Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að mögulegt sé að útiloka
nektardansmeyjar frá Austur-Evr-
ópu frá störfum hérlendis með því að
stöðva útgáfu atvinnuleyfa handa
þeim. Þetta segir Páll í kjölfar frétta
um að eistneska og lettneska lögregl-
an telji sig hafa öruggar upplýsingar
um að þarlendar nektardansmeyjar
hafi stundað vændi hérlendis.
Páll segir hins vegar að ekki sé
hægt að hefta innflutning á erlendum
nektardansmeyjum með þessum ráð-
stöfunum, enda þurfi konur innan
EES ekki atvinnuleyfi til fá að dansa
á nektarstöðum hérlendis. Verði at-
vinnuleyfisskyldir dansarar stöðvað-
ir, megi búast við að eigendur nekt-
arstaðanna ráði í staðinn til sín
dansara innan EES. Aðspurður
hvort til álita komi að stöðva útgáfu
atvinnuleyfa til nektardansara utan
EES bendir Páll á að Vinnumála-
stofnun hafi raunar verið treg til að
veita þeim atvinnuleyfi. „Fjölda-
mörgum þeirra hefur verið vísað
frá,“ segir hann. Páll segir samt óhjá-
kvæmilegt að að skoða betur meint
tengsl vændis og nektarstaðanna
með nýjum hætti. „Við höfum aldrei
fengið neinar sannanir um vændi á
þessum stöðum. Við höfum heyrt
slúður, en engar sannanir og mér
finnst nauðsynlegt að fá nákvæmari
upplýsingar um þetta en koma fram í
Morgunlaðinu [1.júní].“
Í frétt blaðsins var greint frá ráð-
stefnu Norðurlands- og Eystrasalts-
þjóðanna um baráttu gegn verslun
með konur, sem lauk á föstudag. Ell-
isif Tinna Víðisdóttir, fulltrúi sýslu-
mannsins á Keflavíkurflugvelli, sat
ráðstefnuna og sagði við Morgun-
blaðið að mikla athygli hefði vakið á
ráðstefnunni að íslensk stjórnvöld
skyldu veita nektardansmeyjum at-
vinnuleyfi. Hún sagði ennfremur að
íslenska lögregla hefði haft grun um
að vændi færi fram á nektarstöðun-
um eða í tengslum við þá og upplýs-
ingar eistnesku og lettnesku lögregl-
unnar staðfesti þann grun. Páll segist
munu kalla eftir nánari upplýsingum
frá ráðstefnunni en um hana segist
hann ekki hafa vitað. „En ég vil
gjarnan kynna mér það sem þar hef-
ur komið fram og láta meta hvað það
er trúverðugt.“
Málflutningur
skaðar orðspor
Lögmaður Veitingahússins Aust-
urvallar ehf. sem rekur nektarstað-
inn Óðal hefur skorað á embætti
sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli
að gera nánari grein fyrir málflutn-
ingi fulltrúa hans um tengsl vændis
og nektarstaða. Í bréfi til sýslu-
mannsins segir að einungis tveir
rekstraraðilar næturklúbba fái út-
gefin atvinnuleyfi til handa dönsur-
um sínum og er Óðal annar þeirra.
Eigendur Óðals séu ósáttir við að
vera settir í þá stöðu að vera sakaðir
um tengsl við vændi. Slíkur málflutn-
ingur sé augljóslega til þess fallinn að
skaða rekstur Óðals og orðspor
þeirra kvenna sem þar starfa. Óðal
hafi í hvívetna farið eftir gildandi lög-
um og reglum og aldrei komist í kast
við yfirvöld vegna rekstrarins og fer
lögmaðurinn fram á að það sé upplýst
við hvaða staði sé átt og þeir nafn-
greindir, eða a.m.k. upplýst hvort Óð-
als sé getið í því sambandi. Þá kalli sú
fullyrðing, að útgáfa atvinnuleyfa frá
ríkisvaldinu sé ávísun á vændi í stað
þess að vera ákveðin trygging fyrir
réttarstöðu dansmeyjanna og for-
senda faglegra vinnubragða, á nánari
rökstuðning.
