Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 15

Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 15 FÉLAG myndlistarmanna í Reykjanesbæ stendur fyrir mynd- listarnámskeiði fyrir börn á aldr- inum 7 til 14 ára. Námskeiðin hófust mánudaginn 1. júlí og standa í tvær vikur. Börnin munu svo sýna afraksturinn á myndlist- arsýningu í Svarta pakkhúsinu um helgina, frá 12. til 14. júlí. Félag myndlistarmanna byrjaði að bjóða upp á myndlistar- námskeið í fyrrasumar og sýnt þótti að full þörf væri fyrir slík námskeið. Aðsókn þá var góð en hún er enn betri nú. Um 40 krakkar sitja námskeiðin og er þeim skipt niður í þrjá hópa eftir aldri. Námskeiðin eru í umsjón systkinanna Írisar og Vignis Jóns- barna. Íris er myndlistarmaður en Vignir er myndmenntakennari. Blaðamaður Morgunblaðsins leit við í Svarta pakkhúsinu þegar elsti hópurinn sat námskeið og voru þau mjög einbeitt við iðju sína. Þau voru að vinna grafík- myndir og þótti þetta mjög spennandi. Þó verður enn skemmtilegra að sjá myndirnar fullunnar og geta litið stoltur á verk sitt. „Yngsti hópurinn er að gera hljóðfæri og sá í miðjunni er að búa til stórar grímur. Þau vinna í tvær klukkustundir á dag, þannig að þau bæta við verkið á hverjum degi,“ sagði Íris. Hún sagði jafnfram að börnin væru látin vinna markvisst með ákveðið þema. „Fordómar eru mikið í um- ræðunni þessa dagana og við ákváðum að velta þeim svolítið fyrir okkur. Í þeim tilgangi fannst okkur kjörið að tengja þetta við heimsálfubrúna á Reykjanesi sem nýverið er búið að koma upp á milli Evrópuflek- ans og Ameríkuflekans. Í fram- haldi veltu börnin svo fyrir sér atriðum sem tengjast þessu, eins og vináttu og friði og þau hafa hugleitt þetta mikið.“ Afraksturinn á sýningu Námskeiðunum lýkur föstudag- inn 12. júlí og ætla börnin þá að opna sýningu í Svarta pakkhús- inu, sem stendur yfir til sunnu- dagsins 14. júlí. Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ starfrækir einnig sumargallerí í Svarta pakkhúsinu sem opnað var 3. maí sl. Sumar- galleríið verður opið út ágúst- mánuð og eru þar til sýnis og sölu verk eftir félagsmenn, sem ýmist hafa setið námskeið á veg- um félagsins eða Baðhússins. Að sögn Guðrúnar Greips- dóttur, starfsmanns gallerísins, hefur aðsókn verið með ágætum og nokkuð um að fólk komi langt að. „Hér hafa bæði verið að koma erlendir ferðamenn og gestir úr öðrum landshlutum og svo heima- menn og íbúar í nágrannasveitar- félögunum. Auðvitað eru dag- arnir misjafnir en þegar á heildina er litið hefur aðsókn ver- ið vel viðunandi.“ Galleríið er op- ið alla daga vikunnar milli kl. 13 og 17. Listamenn framtíðarinnar sækja myndlistarnámskeið í Svarta pakkhúsinu Hugleiða fordóma, vin- áttu og frið Nokkur börn í elsta hópnum vinna áhugasöm að verkefnum sínum. Reykjanesbær Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Íris Jónsdóttir leiðbeinir börnum á myndlistarnámskeiðinu í Svarta pakkhúsinu í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.