Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDSAGAN Líflæknirinn eftir sænska rihöfundinn Per Olov En- quist, í þýðingu Höllu Kjartans- dóttur, er komin út hjá Máli og menningu. Í tilkynningu frá Eddu – miðlun og útgáfu segir að skáldsagan fjalli um eitt merki- legasta skeið í norrænni sögu, tímabil sem stundum er kallað Struensee-tíminn. Johann Friedrich Struensee var þýskur læknir og hugsjónamaður, sem vann fljótlega fullan trúnað danska konungsins, Kristjáns sjö- unda en jafnframt hjarta drottn- ingarinnar Karólínu Matthildar. Struensee var ráðinn líflæknir konungsins hinn 5. apríl árið 1768 en var tekinn af lífi fjórum árum síðar. Á valdatíma sínum innleiddi hann ýmsar róttækar breytingar á stjórn danska ríkisins í anda frönsku byltingarinnar – en tutt- ugu árum fyrr. Danski aðallinn brást hins vegar ókvæða við skyndilegum völdum Struensee og harðvítug barátta fór fram milli hans og hirðarinnar. Í tilkynningu frá Eddu segir að skáldsagan eftir Enquist hafi sóp- að að sér verðlaunum á Norð- urlöndum og farið sigurför um heiminn. Hún hafi m.a. verið valin besta erlenda skáldsaga ársins 2001 í Frakklandi og verið met- sölubók í Þýskalandi. Konungsgersemi Skatthol, sem eitt sinn var í eigu Struensee, er nú í eigu Har- aldar Blöndal hrl. Skattholið er þungt og mikið og er í þremur hlutum; fyrst er kista, svo mið- hluti og síðan skápur. Það er úr eik og nokkuð vel með farið að sögn Haralds. Skattholið prýðir nú stofu hans og er „konungs- gersemi,“ eins og hann kemst að orði. Haraldur segir að skattholið hafi fyrst komist í eigu forföður síns, Þorbjörns Ólafssonar (f. 1750 og d. 1827), bónda á Lund- um í Stafholtstungum í Borgar- firði. Haraldur er sjötti maður frá honum. „Sagan segir að þegar Þorbjörn hafi verið um tvítugt hafi hann farið utan til Kaup- mannahafnar til að læra gull- og silfursmíði,“ segir hann og bætir því við að faðir Þorbjörns, Ólafur, hafi verið silfursmiður og sterk- efnaður maður. Þorbjörn var því í Kaupmannahöfn á Struensee- tímanum. Haraldur vitnar í æviminningar Friðriks Eggerz á Ballará, sem komu út undir heitinu Í fylgsnum fyrri alda, en þar er því lýst hvernig Þorbjörn komst yfir skattholið. Í minningunum segir að þegar Struensee hafi verið steypt af stóli árið 1772, hafi Þor- birni fénast vel, „því sagt var að hann hefði ekki sett sig úr færi þá er mönnum að sögn voru leyfðar gripdeildir í húsum þeirra Brands og Struensee og hafi Þor- björn verið í þeim flokki sem gekk í herbergin.“ Haraldur greinir frá því að „langömmu- bróðursonur“ sinn, Geir Guð- mundsson, bóndi á Lundum, hafi sagt sér að Þorbjörn hafi komið heim með skattholið til Skipa- skaga (Akraness) og látið síðan 20 landseta sína bera það heim til Lunda. Þar hafi skattholið verið allar götur síðan eða þar til Geir Guðmundsson, sem var síðasti maður í fjölskyldu Haralds sem sat á Lundum, flutti þaðan. Það var árið 1960. „Þá hafði ættin set- ið á Lundum í beinan karllegg í tæp 200 ár,“ segir hann. „Geir arfleiddi mig síðan að skattholinu þegar hann féll frá, árið 1986, en þó með þeim skilyrðum að skatt- holið færi einungis til niðja Þor- björns. Að öðrum kosti færi það á Þjóðminjasafn Íslands eða á Byggðasafnið í Borgarnesi.“ Sérstök saga Haraldur segir að sagan um uppruna skattholsins, sem nú prýðir stofuna heima hjá honum, sé svolítið sérstök, og því ólíklegt að einhver hafi búið hana til. „Mér finnst sagan góð og engin ástæða til að rengja hana.“ Skatthol frá Struensee í eigu Haraldar Blöndal Morgunblaðið/Jim Smart Haraldur Blöndal hrl. á skatthol sem fyrr á öldum var í eigu Struensee líflæknis. Skáld- saga sem byggð er á valdatíma Struensee í Danmörku er komin út í íslenskri þýðingu. REYKJAVÍKURBORG og Harpa Sjöfn hf. hafa sagt veggjakroti í borginni stríð á hendur. Krakkar í Vinnuskóla Reykjavíkur vinna hörð- um höndum að því þessa daga að mála yfir krot og krass á veggjum víða um borgina en Harpa Sjöfn hef- ur gefið borginni 2.000 lítra af máln- ingu vegna verkefnisins. Í gær skoð- uðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar, og Engilbert Valgarðsson, stjórnar- maður í Málarameistarafélagi Reykjavíkur, skjólvegg við Bústaða- veg sem krakkarnir hafa málað. Áð- ur var hann undirlagður veggjakroti en er nú orðinn fagurgrænn. Þannig hefur ungt fólk á vegum borgarinnar málað undirgöng við Valsheimilið, Veðurstofuna, Brá- vallagötu, Vesturberg og verður fljótlega byrjað á göngum við