Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 C 41HeimiliFasteignir
E
YJÓLFUR Ólafsson á Eyj-
ólfsstöðum í Skuggahverfi
fær útmælt erðafestuland
fyrir norðan lóðina sem
bær hans stendur á árið 1890. Björn
Jónsson ritstjóri er orðinn eigandi
landsins árið 1902, það ár lét hann
hluta þess í makaskiptum við
franska sjómálaráðuneytið fyrir lóð í
Austurstræti.
Á lóðinni stóðu frönsku húsin, sem
síðan voru flutt á Eyjólfsstaðablett
og endurreist þar og ætluð fyrir
franska skipbrotsmenn. Laust fyrir
aldamótin 1900 voru á þessum stað
tveir bæir, Litlu-Miðhús og Eyjólfs-
staðir. Fljótlega upp úr aldamótun-
um virðist sem bæirnir hafi verið
rifnir, að minnsta kosti Eyjólfsstað-
ir.
Stórhýsi þeirra tíma
Franska spítalafélagið lét reisa á
lóðinni stórhýsi þeirra tíma sem enn
stendur, en félagið hafði það mark-
mið að koma upp spítölum fyrir
franska sjómenn sem veiktust eða
slösuðust hér við land. Félagið reisti
fjóra spítala á landinu.
Franski spítalinn var teiknaður af
Anton Bald og er fyrsta brunavirð-
ingin á húsinu gerð 19. desember
1901 en þá var húsið ekki fullgert.
Bygging Franska spítalans er frem-
ur óvenjuleg því að hann er þrjú hús.
Aðalhúsið snýr hliðum í norður og
suður og við báða gafla þess eru
byggð hús sem snúa stöfnum í norð-
ur og suður.
Í virðingunni segir m.a. að aðal-
húsið sé byggt af bindingi klætt utan
með tvöfaldri borðaklæðningu, með
pappa og járni yfir á austurhlið og
norðurgafli. Það er með járnþaki á
súð með pappa í milli. Niðri í húsinu
eru tvö herbergi, gangur og eldhús.
Þar eru tveir ofnar og stór eldavél.
Loftið er hólfað í tvö rými. Grunn-
flötur hússins er 23 1/2 x 12 álnir. Þá
er getið um geymsluskúr sem
byggður er við vesturhlið (stafn) að-
alhússins, byggður af bindingi og
klæddur utan með járni á langbönd-
um og með járnþaki á langböndum.
Við suðurhlið hússins er skúr og
einnig austan við það.
Þann 20. september 1902 eru
fengnir á staðinn virðingamenn en
þá er spítalinn fullbyggður. Sú
breyting hefur orðið á aðalbygging-
unni (miðhúsinu) að niðri eru fimm
herbergi, gangur eftir endilöngu
húsinu og þrjú salerni, allt þiljað
með panel og pappi innan á veggj-
um, allt málað og fimm ofnar til upp-
hitunar.
Uppi á loftinu eru fimm herbergi
og gangur, öll þiljuð með panel og
pappa á veggjum og máluð. Þar eru
fimm ofnar til upphitunar og nagl-
fastur vatnskassi. Kjallari er undir
þessum hluta hússins með stein-
steypugólfi. Í honum eru tvö her-
bergi, eldhús, búr og gangur, sumt
þiljað og annað þéttað með steinlími.
Þar er einn ofn, vatnsdæla, eldavél
og einn rafmagnshitapottur.
Við norðurhlið aðalhússins er út-
bygging með eins utanáklæðningu
og aðalhúsið. Niðri eru þrjú her-
bergi, gangur og salerni, allt þiljað
og málað og eitt herbergið með
pappa innan á þiljum. Þar er einn
baðofn, bað og tilheyrandi pípur.
Uppi eru tvö herbergi, tveir
geymsluklefar og gangur.
Herbergin eru þiljuð með pappa
innan á og máluð. Þar er einn ofn.
Kjallari er undir þessari útbyggingu
og í honum eru þrír geymsluklefar,
gangur og salerni. Allir veggir eru
sléttaðir að innan með steinlími.
Við austurgafl aðalbyggingarinn-
ar er bygging, byggð eins og aðal-
húsið, að grunnfleti 13 3/4 x 9 1/2.
Niðri er eitt herbergi þiljað með
pappa innan á þiljum og málað. Þar
er einn ofn. Uppi er eitt herbergi,
óþiljað með einum ofni. Við vestur-
gafl aðalhússins er þverbygging að
öllu leyti byggð eins og þverbygg-
ingin við austurgaflinn með sama
grunnfleti.
