Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 21
ANA de Palacio var í gær skipuð
utanríkisráðherra Spánar. Er
þetta í fyrsta skiptið í sögu rík-
isins sem kona gegnir þessu emb-
ætti.
Jose Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar, ákvað á þriðjudag
að gera róttækar breytingar á
stjórn sinni. Sex ráðherrar misstu
stöður sínar. Aznar hefur nokkuð
átt undir högg að sækja undanfar-
ið eftir mikla velgengni í spænsk-
um stjórnmálum á síðustu árum.
Þykja ráðherraskiptin heldur fallin
til að styrkja stöðu stjórnarinnar á
vettvangi innanríkismála.
Mesta athygli vekur skipun Ana
de Palacio sem er 53 ára að aldri.
Hún er lögfræðingur að mennt og
hóf afskipti af stjórnmálum seint,
gekk í flokk Aznars árið 1994. Hún
hefur setið á Evrópuþinginu og
nýtur virðingar sem sérfræðingur
á sviði alþjóðaréttar.
Ana de Palacio þykir kraftmikil í
framgöngu allri. Hún greindist
með krabbamein í desembermán-
uði árið 2000 og neitaði þá að
draga úr störfum sínum á vett-
vangi Evrópuþingsins þó svo hún
þæði læknismeðferð.
Ana de Palacio er eldri systir
Loyola de Palacio sem var um
skeið landbúnaðar- og sjávarút-
vegsráðherra Spánar og situr nú í
framkvæmdastjórn ESB.
Kona skipuð í embætti ut-
anríkisráðherra Spánar
Madríd. AFP.
SKOSKUR listfræðingur hefur
fundið áður óþekkta teikningu eft-
ir endurreisnarmálarann Michel-
angelo þar sem hún lá gleymd í
geymslu hönnunarsafns í New
York í Bandaríkjunum.
Maðurinn, sir Timothy Clifford,
rakst á teikninguna þar sem hann
var að fletta í gegnum kassa af
teikningum sem Cooper-Hewitt-
safnið keypti árið 1942 fyrir 65
dollara, eða um fimm þúsund ís-
lenskar krónur. Verkið, sem er
teikning af kertastjaka, er um
40x25 sentimetrar að stærð og er
metið á um 12 milljónir dollara, eða
um einn milljarð íslenskra króna.
Clifford fann teikninguna í byrj-
un apríl á þessu ári en safnið ákvað
að gefa ekkert upp um fundinn
fyrr en búið væri að ganga úr
skugga um uppruna hennar. Hefur
Clifford það orð á sér að vera nask-
ur á að finna týnd eða áður óþekkt
listaverk en hann segir að þessi síð-
asta uppgötvun „slái öllu við“.
Ótrúleg-
ur fundur
New York. AFP.
Reuters
Teikningin eftir Michelangelo.
Þumalína
fyrir mæður og börn
Skólavörðustíg 41, s. 551 2136
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Ísskálar frá
Kr. 4.290