Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 46
DAGBÓK
46 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Mermaid væntanlegt
ásamt farþegaskipinu
Delphin.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Eridanus vænt-
anlegt.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
13 vinnustofa, bað.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, handa-
vinnustofan opin, bók-
band og öskjugerð, kl. 9
leikfimi, almenn, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
11 boccia, kl. 13–16.30
smíðastofan og handa-
vinnustofan opin. Kl.
13.30 gönguhópur,
lengri ganga. Bingó er
2. og 4. föstudag í mán-
uði. Púttvöllurinn er op-
inn kl. 10–16 alla daga.
Allar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 14–15
dans. Skoðunarferð um
Þingvöll í dag, fimmtu-
daginn 11. júlí. Lagt af
stað frá Bólstaðarhlíð
kl. 13.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við bað, kl. 9–16.45 er
hárgreiðslustofan opin,
kl. 11.15 hádegismatur,
kl. 15 kaffiveitingar.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Fótaaðgerð-
arstofa: tímapantanir
eftir samkomulagi, s.
899 4223.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un, föstudag, verður
púttað á Hrafnistuvelli
kl. 14–16. Félagsheim-
ilið Hraunsel verður
lokað vegna sumarleyfis
starfsfólks til 11. ágúst.
Upplýsingar um orlofs-
ferðir að Hrafnagili við
Eyjafjörð 10.–13. ágúst
og að Höfðabrekku 10.–
13. sept. eru gefnar í
símum 555 1703,
555 2484 og 555 3220.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði í
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi, blöðin
og matur í hádegi.
Athugið ekki verður
spilað brids á fimmtu-
dögum í júlí.
Ferð í Galtalæk á úti-
tónleika 14. júlí 2002
með Álftagerð-
isbræðrum og Diddú.
Örn Árna og Karl
Ágúst slá á létta
strengi. Lagt af stað kl.
15 frá Glæsibæ. Nánari
upplýsingar á skrifstof-
unni. Athugið! Sækið
miðana í dag á skrif-
stofu félagsins.
Dagsferð 15. júlí. Flúð-
ir-Tungufellsdalur (veg-
ur liggur upp í gegnum
dalinn sem er með skógi
á báðar hendur)-
Gullfoss-Geysir-
Haukadalur-Laug-
arvatn-Þingvellir. Kaffi-
hlaðborð í Brattholti.
Leiðsögn: Sigurður
Kristinsson. Athugið!
Sækið miðana í dag.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals og Tyrk-
lands í haust fyrir fé-
lagsmenn FEB, skrán-
ing er hafin,
takmarkaður fjöldi.
Nánari upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12,
sími 588-2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði í Glæsibæ.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
er opin vinnustofa, m.a.
glerskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 9–16
bað, kl. 14 myndbands-
sýning.
Gerðuberg, félagsstarf.
Lokað vegna sum-
arleyfa frá mánudeg-
inum 1. júlí. Opnað aft-
ur þriðjudaginn 13.
ágúst. Á vegum Íþrótta-
og tómstundaráðs eru
sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9.30 mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga.
Umsjón Brynjólfur
Björnsson íþróttakenn-
ari.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin.
Lagt verður af stað í
ferðalag um Vestfirði
mánudaginn 15. júlí kl.
8.15 frá Gullsmára og
kl. 8.30 frá Gjábakka.
Munið að taka með
sæng, kodda og lak eða
svefnpoka. Afgreiðsla
Gjábakka verður lokuð
15.–19. júlí. Matarþjón-
usta, kaffistofa, handa-
vinnustofa og annar
daglegur rekstur verður
eins og venjulega. Hár-
stofa Ragnheiðar í Gjá-
bakka verður lokuð frá
15. júlí til 6. ágúst.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsheimilið Gull-
smára 13 verður lokað
frá 8. júlí til 6. ágúst.
Fótaaðgerðarstofan
verður opin, sími 564-
5298, hársnyrtistofan
verður opin, sími 564-
5299.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl. 10
boccia, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
14 félagsvist. Fótaað-
gerð, hársnyrting. Allir
velkomnir.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Ganga kl. 10.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 10 fótaað-
gerðarstofan, kl. 9.30
morgunstund og hand-
mennt, kl. 10 leikfimi,
boccia kl. 10.45, kl. 13
brids, frjálst. Smiðjan
og bókbandið í sum-
arleyfi.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12 að-
stoð við bað, kl. 9.15–
15.30 handavinna.
Gjábakki. Kl. 20–21
gömlu dansarnir, kl. 21–
22 línudans.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju,
s. 520-1300, og í blóma-
búðinni Holtablóminu,
Langholtsvegi 126.
Gíróþjónusta er í kirkj-
unni.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju,
sími 520 1300, og í
blómabúðinni Holta-
blóminu, Langholtsvegi
126. Gíróþjónusta er í
kirkjunni
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í Kirkju-
húsinu v/Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn, s. 555 0104,
og hjá Ernu, s. 565 0152
(gíróþjónusta).
