Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 24
LISTIR
24 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
>) !?@)$ % ?A$%
?/B%%?C BD"$
?%%9E+ @"$%F?G9#*D"$
?
3 1?C BD"$
?* 9*?*
?? "
! "
#?H $"%?C BD"$
?CI3? $
!
?C7J@?4
? "KK?*
#
$ ?& ? "
*$**L#$%
&'()**
+#* $
%
?/% 4%?B*@$ &
'
?C3@*? "
(' ?/% 4%?B*@$ )'
?M* ? "
) * + ? M%*?B*@$ , $
" ?/% 4%?B*@$ %!
?&/&N)%I%%F %N@ *%?M
-!.?, * %? "
% /
+
?@M%? "
/ 0 1 !
#
- ?
NN?&N
#$%
&'()**,%-&'.%'#/%',0
.
( $
#
?O@167O$# 7?B*@$ )
#
2 3?$?C BD"$
4
' ??#
# ?$"CD ?#
5
?/%6
3
?B*@$ 6
?/%,%? "
(
! ?@- %? "
78
)0 ?C>6?&N
' ?@% ( ?#
78
?C>6?&N
#1$%%2$3%/&'4%*,0
.
?/B%%?C BD"$
?%%9E+ @"$%F?G9#*D"$
?* 9*?*
?? "
?CI3? $
!
?C7J@?4
? "KK?*
#
$ ?& ? "
2
??,%PG%
!
-
?- % "J$? "
,5 !
657" *M(3%$ ") #*29ND 9Q$+ #4
M(*#*D$%M(#*$39** %RP
#P* %7$3")* F*"R #* #P* 9
0 / '.&'$%*.1/%%/%'
?
3 1?C BD"$
! "
#?H $"%?C BD"$
97# #?O
?C BD"$
2
:
#
?@ %9+%?@9#*$( /";&
/ <=
?
D %%9?C BD"$
9 /
>>>?- NM*?4
9 /
>>?- NM*?4
,#7 ,
?C@NF?@ B #$%
&'()**#89:
??B*@$ 85?#!
?N/%3%?@)
D"$ @#
5AB" ?J$ @ * K3%?@)
D"$ C#
@#
?!- %? "
= $?CDB)? "
@ -#=
9
?H%N"?M
2 "?!- %? "
? #N)3%?#
- ?@3%?&*$P$ @"*G%
# !
??*"7D"$
&*#D$3* $3*
&*3 C!G$
&*33?@$P/* +
+ %-"/* +
&*#D "&*P
&*#D ", 3
&*#D "@
&*#D " D &*#D " N%%
&*#D "@#
&*D%@#
+ %
+ %/ P
+ %@$$
ÞAÐ er sannkallað gnægtaborð
sem bíður gesta á sýningunni LiST
með LyST – yndi fyrir augað og
borðið sem nú stendur yfir í Norræna
húsinu. Sýningin geymir um fimmtíu
málverk, grafíkverk, innsetningar,
listiðngripi og svo Listasjálfsalan og
líkt og nafn hennar gefur til kynna þá
er það matur og matarmenning sem
hér er höfð í hávegum.
Sýningarrými Norræna hússins er
líka nýtt til hins ýtrasta á sýningunni,
verk hangir við verk og birtan hefur
verið dempuð til að vernda ætingar,
koparstungur og önnur viðkvæm
verk. Sýningargripirnir spanna enda
tímabilið allt frá 16. öld og fram til
okkar daga og eru flestir hverjir í
eigu Sænska þjóðarlistasafnsins.
Líkt og við er að búast þegar list-
munum frá rúmlega fjögurra alda
tímabili er komið fyrir á einum stað
þá er sýningin fjölbreytileg á að líta.
Margvíslegir straumar og stefnur og
ólíkir miðlar setja óneitanlega sitt
mark á hana og ef til vill ekki síður
persónuleiki listamannsins, sem og
sá þjóðfélagsandi sem er ríkjandi á
hverjum stað og stund. Það er því
miður að, á þessari annars áhuga-
verðu sýningu, skuli vanta ártöl á
verkin og óraunhæft með öllu að bú-
ast við að sýningargestir séu verk-
unum það kunnir að óþarft sé að stað-
setja þau í tíma.
Ætingar og koparstunguútgáfur af
verkum þekktra listamanna á borð
við William Hogarth, Pieter Bruegel
eldri og Hieronymus Bosch setja
sinn svip á LiST með LyST. Slíkar
prentútgáfur voru nokkuð algengar á
fyrri öldum og er kærkomið að fá
þær hingað. Í sumum tilfellum eru
þær unnar af listamönnunum sjálf-
um, líkt og Kosningaskemmtun Hog-
arths, á meðan í öðrum tilfellum voru
þær handverk annarra líkt og á við
ætingu og koparstungur Pieter van
der Heyden af verkunum Feita og
Magra eldhúsið eftir Pieter Bruegel
eldri.
