Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 10
FORSVARSMENN hátíðanna bæði
á Skagaströnd og á Siglufirði segja
að ekki sé um hefðbundnar útihá-
tíðir að ræða heldur miklu frekar
viðburði í bæjar- eða sveitarlífinu
sem skili fyrirtækjum og þjónustu-
aðilum heilmikilli veltu og skipti
samfélögin á þessum stöðum miklu
máli. Líkja megi þesum hátíðum við
17. júní í Reykjavík eða Menning-
arnóttina en ekki sé innheimtur sér-
stakur löggæslukostnaður vegna
þeirra viðburða; færa megi rök fyrir
því að hér sé um sérstakan skatt á
landsbyggðina að ræða.
Fjárframlög duga
hvergi nærri til
Forsaga málsins er sú að í fjár-
lögum árið 1999 var ákveðið að veita
7,5 milljónir króna á ári til þess að
greiða löggæslukostnað við stærri
skipulagða viðburði eins og útihá-
tíðir. Í lögreglulögum er engu að
síður gert ráð fyrir að mótshaldarar
greiði þennan kostnað og þannig má
vissulega segja að Alþingi hafi kom-
ið sérstaklega til móts við lands-
byggðina með stofnun þessa sjóðs.
Fjárupphæðin hefur hins vegar ekki
breyst þótt verðlag hafi hækkað og
nýir kjarasamningar hafi verið
gerðir við lögreglumenn þannig að
úthlutanir úr sjóðnum hafa ekki
dugað til undanfarin ár. Því hefur
þurft að takmarka úthlutanir úr
honum.
Að sögn Ingva Hrafns Óskars-
sonar, aðstoðarmanns dóms- og
kirkjumálaráðherra, var það fyrst
gert árið 2000 með því að afnema al-
veg úthlutanir vegna minni
skemmtana, síðan aftur í fyrra með
því að setja þak á úthlutun til hvers
og eins, þ.e. við eina og hálfa millj-
ón. „Í ár þurftum við enn að setja
frekari takmarkanir og nú verður
ekki greitt meira en sem nemur ein-
um þriðja af löggæslukostnaði
hverrar skemmtunar. Þannig hefur
þetta þróast og þetta var óhjá-
kvæmilegt til þess að gæta jafn-
ræðis við úthlutun úr sjóðnum.“
Svíður undan að greiða bæði
fyrir lög- og öryggisgæslu
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri
í Höfðahreppi, sem heldur Kántrí-
hátíðina á Skagaströnd, segir að
löggæslukostnaður vegna hátíðar-
innar hafi verið áætlaður um þrjár
milljónir króna í ár og að hreppnum
beri að borga tvo þriðju hluta af
þeirri upphæð. „Sýslumaðurinn hef-
ur eitthvað upp í þetta en við verð-
um krafin um 1,3 milljónir króna.
Þetta bætist við þann kostnað og
áhættu sem við erum að taka. Okk-
ur ber líka að skaffa fulla öryggis-
gæslu og það má reikna með að
kostnaður vegna björgunarsveita-
manna sem vinna við hana fari í
þessa tölu eða jafnvel meira því lög-
reglan gerir kröfu um að við önn-
umst allt almennt eftirlit. Við þurf-
um því bæði að borga fyrir örygis-
og löggæsluna og okkur svíður und-
an því.“
Magnús segist þó vilja taka fram
að sýslumaður hafi gert allt sem
hann gat til þess að standa við það
sem hann var búinn að segja áður.
Þetta hafi komið í bakið á honum
eins og á öðrum og hann hafi brugð-
ist mjög drengilega við í málinu.
„Við erum mjög ósátt við,“ segir
Magnús, „að þessi löggæslukostn-
aður skuli vera settur á vegna þess
að hérna er um bæjarhátíð að ræða.
Þetta er ekki hefðbundin útihátíð á
borð við þá í Eldborg eða Húna-
vershátíð heldur erum við að halda
bæjarhátíð þar sem skemmtiatriðin
fara fram í miðbæ sveitarfélagsins,
hátíð sem er hliðstæða við t.d. 17.
júní-hátíðarhöld í Reykjavík eða
Menningarnótt en bara minni í snið-
um.“
Magnús segist vera þeirrar skoð-
unar að löggæslukostnaður vegna
slíkra hátíða eigi að vera sameig-
inlegur og inntur af hendi af ríkinu:
„Þarna eru einfaldlega Íslendingar
að koma saman og ef þeir eru ekki
heima hjá sér að skemmta sér eru
þeir einhvers staðar annars staðar.
