Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VEÐRIÐ lék svo sannarlega við
landsmenn í gær og í Hjarðarlandi í
Biskupstungum fór hitinn upp í 21
gráðu. Veður á suðvesturhorninu
var sömuleiðis gott líkt og stúlk-
urnar á myndinni bera glöggt vitni
um. Létu þær sig ekki muna um að
henda sér út í fyssandi Elliðaárnar í
veðurblíðunni í gær.
Morgunblaðið/Jim Smart
Út í fyssandi
Elliðaár
Slakað á/6HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands telur í
nýrri skýrslu fyrir forsætisráðuneytið að hreint
framlag Íslands myndi væntanlega meira en tvö-
faldast við fulla stækkun Evrópusambandsins,
ESB, eða frá því að vera um 3,7 til 5,6 milljarðar á
ári fyrir stækkun í 8,3 til 10,1 milljarð eftir stækk-
un.
Með bréfi dagsettu 9. maí sl. fór forsætisráðu-
neytið fram á það við Hagfræðistofnun að sér-
fræðingar hennar endurreiknuðu og uppfærðu
mat á hreinum framlögum Íslands til ESB sem
stofnunin reiknaði árið 1994 að beiðni utanríkis-
ráðuneytisins og birtist í skýrslu fjögurra stofn-
ana Háskóla Íslands til ríkisstjórnarinnar árið
1995. Stofnunin var einnig beðin að leggja mat á
hvað hrein framlög Íslands gætu breyst við fyr-
irhugaða stækkun sambandsins til austurs.
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir við
Morgunblaðið að skýrsla stofnunarinnar sé mjög
vel unnin og niðurstöðurnar komi ekki á óvart.
„Ég tel afar þýðingarmikið fyrir þá sem eru allt-
af að tala um að þeir vilji umræðu um Evrópusam-
bandið, að þeir hafi gögnin og réttar forsendur
fyrir hendi í þeirri umræðu. En á daginn kemur að
þeir vilja helst ekki hafa neinar staðreyndir, held-
ur bara tala um skýjafarið og óskhyggju. Það er
því afar þýðingarmikið að þetta liggur núna fyrir
og er vel unnið af hálfu Hagfræðistofnunar Há-
skólans,“ segir Davíð.
Ekki tekið tillit til breyttra forsendna,
segir utanríkisráðherra
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að
skýrslan sé innlegg í umræðuna um Evrópumál en
hann gagnrýnir hana jafnframt og átelur vinnu-
brögð Hagfræðistofnunar. Hún hafi t.d. ekki leitað
eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eða
sendiráði Íslands í Brussel.
„Hagfræðistofnun er með þessari skýrslu að
framreikna tölur sem hún reiknaði árið 1995 og
mat það svo þá að nettókostnaður yrði á bilinu 2 til
3 milljarðar króna. Nú reiknar hún kostnaðinn
fyrir stækkun upp á 3,7 til 5,6 milljarða. Við í utan-
ríkisráðuneytinu gerum margar athugasemdir við
þennan framreikning því stofnunin tekur ekki til-
lit til breyttra forsendna nema að litlu leyti,“ segir
Halldór. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte &
Touche er að vinna skýrslu að beiðni utanríkis-
ráðuneytisins þar sem meta á kostnaðinn við aðild
að Evrópusambandinu og vonast Halldór til að
raunsannara mat fáist með þeirri skýrslu en feng-
ist hefur til þessa.
Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður
Samfylkingarinnar, gagnrýnir einnig skýrsluna
og telur niðurstöður hennar vera byggðar á hæpn-
um grunni. Hún segir það líka grátbroslegt að
fylgjast með hvaða skilaboð berist frá ríkisstjórn-
inni til þjóðarinnar í Evrópumálum. Það sé ekki
langt síðan Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
hafi kynnt að hann væri að láta reikna út kostnað
við Evrópusambandsaðild fyrir utanríkisráðu-
neytið. „Þær niðurstöður eru ekki komnar eftir
því sem ég best veit og þá ryðst forsætisráðherra
fram á völlinn með sína prívatkönnun, sem hann
lætur gera á meðan Halldór er í útlöndum,“ segir
Bryndís.
Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ fyrir forsætisráðuneytið um ESB-aðild
Kostnaður 8–10 milljarð-
ar á ári eftir stækkun
Áhrif aðildar/26–27
Viðbrögð/10
GENGI hlutabréfa í líftæknifyrir-
tækinu deCODE hækkaði um 0,95%
á bandaríska Nasdaq-hlutabréfa-
markaðinum í gær. Gengi bréfanna
var 4,09 Bandaríkjadalir þegar
markaðinum var lokað.
Gengi bréfanna á mánudag var
4,05 dalir sem er lægsta gengi þeirra
frá upphafi. Miðað við það var mark-
aðsvirði deCODE um 16,5 milljarðar
íslenskra króna. Markaðsvirði fé-
lagsins fór hæst í 106,5 milljarða
króna eftir að hlutabréf þess voru
opinberlega skráð fyrir um 20 mán-
uðum.
Hlutabréfaverð deCODE hefur
lækkað um tæp 60% frá síðustu ára-
mótum. Bandarísku verðbréfafyrir-
tækin JP Morgan og Robertson
Stephens mæla enn með kaupum á
hlutabréfum í félaginu. Fyrirtækið
Shapman Advisory Group leggur
hins vegar til að fjárfestar hinkri lít-
ið eitt við og sjái hver framvindan
verður.
Gengi
deCODE
hækkaði
í gær
deCODE/17
ÍBÚÐAVERÐ í Skuggahverfi í
Reykjavík verður á bilinu 11,3–40
milljónir króna, að sögn Einars Inga
Halldórssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins 101 Skuggahverfi hf.,
en sala á íbúðunum er hafin. Ráð-
gert er að fyrstu íbúðirnar verði af-
hentar snemma árs 2004.
Einar segir verðið fara eftir stærð
og staðsetningu íbúðanna en þær
verða á bilinu 54 til rúmlega 200 fer-
metra að stærð. Auk þess sé um
margar mismunandi gerðir íbúða að
ræða.
Alls verða byggðar 250 íbúðir í 18
íbúðabyggingum á svæðinu.
Morgunblaðið/Arnaldur
Byrjað að selja íbúðir í Skuggahverfi
Verð íbúða allt
að 40 milljónum
Íbúðaverð/13
SPJÖLL voru unnin á kirkjugarðin-
um í Gufunesi í gærkvöldi en tilkynnt
var um skemmdirnar til lögreglunnar
í Reykjavík um áttaleytið.
Skemmdir voru unnar á um 50 leið-
um þar sem bæði var búið að sparka
upp blómum, róta í leiðum og traðka á
þeim. Ekki er vitað hverjir voru að
verki, að sögn lögreglu sem þiggur
allar upplýsingar um mannaferðir við
kirkjugarðinn síðdegis í gær. Lög-
reglan lítur málið alvarlegum augum
þar sem um tilfinningalegt tjón er að
ræða í mörgum tilvikum.
Spjöll unnin á
50 leiðum í
Gufunesi
SIGURÐUR Grétar Ottósson, bóndi
á Ásólfsskála, hóf slátt í gær á um 5
hektara túni fyrir sunnan bæinn.
Aðspurður sagði hann að vorið
hefði verið mjög gott. Kýrnar hefðu
verið settar út 16. maí í góðan kúa-
haga og núna 4. júní þegar hann hæfi
slátt í sérstöku blíðviðri og 18 stiga
hita vænti hann að sumarið yrði gott.
Sláttur hefst að þessu sinni nokkru
fyrr hér í sveit en í fyrra.
Sláttur er
hafinn undir
Eyjafjöllum
Holti. Morgunblaðið.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