Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HAGFRÆÐISTOFNUNHáskóla Íslands hefurlagt mat á kostnað Ís-lands við aðild að Evr-
ópusambandinu að beiðni forsætis-
ráðuneytisins. Greinargerð
Hagfræðistofnunar fer hér á eftir í
heild sinni:
,,Í bréfi dagsettu 9. maí 2002 fór
forsætisráðuneyti Íslands fram á
það við Hagfræðistofnun að sér-
fræðingar hennar:
1. Endurreikni og uppfæri mat á
hreinum framlögum Íslands til
Evrópusambandsins sem Hag-
fræðistofnun reiknaði árið 1994
að beiðni utanríkisráðuneytisins
og birtist í skýrslu fjögurra stofn-
ana Háskóla Íslands til ríkis-
stjórnar Íslands árið 1995.
2. Leggi mat á hvað hrein framlög
Íslands samkvæmt 1. lið gætu
breyst við fyrirhugaða stækkun
bandalagsins til austurs.
Þessu verki er nú lokið og sendist
ráðuneytinu hér með umbeðin
greinargerð.
A. Framlög Íslands
Við inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið þyrfti landið, eðli máls
samkvæmt, að taka þátt í fjármögn-
un sambandsins. ESB hefur tekjur
sínar af nokkrum stofnum og er mis-
erfitt að meta hugsanlegan hlut Ís-
lands í þeim. Ef yfirstandandi ár er
notað til viðmiðunar má þó áætla til-
tölulega vel hve mikið Ísland þyrfti
að borga. Hugsanlegu framlagi má í
meginatriðum skipta í þrennt:
Tollar og innflutningsgjöld. ESB
er tollabandalag. Við inngöngu í
ESB þyrfti Ísland að hætta að
innheimta tolla og innflutnings-
gjöld samkvæmt eigin tollskrá.
Þess í stað yrði tekin upp sam-
ræmd tollskrá bandalagsins. All-
ar tekjur rynnu til fjármögnunar
sambandins að undanskildri 10%
þóknun sem Ísland fengi í sinn
hlut fyrir innheimtu. Samkvæmt
fjárlögum 2002 eru tollar og inn-
flutningsgjöld á þessu ári talin
nema 2.840 milljónum króna og
myndu Íslendingar missa um það
bil 90% þessa tekjustofns til
bandalagsins, eða sem nemur
2.556 milljónum króna. Þá renna
til ESB sérstakt sykurgjald og
tollar á innfluttar landbúnaðar-
vörur sem eru meðtalin í fyrr-
nefndri tölu.
Virðisaukaskattstofn. Aðildar-
lönd ESB greiða hluta af virðis-
aukaskatti til sambandsins, 1% af
samræmdum skattstofni. Ekki
liggur fyrir hve stór samræmdi
skattstofninn er á Íslandi, en í
Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð
er hann á bilinu 40% til 44% af
þjóðarframleiðslu. Þar sem
neysla er nokkuð meiri hér á landi
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
en á öðrum Norðurlöndum má
ætla að 0,045% af VÞF séu neðri
mörk virðisaukaframlags Íslend-
inga. Efri mörkin eru nákvæm-
lega skilgreind í reglum ESB sem
0,05% af VÞF. Um það bil þriðj-
ungur aðildarríkjanna greiðir
samkvæmt þessu hámarki.
Þjóðartekjustofn. Þeim halla sem
eftir stendur á milli fjárheimilda
ESB og markaðra tekna er skipt
á milli aðildarríkjanna með eftir-
farandi hætti. Fyrst er hlutfall
ófjármagnaðra útgjalda af vergri
þjóðarframleiðslu sambandsins
reiknað. Síðan er þetta hlutfall af
vergri þjóðarframleiðslu hvers
aðildarríkis fyrir sig innheimt. Á
landbúnaðar. Til dæmis er
því að hlutdeild landbúnað
í heildarútgjöldum ESB læ
í 46%, samanborið við 49
Nánari útlistun á áhrifum
opinberan stuðning við eins
greinar má finna í skýrsl
fræðistofnunar frá 1995 og
isráðuneytisins frá árinu 20
Uppbyggingarstyrkir
Fjórir sjóðir veita styrki
velli uppbyggingarstefnu
sambandsins: Evrópski
sjóðurinn, Landbúnaðar
(uppbyggingarhlutinn),
vegssjóðurinn og Félagsm
Evrópu. Styrkjum úr öllum
sjóðum er úthlutað eftir
markmiðum eða málaflokk
eru:
1. Aðstoð við svæði sem dre
aftur úr efnahagslega.
við svæði samkvæmt N
skilgreiningunni sem haf
framleiðslu undir 75% a
tali ESB.1 Svæði með fæ
íbúa á ferkílómetra í A
Svíþjóð og Finnlandi fa
undir 1. markmið.2 Um
fjármunum uppbyggin
unnar fara til að uppfy
markmið.
