefnilega allt benda til, að hann vinni mál sem hann höfðaði á hendur þeirra er stóðu að gerð kvikmyndarinnar um Superman. Þar heimtar Brando prósentur af inn- komu vegna myndarinn- ar i ofanalag við milljónirnar sem hann fékk fyrir 14 daga vinnu sina við gerð myndarinn- ar á sinum tima. Þykir mörgum, að oröatiltækið ,,mikið vill meira'' eigi vel við i þessu sambandi. Stjórnmálamenn eru per- sónur, sem eru alltaf til staðar þegar þeir þarfn- ast þín . . . Leikkonan Elke Sommer lætur sér ekki nægja að visa eigin- manninum á sófann í stássstofunni þegar þeim hjónum semur ekki. Núna býr eiginmaðurinn, Joe Hyams, í vistarverum bílstjórans, meðan frúin hreiðrar um sig i lúxus- villunni i Humbley Hills. Þar býr hún með hundun- um sinum þremur, enda hlýða þeir henni i einu og öllu, ólikt ektamakanum . Andy Kaufman: ,,Astæðan fyrir þvi að ég hef aldrei kvænst er, að i hvert sinn sem eg hitti konu sem eldar mat eins og mamma er hun i utliti eins og pabbi."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.