Völvu- fell. Auk þess hafa þau snyrt ýmsa veggi, trérið, húsgafla, íþróttamann- virki og fleira. Málarar sjá um að mála hús og þau mannvirki sem krefjast fagmennsku og þekkingar. Sex 15 ára krakkar máluðu grind- verkið við Bústaðaveg í gær, en til þessa hafa þau aðallega unnið við að mála leikvelli borgarinnar. Þau segja mikið um veggjakrot á leikvöllunum. „Það er dálítið erfitt að mála yfir veggjakrot, ef maður er með gulan lit þarf maður að mála alveg þrjár umferðir til að það fari,“ segir Sylvía. Tinna og Sylvía segja að uppáhalds- liturinn þeirra sé rauður, það sé svo auðvelt að mála yfir veggjakrot með þeim lit þar sem hann er svo dökkur. Hugi segir að grænn sé hans uppá- haldslitur. Aðspurð nefna krakkarnir allir að skemmtilegast sé að mála rólurnar, það sé auðvelt að mála þær þar sem ekki er hægt að krota mikið á þær. Þau segja málningarvinnuna skemmtilega, það sé gaman að vinna í sólinni en þegar rignir reyta þau arfa á gæsluvöllunum, kantskera og hreinsa. Þau hafa stundum lent í því að bú- ið sé að krota aftur á það sem búið var að mála yfir. „Um daginn vorum við nýbúin að mála kastala á leikvelli og þá var krotað á hann. Okkur fannst það náttúrulega ömurlegt, þá þurftum við að gera það aftur,“ segir Tinna. Sylvía bætir við að undirgöng sem voru undirlögð í kroti hafi verið tekin í gegn og eftir tvær vikur hafi verið búið að krota út um allt aftur. „Það er ekki gaman að sjá þegar bú- ið er að leggja mikla vinnu í þetta,“ segir hún. Bara óvitar krota á nýmáluð hús og listaverk Jón Smári segir að „graffarar“, eins og hann kallar þá sem stunda veggjakrot, muni aldrei hætta að krota þótt það verði málað yfir. Eftir um tvær vikur verði búið að spreyja yfir það allt aftur. Sjálfur segist hann vera „graffari“ en hann og fé- lagar hans kroti eingöngu þar sem þeir hafa fengið leyfi, t.d. í undir- göngum þar sem það er leyft eða fá leyfi hjá fólki til að spreyja á bílskúr- inn hjá þeim. „Þetta gengur út á það að auglýsa merkið sitt þannig að sem flestir sjái það, það er svo gaman og flott.“ Hann segir það leyndarmál hvernig hans merki er. „Það eru bara óvitar sem krota á hús sem er nýbúið að mála og listaverk. Eins og það sem var hérna á grindverkinu, það gerum við bara í undirgöngum þar sem má setja svona,“ segir Jón Smári. Sigmar Hjartarson, verkefnis- stjóri hjá Vinnuskóla Reykjavíkur, segist fagna átakinu og frumkvæði Hörpu Sjafnar. „Þetta gæti verið upphafið að því að þessi mál verði tekin föstum tökum á skipulagðan máta. Ef sú verður raunin má þetta fyrirtæki vera stolt af því, það hefur lagt sitt af mörkum,“ segir hann. Sigmar segir að fólk verði mjög ánægt þegar málað sé yfir veggja- krot í nágrenni þess. Sumir hafi þó efasemdir um að það þýði nokkuð en Sigmar segir að ekki þýði að gefast upp. Húseigendur þurfi að eiga málningu og mála jafnóðum yfir þeg- ar er krotað á hús þeirra. Veggjakrot gangi yfir í bylgjum og honum finnst það vera vaxandi nú. „Það er að vissu leyti sorglegt að fólk láti þetta við- gangast, ég trúi ekki að menn geti gengið um borgina og krotað og eng- inn sjái til þeirra.“ Hann hvetur fólk sem veit um illa farna veggi í eigu borgarinnar að láta vita svo að hægt verði að bregðast við því. Átak Reykjavíkurborgar og Hörpu Sjafnar hf. til þess að fegra borgina Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir reyndist liðtæk með rúlluna. Hún sagðist öfunda krakkana af því að geta verið úti að mála í góða veðrinu. Morgunblaðið/Jim Smart Sylvía, Tinna, Hugi og Jón Smári segja það ömurlegt þegar búið er að krota á það sem þau hafa málað. Þau hafa stundum lent í því. Veggjakroti sagt stríð á hendur ÁTTA voru fluttir á slysadeild eft- ir harðan árekstur á Miklubraut, á móts við göngubrúna við Rauða- gerði í fyrrakvöld. Að sögn lög- reglu var óttast að sá sem mest hefði slasast væri mjaðmagrind- arbrotinn. Slysið átti sér stað þannig að tveir bílar, sem voru á leið í aust- urátt, rákust saman með þeim af- leiðingum að þeir köstuðust á girð- inguna sem er á milli akbrautanna, rifu hana niður og lentu á tveimur bílum sem voru á leið í vesturátt. Lögreglan vill ekki tjá sig nánar um tildrög slyssins eða hvort um ofsaakstur hafi verið að ræða. Talsmaður hennar segir að málið sé ekki lengur í höndum lögregl- unnar og eftir eigi að taka fram- burðarskýrslur af vitnum. Slysið á Miklubraut í fyrrakvöld Átta flutt- ir á slysa- deild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.