Og það eiga allir rétt á að hafa lög-
gæslu í kringum sig.“
Umsókn vegna
Menningarnætur hafnað
Ingvi Hrafn segir að upphaflega
hugmyndin með löggæslusjóðnum
hafi m.a. verið sú að styðja við
skemmtanahald úti á landi, sérstak-
lega í fámennum embættum. Í ljósi
þess hafi umsókn lögreglustjórans í
Reykjavík um greiðslu úr þessum
sjóði vegna löggæslu við Menning-
arnótt verið hafnað og bent á hlut-
verk sjóðsins og eins á hitt að lög-
regluliðið í Reykjavík væri það
fjölmennt að það ætti mun auðveld-
ara með en litlu embættin úti á landi
að skipuleggja sig þannig að það
ráði við aukaálag. Ingvi Hrafn telur
því að það skjóti nokkuð skökku við
þegar menn halda því fram að um
sérstakan skatt á landsbyggðina sé
að ræða.
Ingvi segir að sumir hafi orðið til
þess að gagnrýna að upplýsingum,
um hvernig staðið verði að úthlutun,
sé komið seint á framfæri. „En
menn hafa í sjálfu sér ekki getað átt
von á öðru en að þurfa að standa
undir þessum kostnaði að einhverju
eða verulegu leyti og það á ekki að
koma á óvart. Það er ákvörðun
hvers embættis fyrir sig hvort það
innheimtir eins og heimild er til í
lögreglulögum, þ.e. allan beinan
kostnað vegna löggæslu af svona
skemmtunum eða hvort embættið
ætlar að einhverju leyti að bera
þennan kostnað sjálft. Raunar held
ég að það sé reyndin í mörgum til-
vikum.“
Aðspurður segir Ingvi að það sé
mat lögreglunnar á hverjum stað
hvort mótshaldari geti sjálfur séð
um gæslu og ráðið til þess menn.
„En auðvitað er það svo að þeir sem
ráðnir eru í öryggisgæslu, eins og
t.d. menn úr björgunarsveitunum,
hafa ekki sömu heimildir og lög-
reglumenn til þess að halda uppi
lögum og reglu, s.s. til þess að hand-
taka menn o.s.fr.v.“
Gera mjög strangar kröfur
um öryggis- og löggæslu
Karl Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík, segir það rangt sem
heyrst hafi í þessari umræðu að þeir
sem haldi hátíðir eða tónleika á höf-
uðborgarsvæðinu þurfi aldrei leggja
neitt fram vegna kostnaðar við lög-
gæslu. „Þetta er á misskilningi
byggt. Útihátíðir hér á höfuðborg-
arsvæðinu eru að vísu að mörgu
leyti ólíkar þeim sem haldnar eru
úti á landi. Það sem líkist þeim
einna helst er til dæmis tónleikahald
og í þeim tilvikum höfum við gert
mjög strangar kröfur um öryggis-
gæslu, eins og um fjölda gæsluliða,
annarra en lögreglumanna, sem tón-
leikahaldari þarf að greiða fyrir úr
eigin vasa. Þessi skilyrði þarf hann
að uppfylla áður en hann fær leyfi
hjá okkur og ef okkur finnast að-
stæður kalla á það krefjumst við
þess einnig að hann kaupi ákveðna
löggæslu af lögreglunni.“
Karl Steinar bendir á að tónleika-
haldarar þekki þessi skilyrði orðið
mjög vel: „Þannig að það er orðið
frekar sjaldgæft að við þurfum að
gera kröfu um slíkt, þ.e. löggæslu í
viðbót við kannski 60 til 80 manna
gæslulið. Það er hins vegar ljóst að
viðkomandi þarf að leggja í mikinn
kostnað vegna þessarar öryggis-
gæslu. En ég tek jafnframt fram að
það eru mörg dæmi þess að við
krefjumst líka löggæslu sem móts-
haldarinn þarf að greiða fyrir.“
Karl Steinar viðurkennir að að-
stæður úti á landi séu nokkuð ólíkar
að því leyti að lögregluliðið í
Reykjavík sé miklu fjölmennara en
önnur lögreglulið. „Álagsþol okkar
er auðvitað meira en í minni lög-
regluembættum. Þá dreifist fólk,
sem sækir hátíðir eða viðburði, á
veitingastaði í Reykjavík en safnast
ekki saman á einum stað og til þess
að sitja þar að drykkju langt fram
eftir nóttu.