Þótt matur og máltíðir lýsi þema
sýningarinnar er efniviðurinn langt í
frá einsleitur. Kyrralífsmyndir, inni-
legar samverustundir og óhófleg
veisluhöld tengjast öll efninu með
einum eða öðrum hætti. Viðhorfið er
þannig bæði gagnrýnið og siðferðis-
kennt í Stór fiskur slægður eftir Hie-
ronymus Bosch þar sem erfðasyndin
græðgi skín í gegn. Hið sama á við
um Feita Eldhús Bruegels sem gagn-
rýnir þrifalegan mannskarann á
mynd sinni fyrir nautnalegt át veislu-
fanga og nísku, á meðan að hungr-
aður og horaður förumaður er rekinn
á dyr. Með því að setja Magra eld-
húsið, þar sem vannært fólk er samt
boðið og búið að fæða einn munn til
viðbótar, upp sem andstæðu nær
Bruegel að sýna vanþóknun sína.
Englendingurinn Hogarth sýnir ekki
síðri vandlætingu, enda listamaður-
inn þekktur fyrir siðferðilegan boð-
skap verka sinna, og í Nútímasam-
ræður um miðnætti tekur hann á
áfengisneyslu og iðjuleysi eins og oft
áður. Samkvæmt klukkunni í bak-
grunni myndarinnar er klukkan orð-
in fjögur um nótt, einn gestanna er
oltinn út af í sæti sínu, hárkollur hafa
aflagast og fjöldi af krítarpípum á
gólfi, sem og tómir vínbelgir á arin-
hillu og gólfi sýna að langt er síðan
kvöldskemmtanin fór úr böndunum.
Í Bændaveislu á bændabýli eftir
Pehr Hilleström er athyglinni einnig
beint að glundroðanum sem veislu-
haldi getur fylgt. Og þótt siðvendn-
istónninn sé ekki jafnsterkur drepur
listamaðurinn einnig á tengslum
matar og ástar er einn tónlistar-
mannanna beygir sig niður til að
kyssa stúlku í forgrunni myndarinn-
ar, og hlýtur fyrir vikið vandlæting-
araugnaráð annarrar. Freistingin og
ástleitnin koma enn sterkar fram í
Ostrumorgunverði Johannes Voor-
hout eldri. En þar freistar hljóðfæra-
leikari ungrar konu með ostru-
morgunverði. Það mótar fyrir
leggjum konunnar undir fagurbláum,
glansandi kjólnum, hljóðfæri hans er
ein af táknmyndum ástarinnar og
hann sjálfur, líkt og aðrir hljóðfæra-
leikarar, telst meðal barna Venusar.
Og til að túlkunin fari nú ekki fram
hjá neinum býður hljóðfæraleikarinn
stúlkunni ostrur, þekktan lostvaka á
meðan að augu hans leita niður á
barm hennar. Kynferðislegur undir-
tónninn er jafnvel enn sterkari í
Málsverði lokið, ætingu Isidore Stan-
islas Helman eftir verki Jean Michel
Moreau yngri. Hér sitja tvö pör sam-
an að loknum málsverði undir mynd
af Kúpid, syni ástargyðjunnar Ven-
usar. Á gólfinu liggja rósir, ein tákn-
mynda ástargyðjunnar, og hárborðar
og á borðinu stendur skál sem borin
er af þokkagyðjunum þremur – tákn-
myndum þokka og fegurðar og þern-
um gyðjunnar. Atlot mannanna og
daðursleg viðbrögð kvennanna segja
einnig sína sögu.
Veisluhöldin eru þó ekki alltaf
tengd óhófi í augum listamannanna
og geta þau þannig orðið að áhuga-
verðum samsætum í góðra manna
hópi líkt og í verki Viggos Johansens
Í hópi listamanna. Alkristinn veislu-
undirbúningur Nafnadags Fanny
Brate, sýnir enn sómakærari veislu-
höld, en þar skreyta kristilegar
myndir veggi við skandinavíska
veisluborðið. Viðkvæmnisleg ást her-
mannsins og stúlkunnar hans í Café a
Porte við Kóngsins nýja torg í Kaup-
mannahöfn eftir Vilhelm Rosenstand
hefur þá lítið með glundroða og
freistingar að gera, en þeim mun
meira með innileik þar sem parið
deilir drykk á útikaffihúsi.
Sú félagslega athöfn sem máltíðin
er er þá ekki eingöngu bundin við
listamenn fortíðar líkt og dúkað borð
Helga Þorgils Friðjónssonar, sem
auk Þorra Hringssonar og Ólafar
Nordal er fulltrúi Íslendinga á sýn-
ingunni, er til vitnis um. Gul- og blá-
málaðir diskar og bollar í verki hans
Íslenskir fuglar bíða hér einfaldlega
veislufanganna og glaumsins sem
þeim fylgir.
Matur er
mannsins megin
MYNDLIST
Norræna húsið
Sýningin er opin frá kl. 12–17 alla daga
nema mánudaga. Henni lýkur 25. ágúst.
LIST MEÐ LYST – YNDI FYRIR AUGAÐ OG
BORÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Ostrumorgunverður eftir Johannes Voorhout.
Morgunverðartími eftir Hanna Pauli.
Anna Sigríður Einarsdóttir