Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 33

Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 33
NIÐJAMÓT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 33 ÞÆR voru þrjár, fæddust og ólust upp í Petersenshúsi í Keflavík í byrj- un síðustu aldar, fjórða systirin, Ólafía Kristín, dó þriggja ára. Þær hétu Petrea Jakobína, Katrín Hulda og Guðrún Ágústa. Jakobína var frumburður foreldra sinna, fædd árið 1900 og fékk nafn afa síns Péturs Jak- obs Jóhannssonar Petersen, sem kom til Keflavíkur 17 ára, árið 1857 frá Reykjavík þar sem faðir hans var gullsmiður, og réðst til starfa sem verslunarþjónn í Siemsensverslun, seinna var hann bókhaldari í Duus- verslun. Hann dó í Petersenshúsi 1909 og hafði þá legið rúmfastur síð- ustu 9 árin, hann varð mállaus á einni nóttu. Hulda fékk nafn ömmu sinnar, konu Péturs, Katrínar Illugadóttur, sem ævinlega var kölluð Madame Petersen. Hún var mjög hárprúð, lítil vexti og fíngerð, en svipað útlit höfðu sonardætur hennar. Hún missti pabba sinn 5 ára gömul, hann var sjó- maður í Reykjavík og drukknaði 24 ára. Eftir það ólst Katrín upp í Hól- koti í Reykjavík hjá móður sinni Ingveldi Einarsdóttur og föður- ömmu, Kristínu Bárðardóttur, sjó- mannsdóttur í Reykjavík. Ingveldur var dóttir hjónanna á Selfossi í Árnes- sýslu, Einars Þorleifssonar og Sigríð- ar Jónsdóttur frá Fjalli á Skeiðum. Katrín andaðist í Petersenshúsi ald- armótaárið 1900. Guðrún Ágústa fékk nafn dóttur Steinunnnar í Stóru-Vog- um, sem dó ung, en Guðfinna, móðir systranna og Steinunn voru vinkonur síðan á uppvaxtarárunum á Vatns- leysuströndinni. Undirrituð, sem er dóttir Guðrúnar Ágústu fékk síðan nafn Steinunnar eftir ósk úr draumi. Systurnar áttu 2 bræður, Sigurjón sem dó í Keflavík rúmlega 40 ára, hann eignaðist dæturnar Þuríði Hrefnu og Ingibjörgu Guðrúnu með konu sinni Valgerði Bjarnadóttur og Ólaf Kristin sem lést aldraður í Reykjavík. Hann eignaðist börnin Jó- hönnu, Pétur Þór og Elsu með konu sinni Brynhildi Magnúsdóttur. Þeir voru báðir sjómenn. Þriðji bróðirinn, Páll Júlíus, dó á fyrsta ári. Petersenshús stóð þar sem í dag er Túngata í Keflavík, við húsið var við- bygging sem um tíma var verslunar- húsnæði. Húsinu fylgdi stórt tún þar sem hestar föður þeirra systkina, Júl- íusar Snæbjörns Petersen voru á beit, en hann átti alla tíð góða hesta. Júlíus var kennari við Barnaskólann í Keflavík og flest árin eini kennarinn, hann þótti góður stærðfræðingur. Kona Júlíusar og móðir barnanna var Guðfinna Andrésdóttir, ættuð úr Krísuvík og Grindavík, móðir hennar var Kristín Jónsdóttir frá Vigdísar- völlum í Krísuvík. Júlíus og Guðfinna tóku við búinu í Petersenshúsi og bjuggu þar alla tíð. Jóhann Pétur Pet- ersen, látinn, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, bróðursonur Júlíusar, dvaldi mikið í Petersenshúsi, en hann missti pabba sinn nýfæddur. Hann fékk nafn föður síns, en móðir hans var Mekkín Eiríksdóttir, hún lést öldruð í Hafnarfirði. Hann eignaðist börnin Elínu, Bryndísi, Jóhann og Pétur Jakob með konu sinni Guðríði Guðjónsdóttur Petersen. Jóhann bar alla tíð umhyggju fyrir systrunum, frænkum sínum, sem hann að miklu leyti ólst upp með. Jakobína fór ung til Hafnarfjarðar og réðst til verslunarstarfa í vefnað- arvöruverslun. Hún giftist Jóni Mathiesen kaupmanni og bjuggu þau fyrst við Strandgötuna í stóru stein- húsi í íbúð fyrir ofan búðina, seinna byggðu þau einbýlishús í hrauninu fyrir ofan bæinn, sem lengi stóð þar eitt og sér þar til byggðin þandist út. Í stofunni hjá Jakobínu hékk mynd á vegg af Guðfinnu, móðurinni. Þar var líka mynd í ramma af yngri systur hennar, Guðrúnu Ágústu, sem á æskuárum var alltaf kölluð Lilly Pet- ersen, en 14 ára aldursmunur var á þeim systrum. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún lést árið 2000 rúmlega 100 ára. Jón og Jakobína eignuðust dæturnar Soffíu og Guðfinnu. Hulda giftist ung Guðjóni Guðjóns- syni, rakarameistara í Keflavík. Þau eignuðust 4 börn, Júlíus Petersen, Þórhildi Guðríði Ingibjörgu, Björg Huldu og Gunnar. Þau fluttu til Bandaríkjanna þegar Gunnar var á barnsaldri. Gaui rakari dó í Banda- ríkjunum 1956. Ég á bjarta minningu frá bernsku, þegar Gaui rakari kvaddi mig áður en þau fluttu til Bandaríkjanna. Við átt- um þá heima á Laufásveginum í Reykjavík og ég hef verið 7 ára. Hann situr á rúmstokknum hjá mér, því það er nótt og þau eru að fara til útlanda. Hann er búinn að kyssa mig bless og situr þarna og horfir á mig. Hann var svo vingjarnlegur maður. Seinni mað- ur Huldu var Tryggve Forberg raf- magnsverkfræðingur. Þau áttu sam- an mörg góð ár, ferðuðust mikið, komu oft til Íslands. Hulda dó í Bandaríkjunum 1980 og Tryggvi ári áður. Yngsta systirin, Guðrún Ágústa, giftist Ólafi Einari Einarssyni frá Garðhúsum í Grindavík, útgerðar- og kaupmanni í Keflavík. Þau fluttu til Reykjavíkur 1949 þar sem Ólafur rak innflutnigsfyrirtækið Festi við Frakkastíg. Hann kenndi fyrirtækið við fjallið Festi í Grindavík. Ólafur lést 1996, en Guðrún Ágústa lést 1982. Þau eignuðust 2 börn, Einar Guðjón og Öldu Steinunni. Seinni maður Guðrúnar Ágústu var Erling Ellingsen verkfræðingur, látinn. Guðrún Ágústa missti móður sína 18 ára að aldri, og fór til Danmerkur til vinkonu móður sinnar, Jónu Sigur- jónsdóttur, sem var vel menntuð og hafði starfað við barnakennslu með góðum árangri í Keflavík Jóna var fædd á Kálfatjörn á Vatnsleysu- strönd, dóttir Sigurjóns Jónssonar, kennara og Sesselju Ólafsdóttur, ljós- móður. Þegar faðir Jónu deyr frá konu og fimm ungum dætrum, fer elsta dóttirin, Jóna, í fóstur til móð- urbróður síns Arnbjörns Ólafssonar, sem var umsvifamikill athafnamaður og konu hans, Þórunnar Bjarnadótt- ur, sem bjuggu í Bakaríinu í Keflavík. Þar fékk Jóna gott atlæti og góða menntun. Jóna flytur til Danmerkur 1927, ung ekkja með son sinn Sigurð Jón, síðar bæjarverkfræðing í Hafn- arfirði, en faðir hans Ólafur Þor- steinsson frá Eyrarbakka hafði verið byggingaverkfræðingur í Reykjavík. Guðrún Ágústa dvelur á heimili Jónu í Danmörku um tíma og lærir garð- yrkjustörf. Þegar hún kemur til Ís- lands vinnur hún í Hellisgerði í Hafn- arfirði og býr hjá Jakobínu systur sinni þar til hún giftir sig. Hún leit alltaf á Sigurð Jón eins og fóstbróður. Sigurður lést í Reykjavík 1960. Hann eignaðist 4 dætur. Í Danmörk kynnt- ist Guðrún Ágústa listmanninum Falke Bang, sem varð þekktur fyrir fuglateikningar. Þeirra bréfasam- band stóð í 50 ár og er sérhvert bréf frá honum listaverk með undurfalleg- um fuglamyndum. Það er ljúft að minnast systranna núna, þegar stendur til að halda ætt- armót um miðjan júlí til að minnast þeirra sem bjuggu í Petersenshúsi. Ég kynntist Ólafi móðurbróður þegar hann var orðinn gamall maður í Reykjavík og kom með fisk í soðið til systur sinnar. En þær Bína og Hulda, móðursysturnar og þeirra börn voru fjölskyldan. Hulda var saumakonan í fjölskyldunni, pabbi gaf mömmu saumavél en Hulda notaði hana. Jak- obína hélt fjölskylduboðin, en þær höfðu allar gaman af að bjóða fólki í mat. Eftir að við fluttum til Reykja- víkur héldu ættingjarnir stundum til hjá okkur þegar farið var í kaupstað- arferð til höfuðborgarinnar. Þá var leiðin löng frá Keflavík og Hafnarfirði til Reykjavíkur. Alla ævi voru móðursystur mínar að gefa mér gjafir. Hulda sendi mér afmælisgjöf til Danmerkur og Sví- þjóðar, það var sama hvar ég var, allt- af kom pakki frá Huldu frænku. Jak- obína sendi dætrum mínum jólagjafir norður í Skagafjörð þegar hún var komin á tíræðisaldur. Eftir að Hulda flutti til Bandaríkjanna og ég var á barnsaldri komu alltaf jólagjafir frá henni yfir hafið. Ein jólin fékk ég svo fallegt dúkkuhús með húsgögnum að ég svaf lítið þau jólin, svo hugfangin var ég yfir húsinu og þeirri dýrð, sem þar birtist mér. Þær voru fallegar þessar systur með ljósa, síða, hárið og bláu, stóru augun. Það er gott að minnast þeirra. Systurnar í Petersenshúsi Guðrún Ágústa Júlíusdóttir, yngsta systirin í Petersenshúsi. Petersenssystur Ættingjar Petersens- systra í Keflavík efna til niðjamóts á Mælifelli í Skagafirði 13. júlí nk. Steinunn Ólafsdóttir reifar æviferil systranna. Höfundur er húsmóðir á Mælifelli í Skagafirði. Guðfinna Andrésdóttir Petersen og eldri dætur hennar, Hulda t.v. og Jakobína t.h. Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.