2. Stuðningur við efnahag
lagslega endurskipu
svæða sem eiga við ker
atvinnuleysisvandamál a
Um 11,5% af fjármun
byggingarstefnunnar
þessa markmiðs.
3. Almennur stuðningur v
markaðsverkefni, s.s. st
un. Svæði sem falla undir
mið hafa ekki rétt á
samkvæmt þessu markm
12,3% af fjármunum upp
arstefnunnar fara til þes
miðs.
Til viðbótar styrkir S
sjóðurinn (e. cohesion fund
umfangsmikil uppbyggin
efni – fyrst og fremst í sa
málum – í fátækustu ríkj
bandsins.
Ef gert er ráð fyrir a
verði skipt í tvö NUTS II s
höfuðborgarsvæði annars
landsbyggð, hins vegar,
vera að landsbyggðin með
þúsund íbúa hefði rétt á
samkvæmt 1. markmiði. Hu
er að réttur til styrkja á gru
og 3. markmiðs gæti sk
staðbundið atvinnuleysi
muna frá því sem nú er. Ein
frumkvæðisverkefni framk
stjórnar ESB: LEADER
ERREG, hugsanlega nýs
ingum að einhverju leyti.
Í skýrslu Hagfræðistofn
1995 var áætlað að uppby
styrkir til Íslendinga gæt
um 1,2 til 1,5 milljörðum kr
Þetta samsvarar u.þ.b. 1
milljörðum á verðlagi dags
Styrkirnir krefjast þó, næ
tekningalaust, mótframla
nemur að minnsta kosti
heildarkostnaðar og er þe
að stofna til nýrra verkefna
yfirtaka eldri verkefni s
voru fjármögnuð af Ísle
sjálfum. Inni í þessum up
eru framlög til uppbyggin
arútvegs. Hlutur sjávarútv
byggingarstyrkjum í D
voru um 17% árið 2000. Ve
hve sjávarútvegur leikur s
verk í atvinnulífi hérlendis
þess hve lítill tekjumunur
landsvæða á Íslandi er
varlegt að áætla að sambær
þessu ári er þetta hlutfall
0,4539015%. Samkvæmt þjóð-
hagsáætlun Þjóðhagsstofnunar er
áætlað að verg þjóðarframleiðsla
Íslendinga árið 2002 verði rúmir
759 milljarðar króna og yrði þjóð-
arframleiðsluframlag Íslendinga
því 3.448 milljónir króna sam-
kvæmt fyrrgreindum reglum, ef
miðað er við yfirstandandi ár.
Þegar hefur verið ákveðið að
lækka virðisaukaframlagið niður í
0,5% af samræmdum skattstofni í
tveimur áföngum fram til 2004.
Þessari breytingu verður mætt með
samsvarandi hækkun þjóðarfram-
leiðsluframlags. Engin veruleg
breyting á hreinu framlagi aðildar-
ríkjanna er því fyrirsjáanleg vegna
þessa.
Auk þessara útgjalda Íslands er
reiknað með að önnur framlög, s.s.
til evrópska fjárfestingarbankans,
nemi á bilinu 200 til 400 milljónum
króna árlega. Þá mun kostnaður
vegna EES-samningsins og EFTA
sparast við inngöngu í bandalagið. Í
skýrslu utanríkisráðherra er þessi
kostnaður sagður nema um 430
milljónum árið 1999, eða um 500
milljónum á núgildandi verðlagi.
Þessi kostnaður er hér notaður sem
neðri mörk á kostnað vegna EES-
samnings.
B. Mótframlög ESB
Hugsanleg mótframlög ESB til
Íslands er mun erfiðara að meta þar
sem niðurstaðan myndi ráðast í að-
ildarviðræðum. Í skýrslu Hagfræði-
stofnunar til ríkisstjórnar Íslands
var sérstaklega fjallað um styrkja-
kerfi ESB og hvað Íslendingar
mættu búast við að fá til baka af
framlagi sínu til fjárlaga ESB vegna
þess. Í þessari greinargerð er stuðst
við þessa mun ítarlegri úttekt, en
reynt er eftir fremsta megni að taka
tillit til helstu breytinga sem orðið
hafa frá þeim tíma er hún var gerð.
