Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Írskir dagar á Akranesi næstu daga Bærinn mun iða af lífi AKRANES mun iðaaf fjöri frá degin-um í dag og fram yfir helgi vegna írskra daga. Þetta er í þriðja sinn sem dagarnir eru haldnir í bænum. Af því tilefni ræddi Morgunblaðið við Sigurð Sverrisson, for- mann undirbúningsnefnd- ar daganna, um aðdrag- andann, söguna og dagskrána, svo eitthvað sé nefnt. – Hvert er tilefni írskra daga? „Sagan á bak við þá er sú að um og upp úr árinu 880 námu írskir bræður hér land, þeir Þormóður og Ketill Bresasynir. Að því ég best veit er Akranes eina bæjarfélagið sem get- ur státað af írsku landnámi, og við erum hæstánægðir með það. Þessi ævafornu írsku tengsl urðu í raun kveikjan að írsku dögunum fyrir þremur árum.“ – Hefur hátíðin vaxið og dafnað á þessum þremur árum? „Já, mikil ósköp. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég haldi því fram að dagskráin í ár sé sú viða- mesta hingað til. Segja má að það séu samfelld atriði frá eftirmið- degi í dag þar til eftir hádegi á sunnudag. Í dag mun Akraborgin mæta til leiks á ný, réttum fjórum árum frá því að hún fór sína síð- ustu siglingu, daginn sem Hval- fjarðargöng opnuðu.“ – Hvað gerist á Akraborginni? „Nú er pláss fyrir um þrjú hundruð manns í skipinu en það er sem kunnugt er slysavarnaskóli Landsbjargar. Vonandi verður hver smuga nýtt til hins ýtrasta um borð. Við bjóðum upp á tvær siglingar með farþega, sú fyrri verður ætluð yngri kynslóðinni en sú síðari þeim eldri. Írska hljóm- sveitin Ash Plant mun skemmta um borð og ef til vill dansarar. Með þessu er tóninn sleginn á há- tíðinni.“ – Hvað geturðu nefnt okkur fleira af dagskránni? „Það er svo ótalmargt á dag- skrá en ég get nefnt til dæmis tón- leika í kvöld þar sem U2-Project mun skemmta og svo kvöld- skemmtun á Akratorgi á laugar- dagskvöld þar sem Ash Plant og dansararnir koma fram ásamt fjölda annarra skemmtikrafta, meðal annars Kaffibrúsakörlun- um. Hljómsveitin mun svo flytja sig yfir í Bíóhöllina seinna um kvöldið. Götuleikhús verður á ferðinni á föstudag og laugardag og svo má nefna dorgveiðikeppni, sæþotur, kajaka og körtubíla, leiktæki, sandkastalakeppni, markaðstjald, uppboð og fleira.“ – Svo er fleira á döfinni, ekki satt, um leið og írsku dagarnir? „Jú, um helgina er líka Lottó- mótið í knattspyrnu, sem er stærsta fótboltamótið sem haldið er hér. Þar er von á um 2.000 gest- um. Einnig verður Sumargolfmót Bylgjunnar þessa helgi á Garðavelli og mikil skemmtidagskrá sem fylgir því. Dansleikir verða með Pöpunum og Írafári og ekki má gleyma „Tax Free“ dögum í mörgum verslunum á Akranesi þessa daga. Með því að stefna saman mörgum ólíkum viðburð- um vonumst við til að ná upp sannkallaðri írskættaðri hátíðar- stemningu í bænum.“ – Hvernig verður fyrir gesti að koma til bæjarins? „Við tökum á móti öllum sem koma akandi til bæjarins með ítarlegri dagskrá daganna svo að allir geti frá upphafi fylgst vel með. Einnig er kort af bænum, svo að þeir sem ekki eru kunnugir munu eiga auðvelt með að rata. Svo er ætlunin að gleðja sérstak- lega alla rauðhærða.“ – Hvers vegna eru rauðhærðir boðnir sérstaklega velkomnir? „Það er nú fátt írskara en rauða hárið. Og oftar en ekki hafa rauð- hærðir goldið háralitarins fremur en hitt. Nú snúum við þeirri þróun við.“ – Hátíð sem þessi hlýtur að vera mikil lyftistöng fyrir bæjar- félagið. „Já, það má með sanni segja. Við höfum til þessa dáðst að vel heppnuðum sambærilegum hátíð- um víðs vegar um landið. Það er von okkar að írsku dagarnir verði smám saman fremstir á meðal jafningja en hefðin er óneitanlega styttri hjá okkur. Til þess að gera hátíðina sýnilegri höfum við valið að efna til fjölmargra viðburða úti undir beru lofti. Verði veðurguð- irnir hagstæðir erum við með upp- skrift að fjölskylduhátíð sumars- ins.“ – Hafið þið kynnt dagana víða? „Við höfum lagt sérstaka áherslu á að kynna dagana fyrir Akurnesingum, jafnt bæjarbúum sem brottfluttum. Mér heyrist góð stemning ríkjandi. Ég veit að fjölmargir brottfluttir Skagamenn eru á leið- inni í heimsókn og að sjálfsögðu vonumst við til að sem allra flestir landsmenn sæki okk- ur heim. Til þess er leikurinn í og með gerður.“ – Þið væntið fjölda manns. „Já, við búumst við fjölmenni og erum bjartsýnir á framhaldið. Hér á tvímælalaust eftir að verða ógleymanleg stemning, sem eng- inn á að vera svikinn af að mæta á. Allir eru velkomnir.“ Sigurður Sverrisson  Sigurður Sverrisson fæddist á Akranesi árið 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1978. Sig- urður starfaði sem blaðamaður á Tímanum, Dagblaðinu, DV og Morgunblaðinu frá 1978–1984. Hann hóf útgáfu Skagablaðsins 1984 og síðan Pésans 1993. Sig- urður starfaði hjá Athygli og PR almannatengslum árin 1998– 2000 en hefur undanfarin tvö ár rekið Pennann-Bókabúð Andrés- ar á Akranesi ásamt eiginkonu sinni. Sigurður er formaður nefndar um írska daga á Akra- nesi. Hann er kvæntur Steinunni Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ólaf Nils, Stefán Jóhann, Sigurð Vigfús og Nönnu Guð- rúnu. Rauðhærðir sérstaklega velkomnir Ég verð bara að biðja um rústabjörgun, hr. varðstjóri. Hann hefur bara ekki skilað sér eftir HM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.