Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hlíðarskóli
Laus er ein staða kennara
Hlíðarskóli er lítill sérskóli fyrir börn á grunnskólaaldri í
aðlögunarvanda, sem ekki hafa náð að fóta sig í
hverfisskóla. Breytingavinna er í gangi sem miðar að því að
efla skólann og tengja hann umhverfi sínu á virkan hátt.
Skólinn er staðsettur í Varpholti, 5 km norðan Akureyrar.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Bryndís
Valgarðsdóttir, í síma 462 4068 og GSM 848 4709.
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar
Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar
sveitarfélaga. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á
starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000.
Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri í Geislagötu 9
á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um
á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is.
Umsóknarrestur er til 12. júní 2002.
AKUREYRARBÆR
Skóladeild Glerárgötu 26,
600 Akureyri
www. .is
ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ
KÍKTU
Á NETIÐ
BLÓMARÓSIRNAR Elín Ragna
Valbjörnsdóttir og Hildur Hjart-
ardóttir voru léttklæddar og í sól-
skinsskapi við vinnu sína í Lista-
gilinu á Akureyri í gær. Þær stöllur
vinna hjá garðrækt Framkvæmda-
miðstöðvar og voru að setja niður
blóm í blómaker við Ketilhúsið og
höfðu ærna ástæðu til að brosa
enda lék veðrið loksins við þær.
„Við erum búnar að vera bíða eftir
góða veðrinu og vonandi er sum-
arið loks komið,“ sögðu þær Elín
Ragna og Hildur og sögðu ekkert
betra en að vinna undir berum
himni í góðu veðri.
Fram undir helgi og um helgina
er gert ráð fyrir suðlægum áttum
og því má gera ráð fyrir blíðuveðri
norðan heiða næstu daga.
Morgunblaðið/Kristján
Blómarósir
í sólskins-
skapi
VEITINGAHÚSIÐ Greifinn á Ak-
ureyri gerði um um nýliðin mán-
aðamót samning til 10 ára um
rekstur tveggjahótela á Norður-
landi, en þau eru í eigu Jóns Ragn-
arssonar. Um er að ræða Hótel
Norðurland á Akureyri og Hótel
Mývatn á Skútustöðum í Mývatns-
sveit. Hótelveitingar ehf., sem alfar-
ið eru í eigu Greifans, reka hótelin
sem og einnig þrjú önnur hótel á
Akureyri.
Páll L. Sigurjónsson hótelstjóri
sagði að félagið hefði tekið við
rekstrinum nú um helgina. Á Hótel
Mývatni eru 37 herbergi og hefur
það einkum verið rekið að sumar-
lagi og eftir þörfum yfir vetrartím-
ann að sögn Páls. Hann sagði veit-
ingasal hótelsins einkar glæsilegan
með útsýni yfir Mývatn. Þar væri
hægt að taka á móti 250 manns og
sæju menn mikla möguleika varð-
andi hann. „Við sjáum fyrir okkur
að þarna sé vaxtarbroddur, sérstak-
lega yfir vetrartímann. Salurinn
hentar vel til árshátíða, þinga og
ráðstefnuhalds,“ sagði Páll, en nú
um helgina verður haldið þar um-
dæmisþing Rótarý á Íslandi með
þátttöku um 170 manns.
Á Hótel Norðurlandi eru 36 her-
bergi og er það í heilsársrekstri.
Fyrir reka Hótelveitingar þrjú hót-
el á Akureyri, Hótel KEA með 73
herbergjum, Hótel Hörpu með 26
herbergjum og Hótel Björk með 19
herbergjum. Samningur um rekstur
þess síðarnefnda rennur út í lok
þess árs, en það er í eigu Ferða-
málasjóðs. Taldi Páll litlar líkur á
að samningurinn yrði endurnýjaður.
„Sumarið lítur ágætlega út hjá
okkur, það er mikið um að staðfest-
ingar séu að berast þessa dagana og
við erum bara bjartsýn á að það
verði ágætis umferð hjá okkur í
sumar,“ sagði Páll.
Hótelveitingar í eigu Greifans hafa fært út kvíarnar
Hótel Mývatn og Hótel
Norðurland bætast við
UNGLINGSPILTUR var fluttur á
slysadeild FSA eftir að hann hafði
orðið fyrir fólskulegri líkamsárás
tveggja manna í göngugötunni á Ak-
ureyri um miðjan dag í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á
Akureyri slapp pilturinn furðuvel frá
árásinni en er þó marinn og bólginn.
Pilturinn var ásamt öðrum pilti að
taka myndir á myndbandsupptökuvél
í göngugötunni þegar atvikið átti sér
stað og varð fjöldi fólks vitni að árás-
inni. Að sögn lögreglu eru mennirnir
sem réðust að piltinum rétt innan við
tvítugt og teljast til góðkunningja lög-
reglunnar. Þeir virtust ekki sáttir við
að piltarnir væru að taka myndir á
staðnum og skallaði annar þeirra pilt-
inn með vélina í höfuðið en hinn lamdi
hann í götuna. Hann lét ekki þar við
sitja heldur bætti við höggum þar
sem pilturinn lá í götunni.
Lögreglan kom fljótlega á staðinn
og fundust árásarmennirnir skömmu
síðar og voru þeir handteknir og
teknir til yfirheyrslu.