Landbúnaðarstyrkir
Innganga í ESB myndi hafa um-
talsverð áhrif á opinberan stuðning
við landbúnað. Styrkir til landbún-
aðar eru hlutfallslega lægri í Evr-
ópusambandinu en á Íslandi, en
óvíst er hvort innganga í ESB hefði
umtalsverð áhrif á heildarstuðning
til greinarinnar hér á landi. Í aðild-
arsamningum Austurríkis, Svíþjóð-
ar og Finnlands eru sérákvæði sem
heimila sérstaka innlenda styrki til
landbúnaðar á norðlægum slóðum,
umfram það sem sameiginleg land-
búnaðarstefna ESB gerir ráð fyrir.
Eðlilegt er að gera ráð fyrir því að
innganga í ESB, sem slík, muni ekki
hafa áhrif á heildarstuðning við ís-
lenska bændur. Í ljósi framan-
greinds sérákvæðis um norðlægan
búskap má skoða ákvörðun um
breytingar á heildarumfangi stuðn-
ings við bændur sem sjálfstæða
ákvörðun. Það er því aðeins hlut-
deild ESB í kostnaði vegna sameig-
inlegu landbúnaðarstefnunnar sem
reikna skal þegar styrkir vegna
landbúnaðar á Íslandi er skoðaðir.
Ef tölur úr skýrslu Hagfræðistofn-
unar frá 1995 eru uppfærðar til nú-
verandi verðlags má ætla að framlag
ESB til landbúnaðar á Íslandi yrði á
bilinu 3 til 3,6 milljarðar króna á ári.
Gera má ráð fyrir einhverjum
samdrætti styrkja til landbúnaðar
innan ESB á næstu árum og áratug-
um, ekki einungis í tengslum við
stækkun ESB til austurs, heldur
einnig á grundvelli þeirrar langtíma-
stefnu sambandsins að draga jafnt
og þétt úr framleiðslustyrkjum til
Greinargerð sem Hagfræðist
Áhrif aðild
Íslands að E
á ríkisfjárm
VANDI BUGL OG OPIN UMRÆÐA
VÆNDI Á ÍSLANDI
Upplýsingar um vændi á Ís-landi, sem fram komu á ráð-stefnu Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna um baráttu gegn
verzlun með konur í síðustu viku, hafa
vakið talsverða athygli. Tinna Víð-
isdóttir, lögfræðingur hjá sýslumann-
inum á Keflavíkurflugvelli, sat ráð-
stefnuna og greindi frá því í
fjölmiðlum, m.a. hér í blaðinu sl. laug-
ardag, að eistneska og lettneska lög-
reglan teldi sig hafa öruggar upplýs-
ingar um að þarlendar
nektardansmeyjar hefðu stundað
vændi hér á landi. Fram kom að
vinnuveitendur stúlknanna á Íslandi
hefðu lagt að þeim að stunda vændi og
hótað þeim ofbeldi ef þær segðu frá.
Þá hefðu stúlkurnar verið beittar
blekkingum til að fá þær til að stunda
vændi.
Þessar upplýsingar koma því miður
ekki á óvart, en þær eru enn frekari
staðfesting á margs konar vísbend-
ingum og grunsemdum, sem fram
hafa komið á undanförnum misserum
um að vændi sé stundað hér á landi.
Slíkar vísbendingar hafa borizt lög-
reglu, heilbrigðisstarfsfólki, starfs-
mönnum Stígamóta og fleiri aðilum.
Í samtali Morgunblaðsins við Tinnu
Víðisdóttur kom fram að von væri á
nánari upplýsingum frá eistnesku og
lettnesku lögreglunni um þessi mál.
Það er full ástæða til þess fyrir ís-
lenzk löggæzluyfirvöld að fylgja
þessu máli fast eftir og jafnvel leita
eftir milliliðalausum viðtölum við
stúlkurnar, sem um ræðir, til að kom-
ast að hinu sanna í málinu. Það er
ólöglegt að hvetja til eða standa fyrir
vændi og nýta sér þannig oft og tíðum
neyð þeirra, sem leggjast svo lágt að
selja líkama sinn. Lögreglan á að
leggja áherzlu á það að koma höndum
yfir þá, sem kunna að hafa hvatt til
slíks.
Þær umræður um veitingu atvinnu-
leyfa til nektardansara frá löndum ut-
an Evrópska efnahagssvæðisins, sem
fram fóru á ráðstefnunni og Tinna
Víðisdóttir greindi frá hér í blaðinu,
eru umhugsunarverðar. Fram kom að
hennar sögn að slíkt tíðkist ekki ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Sú skoð-
un kom fram á ráðstefnunni að með
því að veita dansmeyjum atvinnuleyfi
væru stjórnvöld að búa í haginn fyrir
menn og samtök sem hagnast á verzl-
un með konum. Þannig væru „íslenzk
stjórnvöld í hlutverki melludólgs“
eins og það var orðað.