Í fréttatilkynningu frá Jóhanni
Benediktssyni, sýslumanni á Kefla-
víkurflugvelli, segir að Tinna Víð-
isdóttir eigi sæti f.h. embættisins í
ráðherraskipaðri nefnd til að fylgja
eftir sameiginlegu átaki Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna um
að koma í veg fyrir að konur frá
Eystrasaltsríkjunum séu beittar
kúgun og misnotaðar kynferðislega í
ábataskyni. Á ráðstefnunni hafi kom-
ið fram hörð gagnrýni á íslensk
stjórnvöld varðandi veitingu atvinnu-
leyfa til nektardansmeyja og hafi
Tinna komið þeim upplýsingum á
framfæri. Einnig hafi vakið verð-
skuldaða athygli upplýsingar frá lög-
reglunni í Eistlandi og Lettlandi um
að umrædd ríki hafi undir höndum
vitnisburði kvenna sem starfað hafa
hjá næturklúbbum á Íslandi um að
þær hafi verið látnar stunda vændi.
Þessum upplýsingum hafi fulltrúi
embættisins komið á framfæri. Þrátt
fyrir það sé það ekki hlutverk sýslu-
mannsins að ganga úr skugga um
sannleiksgildi þess sem fram kemur
hjá lögreglunni í þessum ríkjum. Það
hlutverk verði væntanlega í höndum
nýskipaðs átakshóps stjórnvalda.
Í yfirlýsingu frá framkvæmda-
stjóra Óðals f.h. hönd eigenda og
starfsfólks, segir m.a. að með einni
undantekningu hafi engir dansarar
frá Eystrasaltsríkjunum starfað á
Óðali. Öllum ásökunum um vændi
innan veggja Óðals er algjörlega vís-
að á bug. „Nektardansmeyjar um all-
an heim líta á atvinnu sína sem skýrt
afmarkaða þjónustu sem á ekkert
skylt við vændi eða mansal. Í þeirra
huga eru tengsl á milli vændis og
nektardans álíka mikil og á milli
myndlistar og knattspyrnu eða
snyrtifræði og sjómennsku,“ segir í
yfirlýsingunni. Kappkostað verði að
hreinsa Óðal af ásökunum um vændi.
Segir í yfirlýsingunni að einmitt
vegna atvinnuleyfa ríkisins og vand-
aðs reksturs þeirra staða sem grund-
valla starfsemi sína á slíkum leyfum
sé Ísland eftirsóttur áfangastaður
nektardansmeyja í fremstu röð og
sækist dansmeyjarnar eftir því að
koma hingað aftur, ár eftir ár.
Ekki í fyrsta skipti
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
upplýsingar koma fram að vændi
tengist rekstri nektarstaða hér á
landi. Í maí í fyrra leituðu fjórar eist-
neskar nektardansmeyjar til lögregl-
unnar í Reykjavík og sögðu að rek-
staraðilar nektarstaðarins Bóhems
hefðu óbeint hvatt þær til að stunda
vændi til að drýgja umsamin mán-
aðarlaun. Þá létu þær að því liggja að
vændi væri stundað á staðnum.
Stuttu síðar birtist viðtal við dönsku
nektardansmeyna Mariu Fiskar á
netútgáfu danska Extra-blaðsins þar
sem hún sagði að fjöldi vændis-
kvenna starfaði á Bóhem. Egill
Stephensen, saksóknari hjá lögreglu-
stjóranum í Reykjavík, segir rann-
sókn málsins á lokastigi og málsgöng
verði fljótlega send til ríkissaksókn-
ara.
Samdráttur í útgáfu
atvinnuleyfa
Aðeins nektardansmeyjar frá
löndum utan Evrópska efnahags-
svæðisins þurfa atvinnuleyfi og gilda
þau yfirleitt í þrjá mánuði en aldrei
lengur en í fjóra. Frá því Vinnumála-
stofnun hóf að veita nektardansmeyj-
um atvinnuleyfi um mitt ár 2000 hafa
verið veitt samtals 425 slík leyfi. Árið
2000 voru veitt 176 atvinnuleyfi, í
fyrra voru þau 208 en það sem af er
þessu ári hafa aðeins verið veitt 41 at-
vinnuleyfi vegna nektardansmeyja.
