Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 11
NÝSTÁRLEGUM aðferðum hefur
verið beitt við gerð þáttanna Hvernig
sem viðrar sem sýndir eru á fimmtu-
dagskvöldum í Sjónvarpinu í sumar
og má þar helst nefna að þættirnir
eru klipptir í ferðatölvu á vettvangi
og mun minna umfang er við vinnslu
þeirra en vant er. Hjördís Unnur
Másdóttir og Helgi Jóhannesson reka
fyrirtækið 16:9 sem sér um fram-
leiðslu þáttanna fyrir Sjónvarpið, en
Ferðamálaráð er styrktaraðili þátt-
anna.
Hjördís og Helgi sjá um dagskrár-
gerð og töku þáttanna og er Hjördís
hljóðmaður en Helgi sér um kvik-
myndatöku.
Saman klippa þau svo þættina í
ferðatölvu og ganga frá þeim til út-
sendingar, en hver þáttur er sendur
með flugi til Reykjavíkur. Þetta gerir
að verkum að þau þurfa ekki að gera
sér ferð til borgarinnar í því skyni að
ganga frá hverjum þætti fyrir sig.
Helgi og Hjördís segja að nýlunda sé
að gengið sé frá þáttunum á vettvangi
og að þau sjái sjálf um alla vinnuna,
en séu ekki með fólk til að ganga frá
þáttunum fyrir sig. „Það er dálítið
öðruvísi að taka þáttinn og vita til
þess að við eigum sjálf eftir að klippa
efnið. Um leið og við tökum þáttinn
upp erum við því að hugsa um hvern-
ig hann verði klipptur,“ segir Helgi.
Hjördís bætir við að áferð þáttanna
verði öðruvísi þar sem þau vinni hann
sjálf frá upphafi til enda, nálægð
þeirra við allt sem viðkemur þættin-
um sé meiri.
Ferðast um á jeppa með allan
búnað meðferðis
Þau eru ánægð með hvernig til hef-
ur tekist við gerð þáttanna í sumar.
„Þetta er reyndar búið að vera nokk-
ur keyrsla á milli staða en allt hefur
gengið að óskum. Við ferðumst um á
jeppa og erum með allt dótið okkar í
honum. Við erum kannski á ferðalagi
í fjóra til fimm daga og eyðum svo
tveimur dögum í klippa þáttinn og
ganga frá honum,“ segir Hjördís.
„Það er líka þægilegt fyrir viðfangs-
efni okkar hversu fá við erum, um-
stangið og fyrirhöfnin er minni og allt
verður sveigjanlegra,“ segir Helgi.
Hjördís og Helgi hafa bæði starfað
í nokkur ár við sjónvarp, og unnu að
dagskrárgerð við þættina At í vetur.
„Við prófuðum okkur heilmikið áfram
í Atinu með því að klippa heima hjá
okkur og vera ekki jafn bundin við
Sjónvarpið. Upp úr þessu fékk ég
hugmyndina að þáttunum Hvernig
sem viðrar, en ég var þó búin að vera
með hana í maganum nokkuð lengi.
Ég fékk svo Helga með mér í þetta
þar sem hann er mikill tæknisnilling-
ur og svo fengum við Villa og Rósu,
Vilhelm Anton Jónsson og Rósu
Björk Brynjólfsdóttur, til að vera um-
sjónarmenn þáttanna. Þau Villi og
Rósa senda auk þess pistla til dæg-
urmálaútvarps Rásar tvö tvisvar í
viku og klippa þau þá og senda með
tölvupósti í bæinn,“ segir Hjördís.
Reynum að taka hvert atriði
aðeins einu sinni
Helgi og Hjördís segjast reyna að
taka hvert atriði aðeins einu sinni í
þáttunum, þótt það takist kannski
ekki alveg alltaf. Það gangi þó
kannski betur vegna þess hversu lítil
pressa sé á þeim þar sem ekki sé
fjöldi fólks við upptökuna. Þetta þýði
að ef eitthvað mistakist sé minna mál
að taka það atriði aftur sökum þess að
þau eru aðeins fjögur að meðtöldum
umsjónarmönnum þáttanna.
