Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FIMM manns hlutu skotsár í óeirð- um í Belfast á N-Írlandi í fyrrinótt. Þetta var fjórða kvöldið í röð sem til átaka kemur milli mótmælenda og kaþólikka annars vegar og milli óeirðaseggjanna og lögreglunnar hins vegar en lögreglan varð illa úti er hún reyndi að stilla til friðar. Nítján lögreglumenn særðust í átökunum skv. frétt PA en kalla hefur þurft út varalið lögreglunnar til að kveða bardagana niður. Eins og fyrri daginn kom til átaka milli kaþólikka og mótmælenda sem búa í nokkru návígi við tilteknar götur í Austur-Belfast. Höfðu mótmæl- endur verið að minnast þess að fimmtíu ár eru nú liðin frá því að Elísabet II. var krýnd drottning. Er talið að allt að eitt þúsund manns hafi tekið þátt í götubardögunum í fyrrinótt. Talsmaður lögreglunnar fullyrti að öfgahópar sam- bandssinna (UDA og UVF) og lýð- veldissinna (IRA) stæðu fyrir átök- unum. Hann vildi þó ekki svara því hvort það þýddi að vopnahlé hóp- anna væru fyrir bí. Mark Durkan, aðstoðarforsæt- isráðherra í heimastjórn Norður- Írlands, en hann kemur úr röðum hófsamra kaþólikka, tók undir þessi orð. „Svo virðist sem ýmis öfgasamtök séu tilbúin til að stuðla að spennu og vandræðum í þeirri trú að þau hagnist á afleiðing- unum,“ sagði hann. Hvatti Colin Cramphorn, aðstoð- arlögreglustjóri, bæði kaþólikka og mótmælendur til að sýna stillingu. Kona gengur framhjá bíl, sem skemmdur var í óeirðum í fyrrakvöld í Belfast. Kalla varð út varalið lögreglu til að binda enda á átökin. Harðir bardag- ar í Belfast ÍRANSKA fréttastofan IRNA sagði í gær, að nýlega hefði sést til talibanaleiðtogans Muham- ed Omars í Helmand-héraði í Suðvestur-Afganistan, en þar hafa breskir hermenn gert mikla leit að honum. Hafði fréttastofan það eftir héraðs- stjóranum, að Omar hefði verið þar á ferð ásamt einhverjum hópi manna. Hann flýði frá Kandahar eftir uppgjöf talib- ana fyrir hálfu ári og hefur hans verið leitað mikið síðan. Kúariða í Ísrael ÍSRAELSKA landbúnaðar- ráðuneytið tilkynnti í gær, að komið væri upp fyrsta tilfellið um kúariðu í Ísrael. Fannst hún í tíu vetra kú, sem slátrað var í Golan-hæðum. Hefur ráðuneytið farið fram næstum einn milljarð íslenskra króna til að koma í veg fyrir, að riðan breiðist út. Hefur nú sala á kjöti af gripum, sem eru eldri en 30 mánaða, verið bönnuð en á þeim aldri kemur sjúkdóm- urinn oft fyrst fram. Erfið sjúk- dómsgreining LÍTIL, sænsk stúlka, sem átt hefur við öndunarerfiðleika að etja í sjö mánuði, hefur nú feng- ið bót meina sinna. Í ljós kom, að jarðhneta var föst í annarri nösinni en það hafði farið fram hjá þremur læknum. Sá fjórði fann hana og fjarlægði. Það var ekki aðeins, að stúlkan ætti bágt með að draga andann vegna hnetunnar, heldur olli hún því líka, að hún misst allt lyktarskyn. „Ég finn blómailm“ var það fyrsta, sem hún sagði er hnetan var á burt. Kaþólskir kvenprestar? ELLEFU konur ætla að láta vígjast sem kaþólskir prestar síðar í þessum mánuði þótt þær eigi það á hættu að vera settar út af sakramentinu fyrir vikið. Er um að ræða þrjá austurrísk- ar, þrjár þýskar og fimm