Það er rétt sem fram kemur hjá
Páli Péturssyni félagsmálaráðherra í
Morgunblaðinu í dag, að það tekur
ekki fyrir innflutning erlendra nekt-
ardansara að hætta útgáfu atvinnu-
leyfa til dansmeyja frá ríkjum utan
EES. Hins vegar er ljóst að veiting
slíkra leyfa orkar tvímælis og það get-
ur þjónað ákveðnu markmiði að tak-
marka þau. Í fyrsta lagi koma þessar
stúlkur margar hverjar frá löndum í
Austur-Evrópu, þar sem órækar
sannanir eru fyrir skipulagðri glæpa-
starfsemi, sem meðal annars gengur
út á mansal og kynlífsþrælkun. Get-
um við lokað augunum fyrir þeim
möguleika að slík starfsemi teygi
anga sína hingað til lands? Í öðru lagi
er vitað að víða erlendis hefur þróunin
orðið sú að hefðbundin vændishús
hverfa, en í staðinn koma nektardans-
staðir og nuddstofur, þar sem vændið
er falið innan um löglega starfsemi,
m.a. í skjóli svokallaðs einkadans,
sem borgaryfirvöld í Reykjavík hafa
nú góðu heilli bannað á nektardans-
stöðum. Í þriðja lagi er óneitanlega
styttra frá þeirri markaðssetningu og
sölu mannslíkamans, sem felst í nekt-
ardansi, yfir í hreinræktað vændi en á
við um flesta aðra atvinnu sem er-
lendir borgarar stunda hér sér til lífs-
viðurværis.
Vændi er samfélagsmein. Ef sann-
anir fást fyrir því að það sé stundað
hér með skipulögðum hætti, eiga
stjórnvöld að gera allt, sem í þeirra
valdi stendur, til að uppræta það.
Vandamál í rekstri heilbrigðiskerf-isins varða heill almennings og
myndu seint teljast einkamál stjórn-
enda og yfirmanna. Þegar upp koma
vandamál innan ákveðinna sviða í
heilsugæslu er það skylda þeirra, sem
best þekkja til, að láta í sér heyra og
benda á brestina. Þess vegna vekur
furðu að Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
skuli bregðast við ummælum Ólafs Ó.
Guðmundssonar, yfirlæknis barna- og
unglingageðdeildar (BUGL) Land-
spítala, um vanda deildarinnar með
því að segja að það sé ekki hlutverk
Ólafs á spítalanum að senda út frétta-
tilkynningar. Þessi orð bera vitni
hugsunarhætti, sem á ekkert erindi í
stjórnsýslu opins lýðræðisríkis í upp-
hafi 21. aldarinnar.
Ólafur Ó. Guðmundsson greindi frá
því eins og fram kom í Morgunblaðinu
á laugardag að fyrirskipað hefði verið
að draga úr þjónustu deildarinnar og
hafist hefði verið handa um helgina.
Ástæðan væri sú að heilbrigðis- og fé-
lagsmálaráðuneyti hefði ákveðið að
segja upp þjónustusamningi milli
BUGL, Barnaverndarstofu og SÁÁ,
sem hefði í för með sér 43 milljóna
króna samdrátt í þjónustu BUGL á ári
og þýddi uppsagnir 7 til 15 starfs-
manna.
Almenningur reiðir sig á heilbrigð-
isþjónustuna í landinu og hún þarf að
vera í lagi þegar mest ríður á. Fáir
vita betur hvað þarf til að halda uppi
þeirri þjónustu, sem almenningur
gerir kröfu til, en sérfræðingarnir,
sem sjá um sjúklingana. Þeir vita
hverjar þarfirnar eru og hvað ber að
gera til að þeim sé fullnægt. Ef það er
ekki hlutverk þeirra að benda á þegar
þeim þykir að skera eigi niður þjón-
ustu með þeim hætti að vegið sé að
hagsmunum sjúklinganna má spyrja
hvers hlutverk það sé eiginlega. Í
raun má snúa forsendunum við og
segja að það sé einmitt þeirra hlut-
verk – og þeirra skylda – að stíga
fram, en ekki að sitja og þegja og þeg-
ar það gerist á að svara því með þeim
hætti að almenningur verði upplýstur
um hvað sé á ferðinni, í stað þess að
snupra lækna eða aðra, sem sinna
þessari sjálfsögðu upplýsingaskyldu.