Minningarkort ABC-
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu
ABC-hjálparstarfs í Sól-
túni 3, Reykjavík, í síma
561-6117. Minning-
argjafir greiðast með
gíróseðli eða greiðslu-
korti.
Allur ágóði fer til hjálp-
ar nauðstöddum börn-
um.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hrings-
ins í síma 551-4080.
Kortin fást í flestum
apótekum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Bergmál, líknar- og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikna fyrir krabba-
meinssjúka og
langveika fást í síma
587-5566, alla daga fyrir
hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til sölu
í kirkjunni í síma
587 9070 eða 587 9080.
Einnig er hægt að nálg-
ast kortin í Kirkjuhús-
inu á Laugavegi 31 í
Reykjavík.
Líknasjóður Dómkirkj-
unnar, minningarspjöld
seld hjá kirkjuverði.
Í dag er fimmtudagurinn 11. júlí,
192. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem
þú gafst mér, svo að þeir séu eitt,
eins og við erum eitt.
(Jóh. 17,22.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 ójafna, 8 þrautir, 9
mannsnafn, 10 elska, 11
flýtinn, 13 yndi, 15 nagg,
18 afundið, 21 skaut, 22
bál, 23 svefnfarir, 24
hafsauga.
LÓÐRÉTT:
2 jurt, 3 ákæruskjalið, 4
hljóminn, 5 munnbita, 6
sundfæris, 7 sigra, 12
kropp, 14 beita, 15 digur,
16 gamla, 17 mánuður, 18
bylgjur, 19 húsdýrin, 20
fá af sér.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: - 1 hreif, 4 fúnar, 7 elgur, 8 æfing, 9 nár, 11 púar,
13 bann, 14 efnir, 15 fisk, 17 áköf, 20 krá, 22 kíkja, 23
lúpan, 24 runni, 24 sárið.
Lóðrétt: - 1 hrepp, 2 ergja, 3 forn, 4 flær, 5 neita, 6 reg-
in, 10 árnar, 12 rek, 13 brá, 15 fákar, 16 sökin, 18 kopar,
19 fénað, 20 kati, 21 álfs.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur undanfariðreynt að bæta mataræði sitt.
Upphafið er rakið til þess er hann tók
þátt í afkomendarannsókn á vegum
Hjartaverndar fyrir tveimur árum.
Aldrei hefur hann gengist undir eins
ítarlega heilbrigðisskoðun og þarna
um árið. Í rannsókninni var mataræði
meðal þess sem kannað var og þá
gerði Víkverji sér grein fyrir því að
hann var farinn að borða allt of lítið
grænmeti og of mikið af sætindum.
Eftir nokkra mánuði bætti Víkverji
úr þessu og í kjölfarið tók hann annað
mikilvægt skref þegar hann hætti að
skófla í sig pasta og pizzum og síðar
kökum og enn síðar sælgæti. Víkverji
tekur fram að hann hefur aldrei haft
áhyggjur af aukakílóum. Þetta voru
bara einhver hreystikíló, ein 14 tals-
ins, sem höfðu slegist í för með hon-
um milli tvítugs og þrítugs. Og hurfu
reyndar með pizzunum og hinu jukk-
inu.
Í síðustu viku tók Víkverji enn eitt
framfaraskrefið þegar hann hætti að
nota sykur út á morgunkornið. Það er
hægara sagt en gert að losa sig við
sykurinn sem leynist alveg ótrúlega
víða í matvælum, jafnvel þeim sem
Víkverji hélt að væru hollustuvörur.
En það er öðru nær. Þær eru t.d. fáar
mjólkurafurðirnar sem eru sykur-
lausar.
x x x
EN ÞAÐ er mikið unnið þegar aðbaki eru kvöld, þar sem kók og
Mars saddi sárasta „hungrið“ eftir
kvöldmat. Furðulegt hungur það.
Nær væri að tala um fíkn. Hún virðist
blossa upp eins og hendi sé veifað en
það er líka fljótlegt að fullnægja
henni – þangað til hún blossar upp
aftur. Víkverji hlýtur að vera haldinn
sykurfíkn. „En það gekk vel í dag,“
segir hann nú á kvöldin dauðhræddur
um að falla daginn eftir. Samt teljast
svona neysluvenjur einhvernveginn
ekki merki um neinn sjúkleika, svona
almennt séð; að borða sykur út á
morgunkornið, kökur og sykraðan
djús um miðjan dag og síðan sælgæti
á kvöldin (hádegis- og kvöldmatur
innifalinn). Fagfólk á hinum ýmsu
sviðum heilbrigðismála hefur haldið
uppi áróðri gegn óhóflegri sykur-
neyslu Íslendinga og óhollu mataræði
og nú hafa eyru Víkverja loks opnast.
Víkverji vissi t.d. ekki að hann væri að
hesthúsa 18 kg af hreinum sykri ár-
lega með því að fá sér eina kók á dag.
Og þá er frátalin öll hin sykurneyslan
í formi sælgætis og annars. Ástæða er
til að þakka áróðurinn sem skilað hef-
ur sér í betri matarvenjum Víkverja.
