Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 25 TÓNLEIKARÖÐIN Sumarkvöld við orgelið er í fullum gangi í Hall- grímskirkju. Að venju er boðið upp á hálftíma langa hádegistónleika á fimmtudögum og laugardögum, auk tónleika á sunnudagskvöldum. Í dag, fimmtudag, kl. 12 er komið að Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Hún mun leika þýskar barokkperlur eftir Buxtehude og Bach og franska orgeltónlist eftir Langlais og Vierne. Verkin sem leikin verða eru: Prelúdía í fís-moll, BuxWV 146 eftir Dietrich Buxtehude, Am Wass- erflüssen Babylon, BWV 653 eftir Johann Sebastian Bach, Mors et re- surrectio op. 5 nr. 1 úr Trois para- phrases grégoriennes eftir Jean Langlais og Prélude úr Sinfóníu nr. 1, op. 14 eftir Louis Vierne. Sigrún Magna stundaði kirkjutón- listarnám við Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og þaðan lauk hún kantors- prófi vorið 2000. Orgelkennarar hennar voru Kári Þormar og Hörður Áskelsson. Hún stundar nú nám til einleikaraprófs frá skólanum og starfar sem organisti Breiðholts- kirkju. Hallgrímskirkja Sigrún Magna við orgelið Aðstandendur undirbúnings- nefndar um stofnun Þór- bergsseturs, til- einkað ævi og störfum Þór- bergs Þórðar- sonar, munu hittast næstkom- andi laugardag og halda kynn- ingu auk þess að ganga um heima- slóðir Þórbergs. Dagskráin nefnist Söguferð með Þórbergi og hefst kl. 14 við minn- isvarðann á Hala í Suðursveit, skammt frá Jökulsárlóni. Þar verður kynningin haldin, þá boðið upp á stutta göngu og ratleik fyrir alla fjölskylduna. Loks verður boðið upp á kaffi- veitingar. Á slóðum Þórbergs Þórbergur Þórðarson ♦ ♦ ♦ Meðgöngubelti brjóstahöld, nærfatnaður Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.