Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 45 DAGBÓK Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. júní, er níræð Lilja Ólafs- dóttir frá Vík í Mýrdal, Vogatungu 99, Kópavogi. Lilja er að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. júní, er fimmtug Aldís Jón- ína Höskuldsdóttir, útgerð- armaður, Laugarásvegi 31, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Aðalbjörn Jóa- kimsson. Þau verða með op- ið hús á heimili sínu á af- mælisdaginn milli kl. 17–20. LJÓÐABROT STÖKUR Inn í mína eigin sál ótal skína geislabál, við það dvínar tregi og tál, trú fær sýn og hressist mál. Nætur langar færast fjær, frerar strangir dvína. Vors með angan blíður blær baðar vanga mína. Í annarra og eigin sál öllu ljós að glæða, láttu ekki tímans tál trufla þig né hræða. Guðjón Þorsteinsson. SEX lauf er allgóð slemma í NS, en ekki auðveld í sögnum – allar leiðir virð- ast liggja í fjóra spaða: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD9543 ♥ 8 ♦ Á2 ♣Á1073 Vestur Austur ♠ 6 ♠ G872 ♥ D9643 ♥ KG1052 ♦ DG84 ♦ 763 ♣D95 ♣K Suður ♠ K10 ♥ Á7 ♦ K1095 ♣G8642 Á æfingu landsliðsins um helgina voru Þröstur Ingimarsson og Bjarni Einarsson með spil NS á móti Birni Theódórssyni og Páli Bergssyni. Bjarni vakti létt á einu Standard- laufi í upphafi og sló svo hvergi af í framhaldinu: Vestur Norður Austur Suður Páll Þröstur Björn Bjarni – – – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 3 tíglar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Dobl Redobl Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 6 lauf Allir pass Endursögn Bjarna á einu grandi takmarkaði höndina við 11–13 punkta í þeirra kerfi. Þröstur krafði í geim með tveimur tíglum og Bjarni sýndi skipt- inguna með hækkun í þrjá tígla. Þá tók Þröstur undir laufið og auglýsti eftir fyr- irstöðusögn. Margur hefði látið nægja að lyfta í fimm lauf með þessa lágmarks- opnun, en Bjarni sýndi tíg- ulfyrirstöðuna og síðar hjartaásinn með redobli. „Það þýðir ekki að sjá eftir því að hafa opnað,“ sagði Bjarni og það er alveg hár- rétt athugað. Slemman var auðunnin. Bjarni fékk út hjarta, sem hann tók og spilaði strax trompi á ás og meira laufi. Spaðann gat hann svo frí- að með trompun síðar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. e3 Rf6 4. Rf3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Bb4 8. Bd2 O-O 9. O-O Rbd7 Staðan kom upp í úrvals- flokki II á minningarmóti Capablanca sem lauk fyrir skömmu í Havana. Mauri- cio Vassallo (2438) hafði hvítt gegn Silvinho Garcia (2395). Sá síðar- nefndi féll í þekkta byrjunar- gildru og sá sig tilneyddan til að gefast upp eftir 10. Rxd5! Upp- gjöfin er snemma á ferð- inni en svartur tapar óhjá- kvæmilega peði og fær í kjölfarið óteflandi stöðu. Lokastaða flokksins varð þessi: 1. Salva- dor Del Rio (2495) 8½ vinning af 11 mögulegum. 2. Sergio Cacho (2469) 7 v. 3.-4. Mauricio Vassallo (2438) og Zenon Franco (2510) 6½ v. 5.-7. Rodney Perez (2425), Juan Borges (2438) og Aryam Abreu (2480) 5 ½ v. 8. Helgi Áss Grétarsson (2521) 5 v. 9. Yuri Gonzalez (2444) 4½ 10.-11. Jose Al- varez (2403) og Silvinho Garcia (2395) 4 v. 12. Rene Alonso (2398) 3½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. AFMÆLI STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert stríðin(n) og fyndin (n). Þú býrð yfir mikilli orku og nýtur þess að stússast í hinu og þessu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þar sem tunglið er í stjörnu- merkinu þínu ætti þér að reynast auðvelt að fá þínu framgengt í dag. Ekki láta þetta tækifæri renna úr greipum þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú skalt sinna málum er varða samskipti þín og opin- berra stofnana. Ekki stinga þeim lengur undir stól því þau hverfa ekki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gefðu vini þínum aukalega af tíma þínum í dag. Ef þú hefur samband við hann eða hana með heimsókn eða með sím- tali verður það til að gleðja báða aðila. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sama hversu annríkt þú átt, þá skaltu gefa þér 15 mínútur í einrúmi. Best væri ef þú gætir gefið þér klukkustund til að ná í skottið á sjálfri/sjálf- um þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú skalt leggja á ráðin með vini um ferð út úr bænum á næstunni. Ekki hætta við ferðalög á þeim forsendum að þú getir farið seinna. "Seinna" er mjög skammur tími. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Talaður við foreldra þína, eða einhvern sem þú berð virð- ingu fyrir, um það hvernig þú getir dregið úr skuldasöfnun. Hlýddu á þá sem eru reynsl- unni ríkari. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver er tilbúinn til að að- stoða þig í málefnum er varða ferðalög, lögin eða menntun á háskólastigi. Skynsöm mann- eskja þiggur ráð sem gefin eru af góðum ásetningi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver gæti gefið þér eða lánað þér eitthvað sem verður þér heilsubætandi. Ef þetta er tækifæri til að komast í gott form, þá skaltu grípa það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver kann að vera tilbúinn til að taka þátt í skapandi verkefni eða fjármálaævin- týri. Þú nýtur þess þegar langsóttir hlutir ganga upp. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Veittu beina aðstoð við verk- efni heima fyrir. Afraksturinn verður skilvirkara kerfi sem þú getur reitt þig á varðandi stuðning í framtíðinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hafðu samband við ættingja eða systkini og bjóddu í heim- sókn. Njóttu þess að hitta við- komandi í þægilegu umhverfi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kauptu eitthvað til heimilis- ins sem færir þér og fjölskyld- unni gleði. Þú ert í stríðnis- skapi þessa dagana. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. júní, er sextugur Haraldur Sigurðsson, Spóahólum 14, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Ragnhildur Ólafsdóttir, taka á móti gestum föstudaginn 7. júní í Garðaholti, Garðabæ, frá kl. 19-22. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. júní, er áttræður Ingibergur E.S. Jónsson húsasmiður, Kirkjuvegi 12, Keflavík. Eiginkona hans er Elín Guð- rún Ingólfsdóttir. Þau dvelja í sumarhúsi sínu við Þing- vallavatn á afmælisdaginn. Smælki              Hvernig viltu fá kók- oshnetuna þína á morgun? Guðsþjónusta aldraðra í Grensáskirkju. Í dag kl. 14 fer fram í Grensáskirkju guðsþjónusta eldri borgara á vegum Elli- málaráðs Reykjavíkurprófastsdæma. Guðsþjónustan er liður í árlegum Sum- ardögum aldraðra í kirkjunni. Við þessa guðsþjónustu þjónar sóknarprestur Grensáskirkju, sr. Ólafur Jóhannsson. Kvenraddir úr Kirkjukór Grensáskirkju syngja og leiða almennan söng við org- elleik Árna Arinbjarnarsonar, organista kirkjunnar. Að guðsþjónustu lokinni er á boðstólum í safnaðarheimili kirkjunnar kaffi og meðlæti í boði sóknarnefndar Grensássafnaðar en reitt fram af konum úr Kvenfélagi Grensássóknar. Verum öll velkomin í Grensáskirkju í dag. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomn- ir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili frá kl. 10–12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30. Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Safnaðarstarf  Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og sím- tölum í tilefni af 70 ára afmæli mínu 25. apríl sl. Einnig öllum þeim sem hjálpuðu mér á einn eða annan hátt þá og síðustu tvö ár. Guð blessi ykkur öll. Lóa Jónsdóttir frá Árbæ, Hólavangi 4, Hellu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.