Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 29
segir Helgi. Enn telji þó mjög
margir að refsingar séu of vægar
hér á landi. Helgi segir að menn
verði að hafa í huga að skv. er-
lendum rannsóknum telji almenn-
ingur yfirleitt að refsingar séu of
vægar og skiptir þá ekki máli
hversu harðar þær eru í viðkom-
andi landi. Þannig telji Banda-
ríkjamenn að refsingar séu of
vægar, þrátt fyrir að þar séu refs-
ingar mun harðari en á öðrum
Vesturlöndum og menn jafnvel
dæmdir í margfalt lífstíðarfangelsi
eða til dauða.
Of vægar refsingar
við kynferðisbrotum
Þeir sem svöruðu því til að þeim
þættu refsingar of vægar voru
spurðir að því hvort þeir ættu við
refsingar almennt eða ákveðinn
málaflokk. Þá kom í ljós að flestir
eða um 66% nefndu að refsingar
væru of vægar vegna kynferðis-
brota. Helgi segir greinilegt að
fólk vilji þyngri dóma en hann tel-
ur að fleira hangi á spýtunni. „Ég
held að mörgum finnist sem máls-
meðferð í kynferðisbrotamálum sé
ekki í lagi. Mörg mál sem koma
fram hjá lögreglu eða Neyðarmót-
töku skila sér ekki inn í réttar-
kerfið. Jafnvel mál sem skila sér
inn í réttarkerfið falla niður þar,“
segir Helgi. Fólk telji að víða sé
pottur brotinn varðandi kynferð-
isbrotamál og það komi fram í
könnuninni. Á hinn bóginn nefndu
mjög fáir að þeim þættu dómar í
fíkniefnamálum vera of vægir.
Helgi segir skýringuna á því ein-
faldlega vera þá að dómar hafi
þyngst vegna fíkniefnamála síð-
ustu árin, e.k. jafnvægi sé að nást
á milli refsiþyngdar og viðhorfa
almennings. Í ljósi þess að flestir
telja refsingar of vægar er athygl-
isvert að aðeins 2% töldu vægar
refsingar mikilvægustu ástæðuna
fyrir því að fólk leiðist út í glæpi
en um 80% telja fíkniefnaneyslu
og erfiðar heimilisaðstæður mik-
ilvægustu ástæðuna. Hefur þetta
hlutfall ekki breyst frá 1989. „Mér
finnst þetta benda til þess að Ís-
lendingar séu tilbúnir að taka með
öðrum hætti á þessum málaflokki.
Menn sjá að refsingar hafa tak-
mörkuð áhrif til að draga úr tilurð
afbrota,“ segir Helgi. Þeir telji
vænlegt að leggja áherslu á að
hjálpa fjölskyldum í vanda, koma
fíkniefnaneytendum í meðferð
o.s.frv. í stað þess að einblína ein-
göngu á refsingar.
Ekki vísbendingar um
aukna fíkniefnaneyslu
Samkvæmt könnuninni hafa um
20% þjóðarinnar prófað hass eða
maríjúana sem er ívið lægra hlut-
fall en árið 1997 þegar um 25%
sögðust hafa prófað þessi efni.
Flestir hafa prófað efnið nokkrum
sinnum en aðeins um 6% sögðust
hafa notað efnið oftar en 10 sinn-
um. Einungis rúmlega 2% sögðust
hafa notað efnið á síðustu sex
mánuðum. Helgi segir að niður-
stöðurnar bendi eindregið til þess
að neysla kannabisefna sé yfirleitt
tímabundin og tilraunakennd hjá
þorra neytenda. Þetta komi heim
og saman við erlendar mælingar
sem sýna að neysla efnanna sé að
mestu bundin við ákveðna fé-
lagshópa og menn láti yfirleitt af
henni eftir því sem ábyrgð þeirra
eykst í lífinu. „Mjög margir hafa
prófað þessi efni og telja að það
hafi ekki haft nein alvarleg áhrif á
þá. Í þeim hópi eru vafalaust ýms-
ir málsmetandi borgarar,“ segir
Helgi. „Hættan er að sjálfsögðu
fyrir hendi en sá hópur sem fer
mjög illa út úr fíkniefnaneyslu er
samt hlutfallslega lítill í saman-
burði við heildarfjölda þeirra sem
prófa þessi efni. Þessir einstak-
lingar geta hinn bóginn farið mjög
illa með sig og það má alls ekki
draga úr þeim vanda sem með-
ferðarstofnanir stríða við. Við
megum samt sem áður ekki
gleyma því að áfengisneysla er
ennþá mesti bölvaldurinn í vímu-
efnaneyslu þjóðarinnar,“ segir
Helgi.
