Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 1
Svíþjóð og Finnland HUNDRUÐ sígauna frá Rúmeníu, Búlgaríu og Slóvakíu hafa komið til Svíþjóðar og Finnlands á síðustu vikum til að sækja þar um hæli. Um 500 sígaunar komu til Svíþjóð- ar í maí, en á fjórum fyrstu mán- uðum ársins komu þangað 269 síg- aunar. Fleiri en 200 sígaunar hafa komið til Finnlands á síðustu tveim vikum. Sænsk og finnsk stjórnvöld hyggj- ast dreifa bæklingum meðal sígauna í Mið- og Austur-Evrópu til að fræða þá um þær reglur sem gilda um af- greiðslu hælisumsókna. „Við viljum koma í veg fyrir að sígaunar selji all- ar eigur sínar og fari frá heimalönd- um sínum,“ sagði Niels Eliasson, embættismaður í sænska utanríkis- ráðuneytinu. „Líkurnar á því að þeir fái hæli í Svíþjóð eru nánast engar.“ Embættismaður í finnska innan- ríkisráðuneytinu sagði að margir sígaunar hefðu komið til Finnlands fyrir tveimur árum til að njóta góðs af velferðarkerfi landsins í þá tvo mánuði sem það tók að afgreiða um- sóknir þeirra um hæli áður en þeir voru fluttir til heimalandsins. Nú tæki afgreiðsla umsóknanna aðeins þrjár til fjórar vikur. Hundruð sígauna leita hælis Helsinki. AFP. 130. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. JÚNÍ 2002 „Það að ríki eigi kjarnavopn er augljós vísbending um að þeim verði beitt við sérstakar aðstæður,“ sagði Musharraf þegar hann var beðinn að útskýra hvers vegna Pakistanar höfnuðu ekki kjarnorkuárás að fyrra bragði eins og Indverjar hafa gert. Hann bætti þó við að það væri ábyrgðarlaust af ráðamönnum að tala um „kjarnorkustríð“ og Pakistanar vildu helst kjarnorkuafvopnun í Suð- ur-Asíu. Áður hafði Vajpayee sagt að „kjarnorkuveldi ættu ekki að beita kjarnavopnum sem kúgunartæki“ og indverska varnarmálaráðuneytið sagði að Indverjar hefðu „ekki trú á notkun kjarnavopna“. „Hyggjast ekki beita hervaldi“ Leiðtogar Rússlands og Kína reyndu að koma á fundi Musharrafs og Vajpayes til að afstýra því að deil- an um Kasmír leiddi til nýrrar styrj- aldar milli Indlands og Pakistans. Þeir fóru þó frá Kasakstan í gær án þess að hafa talast við. „Indverjar hóta Pakistönum sífellt árásum og hafna viðræðum,“ sagði Musharraf eftir fund með Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Musharraf kvaðst hafa þegið boð Pútíns um að fara til Moskvu til að ræða Kasmír- deiluna, en ekki var ljóst í gær hvort Vajpayee var boðið að taka þátt í við- ræðunum. Vajpayee áréttaði í gær að hann væri tilbúinn að hefja viðræður við Pakistana en þeir yrðu fyrst að binda enda á árásir hryðjuverkamanna sem kæmu frá Pakistan inn á indverska hluta Kasmír. Vajpayee sagði að ekki hefði dregið úr árásunum þrátt fyrir loforð Musharrafs um að hindra þær. Pútín sagði eftir fundi sína með Musharraf og Vajpayee að þeir vildu báðir finna friðsamlega lausn á deil- unni. „Þeir lögðu báðir áherslu á að þeir hygðust ekki beita hervaldi til að leysa vandamálin.“ Musharraf, Vajpayee og 14 aðrir leiðtogar á fundinum í Kasakstan undirrituðu yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu „hvers konar hryðjuverk“ og lofuðu að „efla samstarf“ Asíu- ríkja. Musharraf útilokar ekki notkun kjarnorkuvopna Almaty. AP. PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, neitaði í gær að útiloka þann mögu- leika að Pakistanar beittu kjarnavopnum að fyrra bragði vegna deilunnar við Indverja um Kasmír. Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, féllst ekki á friðarviðræður við Musharraf á leiðtogafundi Asíuríkja, sem lauk í Kas- akstan í gær, og þeir kenndu hvor öðrum um átökin vegna Kasmírdeilunnar sem hefur tvisvar sinnum leitt til stríðs milli Indverja og Pakistana frá 1947. TALIÐ er að milljón manna hafi safnast saman á götum miðborgar Lundúna í gær til að fylgjast með hátíðahöldum af því tilefni að hálf öld er liðin frá því að Elísabet II Bretadrottning var krýnd. Drottn- ingin er hér í gylltum hestvagni frá 18. öld, sem átta hvítir hestar drógu, á leiðinni frá Buckingham- höll að St. Pálskirkjunni þar sem hún sótti messu í tilefni af krýning- arafmælinu. Riddaraliðsmenn í skarlatsrauðum klæðum fylgdu vagninum. Drottningin kvaðst vera djúpt snortin af þeirri hlýju sem fólkið sýndi henni á afmælishátíðinni og sagði að Bretar og þjóðir breska samveldisins fylltu hana „þakklæti, virðingu og stolti“. Við messuna í St. Pálskirkjunni lauk George Carey, erkibiskupinn af Kantaraborg, lofsorði á drottn- ingu fyrir „staðfestu og hollustu“ við bresku þjóðina. „Tengslin milli þjóðhöfðingjans og þjóðarinnar hafa eflst og dýpkað með tím- anum.“ Fjölmennar skrúðgöngur voru einnig í miðborg Lundúna síðdegis í gær. Á meðal þátttakendanna voru 5.000 manna kór og 2.000 hljóð- færaleikarar og dansarar frá öllum löndum breska samveldisins. Hátíðinni lauk með flugsýningu sem Elísabet drottning og fjöl- skylda hennar fylgdust með af svöl- um Buckingham-hallar. 27 flug- vélar, þeirra á meðal Concorde-þotur, tóku þátt í sýning- unni. Reuters Breta- drottn- ing hyllt MIKILL fögnuður ríkti í Suður- Kóreu í gær eftir að lið landsins sigraði Pólverja 2–0 í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu. Er þetta fyrsti sigur Suður- Kóreu eftir fimmtán leiki á 48 árum í lokakeppni heimsmeistaramóts- ins. Suðurkóresk hjón kyssast hér á knattspyrnuleikvangi í borginni Pusan í Suður-Kóreu þar sem leik- urinn fór fram. Reuters Fyrsta sigri Suður-Kóreu í HM fagnað  Sögulegur sigur/B3 SUNDMÖNNUM hefur verið ráðlagt að forðast ástleitinn höfrung við vinsælan ferða- mannastað á suðvesturströnd Englands, að sögn breska dag- blaðsins The Times í gær. Höfrungurinn, sem kallaður hefur verið Georges, kom að höfninni í Weymouth í Dorset- sýslu fyrir tveimur mánuðum og síðan hafa þúsundir manna siglt að honum á litlum bátum til að fylgjast með honum. Ric O’Barry, bandarískur sérfræðingur í sjávarspendýr- um, hefur reynt án árangurs að laða höfrunginn til fyrri heim- kynna sinna. Hann segir að fólki geti stafað mikil hætta af höfrungnum reyni það að synda með honum. „Höfrungurinn á það til að vera mjög kynferðislega ágengur,“ segir O’Barry og bætir við að Georges hafi þegar gert sér dælt við nokkra sund- menn. „Höfrungar eru villt dýr og verða mjög grófir þegar þeir maka sig. Þeir geta vegið allt að 200 kíló og fólk getur drukknað lendi það undir þessum mikla þunga.“ Varað við ástleitnum höfrungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.