Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 15
GRASIÐ á hinum nýja Grindavíkur-
velli er illa farið. Segir vallarstjórinn
að sérfræðingar telji að undirlagið sé
ekki rétt og að grasþökurnar sem
lagðar voru á völlinn fyrir síðasta
sumar séu auk þess ekki nógu góðar.
Verða þökurnar rifnar upp úr meg-
inhluta beggja vítateiganna og af
hluta miðjuhringsins og svæðin tyrfð
að nýju.
Grindavíkurvöllur er glæsilegur
völlur sem tekinn var í notkun fyrir
tæpu ári. Segir Gylfi Halldórsson
vallarstjóri að völlurinn hafi verið
lagður samkvæmt ráðleggingum sér-
fræðinga, undirlagið verið sérstak-
lega blandað og torfurnar átt að vera
sérvaldar. Hann hafi hins vegar ekki
reynst vel. Strax í fyrstu leikjum síð-
asta sumars hafi komið í ljós að þök-
urnar spændust upp við tæklingar og
órækt hafi komist í hluta grassins.
Hann segir að alúð hafi verið lögð
við umhirðu vallarins og menn vonast
til að ástandið myndi lagast en það
hafi ekki gengið eftir. Völlurinn hafi
farið illa í vor, sérstaklega uppi við
mörkin. Segir Gylfi að þetta gangi
ekki lengur og ákveðið hafi verið að
taka upp teigana og hluta miðjunnar.
Segir hann að sérfræðingar segi nú að
undirlagið sé ekki rétt blandað, í því
sé of lítið af mold en of mikill sandur.
Það valdi því að torfurnar nái ekki að
bindast undirlaginu og spænist upp
við tæklingar. Þá segir hann ljóst að
þökurnar séu of þunnar og ekki nógu
gott gras í þeim, sér skiljist að enginn
bóndi vildi fá slíkt gras í túnin hjá sér.
Segir Gylfi að ekki sé hægt að sætta
sig við að nýr grasvöllur endist ekki
árið og einhver hljóti að bera ábyrgð á
mistökunum sem til þess hafa leitt.
Reynt að fá þykkara torf
Völlurinn fór illa um helgina þegar
Grindvíkingar fengu lið ÍBV í heim-
sókn og unnu. Talið var að þúfur á
vellinum hefðu átt þátt í tveimur
markanna sem Eyjamenn fengu á sig,
því hélt þjálfari gestanna meðal ann-
ars fram eftir leikinn. Gylfi segist vel
geta skilið óánægju Vestmannaey-
inga með aðstæðurnar, svona eigi
vellir ekki að vera. Hins vegar sé of-
mælt að torfið eigi sök á mörkunum
sem þeir fengu á sig, slík ummæli
verði að skoða með hliðsjón af sár-
indum þeirra sem töpuðu leiknum.
Að sögn vallarstjórans verður í dag
hafist handa við að skipta um torf í
báðum vítateigunum og á hluta miðj-
unnar. Reynt verði að fá þykkara torf
og betra en það sem fyrir er.
Gylfi segir ekki koma til greina að
sinni að taka allan völlinn upp, það
kosti margar milljónir. Vonast hann
til að völlurinn verði kominn í lag fyrir
næsta heimaleik Grindvíkinga, gegn
Fylki 19. júní. Ef það takist ekki verði
að fá heimild til að leika á gamla gras-
vellinum sem er við hliðina á þeim
nýja eða reyna að skipta á heimaleikj-
um við þau lið sem næst eiga að koma
í heimsókn. Þá segir hann að kvenna-
liðið hafi þurft að leika á gamla vell-
inum og ekki sé skemmtilegt að þurfa
að bjóða stúlkunum upp á það til
lengdar.
Nýi grasvöllurinn í Grindavík að verða ónothæfur innan við ári eftir að hann var tekinn í notkun
Skipt um torf-
ur á teigunum
og miðjunni
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gylfi Halldórsson vallarstjóri sýnir hvað þökurnar eru lausar. Á bakvið sést stúkan góða.