Hjördís og Helgi segjast eiga von á
því að vinna fleiri þætti í svipuðum
dúr, enda hafi tekist vel upp í sumar
og mjög gaman hafi verið að vinna að
þáttunum.
Ganga frá þáttunum á staðn-
um með aðstoð ferðatölvu
Morgunblaðið/Arnaldur
Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir eru framleiðendur
ferðaþáttanna Hvernig sem viðrar sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu.
RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður, sem fer með mál Falun
Gong-iðkenda og fleiri sem telja
hafa verið brotið á sér í tengslum
við Íslandsheimsókn Kínaforseta í
síðasta mánuði, hefur að nýju krafið
dómsmálaráðuneytið um gögn sem
varða fyrirmæli íslenskra yfirvalda
til Flugleiða þess efnis að meina til-
teknum hópi fólks að fljúga með
vélum félagsins til landsins á meðan
heimsókn Kínaforseta stóð yfir í
júní sl.
Ragnari var synjað um gögnin
um miðjan síðasta mánuð þar sem
þau væru trúnaðamál og hefur
hann nú ítrekað beiðni sína á
grundvelli upplýsingalaga miðað við
breyttar forsendur, með því að
gögnin séu ekki lengur trúnaðar-
mál, enda forsetaheimsókninni
löngu lokið. Hann hefur einnig ósk-
að eftir svokallaðri skaðleysisyfir-
lýsingu, þ.e. þeirri yfirlýsingu yf-
irvalda til Flugleiða um að
ríkissjóður muni bera allan skaða
sem Flugleiðir hefðu af því að hlýða
fyrirmælum yfirvalda. Þá hefur
hann krafið ráðuneytið öðru sinni
um áhættumat ríkislögreglustjóra
vegna forsetaheimsóknarinnar.
Hjá Persónuvernd liggur beiðni
Ragnars um rannsókn á því hvort
farið hafi verið að lögum um per-
sónuvernd við gerð lista stjórnvalda
með óæskilegum útlendingum í
tengslum við forsetaheimsóknina.
Ítrekar
beiðni um
gögn
vegna Fal-
un Gong
NÝLEGA lauk ís-
lenskur læknir,
Þorbjörn Guð-
jónsson, sérnámi í
hjartalækningum
frá Háskóla-
sjúkrahúsinu í
Madison, Wis-
consin.
Þorbjörn út-
skrifaðist frá
læknadeild Há-
skóla Íslands 1992. Hann starfaði
sem deildarlæknir í þrjú ár á sjúkra-
húsum Reykjavíkur. Árið 1995 flutti
hann með fjölskyldu sinni til Madis-
on, höfuðborgar Wisconsin-ríkis í
Bandaríkjunum, þar sem hann hóf
sérnám í lyflækningum. Að loknu
þriggja ára námi í almennum lyf-
lækningum, tók við fjögurra ára nám
í hjarta- og æðasjúkdómum. Síðast-
liðin tvö ár hefur Þorbjörn verið að
sérhæfa sig í æðavíkkunum, bæði
kransæða og annarra slagæða. Sam-
hliða námi hefur Þorbjörn stundað
rannsóknir og birtist m.a. grein eftir
hann í maíhefti ameríska hjarta-
læknatímaritsins „The American Jo-
urnal of Cardiology“. Þar greinir
hann frá niðurstöðum rannsókna á
tengslum áreynsluþols og starfsemi
hjartavöðvans hjá sjúklingum með
hjartabilun. Þorbjörn starfar nú sem
hjartasérfræðingur við Háskóla-
sjúkrahúsið í Madison og á sjúkra-
húsinu í Monroe, Wisconsin. Hann
stefnir að heimkomu eftir þrjú ár.
Þorbjörn er kvæntur Þórdísi Braga-
dóttur skólasálfræðingi og eiga þau
tvö börn, Hebu Björk og Tómas. For-
eldrar Þorbjarnar eru Guðjón Yngvi
Stefánsson verkfræðingur og Guðrún
Broddadóttir hjúkrunarfæðingur.
Nýr íslensk-
ur hjarta-
læknir
Þorbjörn Guð-
jónsson