Austan við spítalann er byggt lítið
hús af bindingi, klætt að utan með
járni og með járnþaki á súð. Það er
hólfað í þrjú rými og með stein-
steypugólfi. Þar er einn ofn. Grunn-
flötur þessa húss er 10 x 6 1/4 álnir.
Á meðan Franska spítalafélagið
rak þarna sjúkrahús var ekki mikill
rekstur í húsinu. Eftir að heims-
styrjöldin skall á 1914 fékk bærinn
stundum afnot af spítalanum. Árið
1907 kom upp taugaveikifaraldur í
Reykjavík og voru sjúklingar þá
lagðir þar inn.
Þegar spánska veikin herjaði á
landsmenn 1918 kom sér vel fyrir
borgarbúa að hafa afnot af spítalan-
um. Árið 1920 tók bærinn Franska
spítalann á leigu en Frakkar fengu
afnot af honum ef þurfti. Þá voru
veiðar þeirra við Ísland að leggjast
af. Árið 1929 keypti bærinn húsin og
í nokkur ár voru þau notuð til íbúðar,
þar var einnig mötuneyti fyrir al-
menning, barnaheimili o.fl.
Ingimarsskóli
Árið 1935 fékk Gagnfræðaskólinn
þar inni. Skólinn var oftast kenndur
við fyrsta skólastjóra sinn, Ingimar
Jónsson, og kallaður Ingimarsskóli.
Í húsinu var gagnfræðaskóli til árs-
ins 1976.
Ingimar Jónsson var fæddur í
Hörgsholti í Hrunamannahreppi,
Árn. 15. febrúar 1891. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Jónsson bóndi
og barnakennari og Sesselja Guð-
mundsdóttir. Ingimar varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1916 og útskrifaðist úr guð-
fræði við Háskóla Íslands vorið
1920.
Á námsárum sínum kenndi hann
bæði við Kvennaskólann og Iðnskól-
ann. Hann var heimiliskennari á
Höfn á Hornafirði veturinn 1914 til
1915. Ingimar stundaði skrifstofu-
störf í tvö ár eftir nám í háskólanum.
Hann var prestur á Mosfelli í Gríms-
nesi frá 1922 til 1928 þar til hann tók
við embætti skólastjóra Ungmenna-
skólans frá stofnun hans árið 1928.
Gagnfræðaskólinn við Lindargötu
tók til starfa árið 1935 og þar gegndi
Ingimar stöðu skólastjóra.
Kona Ingimars var Elínborg Lár-
usdóttir, fædd 12. nóvember 1891.
Elínborg var dóttir Lárusar Þor-
steinssonar bónda á Tunguhálsi í
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og
konu hans, Þóreyjar Bjarnadóttur.
Elínborg Lárusdóttir var mjög ást-
sæll rithöfundur, hún skrifaði bæði
skáldsögur og ýmiss konar fræðslu-
efni.
Sumar af bókum hennar snerust
um líf eftir dauðann, frásagnir af
miðilsfundum og er bókin Leit mín
að framlífi þekktasta bók hennar um
dulræn efni. Þegar bókin Stranda-
kirkja, skáldsaga með sannsögulegu
ívafi, kom út vakti hún mikla athygli.
Ingimar Jónsson skrifaði fjölda
greina í blöð og tímarit. Hann skrif-
aði félagsfræði handa gagnfræða-
skólum og þýddi bækur eins og Yoga
og Kom ríki þitt. Hann sat í ótal
nefndum og var í framkvæmdanefnd
Stórstúku Íslands. Hér hefur aðeins
fátt verið talið upp sem þessi
heiðurshjón létu eftir sig liggja kom-
andi kynslóðum til gagns og ánægju.
Árið 1960 er húsið tekið til virð-
ingar eftir gagngerðar endurbætur.
Í kjallara voru undirstöður lagfærð-
ar, fyllt var með grjótmulningi undir
gólfið og það steypt og einangrað
með 5 cm vikurplötum. Þá voru út-
veggir í kjallara einangraðir með 5
cm vikurplötum og síðan múrhúðað-
ir. Skilveggir endurbyggðir aðallega
úr timbri og klæddir spónaplötum.
Loftin klædd með gibsonitplötum og
loft og veggir máluð.