þetta og athuga hvort það sé hægt
að breyta þessu. Við þurfum líka
að kanna hvort það þurfi meira
jafnvægi í fjölmiðlaumfjöllun eða
hvort það sé raunveruleg ástæða
fyrir því að fólki finnist það óör-
uggt í borginni.“
Ertu öruggur einn á gangi
um helgar í miðborginni
að næturlagi?
Í könnuninni var spurt: „Ertu
öruggur einn á gangi um helgar í
miðborginni að næturlagi?“ Yfir
75% þjóðarinnar töldu sig óörugg
og hefur þetta hlutfall ekki breyst
mikið frá 1997. Þó hefur heldur
dregið úr fjölda þeirra sem töldu
sig mjög óörugga. „Það er athygl-
isvert að þeir sem búa í miðbæn-
um hafa meiri öryggiskennd en
þeir sem búa annars staðar. Þeir
sem búa úti á landsbyggðinni eru
síðan mun óöruggari í miðborginni
en þeir sem búa í Reykjavík eða
nágrenni,“ segir Helgi.
Svo virðist sem fólk telji sig
óöruggara, því lengra sem það býr
frá borginni. „Þeir sem búa fjærst
miðborginni þekkja hana líklegast
fyrst og fremst af fjölmiðlaum-
fjöllun en þeir sem búa þar sjálfir
telja öryggi sínu betur borgið,“
segir Helgi en nefnir að þetta geti
bent til þess að ekki gæti jafn-
vægis í fréttaflutningi af miðborg-
inni og vísar til neikvæðrar um-
fjöllunar um miðborgina fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Það sé þó alls ekki hægt að líta
fram hjá því að alvarleg afbrot eru
framin í miðborginni og friðsamir
borgarar hafi orðið þar fyrir fyr-
irvaralausum árásum. „Það hefur
þessi áhrif. Við óttumst miðborg-
ina að næturlagi um helgar og
mér finnst sjálfsagt að það verði
tekið á því. Það er auðvitað ekki
algjörlega að ósekju sem fólk tel-
ur sig óöruggt því þarna hafa
komið upp alvarleg mál. Þessi mál
þarf að ræða af yfirvegun og þurfa
jafnt borgaryfirvöld sem lögregla
að koma að því,“ segir Helgi.
Almenningur telur refsingar
almennt of vægar
Um það bil 75% telja refsingar
við afbrotum helst til vægar eða
allt of vægar í samanburði við nær
90% árið 1997. Hverja telur þú
vera skýringuna á þessu? „Ég
held að ástæðan sé einfaldlega sú
að refsingar hafa verið að þyngj-
ast. Við sjáum það greinilega í
fíkniefnamálum en þess sjást líka
merki í öðrum málaflokkum,“
landsbyggðinni telja sig mun
öruggari en íbúar á höfuðborg-
arsvæðinu. Um 72% hinna fyrr-
nefndu töldu sig mjög örugg en
einungis um 33% þeirra sem búa á
höfuðborgarsvæðinu. Helgi segir
líklegustu skýringuna á aukinni
öryggiskennd einfaldlega vera þá
að um leið og það dragi úr áhyggj-
um fólks af afbrotum aukist ör-
yggiskennd þeirra.