Og Víkverji vill líka þakka starfsfólki
Hjartaverndar fyrir góðar móttökur
árið 2000. Nú hikar Víkverji ekki við
að rífa í sig hertan steinbít fyrir 400
krónur í staðinn fyrir að kasta sömu
upphæð í kók og prinspóló og smá-
vegis bland í poka. Nokkuð hátt verð
fyrir 35 sykurmola að mati Víkverja.
Ekki samt svo að skilja að hollustu-
vörur séu eitthvað ódýrar hérlendis. Í
Kaliforníu er hægt að kaupa risasalat
á stærð við sjónvarpstæki á 60 kr.
x x x
Í LOKIN ætlar Víkverji að getaþess að hann er hvergi nærri
hættur að drekka kaffi, þótt hann hafi
tekið ýmislegt vafasamt út af mat-
seðlinum. Það eru víst fá vítamín í
kaffinu ef nokkur, en það er oftast
frábærlega gott á bragðið ef frá er
talið vinnustaðaskólpið sem Víkverji
drekkur samt mest af einhverra hluta
vegna.
Hungursneyð
velferðarríkis
VIÐ lifum í óhamingjuþjóð-
félagi þar sem fjöldi fólks er
afskiptur og öllum er sama.
Sjálfsvígin segja sína sögu
sem alltaf er jafnhörmuleg-
ur endir á ómetanlegu lífi
manns, sem foreldrar elsk-
uðu daga og nætur. Hví er
það að við horfum uppá fólk
sem líður skort og þraut án
þess að við aðhöfumst nokk-
uð? Hví er okkur ekki kennt
í skólum að hamingja allra
er hamingja okkar, þín og
mín? Er hægt að lifa sæll í
himnaríki á meðan aðrir
þjást í helvíti? Og hinum
ríku líður oft ekkert skár en
lágstéttinni, því þeir þekkja
best hve djúpt hið andlega
myrkur getur náð sem gátu
hvergi keypt hamingjuna
fyrir peninga sína. Af hverju
er þjóðfélag okkar svona?
Fólk er andlega vannært
og hefur ekki lært að bjarga
sér í vellystingafylleríinu.
Það hungrar í offitunni og er
fátækt í ríkidæmi sínu. Það
sveiflast á milli oflætis og
depurðar eins og blóðsykur
sælkerans og skapofsi mis-
lyndismannsins. Nútíma-
manninn vantar allt jafn-
vægi í líf sitt, langlundar-
geð, nægjusemi, frið. Hann
vantar andlega næringu og
visku til að læra hið guðlega
lögmál orsaka og afleiðinga
og eitt af því er þetta: Menn
verða fyrst auðugir þegar
þeir læra að fórna sér fyrir
aðra, gefa af sjálfum sér og
lifa hvern dag í kærleika til
alls sem lifir. Það er fjár-
sjóður sem allir geta eignast
en því miður fáir koma auga
á. Er það ekki einmitt hin
sanna viska, sanna þekking
og sanna menntun sem við
verðum að gefa betur gaum
að í samfélagi okkar til að
hér dafni góð og guðleg
menning þar sem fólki líður
vel, en er ekki á hraðferð til
helvítis í lífsstíl fáviskunn-
ar?
Einar Ingvi Magnússon.
Ábending til blaðbera
ÉG hef oft verið að velta því
fyrir mér þegar ég kem
heim eftir að hafa farið út úr
bænum hvað það er auðvelt
fyrir innbrotsþjófa að sjá
hverjir eru ekki heima því
að Mogginn stendur alltaf
hálfur út um bréfalúguna
þegar ég kem heim. Ég vil
koma með þá ábendingu til
blaðburðarfólks að setja
blaðið alla leið inn um bréfa-
lúguna, þannig að það blasi
ekki við þeim sem framhjá
ganga. Sjálfsagt á þetta ekki
við um alla blaðbera en ég
bý á ofanverðum Álfhóls-
vegi í Kópavogi. Með fyrir-
fram þökk.
E.J.
Tapað/fundið
Guess-leðurveski
týndist
LJÓST Guess-leðurveski,
sem í var m.a. Nokia 3330
sími, debetkort og snyrti-
vörur, týndist/eða var tekið í
misgripum á Kaffibarnum
aðfaranótt sunnudagsins
síðastliðins. Finnandi vin-
samlegast hafi samband í
síma 565 6432.
Dýrahald
Hvítur og svartur
kisi á flækingi
KÖTTUR, sem er hvítur og
svartflekkóttur, er á flæk-
ingi við Bústaðaveg og
Hólmgarð. Hann er svartur
á öðru eyra niður undir auga
og framan á nös, með svart
skott og lítið hvítt á enda.
Hann er með græna ól með
rauðri plötu. Þeir sem kann-
ast við kisa hafi samband í
síma 568 9488. Mánudaginn
8. júlí hefur einhver tekið ól-
ina af kisa og er sá beðinn að
láta vita í símanúmerið sem
gefið er upp á ólinni.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Nesti handa öllum.