Almennt má segja,“ ítrekar Karl
Steinar, „að við höfum farið þá leið
að setja mjög ströng skilyrði fyrir
öllum uppákomum og menn fá ekki
leyfi nema þeir uppfylli þau. Til þess
að gera það þurfa mótshaldarar að
taka á sig töluverð útgjöld sem
renna að vísu ekki til lögreglunnar í
Reykjavík.“
Innheimta á löggæslukostnaði vegna hátíða um verslunarmannahelgina
Ósáttir við
að greiða tvo
þriðju hluta
Höfðahreppur heldur Kántríhátíð á Skagaströnd og heimamenn segja hana skipta bæjarfélagið allt miklu máli.
NOKKURRAR óánægju hefur gætt vegna
löggæslukostnaðar sem greiða þarf vegna
hátíða um verslunarmannahelgina, ekki síst
hjá þeim sem standa að hátíðum sem tengj-
ast ákveðnum sveitarfélögum, s.s. Kántrí-
hátíðin á Skagaströnd, Síldarævintýrið á
Siglufirði og Neistaflug í Neskaupstað.
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„NEI, NEI, það tekur enginn
leigubíl í þessu veðri, þetta ligg-
ur allt í sundlaugunum. Við bara
bíðum í rólegheitum. Það kemur
ekkert líf í þetta fyrr en um
helgina“, segja þeir Þorvaldur og
Egill leigubílstjórar, léttir í lund í
blíðviðrinu í Laugarásnum þrátt
fyrir tímabundið aðgerðaleysi.
„Það er ekki hægt að bóna bíl-
ana í svona veðri, það er allt of
heitt, maður getur varla þvegið
því járnið er svo heitt að maður
myndi draga allt bónið til. Við
tökum þessu því bara með ró.“
Þorvaldur segist sjálfur hafa
verið að koma úr laugunum: „Það
er fastur punktur í hádeginu hjá
mér að fara í þær og hlaupa síð-
an í gegnum Laugardalinn að
Álfheimum og til baka, það eru
um fjórir kílómetrar.“
Þorvaldur er sex til sex maður
að eigin sögn: „ég byrja að vinna
sex á morgnana og hætti klukkan
sex. Það er mitt prógramm. Þeg-
ar maður byrjar að vinna svona
snemma er nauðsynlegt að brjóta
upp daginn og það geri ég með
sundlaugarferðinni og hlaup-
unum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekkert stress var á þeim Agli og Þorvaldi á meðan þeir biðu eftir uppkalli.
Beðið í
blíðunni
STARFSMANNARÁÐ Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss hefur sent
frá sér ályktun þar sem er lýst
þungum áhyggjum af starfsemi
spítalans í sumar. „Fjölmargir
sjúklingar eiga þess ekki kost að
liggja við sæmandi aðstæður vegna
þess að yfirfullt er á deildum. Þar
eð spítalann skortir rekstrarfé er
ítrekað gripið til þess ráðs að
leggja sjúklinga á ganga. Það eyk-
ur álag á starfsfólkið og vinnuað-
stæður verða óviðunandi.
Það er landsmönnum ljóst,
a.m.k. þeim sem á suðvesturhorn-
inu búa, að Landspítali – háskóla-
sjúkrahús er opið alla daga ársins,
allan sólarhringinn. Á þetta
treysta nærliggjandi sjúkrahús og
meira en ella á sumrin. Þar eru
einnig kvöld- og helgarlokanir og
sjúklingar því sendir til Reykjavík-
ur.
Þess má loks geta að Landspítali
– háskólasjúkrahús er bráðaspítali
fyrir allt landið.
Starfsmannaráð LSH telur fjár-
magn til rekstrar spítalans vera of
naumt skammtað og hvetur stjórn-
völd til úrbóta.“
Ályktun starfsmannaráðs
Landspítala – háskólasjúkrahúss
Fjármagn til
spítalans of
naumt skammtað