Hvernig kemur Reykjavík út í
samanburði við borgir af sam-
bærilegri stærð?
„Það er erfitt að finna hentugan
samanburð en miðað við mælingar
á öryggiskennd í öðrum sambæri-
legum borgum er hlutfallið hér á
landi að minnsta kosti ekki
hærra,“ segir Helgi. „Það er nauð-
synlegt fyrir okkur að staldra við
stu könn-
fallið hins
Aðspurður
hafi mikil
Hafskips-
gar menn
menn ekki
glæpi og
ndi og er-
gar menn
il afbrota
fíkniefna-
ferðisbrot
nnd
fram að
a á gangi
ið heimili
g en árið
Íbúar á
ur fjórum sinnum staðið fyrir mælingu á viðhorfum Íslendinga til afbrota
ómsdagsum-
í fjölmiðlum
Morgunblaðið/Sverrir
ekki hægt að skýra breytt viðhorf með fækkun afbrota eða að þau séu ekki jafn
sem ég staldra við er breytingin á umfjöllun í samfélaginu um afbrot,“ segir Helgi
ugsson, afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
runarp@mbl.is
6
>? @AA@
!"#$%&' !" !(
4G-
4
G
?
G
1
;
=
>
@A
A@
=
3
"
1
"
!
6
;<=<>? @AA@
>
@A
A@
# *" '#&$%&' 3
3
5
1
5
@AA@
"
%
,H
!
+,- .+,-( ("#$*# ! /* J?
6
?
LOKIÐ er viðræðum stjórn-valda á Möltu og Evrópu-sambandsins (ESB) umfiskveiðikaflann í aðildar-
viðræðum eyjarskeggja.
Stjórnvöld á Möltu hafa á stefnu-
skrá að bætast í hóp aðildarríkja
ESB í næstu lotu stækkunar þess.
Á heimasíðu upplýsingamiðstöðvar
Möltu vegna aðildarviðræðna við
ESB kemur fram að samningavið-
ræðum um fiskveiðikaflann hafi
lokið 28. júní.
Undanfarin 30 ár hefur Malta
stjórnað veiðum innan 25 mílna lög-
sögu. Í lögum ESB segir að aðild-
arríki megi takmarka veiðar innan
12 sjómílna á þann veg að þar megi
erlendir sjómenn ekki athafna sig.
Utan 12 mílna kveða lög ESB á um
að ekki beri að gera greinarmun á
þjóðerni sjómanna frá aðildarríkj-
um sambandsins.
Í tilfelli Möltu þurfti því að semja
um stjórn og fyrirkomulag veiða á
svæðinu 12 til 25 mílur frá eyjunum.
Varanleg yfirstjórn
Samið hefur verið um að Malta
haldi 25 mílna fiskveiðilögsögu sinni
og að stjórnvöld þar stjórni veiðum
innan hennar.
Sem fyrr sagði hafði þessi verið
krafa stjórnvalda á Möltu sem jafn-
framt settu á oddinn að innan lög-
sögunnar yrðu einungis leyfðar
veiðar smábáta.
Á þessa kröfu hefur ESB nú fall-
ist og kemur fram á heimasíðu upp-
lýsingamiðstöðvar Möltu vegna
ESB-viðræðna, http://
www.mic.org.mt, að hér sé ekki um
tímabundna undanþágu eða ráð-
stöfun að ræða. Ákvæði um fisk-
veiðilögsöguna og yfirstjórn stjórn-
valda á Möltu innan hennar verði
sett í lög Evrópusambandsins.
Þetta er gert á grundvelli þess
meginssjónarmiðs að aðild Möltu
að Evrópusambandinu verði ekki
til þess að dragi úr verndaraðgerð-
um innan 25 mílnanna en lögsagan
er einnig nefnd „verndarsvæði“.
