Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Þórðarson, tryggingastærðfræð- ingur, ritar ágæta grein í Morgunblaðið þriðju- daginn 9. júlí sl. í tilefni af því að nú býður All- ianz Íslendingum að gera samning við þá um ávöxtun viðbótarlífeyr- issparnaðar. Samning- urinn felst í því að við- bótariðgjaldi viðskipta- vinar er ráðstafað til kaupa á lífeyristrygg- ingu Allianz. Í upphafi greinar sinnar bendir Bjarni réttilega á að Allianz er eitt öflugasta tryggingafyrirtæki heims og nýtur trausts bæði hjá við- skiptavinum sem og hjá samkeppn- isaðilum þess. Á þeim grundvelli byggir alþjóðlegt kjörorð fyrirtækis- ins: „Loforð er loforð“. Rétt er að staldra við tvö meginat- riði í grein Bjarna. Í fyrsta lagi gerir hann athugasemd við að ekki komi nægilega skýrt fram hjá forsvars- mönnum Allianz Ísland hf. í nýlegu viðtali við Morgunblað- ið hver sé nákvæmlega lágmarksávöxtun við- bótarlífeyrissparnaðar- ins. Í öðru lagi fullyrðir hann að ekki sé um að ræða þýska ríkisábyrgð á lágmarksávöxtun þýskra líftrygginga- félaga. Hér er vissulega um mikilvægar ábendingar að ræða og fagnar All- ianz Ísland hf. því tæki- færi sem nú gefst til að skýra málið nánar. Sjálfsagt má alltaf bæta framsetningu og orða- val í viðtölum af þessu tagi þegar reynt er að útskýra til- tölulega flókin atriði í stuttum texta. Hvað fyrra atriðið snertir felur samningur Allianz um viðbótarlífeyr- issparnað í sér tryggingu fyrirtæk- isins fyrir því að lágmarksávöxtun muni ekki fara undir 3,25% af inn- eigninni að frádregnum kostnaði. Fyrir liggur að a.m.k. 70% af fjár- festingum lífeyrissjóða Allianz eru í verðbréfum með ríkisábyrgð á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þannig er staðið undir lágmarkstryggingunni. Afgangurinn skiptist milli annarra tegunda verðbréfa, þ.á m. eru hluta- bréf. Lögákveðið er í Þýskalandi að a.m.k. 90% af ávöxtun sjóða líftrygg- ingafélaga skuli ganga til viðskipta- manna. Allianz gefur reglulega út áætlun um ávöxtun sjóða sinna og er hún endurskoðuð á eins til tveggja ára fresti. Um nokkurt skeið tókst Allianz að halda um 7,5% ávöxtun að meðaltali á lífeyrissjóðum sínum en á síðustu tveimur árum varð skyndi- legt verðfall á hlutabréfamörkuðum. Það hefur leitt til þess að félagið hef- ur lækkað áætlun sína niður í 6,8%. Þessi aðlögun nær til væntanlegrar ávöxtunar en tryggðar greiðslur sem og áunnin ávöxtun hingað til haldast að fullu. Áætlun þessi verður endur- skoðuð að ári og hugsanlegt er þá að hún hækki eða lækki eftir ástandi fjármálamarkaða, en viðskiptamað- urinn heldur þeirri ávöxtun sem þá verður áunnin. Með tilliti til langrar reynslu mun óhætt að staðhæfa að áætlanir Allianz séu áreiðanlegar. Þess vegna treystir fyrirtækið sér til að lofa ákveðnum árangri og gera jafnvel betur en það. Hér verður að hafa hugfast að loforðið tekur til lið- ins tíma og næsta tímabils en fyr- irtækið áskilur sér rétt til að endur- skoða áætlanir sínar eins og fyrr segir með eins til tveggja ára milli- bili. Að því er varðar ríkisábyrgðina er þetta að segja: Eins og áður er minnst á tryggir Allianz 3,25% lág- marksávöxtun. Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með því að líftryggingafélög starfi eftir þeim skilyrðum sem sett eru í lögum. Með- al annars eru tilnefndir sérstakir til- sjónarmenn sem fylgjast með fjár- vörslu og ávöxtun sjóða viðkomandi líftryggingafélags. Með skömmum fyrirvara er unnt að grípa inn í at- burðarásina ef líftryggingafélag fer ekki að lögum. Á þennan hátt leggur þýska ríkið sitt af mörkum til að tryggja það að líftryggingafélögin geti staðið við skuldbindingu sína um lágmarksávöxtun. Rétt er að undir- strika að þó að talað hafi verið um „ríkisábyrgð“ að þessu leyti þá felst hún í virku eftirliti með því að laga- ákvæðum sé fylgt fremur en því að um sérstaka ábyrgðaryfirlýsingu sé að ræða. Ábending Bjarna að þessu leyti er rétt, þ.e.a.s. unnt er að mis- skilja notkun orðsins „ríkisábyrgð“ í viðtali forsvarsmanna Allianz Ísland hf. við Morgunblaðið og er nánari út- skýringu hér með komið á framfæri. Á móti kemur að Allianz í Þýskaland er metið með mjög trausta lánsfjár- hæfni eða AA+ (var AAA fyrir kaup- in á Dresdner-banka sl. sumar) þann- ig að hér er öðru fremur um „fræðilega“ spurningu að ræða. Taka ber undir hvatningu Bjarna til þeirra sem hyggjast notfæra sér möguleika á viðbótarlífeyrissparnaði að fá upplýsingar hjá nokkrum að- ilum um kjör sem í boði eru. Í þeim samanburði stendur Allianz vel að vígi, enda hefur Allianz ætíð lagt sig fram um að veita viðskiptavinum sín- um nákvæmar og ítarlegar upplýs- ingar og þá ekki hvað síst um kostn- að. Já, loforð frá Allianz er loforð! Árni Gunnar Vigfússon Tryggingar Taka ber undir hvatn- ingu Bjarna, segir Árni Gunnar Vigfússon, til þeirra sem hyggjast notfæra sér möguleika á viðbótarlífeyrissparnaði að fá upplýsingar hjá nokkrum aðilum um kjör sem í boði eru. Höfundur er framkvæmdastjóri Allianz Ísland hf. Mælastöðvar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4680 www.sturlaugur.is Velkomin á Leifshátíð 2002 – Eiríksstaðanefnd og Dalabyggð Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld! Hljómsveitir: Viðar Jónsson og Anna Vilhjálms. Unglingahljómsveitin Ábrestir. Leifshátíð Eiríksstöðum í Haukadal 12.-14. júlí Aðgangseyrir: 2000 kr. fyrir fullorðna 1000 kr. fyrir 13 til 16 ára og lífeyrisþega Ókeypis fyrir 12 ára og yngri Svæðið opnar kl. 16 á föstudag en hátíðin hefst kl. 19. Hátíðardagskrá kl. 13 á laugardag. Góð aðstaða fyrir tjöld, húsbíla og fellihýsi. Veitingar. Fjölbreytt og þjóðleg fjölskylduskemmtun • Víkingabúðir, 30 norrænir víkingar endurskapa fortíðina Leikir, vefnaður, járnsmíði, útskurður, matargerð, markaður¸ bogfimi, bardagar, sögur, tónlist o.fl. • Handverks- og smíðabúðir fyrir börn • Rústir Eiríksstaða og tilgátubær Eiríks rauða og Þjóðhildar • Kappar og kvenskörungar Kappræður, Halla Steinólfsdóttir og Arthúr Björgvin Bollason. • Einar Kárason rithöfundur • KvennakórinnVox Feminae • Brúðkaup • Íþróttakappleikar með þátttöku gesta • Heyskapur að fornum hætti • Fornleifauppgröftur • Sögugöngur og ratleikir • Veiði í Haukadalsvatni • Sagnir og söngvar • Bálköstur Reykjavík Eiríksstaðir Búðardalur 150 km Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.