Fólskuleg árás
um hábjartan dag
Ráðist á
ungan pilt
í göngu-
götunni
ÞEIR urðu heldur svekktir fé-
lagarnir í Litla Alpaklúbbnum
á Akureyri er þeir höfðu gengið
á fjallið Kistu á dögunum. Þar
ætluðu þeir, eins og fjallgöngu-
garpa er siður, að skrifa nöfn
sín í gestabók sem þar hefur
verið geymd í kassa í vörðu en
gripu í tómt. Einhver hafði tek-
ið gestabókina. Sá er það gerði
er vinsamlegast beðinn að skila
bókinni eða hafa samband við
Bjarna Guðleifsson á Möðru-
völlum, en það var einmitt
Bjarni sem kom bókinni fyrir á
toppi fjallsins á sínum tíma.
Sími Bjarna er 462-6824.
Gestabókin
á Kistu
horfin
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Ís-
lensk verðbréf, ÍV, hefur flutt starf-
semi sína úr Skipagötu 9 í nýtt og
glæsilegt húsnæði á Strandgötu 3 á
Akureyri. Lífeyrissjóður Norður-
lands, sem áður var til húsa í Skipa-
götu 14, hefur einnig flutt starfsemi
sína á Strandgötu 3.
Á síðasta ári keypti Lífeyrissjóður
Norðurlands 15% hlut í Íslenskum
verðbréfum og í kjölfarið voru gerðir
samningar um að ÍV annaðist stýr-
ingu á eignum lífeyrissjóðsins. ÍV er
eina löggilta verðbréfafyrirtækið ut-
an höfuðborgarsvæðisins og er með
höfuðstöðvar á Akureyri. Félagið er
einnig með starfsstöð á Ísafirði.
Aðalstarfssvið félagsins er stýring
eigna fyrir hönd viðskiptavina sinna,
sem bæði eru einstaklingar og fag-
fjárfestar.
Félagið fagnar 15 ára afmæli um
þessar mundir og í tilefni þess og
flutninganna var efnt til móttöku í
húsnæðinu nú nýlega.. Við það tæki-
færi afhenti Sævar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa,
Erlu Hólmsteinsdóttur blómvönd að
gjöf fyrir vel unnin störf en Erla hef-
ur starfað hjá félaginu frá upphafi.
Íslensk verðbréf
hafa flutt í nýtt húsnæði
LÖGREGLAN á Akureyri hafði af-
skipti af 777 ökutækjum í tengslum
við norrænu umferðarvikuna sem
lauk formlega sl. sunnudag. Lög-
reglan eyddi rúmum 60 klukku-
stundum í að athuga ástand öku-
tækja og ökumanna í síðustu viku,
jafnt að nóttu sem degi og sagði
Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn að almennt hefði ástand-
ið verið nokkuð gott.
Þó voru 4 ökumenn teknir fyrir
ölvun við akstur í vikunni, 29 öku-
menn voru teknir fyrir of hraðan
akstur og 15 fyrir að nota ekki bíl-
belti. „Við erum að taka óþarflega
marga ökumenn fyrir of hraðan
akstur. Það virðist vera einhver pirr-
ingur í bensínfæti ökumanna nú með
vorinu. Það er orðið dýrt spaug að
vera tekinn fyrir hraðakstur og ég
tala nú ekki um ef menn lenda í slysi.
Þá erum við að reka menn af nagla-
dekkjum flesta daga vikunnar,“
sagði Ólafur.
Óþarflega
margir
teknir fyrir
hraðakstur
UNDANFARNA daga hafa verið tíð
sjúkraflug á vegum Slökkviliðs Ak-
ureyrar og Flugfélags Íslands. Á síð-
ustu sjö dögum hefur verið farið á
hverjum degi í sjúkraflug og eru þau
orðin alls átta á vikutíma. Af þessum
átta var farið þrisvar sinnum til
Kulusuk í Grænlandi á innan við
fjórum dögum. Það tekur tæpar
tvær klukkustundir að fljúga til
Kulusuk en þaðan þarf að fara með
þyrlu yfir til Ammassalik til að sækja
sjúklingana og tekur sú ferð um 15-
20 mínútur hvor leið. Læknar á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
sem eru á vöktum tengdu fluginu,
hafa farið með í þessi flug. Sjúkra-
flug á vegum FÍ og SA eru orðin 66
það sem af er árinu og er það heldur
meira en á sama tíma í fyrra.
Slökkvilið Akureyrar og Flugfélag Íslands
Átta sjúkraflug
á einni viku
SAMKOMULAG um meirihluta-
samstarf í Dalvíkurbyggð milli
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks og óháðra var undirritað á
sunnudag. Haldnir hafa verið fimm
fundir og að sögn Valdimars Braga-
sonar hafa menn gefið málunum
þann tíma sem þurft hefur til og ekk-
ert verið að flýta sér.
Valdimar segir að viðræður hafi
gengið vel og náðst hafi samkomulag
um málefnasamning sem lagður
verði fyrir fyrsta bæjarstjórnarfund,
líklega 18. júní nk. Fyrr verði hann
ekki gerður opinber. Valdimar stað-
festir þó að samkomulag sé um að
hann verði næsti bæjarstjóri og að
Svanhildur Árnadóttir, fyrsti maður
á D-lista, verði forseti bæjarstjórn-
ar. Þá liggur fyrir samkomulag um
að skipta með sér völdum í bæjarráði
en ekki er endanlega frágengið
hvernig sú skipting verður. Aðspurð-
ur um hvenær hann tæki við sem
bæjarstjóri sagði Valdimar að lík-
lega yrði það að loknum bæjar-
stjórnarfundi eftir miðjan júní.
Valdimar
Bragason
bæjarstjóri
Dalvíkurbyggð