Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ gerð bílakjallara undir Tjörn- inni er enn eitt skrefið stigið í átt að eyðileggingu lífríkis Tjarnar- svæðisins. Þetta segir Ólafur K. Nielsen líffræðingur sem leggst gegn framkvæmdunum enda njóti svæðið borgarfriðunar. Ólafur hefur í gegnum árin stundað fjölmargar rannsóknir á líf- ríki Tjarnarinnar fyrir borgina. Á árunum 1973 til 1979 var hann eftirlitsmaður með fuglalífinu þar og í kringum Ráðhúsdeilurnar bar hann ábyrgð á fuglarannsóknunum sem sömuleiðis voru unnar fyrir borgina. Þá var hann ritstjóri bók- arinnar Tjörnin – saga og lífríki, sem borgin gaf út. Hann segir söguna sýna að stöð- ugt sé gengið á hið svokallaða Tjarnarsvæði. „Það er búið að fylla upp í þriðjunginn af tjörninni og raska botninum víðast hvar. Síðasta stóra uppfyllingin var vegna Ráð- hússins og síðan var rask á botni út frá húsinu. Tjörnin og bakkar henn- ar njóta borgarfriðunar og sömu- leiðis sjö hektara svæði í Vatnsmýr- inni. Ef við ætlum að halda þessu svæði þá gerum við það ekki með því að fylla stöðugt upp í eða um- bylta öllu.“ Ólafur telur að Tjarnarkjallarinn einn og sér muni í sjálfu sér ekki skipta sköpum í þessu sambandi þó að vissulega verði mikið rask á botnlífi Tjarnarinnar meðan á fram- kvæmdunum stendur. „Þetta er bara enn einn naglinn í þessari lík- kistu. Talningar sýna að fuglalífi hefur hrakað þarna og það er búið að rústa stórum hluta af vatnslönd- unum í Vatnsmýrinni. Það er svona hægt og bítandi verið að þrengja að. Ef við ætlum að halda í þetta svæði, og varðveita þá fjölbreytni sem er þarna í lífríkinu, þá gerum við það ekki með svona röð fram- kvæmda. Mín skilaboð til borgaryf- irvalda eru að láta Tjörnina í friði og virða þær línur sem er búið að draga með borgarfriðuninni.“ Árlega yfir 100 þúsund manns sem gefa öndunum Hann segir ekki að ástæðulausu að borgin hafi ákveðið að friða svæðið á sínum tíma. „Það er ákveðinn rökstuðningur fyrir því. Þetta er eins konar gluggi borg- arbúa að móður náttúru – þarna er fjölbreytt lífríki í miðri borg og borgarbúar nota þetta svæði mjög mikið. Það hefur verið mælt að bara þeir sem koma til að gefa önd- unum eru yfir 100 þúsund manns á ári. Tjörnin hefur útivistar- og fræðslugildi fyrir borgarana og þetta er spurning um einhvers kon- ar grundvallarafstöðu til lífsins, vilj- um við halda í þetta svæði eða ekki?“ Aðspurður segir hann að í borg- arfriðun felist að borgaryfirvöld ákveði að friða tiltekið svæði. „Á hinn bóginn geta þau togað og teygt þessi mörk ef þeim hentar. Það er mitt sjónarmið að þarna sé enn eitt skrefið stigið í átt að því að skemma þetta svæði. Þetta skref eitt og sér mun ekki rústa Tjörn- inni en einhvers staðar verður að draga mörkin.“ Sérfræðingur í lífríki Tjarnarinnar leggst gegn framkvæmdum við bílakjallara Segir stefna í eyðileggingu Tjarnar- svæðisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur segir að stöðugt hafi verið gengið á það svæði sem fuglar hafa til umráða við Tjörnina. Þessi litla anda- fjölskylda, sem spígsporaði við Tjörnina í vikunni, virtist þó uppteknari af matarleit en fyrirhuguðum fram- kvæmdum við bílakjallara undir botni Tjarnarinnar, sem nýverið voru kynntar. Miðborg BÆJARYFIRVÖLD í Mos- fellsbæ hafa til athugunar hvort ráðast eigi í hönnunarsam- keppni á skipulagi og starfsemi Hlégarðssvæðisins svonefnda. Vænta má ákvörðunar þar að lútandi á haustdögum. Að sögn Ragnheiðar Rík- harðsdóttur bæjarstjóra var í vor unnið að forsögn að sam- keppninni sem síðan var kynnt í menningarmálanefnd bæjarins. „Meiningin er að hún verði síð- an send bæjarstjórn til umsagn- ar þannig að bæjarstjórn taki ákvörðun um hver næstu skref verða, hvort farið verði í hönn- unarsamkeppni á þessu svæði eða ekki.