bandarískar konur og mun vígslan fara fram á leynilegum stað í „Mið-Evrópu“ 29. júní. Mayr-Lumetzberger, fyrrver- andi nunna, sem nú er gift kona, sagði, að ónefndur, kaþ- ólsku prestur myndi annast vígsluna. Minnti hún á, að helmingur kristinna manna væri konur. Nokkrir frammá- menn í kirkjunni hafa fordæmt þessa fyrirætlan og ítrekað, að í kaþólskum sið megi aðeins karlar vera sáluhirðar. Lest í gegnum rútu ÞRJÁTÍU manns að minnsta kosti týndu lífi í gær er hraðlest tætti í sundur yfirfulla fólks- flutningabifreið við borgina Izzatnagar á Austur-Indlandi. Talsmaður indversku járn- brautanna sagði, að bílstjórinn hefði opnað öryggishlið við teinana og reynt að komast yfir þá þótt hann hefði vitað, að hliðið var lokað vegna þess að lestin var að koma. STUTT Talibana- leiðtoginn sást í Afg- anistan SVOKÖLLUÐ „pólitísk rétt- hugsun“ hefur nýverið sætt harka- legri gagnrýni í Bandaríkjunum og hafa foreldrasamtök og mennta- menn mótmælt þessu bandaríska menningarfyrirbæri opinberlega í því augnamiði að koma menntun barna sinna til varnar. Upphlaup- inu ollu fregnir af því að á vegum menntamálaráðuneytis New York- ríkis hafi vísvitandi verið gerðar „hreingerningar“ á skrifum þekktra höfunda, þ. á m. fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, Kofis Annans, til þess að fjarlægja orð sem gætu virst orka tvímælis. Móðgandi orð Ritin eru hluti af árlegum ensku- prófum, þar sem nemendur eru beðnir að segja skoðanir sínar á skrifum bandarískra og erlendra höfunda. En hvað er til bragðs að taka ef þessi skrif innihalda móðg- andi orð eða tilvísanir til kynþáttar, trúar, kynhneigðar eða beinlínis gagnrýni á bandarísk stjórnvöld? Það var í slíkum tilvikum sem menntamálayfirvöld gripu til rit- skoðunar. Samkvæmt gögnum er lögð voru fram á blaðamannafundi í New York á mánudaginn hafa 20 af 26 textabrotum sem notuð hafa verið á enskuprófum undanfarin þrjú ár verið hreinsuð og fjarlægt úr þeim allt sem skilja mætti sem móðg- andi. Þar á meðal var ræða eftir Annan, þar sem hann nefnir að bandarískur almenningur sýni SÞ eindreginn stuðning „burtséð frá því hvað er sagt eða gert í þinginu“. Hafði síðasti hluti setn- ingarinnar verið strikaður út til þess að forðast svo mikið sem dulda gagnrýni á bandaríska þing- ið. Of mikið af Guði Skrif Elies Wiesels, sem lifði af helförina gegn gyðingum og hlaut síðar Nóbelsverðlaun, voru tálguð til vegna þess hve oft hann talar um Guð. „Maðurinn, sem skapaður var í mynd Guðs, vill vera frjáls líkt og Guð er frjáls,“ skrifaði Wiesel í einni af sínum þekktustu ritgerðum. Menntamálaráðuneytið vildi fyrir alla muni forðast að upp kæmu umræður um gildi trú- arinnar og einfaldaði því hlutina svolítið: „Maðurinn vill vera frjáls.