Fækkunin stafar af því að frá ára-
mótum hefur langflestum nektar-
stöðunum verið synjað um atvinnu-
leyfi fyrir dansmeyjar utan EES.
Vinnumálastofnun hefur ekki upplýs-
ingar um fjölda dansmeyja sem
starfa hér á landi og eru frá ríkjum
EES enda þurfa þær ekki atvinnu-
leyfi.
Með lagabreytingu árið 2000 var
nektardansmeyjum frá löndum utan
EES gert að sækja um atvinnuleyfi
en fyrir þann tíma féllu þær undir þá-
gildandi undanþáguákvæði um að út-
lendingar sem gegndu ákveðnum
störfum mættu starfa hér án atvinnu-
leyfis í allt að fjórar vikur á ári. Átti
það m.a. við um listamenn og fengu
nektardansmeyjarnar undanþágu
sem þær væru listamenn. Með breyt-
ingu á lögunum var undanþágu-
ákvæðið þrengt þannig að það tók
ekki lengur til þeirra sem koma fram
á næturklúbbum, þ.m.t. nektarklúbb-
um. Var þetta gert til að auðvelda eft-
irlit með a.m.k. hluta þeirra nektar-
dansmeyja sem hingað koma árlega.
Mögulegt að útiloka
nektardansmeyjar frá
löndum Austur-Evrópu
LÚÐVÍK Geirsson,
oddviti Samfylkingar-
innar í Hafnarfirði,
verður næsti bæjar-
stjóri Hafnfirðinga. Fé-
lagsfundur Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði
samþykkti einróma til-
lögu stjórnar félagsins í
fyrrakvöld um að Lúð-
vík yrði ráðinn bæjar-
stjóri. Hann mun taka
við starfinu á bæjar-
stjórnarfundi 11. júní
nk.
Eitt af fyrstu verk-
efnum hins nýja meiri-
hluta í Hafnarfirði
verður að hrinda í framkvæmd upp-
stokkun í nefndum og ráðum innan
stjórnsýslu bæjarins. ,,Þar er um
verulegar breytingar og uppstokkun
að ræða til að gera þetta kerfi mark-
vissara, skilvirkara og einfaldara,“
segir Lúðvík. ,,Áhersla er lögð á að
hlutur bæjarfulltrúanna verði skýrari
og þeir komi meira að hinni faglegu
umræðu og vinnu í lyk-
ilráðum bæjarfélags-
ins,“ segir hann. Þessar
tillögur koma til síðari
umræðu og afgreiðslu á
bæjarstjórnarfundinum
næstkomandi þriðju-
dag.
Nýi meirihlutinn
mun strax hefja undir-
búning að því að koma í
framkvæmd ýmsum
fleiri málum strax í upp-
hafi nýs kjörtímabils.
Að sögn Lúðvíks verða
á næsta bæjarstjórnar-
fundi einnig teknar fyr-
ir og afgreiddar til frek-
ari vinnslu ýmsar af þeim tillögum
sem Samfylkingin lagði áherslu á í
kosningabaráttunni. Þar er m.a. um
að ræða tillögur um endurgreiðslu
fasteignagjalda, um gjaldfría þátt-
töku barna upp að tíu ára aldri í
íþrótta- og æskulýðsstarfi og tillögur
um breyttar niðurgreiðslur á dagvist-
argreiðslum foreldra.
Eitt af fyrstu verkum nýs meiri-
hluta í Hafnarfirði verður að efna
kosningaloforð um lækkun launa
bæjarstjóra. ,,Við sögðum í kosninga-
baráttunni að við ætluðum að lækka
þau laun frá því sem þau eru í dag.
Við leggjum áherslu á að ná fram
hagræðingu og sparnaði í kerfinu og
þetta er kannski táknrænt dæmi um
það. Við viljum sýna gott fordæmi
með því að byrja á toppnum. Það mun
koma fram með skýrum hætti þegar
lagður verður fyrir ráðningarsamn-
ingur við bæjarstjóra,“ segir Lúðvík.