“ Hún segir hugsanlega sam- keppni eiga að ná yfir skipulag svæðisins og það hvaða starf- semi eigi að vera á því. „Þá þarf að ákveða hvort og hvernig sú starfsemi muni tengjast Hlé- garði, sem á ákveðna sögu í okkar bæ. Svo er annað hús þarna líka, sem er sögulega tengt skólamálum í Mosfellsbæ, en það er Brúarlandshúsið og það er verið að reyna að skoða þetta allt í einni heild.“ Ákvörðunar bæjarstjórnar um hvort ráðist verður í samkeppn- ina er að sögn Ragnheiðar að vænta á haustdögum. Samkeppni um Hlégarðssvæðið í athugun Mosfellsbær KYLFINGAR á Seltjarnarnesi brugðu á það ráð að vökva golf- völlinn á Suðurnesi í fyrradag enda kom ekki deigur dropi frá heiðum himni. Flötin græna þarf hins vegar á vætunni að halda til að dafna þannig að hún geti þjónað golf- urum sem best og því var garð- slangan dregin fram til að svala þorsta grassins á vellinum. Líklega er ágangurinn á völl- inn með mesta móti þessa dag- ana því margir nota góðviðrið til útiveru á borð við golfiðkun. Morgunblaðið/Arnaldur Golfarar vökva völlinn sinn Seltjarnarnes HAFNARFJARÐARBÆR hefur boðið út framkvæmdir við fram- lengingu Ásbrautar frá Goðalandi að Kaldárselsvegi og gerð tveggja hringtorga. Lausleg kostnaðar- áætlun gerir ráð fyrir að verkið allt muni kosta á bilinu 70–100 milljónir króna. Að sögn Kristins Ó. Magnússon- ar bæjarverkfræðings er um að ræða tengingu frá hringtorginu í öðrum áfanga Áslands að Kald- árselsvegi þar sem komið verður fyrir öðru hringtorgi. Þá verður gert hringtorg á gatnamótum Reykjanesbrautar og Öldugötu. „Þannig á umferðin úr Áslandinu að komast inn á Reykjanesbraut- ina að norðanverðu í stað þess að hún þurfi að fara suðurfyrir,“ seg- ir Kristinn. Hann segir framkvæmdina einn- ig tengjast fyrsta hluta færslu Reykjanesbrautarinnar og að hringtorgið við Öldugötu sé að hluta til á forræði Vegagerðarinn- ar. Lausleg kostnaðaráætlun fyrir verkið allt er 70–100 milljónir að sögn Kristins og ber Vegagerðin hluta þess kostnaðar vegna áður- nefnds hringtorgs. Verklok áætluð í nóvember Athygli vekur að í fundargerð bæjarráðs er bókað að ef kostn- aðaráætlun fari fram úr fjárhags- áætlun bæjarins verði að spara í öðrum gatna- og holræsaverkum           Vegtenging frá Ás- landi að Kaldár- selsvegi boðin út Hafnarfjörður sem því nemur. Þegar hann er spurður um þetta segir Kristinn að fjárhagsáætlunin hafi verið gerð í október á síðasta ári. „Þá vissum við ekki hvað þetta myndi kosta og þetta verður töluvert dýr- ara en við gerðum ráð fyrir þá.“ Verkið var boðið út um síðustu helgi og á allri framkvæmdinni að vera lokið um miðjan nóvember. Hringtorginu á Reykjanesbraut- inni á þó að vera lokið fyrr, eða í október. Hönnun umferðarmannvirkj- anna var í höndum verkfræðistof- unnar Línuhönnunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.