“ Í smásögu eftir rússneska rithöf- undinn Anton Tsjekhov var strikað út atriði þar sem auðug kona lætur þjónustufólk sitt fara úr hverri spjör til þess að hún geti leitað á því að stolnum skartgrip. En Er- nesto Galarza, sem skrifaði um mexíkóska innflytjendur í Kali- forníu, var aftur á móti „leiðréttur á listrænan máta“, þegar „gringo- dömu“ (gringo er spænskt slang- uryrði er merkir útlendingur, oft í niðrandi merkingu) var breytt í „bandaríska dömu“. Jeanne Heifetz, sem uppgötvaði þessar breytingar, sagði að próf sem þessi væru „hættuleg vitund- arþroska barnanna“. Donna Lieb- erman, framkvæmdastjóri Borg- araréttindasamtaka New York, sagði, að með svona ritskoðun væri troðið upp á nemendur „undarlegri bókstafstrú sem gefur ekkert rúm fyrir mismunandi menningar- hugmyndir“. Í beiðni sem send var mennta- málaráðherra New York-ríkis, Richard Mills, undirrituð af framá- mönnum í menntamálum og útgáfu, var þess krafist að þegar yrði látið af þessum aðferðum. „Burtséð frá spurningum um höfundarrétt og sanngirni teljum við þessar aðfarir óviðunandi fyrir menntun og stang- ast á við augljósa túlkun á fyrsta viðaukanum,“ sagði í beiðninni, og var þar skírskotað til viðauka við bandarísku stjórnarskrána, sem tryggir málfrelsi. Pólitísk rétthugsun for- dæmd í kjölfar ritskoðunar New York. AFP. ’ Hættulegt vitundarþroska barna ‘ GEORGE Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), ræddi í gær við Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, en Bandaríkjamenn reyna nú að miðla málum í Mið- Austurlöndum á nýjan leik. Ræddu þeir Tenet og Arafat um leiðir til að ná fram umbótum á ör- yggissveitum Palestínustjórnar, sem gagnrýndar hafa verið fyrir að þeim tækist ekki að afstýra ítrekuðum sjálfsmorðsárásum Pal- estínumanna gegn ísraelskum borgurum. Arafat er sagður hafa kynnt til- lögur sínar fyrir Tenet og fólu þær m.a. í sér fækkun liðsmanna í ör- yggissveitunum og að eftirlit með sveitunum yrði eflt til muna. Ara- fat hefur sagt að hann styðji breytingar á öryggissveitunum en sumir palestínskir stjórnarerind- rekar segja þörfina á umbótum ýkta, og að það sé hægara sagt en gert að tryggja að sveitirnar verði að fullu undir einni stjórn. Ofbeldi hélt áfram að setja svip sinn á stöðuna í Mið-Austurlönd- um en ísraelski herinn skaut í gær sextán ára palestínskan pilt til bana í bænum Hebron á Vest- urbakkanum. Hafði hann verið í hópi ungmenna sem köstuðu grjóti að hermönnum. Sleppa ekki Sadaat Í fyrrakvöld hafði palestínska heimastjórnin tekið þá ákvörðun að hlíta ekki úrskurði hæstaréttar heimastjórnarinnar þess efnis, að Ahmed Sadaat, leiðtoga Alþýðu- fylkingarinnar fyrir frelsun Palest- ínu (PFLP), skyldi sleppt úr haldi. Sadaat hefur verið í umsjá banda- rískra og breskra fangavarða í fangelsi á Vesturbakkanum und- anfarnar vikur í samræmi við sam- komulag sem náðist milli Ísraela og Palestínumanna í apríl. Heimastjórnin sagðist ekki geta sleppt Sadaat enda hefði Ísr- aelsstjórn hótað því að leita Sad- aat uppi sjálf, yrði honum sleppt úr haldi, en Ísraelar saka Sadaat um að hafa verið viðriðinn morðið á ferðamálaráðherra landsins í fyrra. Arafat og Tenet ræddu umbætur í öryggismálum Reuters Palestínsk kona í húsi sínu í Balata-flóttamannabúðunum í gær. Ísr- aelsher réðst á búðirnar og olli miklu tjóni á húsinu, einnig réðst herinn á búðir við borgina Nablus og skaut til bana 16 ára ungling í Hebron. Jerúsalem. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.