Lúðvík lætur af starfi fram-
kvæmdastjóra Blaðamannafélags Ís-
lands er hann tekur við starfi bæj-
arstjóra og mun ganga frá
starfslokum hjá félaginu á næstu
dögum.
Lúðvík Geirs-
son bæjarstjóri
í Hafnarfirði
Lúðvík Geirsson
VERIÐ er að bora fyrir háhitaholu í
landi Orkuveitu Reykjavíkur í
Sleggjubeinsdal við Kolviðarhól á
Hengilssvæðinu og er vatni dælt úr
affalli við tjörn, sem er þar skammt
frá, svokallaðri Draugatjörn, og það
notað til að kæla borinn vegna fram-
kvæmdanna.
Að sögn Einars Gunnlaugssonar,
jarðfræðings hjá Orkuveitu Reykja-
víkur, var samið við Jarðboranir hf.
um að bora tvær holur með mögu-
leika á þriðju holunni á þessu ári.
Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrra
að framkvæmdin væri ekki mats-
skyld en tvær holur höfðu verið bor-
aðar á svipuðum slóðum í fyrra þar
sem úrskurður Skipulagsstofnunar
fór á sömu leið. Nýju holurnar eru
stefnuboraðar og hvor um sig 2.000
metrar á lengd. Í úrskurði Skipu-
lagsstofnunar kemur fram að vatn
verði leitt að borstæði frá læk og
skolvatnsholu í grennd borstæðisins.
Framkvæmdir hófust í maí og var
vatn úr annarri holu notað til að kæla
borinn. Fyrir helgi var ljóst að vatn
úr þeirri holu og nærliggjandi lækj-
um dugði ekki til og var þá gripið til
þess ráðs að dæla upp úr affalli við
Draugatjörn. Haft var samband við
byggingafulltrúa í Ölfusi sem gaf
leyfi fyrir framkvæmdinni.
Að sögn Einars er gripið til þessa
ráðs sökum þurrka að undanförnu,
sem valda því að lítið vatn er í bor-
holunni.
„Við þurfum að hafa vatn upp á að
hlaupa ef við hittum á æð og verðum
fyrir skoltapi,“ segir Einar.
Hann segir ekki hafa verið kannað
nákvæmlega hversu mikið yfirborðið
hafi lækkað í tjörninni en segir að
um óverulegt magn sé að ræða. Ráð-
gert er að framkvæmdum við fyrri
borholuna ljúki eftir tvær vikur.
Að sögn Jóhanns Óla Hilmarsson-
ar, formanns Fuglaverndarfélags Ís-
lands, er forkastanlegt að hans mati
að Orkuveitan skuli dæla vatni upp
úr tjörninni jafnvel þótt fuglalíf á
svæðinu sé ekki meira en gengur
gerist annars staðar. Á svæðinu
verpa bæði mófuglar og endur.
Sveiflur í vatnsyfirborði geta, að
sögn Jóhanns Óla, haft keðjuverk-
andi áhrif á fuglalíf, einkum á varp-
tíma. Meðal annars getur smádýralíf
í vatninu minnkað, en smádýr eru
ein aðalfæða fuglsins.
Morgunblaðið/Ingólfur
Orkuveitan ákvað fyrir helgi að byrja að dæla vatni upp úr Draugatjörn sem nota á til að kæla borinn.
Orkuveitan borar fyrir háhitaholum á Hengilssvæðinu
Dæla vatni úr affalli
tjarnar á varpsvæði fugla
FORSÆTISRÁÐHERRA Lett-
lands, hr. Andris Berzins, kemur
ásamt eiginkonu sinni, frú Daina
Berzina, og öðru föruneyti í opinbera
heimsókn til landsins í dag.
Í heimsókn sinni mun ráðherra
eiga viðræður við Davíð Oddsson
forsætisráðherra, heimsækja Bessa-
staði, alþingishúsið og Ráðhús
Reykjavíkur, eiga fund með við-
skiptamönnum og fjárfestum í Lett-
landi og fara í skoðunarferðir.
Forsætisráð-
herra Lettlands
í heimsókn