Grindavík
ÞRJÚ félög í Garði afhentu í gær
Gerðaskóla sjúkrarúm til afnota fyr-
ir fatlaða nemendur. Kemur rúmið í
góðar þarfir því einn nemandi skól-
ans er fjölfatlaður og fær hann rúm-
ið fyrstur til afnota. Fleiri gjafir
voru afhentar við sama tækifæri.
Lionsklúbburinn Garður, Kiw-
anisklúbburinn Hof og Kvenfélagið
Gefn, öll í Garði, keyptu sjúkrarúm-
ið og afhentu það skólastjóra Gerða-
skóla í gær. Verðmæti gjafarinnar
er um 400 þúsund krónur. Er þetta í
fyrsta skipti sem félögin standa
saman að verkefni sem þessu.
Gjöfin var afhent í tíma hjá fjórða
bekk en einn nemandi hans, Ari Páll
Vignisson, er fjölfatlaður og var til-
gangur gefenda að auðvelda honum
að vera með jafnöldrum sínum en að
það gæti síðar nýst öðrum. Fram
kom við athöfnina að tvær stúlkur
úr fyrsta bekk höfðu haldið hluta-
veltu og safnað þannig fyrir púðum í
rúmið.
Við sama tækifæri var tilkynnt að
kiwanisklúbburinn myndi veita
æskulýðsnefnd Gerðahrepps mynd-
bandsupptökuvél og stafræna
myndavél fyrir allt að 200 þúsund.
Vélarnar eru ekki síst ætlaðar til að
nota í félagsmiðstöðinni Truflaðri
tilveru í Garði.
Loks voru nemendum annars
bekkjar afhentir hjólahjálmar sem
Lionsklúbburinn Garður gaf. Lög-
reglumenn voru viðstaddir afhend-
inguna og kenndu þeir börnunum að
setja hjálmana saman og leiðbeindu
um notkun þeirra.
Erna M. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Gerðaskóla, tók við gjafabréfi
frá fulltrúum félaganna og þakkaði gjöfina.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lionsmaður hjálpar einum nemanda að setja á sig reiðhjólahjálminn.
Gáfu sjúkrarúm fyrir
fjölfatlaðan nemanda
Garður
FULLTRÚAR flutningabílstjóra í
Reykjanesbæ fóru í gær á fund Ell-
ert Eiríkssonar bæjarstjóra til að
ræða möguleika á bílastæðum fyrir
flutningabíla og vinnuvélar. Lögregl-
an hefur að undanförnu aðvarað
marga bílstjóra og sektað fyrir að
leggja í íbúðahverfum og fjölmenntu
bílstjórarnir að lögreglustöðinni í
fyrrakvöld til að mótmæla því.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir
að samkvæmt lögreglusamþykkt
Reykjanesbæjar sé óheimilt að
leggja stórum flutningabílum og
vinnuvélum í íbúðahverfum. Hann
segist hafa sýnt bílstjórunum af-
mörkun þessarra hverfa. Ekki hafi
verið gerð sérstök krafa um að bær-
inn færi að útbúa stæði fyrir þessa
bíla enda sé það hlutverk fyrirtækj-
anna sjálfra.
Hann rifjaði þó upp gamla hug-
mynd, að komið yrði upp sérstöku
svæði til að geyma flutningabíla og
tæki. Mikilvægt sé að hafa þar gæslu
til að koma í veg fyrir skemmdar-
verk. Telur Ellert að slík starfsemi
stæði varla undir sér nema hún væri
rekin í tengslum við eitthvað annað.
Segist Ellert hafa ráðlagt bílstjór-
unum að senda bæjaryfirvöldum
formlegt erindi með óskum sínum í
þessu efni og þau gætu hugsanlega
komið að lausn þess.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar er töluvert um að íbúar kvarti
undan stórum bílum sem lagt er ólög-
lega í hverfunum. Lögreglan reyni að
hafa eftirlit með þessu og hafi það úr-
ræði að sekta eigendur tækjanna.
Kvarta undan aðstöðuleysi
Reykjanesbær