Þá var gert nýtt stigahús og vegg-
ir og stigabak múrhúð-
að. Veggir upp með
stigum klæddir
veggjaplasti og tröpp-
ur lagðar plastgólfdúk.
Á hæðinni voru allar
kennslustofur lag-
færðar og einnig gang-
ar. Veggir í stofum
lagðir spónaplötum
neðan til en gibson-
itplötum í loftum og á
efri hluta veggja.
Á hæðinni eru fjórar
kennslustofur, skrif-
stofa skólastjóra,
kennarastofa, snyrti-
herbergi, gangur,
ræstiklefi og stigahús.
Í þakhæð er íbúð hús-
varðar, tvö herbergi og eldhús, bað
og forstofa. Í risi er einnig sam-
komusalur, tvær kennslustofur og
gangur. Í kjallara er handavinnu-
stofa, tvær snyrtingar, tvær fata-
geymslur, fjögur geymsluherbergi,
þvottahús, vinnuherbergi kennara,
gangur og stigahús.
Tónmenntaskóli
Reykjavíkur frá 1977
Tónmenntaskóli Reykjavíkur hef-
ur haft starfsemi sína í húsinu frá
árinu 1977. Skólinn var stofnaður ár-
ið 1952 af Heinz Edelstein og var
fyrst til húsa á ýmsum stöðum í bæn-
um þar til hann fékk hús Franska
spítalans við Lindargötu, en lengst
af hafði Tónmenntaskóli Reykjavík-
ur húsnæði í Iðnskólanum á Skóla-
vörðuholti.
Árið 1988 var húsið endurgert að
utan nema aðaldyr á suðurhlið. Skipt
var um alla glugga í húsinu og reynt
að gera þá sem næst upphaflegum
gluggum. Kvistirnir eru með frönsk-
um gluggum, einnig eru slíkir
gluggar á aðalhæðinni. Tólf rúður
eru í gluggum í risi nema í mið-
glugga yfir aðaldyrum í suður en sá
gluggi telur tuttugu og fjórar rúður.
Á hæðinni eru gluggarnir með
tuttugu rúðum. Yfir aðalinngangi
eru svalir með renndu handriði, út á
þær er gengið um dyr með frönsku
sniði.
Í hurðunum eru tuttugu og átta
rúður. Aðaldyr hússins eru í sama
stíl. Í kjallara eru gluggar átta faga.
Þá var skipt um járn bæði á veggjum
og þaki og sett ný einangrun.
Öll vinna við viðgerð á húsinu er
sérstaklega vönduð og það er eitt af
fegurstu húsum í Reykjavík. Verk-
inu stjórnaði Leifur Blumenstein og
Hörður Ágústsson valdi litina sem
húsið er málað með.
Innanhúss er unnið að því að
minna á þann tíma þegar Franski
spítalinn var reistur. Skemmtilegar
myndir prýða veggi skólans eins og
mynd af mönnum og hestum er
staldra við á Vitatorgi. Skólastjóri
Tónmenntaskóla Reykjavíkur er
Stefán Edelstein, sonur Heinz Edel-
stein, fyrsta skólastjóra Tónmennta-
skólans.
Helstu heimildir eru frá Borgarskjalasafni,
B-skjöl og brunavirðingar og Húsadeild Ár-
bæjarsafns.
Lindargata 51, Franski spítalinn
Öll vinna við viðgerð á
húsinu er sérstaklega
vönduð og það er eitt af
fegurstu húsum Reykja-
víkur, segir Freyja Jóns-
dóttir. Innanhúss er unn-
ið að því að minna á þann
tíma sem Franski spít-
alinn var reistur.
Byggingin er einlyft timburhús með risi og reist á hlöðnum steinkjallara. Það var teiknað af Anton Bald og er fyrsta
brunavirðingin á húsinu gerð 19. desember 1901 en þá var húsið ekki fullgert. Árið 1958 voru gerðir kvistir á ris hússins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingin er í rauninni þrjú sambyggð hús. Aðalhúsið snýr hliðum í norð-
ur og suður og við báða gafla þess eru byggð hús sem snúa stöfnum í
norður og suður.
Húsið stendur við Lindargötu 51. Það hefur gegnt mörgum mikilvægum hlut-
verkum, en undanfarna áratugi hefur Tónmenntaskólinn í Reykjavík haft þar
aðsetur.
Elínborg Lárusdóttir rithöfundur lést 5. nóvember
1976, en Ingimar Jónsson skólastjóri 6. janúar 1981.