Innan lögsögunnar munu, með
undantekningum þó, einungis fá að
veiða bátar sem eru minni en 12
metrar að lengd. Þetta útilokar ekki
að erlendir bátar minni en 12 metr-
ar veiði innan lögsögunnar en á
heimasíðunni segir að þetta fyrir-
komulag muni í raun þýða að þar
verði einungis maltneskir bátar að
veiðum. Kostnaður við að sigla er-
lendum bátum slíka vegalengd til að
stunda veiðar innan 25 mílna lög-
sögunnar við Möltu geri að verkum
að slíkur útvegur geti aldrei orðið
arðbær.
Togurum ekki fjölgað
Almenna reglan verður sú að
maltneskir sjómenn sem ráða yfir
bátum sem eru lengri en 12 metrar
munu ekki fá að stunda veiðar innan
lögsögunnar. Þar ræðir um 50 báta
og verða eigendur þeirra styrktir til
að þeir geti haldið áfram útgerð ut-
an lögsögunnar.
Þó er í samningnum að finna
ákvæði er kveða á um undantekn-
ingar frá 12 metra reglunni. Tog-
arar minni en 24 metrar munu geta
stundað veiðar á afmörkuðum
svæðum. Önnur takmarkandi
ákvæði, m.a. um dýpt sjávar og vél-
arstærð fiskveiðiskipa, hafa í för
með sér að togurum innan lögsög-
unnar mun ekki fjölga umfram þá
sem þar stunda nú veiðar. Gildir
það jafnt um innlend sem erlend
skip. Fjöldi skipa af þessari stærð
innan svæðisins verður því sá sami
og áður eftir að Malta hefur gengið í
ESB.
Flökkustofnar undanþegnir
Samningurinn tekur ekki til
flökkustofna innan lögsögunnar.
Evrópusambandið viðurkennir að
maltneski fiskiskipaflotinn stundi
ekki veiðar sem gangi nærri stofn-
um á svæðinu og sammælast stjórn-
völd á Möltu og ESB um að tryggja
sjálfbærar veiðar innan lögsögunn-
ar.
Í kafla um eftirlit kemur fram að
innan 25 mílna lögsögunnar hafi
stjórnvöld á Möltu fullt vald til að
fylgjast með veiðum hvers þess
skips sem er 12 metrar eða lengra.
Verður það gert með sérstökum
búnaði um borð sem sendir upplýs-
ingar um hvers kyns veiðar viðkom-
andi fiskiskip stundar og hvar þær
fara fram.
Þá er í samningnum fjallað um
aðgang Maltverja að sérstökum
sjóðum ESB vegna sjómanna þar
sem sérstök áhersla er lögð á svo-
nefnt „sjálfbært jafnvægi“ í nýtingu
auðlindarinnar. Að auki kveður
samningurinn á um að tollar á eld-
isfisk frá Möltu falli niður árið 2003.
Þeir eru nú 7,5% en voru 15% fram
til ársins 2001. Í byrjun þessa árs
lækkuðu þeir síðan um helming.
Sjávarútvegur er heldur lítill um-
fangs á Möltu. Alls eru 370 menn
skráðir sjómenn að atvinnu og ráða
þeir yfir 314 bátum. Margir þeirra
eru mjög litlir. Áhugamenn og sjó-
menn í hlutastarfi ráða samtals yfir
um 1.500 bátum af margvíslegum
stærðum og gerðum. Meirihluti
þess afla sem landað er á Möltu er
fenginn á alþjóðlegum hafsvæðum.
Ákvæði um
yfirstjórn
sett í lög ESB
Malta og ESB semja um fiskveiðar
Morgunblaðið/Sigmundur O. Steinarsson
Smábátar í höfn á Möltu. Eitt helsta markmið eyjarskeggja í aðild-
arviðræðum við ESB var að tryggja að útgerð smábáta mætti áfram
þrífast innan þeirrar 25 sjómílna lögsögu sem Malta hefur markað.
’ Malta heldur 25mílna fiskveiði-
lögsögu sinni og
stjórnvöld þar
stjórna veiðum inn-
an hennar ‘